Morgunblaðið - 01.07.2017, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.07.2017, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Ryðguð baðkör og ónýtar þvotta- vélar eru meðal þess sem finna má á víð og dreif um landsvæði Reykja- víkurborgar. Það má sjá á meðfylgj- andi myndum, sem Ingólfur Guð- mundsson, ljósmyndari Morgun- blaðsins, tók fyrir neðan Tjarnhóla hjá Nesjavallaleið og og milli Reyn- isvatns og Langavatns. Ljóst þykir að losun heimilistækja og annars úrgangs út í náttúruna er vaxandi vandamál. Að sögn Atla Marel Vokes, deildarstjóra Hverfa- stöðvarinnar á Njarðargötu í Reykjavík, er það í umsjón starfs- manna á vegum Reykjavíkurborgar að hirða upp rusl sem til fellur utan skilgreindra úrgangsstöðva á borð við Sorpu. Engu að síður sé það á ábyrgð fólks að vera ekki að losa sig við stór heimilistæki og annað rusl, annars staðar en á umræddum úr- gangsstöðvum. „Það er að sjálfsögðu hlutverk borgarbúa að koma þessum tækjum og rusli á viðurkennda staði en ekki í náttúruna og oftar en ekki út á gang- stétt og í undirgöng víða í borginni,“ segir Atli. Virðingarleysi fyrir umhverfinu Aðspurður hvort eitthvað sérstakt fyrirkomulag sé á hreinsun og hversu oft rusl á víðavangi sé hirt, segir Atli að ekki sé farið reglulega inn á jaðarsvæði heldur sé unnið út frá ábendingum íbúa í gegnum ábendingarvef Reykjavíkurborgar. „Starfsmenn borgarinnar eru alla daga að tína upp rusl í alls kyns formi frá íbúum og gestum borgarinnar og það er í raun ótrúlegt hvað fólk hend- ir miklu magni af sorpi. Það virðist ríkja ákveðið virðingarleysi fyrir um- hverfinu hjá mörgum,“ segir Atli og að hann viti ekki hvers vegna fólk kjósi frekar að losa sig við stór heim- ilistæki og annað rusl út í náttúrunni en í móttökustöðvum Sorpu. „Við höfum ekki greint þetta, það er að segja hverjar ástæðurnar eru. Hugsanlega veit fólk ekki af því að það kostar ekkert að fara með þetta í Sorpu. Kannski er opnunartími stöðvarinnar fyrirstaða.“ Að rusli sé hent á víðavangi er ekki nýtt af nálinni. Árið 2014 var sagt frá afar slæmri umgengni í Öskjuhlíð og var engu líkara en að þar væru að hlaðast upp heilu haug- arnir af rusli. Í gegnum tíðina hafa reglulega borist fregnir af því að gera þurfi stórátak til að stuðla að hreinna umhverfi. Þá hefur verið kvartað yfir því að ekki séu nægileg- ar margar ruslatunnur í Reykjavík til þess að koma til móts við sífellda fjölgun ferðamanna og almenna fólksfjölgun í höfuðborginni. Sóðaskapur eykst í Reykjavík  Baðkör og þvottavélar meðal þess sem finna má í náttúrunni Morgunblaðið/Ingó Rusl Þessu ryðgaða baðkari hefur verið hent út í náttúruna og það skilið eftir. Sóðaskapur Það er ekki alltaf fagurt um að litast. Drasl Fólk virðist ekki fara með allt rusl á haugana. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vextir íbúðalána eru nú almennt þeir lægstu sem dæmi eru um á Íslandi. Um þetta eru sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Vextir hjá einstaka fjármálastofn- unum kunna að hafa verið lægri áður en nú bjóðast. Til dæmis bauð Frjálsi lífeyrissjóðurinn 2,81% vexti af verðtryggðum lánum í janúar 2013. Þau lán báru breytilega vexti. Ávöxtunarkrafa á markaði var lægri á árinu 2012 en nú. Það sem hefur meðal annars breyst er að líf- eyrissjóðir eru almennt orðnir virk- ari í íbúðalánum til sjóðfélaga. Það á sinn þátt í að almennt eru kjör íbúða- lána hagstæðari nú en áður. Þróunin ekki bundin við Ísland Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, rifjar upp að þegar Kaupþing bauð 4,15% vexti af íbúðalánum í nóvember 2004 höfðu slík vaxtakjör aldrei sést á Íslandi. „Þeir vextir sem nú bjóðast eru þeir lægstu sem um getur á Íslandi á frjálsum fjármagnsmarkaði. Raun- vextir hafa farið lækkandi síðustu 20-30 ár. Þeir voru 7-8% í kringum 1990 og hafa síðan farið lækkandi, þótt vaxtahækkunarferli Seðlabank- ans hafi á hverjum tíma kippt þeim upp tímabundið. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland, enda hafa lang- tímavextir lækkað alls staðar í hin- um vestræna heimi á sama tíma. Þessi langtímaleitni til vaxtalækkun- ar hér á landi hefur þó ekki náð að eyða vaxtamun við útlönd sem hefur verið viðvarandi allan þennan tíma. Þetta kann þó að vera að breytast.“ Ásgeir segir tvennt hafa áhrif til lækkunar langtímaraunvaxta hér. Í fyrsta lagi hafi sparnaður heim- ila aukist verulega. Í öðru lagi hafi góð afkoma ríkissjóðs skapað svig- rúm til uppgreiðslu skulda þannig að framboð á ríkisskuldabréfum hafi dregist saman. „Minna framboð á skuldabréfum leiðir að öðru óbreyttu til lækkunar vaxta,“ segir hann. Vanmetinn þáttur í umræðunni Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir aðspurður að áhrif lágra vaxta á fasteignamark- að hafi verið vanmetin í umræðunni. „Já, þetta hefur svolítið farið undir ratsjána. Þetta hefur ekki gerst hratt heldur hefur þetta verið síg- andi þróun. Þá hafa menn verið að einbeita sér að öðrum þáttum sem hafa haft áhrif á eftirspurnina eftir húsnæði, sem er hratt vaxandi kaup- máttur ráðstöfunartekna, innflutn- ingur á vinnuafli, útleiga íbúða í gegnum Airbnb og svo framvegis. Vaxtakjörin skipta sköpum. Hvert brot úr prósenti vegur þungt.“ Hann segir áhrif þessarar þróunar eiga eftir að koma að fullu fram. „Já, þetta er eftirspurnarþáttur sem á eftir að lyfta undir markaðinn á næstu mánuðum og misserum. Þessi þáttur er ekkert að hverfa, heldur er þetta langtímaþróun á langtímavöxtum sem er að birtast. Við eigum eftir að sjá áhrifin á næst- unni á húsnæðismarkaðinn.“ Ingólfur segir aðspurður að þró- unin muni drífa fjárfestingu í íbúðar- húsnæði, ásamt öðrum þáttum. Á sama tíma og íbúðakaupendur njóti hagstæðari vaxtakjara sé hækkandi fasteignaverð að hluta til afleiðing þessara vaxtakjara. Það aftur hækki þröskuldinn fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu eign og þurfi að leggja fram eigin fé. Þá bendir Ingólfur aðspurður á að eignamyndun lántaka geti verið hæg af verðtryggðum lánum. Það geti aftur haft áhrif á hversu viðkvæm fjárhagsleg staða skuldsettra heim- ila er litið til lengri tíma. Kjörin aldrei hagstæðari Gústaf Steingrímsson, hagfræð- ingur í hagfræðideild Landsbank- ans, segir verðtryggð kjör aldrei hafa verið hagstæðari á Íslandi en á síðustu misserum. „Um og eftir alda- mót voru almenn kjör á verðtryggð- um húsnæðislánum í kringum 5% en þau lækkuðu svo verulega með inn- komu viðskiptabankanna á markað- inn 2004. Vextir hækkuðu svo veru- lega á ný í undanfara hrunsins en hafa farið lækkandi síðustu misseri. Það er dagljóst að lækkun á vaxta- kjörum á síðustu árum hefur stutt við hækkun fasteignaverðs. Lækkun kjaranna hefur þau áhrif að lántak- endur geta tekið hærri lán fyrir sömu greiðslubyrði og þannig keypt dýrari eignir. Lækkun kjaranna hef- ur einnig þau áhrif að koma fleirum í gegnum greiðslumat. Sé þetta vaxta- stig komið til að vera er líklegt að áhrif þessara sögulega lágu kjara séu enn ekki að fullu komin fram. Fjöldi heimila er að greiða af lánum sem tekin voru þegar vaxtastig var umtalsvert hærra. Þegar skipt er um húsnæði og endurfjármagnað munu áhrif betri kjara að einhverju leyti koma fram í fasteignaverði.“ Bjóðast nú betri kjör á lánunum  Dósent segir vextina þá lægstu í sögu frjáls markaðar Lánskjör nýrra íbúðalána í júlí 2017 *Vextirnir eru fastir til misjafnlega langs tíma. Heimild: Reykjavík Economics/vefsíður þessara fjármálastofnana. Fastir verðtryggðir vextir* Breytilegir verðtryggðir vextir Fastir óverðtryggir vextir* Breytilegir óverðtryggðir vextir LSR 3,60% 3,11% - - Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,60% 3,06% 5,99% - Lífsverk lífeyrissjóður - 3,5% - 6,5% Birta lífeyrissjóður 3,6% 3,34% - 5,85% Gildi 3,6% 3,35% - 6,05% Arion banki - 3,65% - 5,85% Íslandsbanki 3,95% - 6,3% 6,00% Landsbankinn 3,85% 3,65% 6,10% 6,00% Íbúðalánasjóður 4,20% - - - Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breiðholt Vextir af íbúðalánum eru nú hagstæðari en dæmi eru um. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir vexti verðtryggðra íbúðalána á föstum vöxtum sennilega almennt aldrei hafa verið jafnlága. „Þetta hangir svolítið á þróun ávöxtunarkröfu á alþjóðavettvangi. Ávöxtunarkrafa á ríkistryggðum verðbréfum erlendis er með því lægsta sem um getur. Þótt hún kunni að hafa verið lægri á síðustu misserum eru breiðu línurnar þær að krafan er í aldarlágmarki, eða rúmlega það.“ Yngvi segir ódýrara fjármagn ýta undir fasteignaverð. „Fólk getur leyft sér að bjóða hærra og greiðslubyrðin verður minni.“ Spurður hvenær þess sé að vænta að óverðtryggð lán verði hagstæðari en verðtryggð bendir Yngvi á að verðbólguálag sem sé dulið í kjörum óverð- tryggðra íbúðalána bankanna til 5 ára sé nú um 2,3%. Verðbólguálag er sá hluti af óverðtryggðum vöxtum sem ver bankann fyrir verðbólgu hverju sinni. „Lífeyrissjóðir bjóða hagstæðari óverðtryggð lán en með styttri binditíma, ýmist alveg breytilega eða bundna til eins eða þriggja ára. Verðbólguálag þessara lána er minna, eða allt niður í um 1,8%. Óverðtryggð lán þar sem vextir eru bundnir til 3 eða 5 ára verða hagstæðari en verðtryggð þegar verð- bólgan verður hærri en þetta verðbólguálag. Það er erfiðara að svara þessu m.t.t. óverðtryggðra lána með breytilega vexti, enda geta vextir þeirra hækk- að ansi mikið ef verðbólgan fer á skrið. Þá getur greiðslubyrði orðið þung.“ Ræðst af verðbólguálaginu VERÐTRYGGÐ OG ÓVERÐTRYGGÐ LÁN BORIN SAMAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.