Morgunblaðið - 01.07.2017, Side 4

Morgunblaðið - 01.07.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að nýtt hótel á Vega- mótastíg í Reykjavík verði fokhelt um áramótin. Stefnt er að opnun haustið 2018. Reir eignarhaldsfélag byggir hótelið. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins úr fast- eignageiranum kostar ekki undir milljarði króna að byggja hótelið. Hilmar Þór Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Reirs, segir bygg- inguna tæpa 1.900 fermetra. Á jarðhæð verður verslun og þjónusta en hótel á efri hæðum. Hilmar Þór segir útfærsluna í vinnslu. Þá sé óákveðið hversu mörg rými fari í útleigu á jarðhæð. Til greina komi að hafa þar veitinga- rekstur. Á hótelinu verði 39 her- bergi, sem verði frá 25 fermetrum. Hilmar Þór segir viðræður standa yfir við hugsanlega leigutaka. Reir muni ekki reka hótelið. Hótelið hefur því eðli máls sam- kvæmt ekki fengið nafn. Fluttu hús á horninu Hótelið verður í byggingum við Vegamótastíg 7 og 9. Á horninu var bárujárnsklætt timburhús á steyptum grunni, á horni Vegamótastígs og Grettisgötu. Það hefur verið flutt á baklóð á Grettisgötu 54b. Stór hluti byggingarlóðarinnar undir hótelið var áður bílastæði sunnan við hús Máls og menningar á Laugavegi 18. Undir hótelinu verða bílastæði fyrir fatlaða. Með fram- kvæmdunum breytist götumynd á grónum stað. Hilmar Þór segir jarð- hæð verða glerjaða. Starfsemin muni því færa líf í götuna. Veitingarekstur er nú á Vega- mótastíg þar sem eru Vegamót – veitingastaður og bar og Ölstofa Kormáks og Skjaldar. Sunnan við Ölstofuna er gamla Hegningarhúsið. Framtíðarnotkun þess húsnæðis er óviss. Vestan við fyrirhugað hótel undirbýr CenterHótel að stækka CenterHótel Skjaldbreið. Hilmar Þór áætlar að upp- steypa hefjist um miðjan júlí. Miðað sé við að þeim áfanga ljúki fyrir ára- mót. Stefnt sé að því að opna hótelið haustið 2018. Reir byggir líka Sand- hótel á Laugavegi 32-36. Fyrsti áfangi hótelsins var opnaður í júní með 53 herbergjum. Áætlað er að síðasta áfanga ljúki næsta vor. Verða alls 75-78 herbergi á Sandhót- eli. Hilmar Þór segir Reir vera með fleiri járn í eldinum. Nýtt hótel opnað á Vegamótastíg 2018 Teikning/Arkþing/Birt með leyfi Á horninu Nýja hótelið á Vegamótastíg 7-9 verður sunnan við Mál og menningu á Laugavegi 18 í Reykjavík.  39 herbergja borgarhótel sunnan við Mál og menningu „Málið er enn til skoðunar hjá fulltrúum barnaverndarnefndar, ég veit ekki til þess að fleiri tilkynning- ar hafi borist, a.m.k. ekki fram að þessu,“ segir Margrét Pála Ólafs- dóttir, stofnandi Hjallastefnunnar. Skólastjóra og starfsmanni hefur verið vikið tímabundið frá störfum í kjölfar tilkynningar um ofbeldi af hálfu skólastjóra og starfsmanns í einum af grunnskólunum sem starf- ar eftir stefnunni í Reykjavík. „Við bregðumst við skv. stefnu skólans, en hana er að finna á vefsíðu Hjalla- stefnunnar,“ segir Margrét Pála. „Við erum núna ásamt lögfræðingi okkar að svara fyrirspurnum barna- verndarnefndar. Ákvörðun um hvort starfsmennirnir snúa aftur úr leyf- inu verður ekki tekin fyrr en niður- staða nefndarinnar liggur fyrir,“ segir Margrét Pála. Börnin sem um ræðir í tilkynningunni séu útskrifuð, skólinn sé bara með börn til 9 ára aldurs, þau snúi því ekki aftur í skólann. Tilkynn- ingin hafi ekki borist fyrr en eft- ir skólaslit í vor. „Þetta er sárs- aukafullt fyrir alla hlutaðeig- andi, ég vona að barnaverndar- nefnd nái að vinna málið hratt. Við öll sem tengj- umst skólanum erum í miklu áfalli,“ segir Margrét Pála. „Við bíðum bara, við skiljum líka að nefndin þarf tíma til að vinna málið vandlega til að skýr niðurstaða fáist. Við höfum boð- ið starfsfólki upp á sálfræðiráðgjöf og verið í sambandi við foreldra, þar sem við höfum hvatt fólk til að hafa samband, sem sumir hafa þegar nýtt sér,“ segir Margrét Pála að lokum. ernayr@mbl.is Fleiri tilkynningar hafa ekki borist  Sársaukafullt fyrir alla hlutaðeigandi Margrét Pála Ólafsdóttir SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mér finnst sennilegt að í náinni framtíð verði gerður út leiðangur með mannaðri eldflaug til Mars. Manninum er meðfætt að vilja kanna heiminn og ókunnar slóðir, samanber tunglferðir á sínum tíma. Leiðangur til Mars verður þó fyrst að veruleika þegar komin er tækni sem menn geta treyst og hún er í þróun. Þetta hlýtur að gerast; Trump Bandaríkjaforseti virðist áhugasamari um geimferðir en Obama var,“ segir Charles Duke, tunglfari og stórt nafn í mannkyns- sögunni. Mikilvæg þjálfun á Íslandi Hluti af undirbúningi tunglferða Bandaríkjamanna fyrir hálfri öld var æfingaferðir geimfaraefna til Íslands. Þeir komu til Íslands í tveimur ferðum, 1965 og 1967, og var Duke í hinni síðari. Þegar svo kom að leiðangri Apollo 16 árið 1972 var Duke í áhöfninni og höfð- ust þeir John W. Young þá við á yf- irborði mánans í á þriðja sólarhring. „Þjálfun á Íslandi fyrir tunglferð- irnar var mjög mikilvæg,“ segir Duke. Þau Dorothy Claiborne eig- inkona hans eru nú stödd á Íslandi og ætla á morgun, sunnudag, í Nautagil í Dyngjufjöllum, en þar voru geimfaraefnin við æfingar sumarið 1967 undir leiðsögn ís- lenskra jarðvísindamanna. Talið var að jarðmyndanir á tunglinu og Ís- landi væru um margt líkar og það segir Duke líka hafa komið á dag- inn. „Ég minnist þess hvað ferðin um öræfin og Dyngjufjöll og Öskju var löng. En hér gátum við skoðað eld- stöðvar, gróðursnauð hraun, jarð- hitasvæði og fleira. Margt líkt þessu átti ég síðar eftir að sjá á tunglinu, sem alltaf verður dul- arfullt. Já, mér finnst þegar ég horfi upp í himininn og til tunglsins stórkostlegt að hafa fengið tækifæri að komast á þennan stórbrotna stað. Fyrir okkur hjónin er tunglið sveipað rómantík.“ Fyrirlestur á mánudaginn Duke, sem er búsettur í Texas í Bandaríkjunum, er 81 árs að aldri og sestur í helgan stein, eftir langan feril sem að mestu leyti var helg- aður flugi og geimferðum. Í tímans rás hefur Duke mikið sinnt fyr- irlestrahaldi, enda eru tunglferðir ætíð forvitnilegar. Verður Duke með fyrirlestur ætlaðan unglingum í Háskólanum í Reykjavík kl. 14 á mánudag og segir frá himin- geimnum og ferðum sínum þar. – Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi stendur fyrir viðburðinum, en hing- að til lands komu Charels Duke og kona hans í boði Könnunarsögu- safnsins á Húsavík sem Örlygur Hnefill Örlygsson starfrækir. Rómantíkin tengist tunglinu  Charles Duke aftur á slóðir geimfara á Íslandi  Æfingar fyrir tunglferðina voru í Dyngjufjöllum  Telur að senn komi að mönnuðum leiðangri til Mars Morgunblaðið/Sigurður Bogi Geimurinn Charels Duke og feðgarnir Örlygur Hnefill Jónsson og Örlygur Hnefill Örlygsson, en þeir standa fyrir heimsókn tunglfarans til Íslands. Eigendur 96,69% hlutafjár í Virð- ingu hafa sam- þykkt tilboð stjórnar Kviku í hlutafé fyrirtæk- isins, en skilyrði var að tilboðið yrði samþykkt af eigendum meira en 90% hlutafjár. Kaupverð nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé. Kaupin eru áfram háð samþykki á hluthafafundi Kviku og samþykkis eftirlitsstofn- ana. Stefnt er að því að sameina fé- lögin undir nafni Kviku. „Með sam- einingu Kviku og Virðingar verður til öflugt fjármálafyrirtæki sem er leiðandi á fjárfestingabankamark- aði. Sameinað félag verður eitt það umsvifamesta í eignastýringu á Ís- landi með um 235 milljarða króna í stýringu og fjölda sjóða í rekstri,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Viljayfirlýsing um sameiningu Kviku og Virðingar var undirrituð í desember eftir að viðræður höfðu átt sér stað um nokkurt skeið. Kvika kaupir Virðingu  Kaupverð 2,5 milljarðar króna Stækkar Kvika og Virðing sameinast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.