Morgunblaðið - 01.07.2017, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1. J Ú L Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 157. tölublað 105. árgangur
MICHELIN
STJÖRNU-
KOKKAR
WHITE GEFUR
ÚT LAG MEÐ
MY BUBBA
DÚETT 39VESTMANNAEYJAR 12
„Þetta frumvarp er einn liður í því
að tryggja réttindi barns sem missir
annað foreldri eða báða foreldra, í
þeim aðstæðum þar sem vilji er til að
ættleiða barnið. Eins og staðan er í
dag er hægt að ættleiða barn án þess
að fjölskylda látins foreldris viti einu
sinni af því,“ segir Vilhjálmur Árna-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks og
fyrsti flutningsmaður að frumvarpi
um breytingu á lögum um ættleið-
ingar, sem var kynnt á síðustu dög-
um þingsins og stendur til að endur-
flytja í haust.
Með frumvarpinu yrðu m.a. þær
breytingar að þegar sótt er um ætt-
leiðingu barns sem misst hefur annað
foreldri eða báða foreldra skuli leita
umsagnar nánustu fjölskyldu látna
foreldrisins. Jón Bjarnason, fyrrver-
andi þingmaður og ráðherra, hefur
unnið að undirbúningi frumvarpsins.
„Eftir að dóttir okkar lést aðeins
28 ára gömul, sem lét eftir sig in-
dælan son, fór ég að velta fyrir
mér, í stærra samhengi, stöðu
barna við andlát foreldris. Hvaða
formlega stuðning þau fengju, ekki
aðeins í aðdraganda andláts heldur
einnig velferð þeirra árin á eftir,“
segir Jón Bjarnason. Fjallað er um
málið í Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins.
Haft verði samráð um ættleiðingu
Frumvarp um breytingar á ættleiðingarlögum tryggi rétt barna er missa foreldri
Vilhjálmur
Árnason
Jón
Bjarnason
Sóðaskapur og slæm umgengni
hefur aukist á almannafæri í
Reykjavík. Ryðguð baðkör og ónýt-
ar þvottavélar eru meðal þess sem
finna má á víð og dreif á landsvæði
borgarinnar. Ljóst þykir að losun
heimilistækja og annars úrgangs út
í náttúruna er vaxandi vandamál.
Hugsanlega heldur fólk að það
þurfi að borga fyrir að fara með
heimilistæki í Sorpu en svo er ekki.
Starfsmenn borgarinnar fara
reglulega um borgarlandið og
hirða upp rusl. »14
Slæm umgengni
eykst í borginni
Sorp Pokar með rusli ofan við Reynisvatn.
Skylduiðgjald til lífeyrissjóða
hækkar í dag um 1,5% líkt og samið
var um í kjarasamningum aðildar-
félaga ASÍ og SA á síðasta ári. Í
byrjun júlí á næsta ári hækkar
framlagið um 1,5% til viðbótar en
heildarhækkun frá 2016 nemur þá
3,5% og fer því úr 12% í 15,5%.
Lífeyrisþegar munu sjálfir ráða
því hvort þessi sérstaki hluti, þ.e.
3,5% hækkun, renni í sérstaka sér-
eign eða til samtryggingarhluta líf-
eyrissjóðs síns.
„Atvinnurekendum verður skylt
að skila öllu skylduiðgjaldinu en
síðan gefst sjóðsfélögum tækifæri
að semja við sinn lífeyrissjóð um
þessi 3,5%,“ segir Henný Hinz,
deildarstjóri hagdeildar ASÍ. Hún
bendir fólki á að kynna sér vel leið-
irnar sem í boði eru. Hagsmunir
séu miklir fyrir sjóðsfélaga. »20
Iðgjöld til lífeyr-
issjóða hækka í dag
Að hafa gaman af veiðiskap er mörgum eðl-
islægt og þegar fiskast færist jafnan fjör í leik-
inn og áhuginn vaknar. Þessi ungi veiðimaður,
Kristófer Kjartansson, var á Grandanum í gær
með færið sitt og náði þar að krækja með öngl-
inum í þennan laglega þyrskling.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Glaður drengur
með þyrskling
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vextir íbúðalána hafa almennt aldrei
verið jafnlágir á Íslandi og nú. Það á
sinn þátt í hækkun fasteignaverðs.
Ingólfur Bender, hagfræðingur
Samtaka iðnaðarins, segir áhrif
lágra vaxta ekki að fullu komin fram.
„Við eigum eftir að sjá áhrifin á
næstunni á húsnæðismarkaðinn,“
segir Ingólfur, sem telur að lágir
vextir muni ýta undir fjárfestingu í
íbúðarhúsnæði næstu misserin.
Gústaf Steingrímsson, hagfræð-
ingur í hagfræðideild Landsbank-
ans, bendir á að fjöldi heimila hafi
tekið lán þegar vaxtastigið var um-
talsvert hærra. Þegar þau skipti um
húsnæði og endurfjármagna lán
munu „áhrif betri kjara að einhverju
leyti koma fram í fasteignaverði“.
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, segir aukinn
sparnað heimila og lækkun skulda
ríkisins eiga þátt í að vaxtastigið hafi
lækkað á Íslandi. Almennt hafi vext-
ir farið lækkandi á Vesturlöndum.
Hann telur aðspurður að lækkun
langtímavaxta muni gera fjárfest-
ingu í innviðum ódýrari og almennt
séð muni lægri vextir hvetja áfram
fjárfestingu á næstu árum.
Lægstu verðtryggðu íbúðavextir
sem nú bjóðast eru um 3,06% og er
jafnvel búist við frekari lækkun. Val-
kostir á lánamarkaði hafa aldrei ver-
ið jafnmargir og kostnaður við að
breyta lánum aldrei verið lægri.
Yngvi Harðarson, framkvæmda-
stjóri Analytica, segir lága vexti
leiða til lægri greiðslubyrði. Fólk
geti því boðið hærra í fasteignir.
Íbúðavextir aldrei lægri
Hagfræðingur SI segir áhrif lágra vaxta ekki að fullu komin fram í íbúðaverði
Dósent telur lága vexti munu örva fjárfestingu og þar með hagvöxt næstu ár
Prósent vegur þungt
Greiðslubyrði á mán. Þúsundir króna
að núvirði miðað við 30 milljóna lán
til 40 ára í 40 milljóna króna eign.
H
ei
m
ild
:A
na
ly
tic
a 127
147
109
3,1% 4,1% 5,1%Vextir:
MBjóðast nú betri kjör … »14
Leiðin að mál-
flutningsrétt-
indum fyrir
Hæstarétti kem-
ur til með að
lengjast um ára-
mót vegna
Landsréttar.
Héraðsdóms-
lögmenn keppast
við að flytja prófmál til að öðlast
málflutningsréttindi fyrir Hæsta-
rétti áður en Landsréttur tekur til
starfa. 56 lögmenn hafa hafið ferli
til að öðlast málflutningsréttindi
fyrir Hæstarétti. Þá eru dæmi um
að héraðsdómslögmenn geti ekki
orðið sér úti um prófmál þrátt fyrir
að uppfylla öll skilyrði til að hefja
ferlið.
Nýjar reglur um öflun málflutn-
ingsréttinda fyrir æðra dómstigi
verða fyrirsjáanlegri og hentugri
en núverandi fyrirkomulag. »18
Keppt um prófmál
vegna Landsréttar