Morgunblaðið - 01.07.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
STÓRÚTSALA
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Útsalan hefst mánudaginn 3. júlí
30-40% afsláttur
Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755
30-50% afsl.
Skipholti
30-70% afsl.
Laugavegi
Skoðið Facebook.laxdal.is
Laugavegi 63 • Skipholt 29b
S: 551 4422
SUMARÚTSALAN
HAFIN
Jakkar - frakkar - kápur
Gerry Weber – Betty Barclay
gæðafatnaður
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Ligaya Ignacio Rafael og fjórir synir
hennar hafa eins og margar aðrar
fjölskyldur verið í vandræðum á
leigumarkaði í Reykjavík. Í byrjun
maí varð fjölskyldan heimilislaus eft-
ir að hafa lent í vanskilum með leigu-
greiðslur og leitaði ráða hjá fé-
lagsþjónustu Reykjavíkurborgar.
Þjónustumiðstöð Reykjavíkur-
borgar í Árbæ og Grafarholti aðstoð-
aði fjölskylduna við að fá inni á gisti-
heimili í Hlíðahverfi. Þar leigðu þau
herbergi í fjóra daga og borguðu 98
þúsund krónur fyrir.
Starfsmaður bauð íbúð til leigu
Að þeim tíma loknum bauð starfs-
maður gistiheimilisins fjölskyldunni
íbúð í Hátúni til skammtímaleigu.
„Hann sagði að það væri hagstæðara
fyrir okkur. Við vorum ekki nema
eina viku þar, því við fengum aðra
íbúð til langtímaleigu, en við greidd-
um samt fyrir heilan mánuð og feng-
um ekkert til baka.“
Fjölskyldan greiddi fyrir íbúðina
með reiðufé undir borðið, alls 200
þúsund krónur. Ligaya telur sig hafa
farið illa út úr þessum samskiptum.
„Hann sagðist ætla að láta okkur
hafa tuttugu þúsund til baka ef við
myndum þrífa íbúðina vel og það
gerðum við, en hann lét okkur ekki
hafa neitt til baka.“
Ligaya og synir hennar hafa nú
fengið íbúð í Seljahverfi á viðráðan-
legu verði. Íbúðin fékkst í kjölfar
þess að velviljaðir borgarar heyrðu
af vandræðum þeirra. Staða þeirra á
leigumarkaðnum er þó enn ótrygg.
Leigusamningurinn er einungis til
tíu mánaða.
„Þetta er mikil vandræðastaða. Ég
er einstæð móðir fjögurra stráka, en
þeir eru á aldrinum 18-28 ára og ým-
ist í skóla eða að vinna,“ segir Liga-
ya.
Þar sem synirnir eru allir komnir á
fullorðinsaldur eiga þau ekki mögu-
leika á að fá félagslega íbúð við hæfi
hjá Reykjavíkurborg og stórar leigu-
íbúðir eins og þau þurfa eru bæði
dýrar og fáar á almennum markaði.
Þrátt fyrir það kýs fjölskyldan að
búa saman. „Strákarnir eru allir í
skóla og í vinnu með. Ég vil búa með
strákunum. Þeir reykja ekki, drekka
ekki og eru góðir strákar. Þá langar
að klára skólann sinn og þess vegna
búum við enn öll saman,“ segir þessi
stolta móðir.
Ekki formlega vísað á gistiheimili
Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Reykjavíkurborgar, seg-
ir að þjónustumiðstöðvar borgarinn-
ar vísi ekki formlega á gistiheimili, en
að skjólstæðingar borgarinnar hafi
þó fengið aðstoð við að komast inn á
gistiheimili í tilfellum þar sem engin
önnur úrræði hafa verið til staðar.
Ekki er vísað á ákveðin gistiheimili
umfram önnur og engir samningar
eru til staðar á milli borgarinnar og
gistiheimila hvað þetta varðar.
Fjölskylda í vandræðum
Einstæð kona og fjórir uppkomnir synir hennar í hremmingum á leigumarkaði
Reykjavíkurborg fann gistiheimili Fengu íbúð með hjálp velviljaðra borgara
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Húsnæði Ligaya Ignacio Rafael missti leiguíbúð sína í byrjun maí og var
heimilislaus ásamt fjórum sonum sínum, en hefur nú íbúð til tíu mánaða.
Laxdalshús sem stendur í innbæ
Akureyrar er elsta húsið í kaup-
staðnum. Húsið var byggt árið 1795
og friðað 1978. Akureyrarbær aug-
lýsti húsið nýverið til leigu. Tveir
rekstaraðilar sýndu áhuga ásamt
einstaklingi sem vill fá að búa í hús-
inu.
Unnar Jónsson er formaður
stjórnar Akureyrarstofu sem sér
um málefni Laxdalshúss. Hann seg-
ir að markmiðið sé fyrst og fremst
að koma einhverri starfsemi í það.
,,Við höfum reynt í nokkur ár að
finna starfsemi sem hæfir elsta húsi
bæjarins. Við viljum nýta það til
góðra hluta, helst á sviði lista eða
menningar,“ segir Unnar sem telur
ólíklegt að húsið verði leigt út sem
íbúðarhús. Að sögn Unnars mun
Akureyrarstofa fara yfir umsóknir
sem bárust og það klárist vonandi
að afgreiða þær á næstu dögum eða
vikum. ge@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Laxdalshús Akureyrarstofa tekur ákvörðun um rekstur í elsta húsi bæj-
arins. Þrír sýndu áhuga þar af einn sem vill nýta húsið til búsetu.
Vill búa í húsi byggðu 1795
Landeigendur að Hraunsási II í
Hálsasveit í Borgarnesi hyggjast
hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við
náttúruperluna Hraunfossa í dag
en um 90% þeirra eru á svæði sem
tilheyrir jörðinni. Svæðið við
Hraunfossa sem um ræðir er frið-
lýst og þarf að gera umsjónarsamn-
ing við Umhverfisstofnun skv. lög-
um til að mega taka gjald fyrir
aðstöðu, en hann liggur ekki fyrir
skv. stofnuninni. Landeigendur
hafa fram að þessu ekkert lagt til
uppbyggingar á aðstöðu á svæðinu,
en markmiðið með gjaldtökunni sé
þó að hefja þar uppbyggingu og
viðhald, en það sé einnig háð leyfi
Umhverfisstofnunar. Deilur milli
landeigenda og ríkisins hafa staðið
yfir um hver á að stýra og borga
fyrir viðhald og uppbyggingu á
svæðinu. ernayr@mbl.is
Morgunblaðið/Arnaldur
Náttúruperla Hraunfossar sem
renna undan Hallmundarhrauni.
Gjaldtaka í
leyfisleysi