Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Blaðsíða 28
FERÐALÖG Frá og með 15. júní hefur fólk getað notað farsímannsinn í útlöndum eins og heima hjá sér. Þetta þýðir að ekkiþarf að borga sérstaklega fyrir notkun erlendis á til dæm- is Google Maps, sem er himnasending í stórborgum. Notaðu netið 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017 Breska höfuðborgin London erí hæfilegri fjarlægð frá Ís-landi þannig að flugið er með þeim styttri og samkeppnin um þessa flugleið er líka mikil svo að oft er hægt að fá hagstætt flug. London er sannkölluð stórborg og hægt að velja úr ótalmörgum stöð- um til að heimsækja. Söfn borgar- innar eru stórkostleg og veitinga- staðirnir óteljandi. Almenningssamgöngukerfið er gott og því er auðvelt að ferðast á milli hverfa. Fyrir þá sem hafa dvalið oftar en einu sinni í miðborginni og hafa jafnvel eytt tíma í vesturborginni, hví ekki að eyða næstu Lundúna- ferð í austurhluta borgarinnar? Í Shoreditch er fjölbreytt næturlíf, hægt að velja um marga spennandi gististaði og margvíslega veit- ingastaði auk þess sem þar eru bæði þekktar stærri verslanir og margar smærri sérverslanir og markaðir. Fyrir örfáum árum var þetta iðnaðarhverfi að stórum hluta en uppbyggingin hefur verið mikil síðustu ár. Enn eru mörg svæði í uppbyggingu og yfirbragðið er nokkuð hrátt og tekur stöðugum breytingum. Mynd/visitlondon.com Skemmtileg veggjalist er víða í Shoreditch. Morgunblaðið/Inga Rún Bentu í austur London er borg margra andlita og það er meira að sjá í henni en Big Ben og Buckingham-höll og hægt að versla miklu víðar en á Oxford-stræti. Austurhluti borgarinnar hefur mikið aðdráttarafl. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fólk slakar á við Hoxton Square. Austurhluti London er svæði sem er í mikilli uppbyggingu svo það kemur ekki á óvart að það sem áður var svæði fyrir vörubíla sé núna orðið að matarmarkaði. Dinerama er lokað svæði með götu- mat af ýmsu tagi, þarna er hægt að fá meðal annars takó, borgara og grillmat. Kokkteilarnir eru bornir fram í stórum glösum og þarna er matur fyrir bæði vegana og kjötætur. Dinerama er við Great Eastern Street númer 19. DINERAMA Þarna eru margir básar sem selja mat. Skemmtilegur matarmarkaður Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: Hagkaup, Kostur, Melabúðin, Iceland verslanir, Kvosin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin, 10-11.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.