Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Blaðsíða 22
4 skammtar Grænmetis, vegan, glúten- og mjólkurlaust 1 dl sólblómafræ 1 msk. kaldpressuð kókosolía 1 msk. wasabi-paste eða fínt rifin piparrót ½ - 1 msk. akasíuhunang eða kókospálmasíróp 2 stórar rauðrófur 2 stórar gulrætur 1 stk. sítrónugras safi úr og raspaður börkur af 1 líf- rænni sítrónu 1-2 tsk. flögusalt nýmalaður pipar ½ dl lífræn repjuolía; þessi íslenska frá Vallanesi er alveg kjörin Þurrristaðu sólblómafræin á sjóð- heitri pönnu og hrærðu stöðugt í þeim á meðan. Þegar fræin taka lit, bættu við kókosolíunni, wasabi eða piparrót og hunangi. Hrærðu vel saman og fjarlægðu svo strax af pönnunni yfir á disk og kældu. Rífðu rauðrófur og gulrætur í fínar ræmur, ef þú átt þannig rif- járn, annars á gamla mátann. Berðu sítrónugrasið með ein- hverju þungu, eða bara með ham- ar, og taktu grófu ystu blöðin af og með beittum hníf skerðu mjög fínt mýksta partinn af grasinu. Mundu að njóta ilmsins! Í salatskál blandarðu sítrónu- grasi, olíu, sítrónusafa og -berki með rifnum rauðrófum og gulrót- um, salti og pipar. Toppaðu með ristuðu wasabi- fræunum. Gott með feitum grilluðum fiski, köldu hvítu eða með steikt- um portobello-sveppum. Hrásalat með rauðrófum og wasabi-ristuðum fræjum 2 skammtar Fæst í Yogafood 6 stk. klakar 3 tsk. lífrænt instant kaffiduft 4 dl heslihnetumjólk 2 hnífsoddar vanilluduft 3-4 dropar vanillustevía Settu allt í blandara og keyrðu hann í 1-2 mínútur. Gott að njóta á hlýjum sumardegi. ÁBENDING Bættu við 2 tsk. af heslihnetusmjöri í blandarann. Toppaðu þetta með uppáhaldsísnum en þá er óþarfi að vera líka með klakana í glasinu. Ískaffi Go Nuts Ég sæki sjálf í staði þar sem ég get fengið mérgott að borða án þess að fara í massa sykursjokk eða fara þaðan með uppblásinn maga og þau óþægindi sem því fylgir, segir Þor- björg Hafsteinsdóttir. Hana hafði dreymt um að komast á huggulegan veitingastað hér á landi þar sem fólk getur sest niður og gætt sér á bragðgóðum mat og ljúffengum drykkjum eða tekið með sér á hlaupum. „Þess vegna bjó ég bara til svona stað sjálf, þar sem maturinn, hvort sem það eru pottréttirnir, súpurnar, kökurnar eða sjeikarnir, er algjörlega laus við glúten og viðbættan sykur. Ég vil að mínir gestir standi upp frá borðum nærðir með orkuna og jafnvægið úr matn- um. Ekkert bull í gangi hér!“ Yogafood var opnaður í nóvember 2016 og er á hót- elinu Oddsson í JL-húsinu vestur á Granda og er op- inn alla virka daga frá kl. 7-17. Auk þess að vera menntaður hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti, markþjálfi og jógakennari hefur Þorbjörg ritað bæk- ur um heilbrigðan lífsstíl og hollt mataræði. Að henn- ar sögn er Yogafood meira en bara veitingastaður. Hann byggist á brennandi ástríðu Þorbjargar fyrir heilsusamlegum lífsstíl. Matarpakkar fyrir fólk í heilsuátaki „Yogafood mun bjóða upp á matarpakka í fyrirtæki og einnig að hanna og þjónusta heilsuátak starfsfólks, til dæmis með djúskúrum og námskeiðum,“ segir Þor- björg um framtíðaráætlanir staðarins. „Við verðum með úrval af vörum sem þjóna heilbrigðum og meðvit- uðum lífsstíl og ásetningi og einnig verðum við með fræðslu og námskeið fyrir áhugasama. Þetta mun allt saman gerast á nýja staðnum okkar sem við opnum snemma í haust.“ Nafn staðarins dregur nafn sitt af því að jógafræðin eru fléttuð inn í matseðilinn en boðið er upp á ýmsa drykki og heilsuskot sem eiga að næra orkustöðvar líkamans. Staðurinn gefur sig ekki út fyrir að vera vegan en lítið er þó notað af dýraafurðum. Að sögn Þorbjargar er áhersla lögð á næringarríkan mat úr fersku hráefni sem er bæði bragðgóður og fjöl- breyttur. Hráefnið er að mestu lífrænt og um 85-90% réttanna henta þeim sem eru vegan. Þorbjörg Hafsteinsdóttir vill að fólk standi upp frá borðum endurnært en ekki uppblásið. Ljósmynd/Ólafur Eggertsson Heilsusamlegur matur Yogafood er nýlegur veitingastaður sem býður upp á mat sem er án við- bætts sykurs, litarefna, glútens og mjólkur. Að sögn Þorbjargar Hafsteins- dóttur er Yogafood eini staðurinn á Íslandi sem er alveg glútenlaus. Nína Ingólfsdóttir nina@mbl.is MATUR Á sumrin er sérstaklega mikilvægt að muna eftir vatninu.Þegar ferðast er til heitari landa þarf líka að huga að því að fá nóg af salti og steinefnum svo við verðum ekki þreytt. Vökvum okkur á sumrin 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017 Ca. 10 stykki 200 g ristaðar saltaðar jarðhnetur (pea- nuts) 500 g mjúkar döðlur ½ tsk. vanilluduft 4 msk. kakóduft (hrátt) 1 msk. kókosolía Settu allt í matvinnsluvél með hníf eða í góðan blandara. Það getur verið að þú verðir að slökkva og opna lokið og losa deigið og kveikja á aftur nokkrum sinn- um. Þetta á að verða mjúkur massi. Annaðhvort mótarðu kúlur úr deiginu eða fletur massann út á fat (best að hafa bökunarpappír bæði undir og yfir deiginu og þrýsta massanum niður með flötum lófa) ca. 10x20 cm. Kæla vel og skera í hæfilega stór stykki. Það er líka leyfilegt að bræða 85% dökkt súkkulaði og hella yfir og kæla aftur. Njóta með góðum bolla af tei, t.d. vanillutei. „Snickers- nammilaði“ Ljósmyndir/Martin Dyrløv

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.