Morgunblaðið - 01.07.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 01.07.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiðimenn eru víða lukkulegir á bökkum ánna þessa dagana. Veiði hefur nú hafist í þeim flestum og farið vel af stað; virðist meira hafa gengið af stórlaxi í árnar en margir spáðu og þá hafa smálaxagöngur mætt úr hafi síðustu daga. Veiði hófst til að mynda í vikunni á efsta svæði Stóru-Laxár í Hreppum, því fjórða, og muna menn ekki betri opnun þar; 40 löxum var landað á fimm vöktum á stangirnar fjórar. „Laxinn var orðinn vel dreifður þarna upp frá og flestir sem veiddust voru á bilinu 80 til 85 cm. Þá voru þrír smálaxar af þessum 40, sem þykir gott þegar þeir mæta á þessum tíma. Sá stærsti sem veiddist var 96 cm og enn stærri sáust en tóku ekki, eins og gengur,“ sagði Jóhann Davíð Snorra- son, sölustjóri hjá Lax-á. Þá hófst veiði í gærmorgun á svæð- um I og II á Stóru-Laxá og var fjór- um löxum landað. Það var mikið líf og missti Árni Baldursson til að mynda sjö og þar af einn „risa“ sem sleit hjá honum. Veiði hefst á þriðja svæðinu í ánni síðdegis í dag. „Við höfum farið mjög vel með ána síðan við tókum hana á hana á leigu og ætli það sé ekki að skila sér svona vel. Við erum með sleppiskyldu á öll- um laxi á fjórða svæði en taka má einn smálax á stöng á dag á neðri svæðunum,“ sagði Jóhann Davíð. Góðar fréttir berast líka úr ánum á Vesturlandi, til að mynda úr Grímsá í Borgarfirði. Þar hefur nú verið veitt í viku og um 150 löxum þegar landað á sex stangir. „Það er mjög fín byrjun og alls staðar fiskur, hann er meira að segja kominn upp í Tunguá,“ sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa. Hann segir byrjunina í Grímsá hafa verið frábæra, opnunarhollið fékk 79 en ekki var mikið af lúsugum fiski þar á meðal. Þá róaðist aðeins og lítið var að ganga af laxi „en það breyttist í gær. Þá fór að hellast inn fiskur og ekki bara í Grímsá heldur líka í Laxá í Kjós og Laxá í Dölum. Hann er að mæta aðeins á eftir stóra straumnum í vikunni. Vaktin í morg- un var góð í öllum þremur ánum,“ sagði Haraldur í gær. Opnunarhollið í Laxá í Dölum veiddi líka afar vel. „Þeir lönduðu 25 stórlöxum á fjórar stangir. Í morgun helltist svo smálax inn á neðsta svæð- ið og Matarpollarnir fylltust, það var fyrsta smálaxagangan þar en það er mikið af stórum fiski í ánni í ofanálag, sem er frábært. Þetta lítur því vel út,“ sagði Haraldur. Hann bætir við að lax hafi verið mættur snemma í árnar en það sé ekki sjálfgefið að opnunarhollið í Döl- unum fái 25 stórlaxa, áin sé þekkt sem síðsumarsá en þetta sé nú annað sumarið sem veiði þar byrjar svo vel. Samkvæmt hinum vikulegu veiði- tölum á Angling.is, hefur mest veiðst í Þverá og Kjarrá en á miðvikudag höfðu 408 verið færðir til bókar á 14 stangir. 391 hafði veiðst í Norðurá en athygli vekur að við Urriðafoss höfðu veiðst 365 á tvær stangir en þar er kvóti fimm laxar á stöng. Ljósmynd/Kristinn Ágúst Ingólfsson Væn John Harris frá Wales lukkulegur með 84 sentimetra nýrunna hrygnu við Klöppina í Ytri-Rangá í gær. „Mjög fín byrjun og alls staðar fiskur“  Fjörutíu laxa opnun í Stóru-Laxá  Frábært í Grímsá Birt með leyfi Lax-á. Góð byrjun Árni Baldursson glímdi í gærmorgun við lax í hinum fornfræga hyl við Bergsnös í Stóru-Laxá. Fjórir náðust á fyrstu vakt á svæðum I & II. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Lyfið Spinraza hefur ekki enn fengið markaðsleyfi á Íslandi og lyfja- greiðslunefnd hefur ekki fengið um- sókn um innleiðingu eða greiðslu- þátttöku þess en lyfið er nýtt líftæknilyf ætlað til meðhöndlunar við ákveðinni gerð taugahrörnunar- sjúkdóms (SMA) sem tengist SMN1-genastökkbreytingu. SMA (spinal muscular atrophy) er ein helsta erfðafræðilega orsök ung- barnadauða. Samkvæmt svari Óttars Proppé heilbrigðisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Svandísar Svararsdóttur, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, er Spinraza ekki á forgangslista Landspítala yfir inn- leiðingu nýrra lyfja. Ekki lækning Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir formaður FSMA á Íslandi, sem er félag aðstandenda og einstaklinga sem haldnir eru SMA-sjúkdómnum, segir lyfið ekki vera lækningu en það veiti öllum þeim haldnir eru sjúk- dómum von um aukin lífsgæði. „Hér er um að ræða fyrsta lyfið sem verkar gegn sjúkdómnum og því mikilvægt að hafin sé innleiðing á því sem fyrst á Íslandi,“ segir Ást- hildur en nú þegar hefur það verið innleitt í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Í svari ráðherra segir að ekki hafi komið fram áreiðanlegar upplýs- ingar um að lyfið lækni þennan um- rædda taugahrörnunarsjúkdóm en í klínískum rannsóknum hefur komið fram að lyfið geti hægt á framgangi sjúkdómsins. Þá er kostnaðurinn gífurlegur og getur hlaupið á tugum milljóna á ári fyrir hvern sjúkling. Sé miðað við kostnað í Bandaríkj- unum myndi ársskammtur fyrir einn einstakling kosta um 75 milljónir króna. Ásthildur segir ekki enn liggja fyrir hver kostnaðurinn verði en bendir á að fyrst og fremst geti lyfið bjargað lífi og bætt lífsgæði þeirra sem þjást af sjúkdómnum. Nýtt lyf ekki á forgangslista  Fyrsta og eina lyfið sem verkar á taugahrörnunarsjúkdóminn SMA Morgunblaðið/Þórður Kostnaður Lyfið Spinraza er eitt dýrasta lyf í heiminum í dag. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands fékk verkefnastyrk frá NATO. Styrkurinn er ætlaður til rannsókna á smáríkjum í breyttu ör- yggisumhverfi. Styrkurinn sem veittur er í fyrsta skipti nemur 2400 evrum sem samsvarar rúmum 2,8 milljónum króna. Styrkurinn er ætlaður í tvö rannsóknarverkefni á sviði varn- armála, utanríkisstefnu og áskoranir smáríkja í breyttu alþjóðlegu örygg- isumhverfi. Margrét Sela, verkefnastjóri hjá Alþjóðamálastofnun, Háskóla Ís- lands segir nauðsynlegt að rannsaka hvernig öryggismál hafa breyst og hvernig þær breytingar komi við smáríki innan NATO. Skoðað verður hvernig þau geta best mótað stefnu sína í utanríkis- og öryggismálum. Smáríki í Austur-Evrópu, Eyjaálfu, Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku verða einnig skoðuð,“ segir Margét Sela og bætir við að sam- starf sé við Háskóla í Vilníus, í Washington og á Nýja-Sjálandi. Meistaranemar, doktorar og nýdoktorar komu til greina sem styrkþegar en umsóknarfrestur rann út í gær. Fyrsta ráðstefnan um öryggismál smáþjóða var haldin á Nýja Sjálandi 3. og 4. júní. Þar hélt Baldur Þórhallsson, sem leiðir verk- efnið, erindi um Trump og smáríki í Evrópu. Sumarið 2018 verður stór ráðstefna um öryggismál smáríkja haldin á Íslandi. NATO veitir verkefnastyrk til Háskóla Íslands Morgunblaðið/Kristinn Öryggismál Rannsókn á öryggi smáríkja í breyttu alþjóðaumhverfi.  Ætlaður til að rannsaka öryggis- mál smáríkja Viðtölum sálfræðinga hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um ríflega 44% frá því sem var árið á undan og hefur það orðið til að stytta biðlista talsvert og biðtíma um marga mánuði. Síðastliðið haust voru komn- ir sálfræðingar á allar 15 heilsu- gæslustöðvarnar og þjóna börnum og unglingum til 18 ára aldurs. Alþingi samþykkti vorið 2016 stefnu og aðgerðaáætlun í geðheil- brigðismálum til fjögurra ára. Þar er m.a. sett fram markmið um að fólk geti fengið meðferð og stuðning sál- fræðinga á heilsugæslustöðvum vegna algengustu geðraskana, svo sem þunglyndis og kvíðaraskana. Næst verði aukin sálfræðiþjónusta fyrir þá sem eru eldri, og byrjað verð- ur á ungu fólki 18-30 ára þar sem brýn þörf sé á að geta boðið einstak- lingsmeðferð, skv. vef stjórnarráðs- ins. Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sál- fræðiþjónustu Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, telur, skv. frétt á heimasíðu heilsugæslunnar, að full- orðnir einstaklingar með vægt eða miðlungs alvarlegt þunglyndi eða kvíða eigi að geta leitað til heilsu- gæslunnar með sín mál. ernayr@mbl.is Styttri biðtími eftir sálfræðiþjónustu  Börn og ungmenni látin ganga fyrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.