Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017
E
inhverjir halda því fram að „umræða á
samfélagsmiðlum“ sé smám saman
að vinda burtu því litla vitræna sem
einstaka sinnum hafi náð í örskots-
stund að þvælast fyrir meinlokum og
fordómum þeirra sem fara þar mest.
Ekki er víst að það sé slæmt. Er ekki best að allir eigi
þar eina sál, eða þá sameiginlegt holrými þar sem sál
var áður, ef þannig háttar til? Hópurinn sé þar með
sjálfbær, dragi sig af eigin afli í þennan dilk hornóttra
í réttinni og jarmi þar.
En utan réttar
En utan við þessa gerviveröld er einnig margt að ger-
ast. Og það undra hratt. Þeir, sem telja að sýna verði
lit og andæfa mesta ruglinu á samfélagsmiðlum,
segja að reyna verði að hægja á að bullið breiðist
ómengað út fyrir mörkin. Ekki mikið, en eitthvað.
Mörg bannhelgin hefur brotnað á síðustu árum.
Jafnvel hinar óbrotgjörnustu. Ekki er eftirsjá að öll-
um sem brotnað hafa, jafnvel mélinu smærra.
Kannski fæstum. En það mat lýtur smekk, uppeldi,
uppruna og svo ótalmörgu öðru.
En þótt bannhelgi rofni, er ekki þar með sagt að
umburðalyndi vaxi að sama skapi. Vonir hefðu þó átt
að standa til þess. Nú orðið þykir ekkert að því að
ganga í skrokk á einstaklingum úr þeirri fjarlægð
sem netið veitir um leið og það er svo óþægilega
nærri þeim sem fyrir verður. Áhlaupsmaður þarf
ekki að þekkja þolanda mikið, jafnvel ekki neitt. Veit-
ist að honum að honum með stóryrðum, svívirðingum
og samansöfnuðum hleypidómum eins og það sé sjálf-
sagt. Af hverju? Af því að honum þykir það sjálfsagt.
Hann tekur jafnvel fram að honum sé ekki persónu-
lega í nöp við viðkomandi, heldur aðeins forkastanleg
sjónarmið hans og lífsskoðanir. En þar er ekki látið
staðar numið. Það er aðeins upphafið.
En vandinn er að fullyrðingasveit þjóðfélagsins,
sem fer sístækkandi, hefur fyrir löngu gert upp við
sig og þarf ekki að eiga það við aðra, að óþarft sé með
öllu að rökstyðja „réttar skoðanir“. Svo vel vill til að
það eru einmitt „réttu skoðanirnar“ sem fullyrðing-
armenn hafa tileinkað sér og hafa í heiðri.
Verkefnið er því ekki annað en það, að úthrópa
þann sem sem dregur fullyrðingarnar í efa og fyrir
það að vera það fól sem hann er. Það síðasttalda leiðir
af sjálfu. Aðeins fól færi gegn því sem augljóslega er
rétt og það er jafnsjálfgefið að það gerir enginn óbil-
aður maður nema í annarlegum tilgangi. Ekki þarf
því að færa fram frekari vitnisburð um að sá sé fól.
Aðeins að útlista á hvaða hástigi fólskan sé. Á því eru
sjaldnast talin sjáanleg mörk. Og fullyrðingamenn
mega vel við una. Þeim hefur lukkast að loka sífellt
stærri hluta umræðunnar. Sjálfhverfir, í sinni sjálfs-
öruggu vissu, hefur þeim tekist að hræða of marga
frá því að hugsa og hluta þeirra, sem þó bera við að
hugsa, frá því að tala. Og eins og allir vita eiga þeir
bandamenn hjá þeim sem síst mættu.
Opinberar aðgerðir
Á síðustu árum hefur verið gengið mjög langt fram í
því að vernda minnihlutahópa fyrir særandi eða
meiðandi áreiti í „orðræðu“ eins og það heitir gjarn-
an. Á sama tíma hafa girðingar gagnvart flestum öðr-
um orðið algjörlega haldlausar.
Mannkynið á mörg dæmin ljós og skammarleg frá
öllum tímum um áróðurskenndar ofsóknir á minni-
hlutahópa sem hafa smám saman leitt til beinna
árása af svívirðilegasta tagi og í verstu tilvikum rík-
isvæddra ofsókna. Þegar afli ríkisvaldsins er beitt í
lokaatlögunni stendur fátt fyrir. Það ætti í sjálfu sér
að vera óþarft að gera andúð og hatur og óhæfuverk í
krafti þeirra eða með uppsprettu þar refsiverðar að
lögum, og það með sérstökum aðgreindum hætti.
Sýnd andúð ætti í fullkomnum heimi að sæta nánast
sjálfkrafa almennri fordæmingu og breyttust óhæfu-
orð í gerðir að falla inn í þá almennu refsiramma sem
eru til staðar.
Tískurefsiréttur, eins og sá sem snýr að haturs-
umræðu og hatursglæpum, er vandmeðfarinn og
getur hæglega leiðst á villigötur. Eftir hverju er það
valið sem sérstaklega skal verja? Sé maður barinn
til óbóta og brotaviljinn augljós er snúið að gera
refsinguna harðdrægari með huglægu mati á því að
auka illvilji, afmarkaður og sérstaklega bann-
færður, hafi verið til staðar og verðskuldaði refsi-
auka. Þegar leitast er við að verja „minnihlutahóp“
af því að slík staða kalli á hatur getur úrlausnin
reynst snúin. Það er ekki laust við að slíkt lúti einn-
ig „tísku.“
Tifandi sprengjur og trúmál
Ekki eru til fullkomlega óskeikular tölur um fjölda
þeirra sem tilheyra einstökum trúflokkum eða hreyf-
ingum.
Hinar ógurlegu gyðingaofsóknir frá þriðja tug síð-
ustu aldar fram til loka heimsstyrjaldarinnar síðari
kölluðu að vonum til ríkulegrar samúðar með gyð-
ingum. Margir voru sakbitnir. Sátu allt of lengi hjá.
Höfðu lokað augunum eða ekki látið heilann og hjart-
að frétta af því sem augun urðu vitni að.
Gyðingar höfðu sætt ofsóknum í einhverri mynd
víða og öldum saman, þótt mismiklar væru.
Gyðingar í öllum heiminum eru taldir vera aðeins
tæplega 14 milljónir. Þar af búa 40% í Ísrael og um
40% í Bandaríkjunum. Það er óþægilegt, ef ekki
óbærilegt að skynja að það andar meiri kulda en áður
í þeirra garð víða og eru þá lönd Evrópu þar ekki
undanskilin. Stjórnmálaleg andúð á Ísrael fer vax-
andi í Evrópu og virðast sum lönd helst ekki vilja
kannast við ábyrgð sína á tilveru Ísraels í kjölfar
heimsstyrjaldarinnar sem Hitler stofnaði til.
Ýmsum þótti staða Ísraels jafnvel veikjast veru-
lega í tíð Obama forseta, sem er athyglisvert
áhyggjuefni. Mikill meirihluti bandarískra gyðinga
hefur lengst af veitt demókrötum stuðning sinn í
kosningum vestra.
Múslimar og hinir kristnu
Kristnir menn eru taldir vera um 2,2 milljarðar í
heiminum um þessar mundir. Múslimar um 1,6 millj-
arðar. Þessar tölur eru ekki nákvæmar og á nokkurri
hreyfingu, ekki síst tölurnar um hina kristnu. Og þær
segja heldur ekki alla söguna. Trúarhreyfingar músl-
ima eru langvíðast samofnar valdakerfi hvers heima-
ríkis. Sama mátti víða segja forðum tíð um kristnina,
en gjörbreyting er orðin á.
Ekki fer mjög vel á því, að tala um „vígi“ trúarheyf-
inga. En sé það gert með tilheyrandi fyrirvörum þá
hefur mátt telja Evrópu og Ameríkuríkin í suður og
norðurálfunni til vígis kristninnar. Kristnin er nú í vörn
á þessum svæðum. Svo skrítið sem það er beita
heittrúaðir trúleysingjar sér víða gegn kristninni, en
ekki með sama hætti gegn múslimatrú. Þetta trúleysi,
sem iðulega er sótt og varið af miklum ákafa og trúar-
hita virðist í raun ekki þýða að menn séu trúlausir
heldur aðallega að þeir séu ekki kristnir. Trúleys-
isboðun í ríkjum múslima er mikið hættuspil. Í hinum
kristna heimi þarf ekki hetjur til, þótt ákaft sé barið
Göngur og réttir,
ógöngur og óréttur
’
Svo skrítið sem það er beita heittrúaðir
trúleysingjar sér víða gegn kristninni, en
ekki með sama hætti gegn múslimatrú. Þetta
trúleysi, sem iðulega er sótt og varið af mikl-
um ákafa og trúarhita virðst í raun ekki þýða
að menn séu trúlausir heldur aðallega að þeir
séu ekki kristnir.
Reykjavíkurbréf23.06.17