Morgunblaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 ✝ Njörður MarelJónsson bóndi fæddist 1. maí 1942 á Bergþórugötu 11a í Reykjavík. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 19. júní 2017. Njörður var son- ur hjónanna Sigríð- ar Óskar Einars- dóttur, f. 3. júlí 1914, d. 24. mars 1988, og Jóns Harrýs Bjarnasonar, f. 16. apríl 1914, d. 6. júlí 1980. Systkini Njarðar eru: Einar Sig- urbjartur, f. 1934, d. 2008, Amalía Jóna, f. 1935, Óskar Harrý, f. 1939 og Dagmar, f. 1950. Eftirlifandi eiginkona Njarð- ar er Guðrún Lára Ágústs- dóttir, f. 10. júlí 1946. Lára er dóttir hjónanna Kristjáns Ágústs Lárussonar, f. 3. janúar 1910, d. 1. júní 2009, og Ing- unnar Jónsdóttur, f. 9. maí 1916, d. 12. júlí 2016. Synir Njarðar og Láru eru: 1) Jón Harrý, f. 1967, unnusta hans er Harpa Viðarsdóttir, f. 1965. Jón á dæturnar Evu Ósk, f. 1996, og var Njörður í Íþróttaskólanum í Haukadal einn vetur áður en hann hóf búfræðinám í Hóla- skóla, þaðan sem hann útskrif- aðist sem búfræðingur 1963. Að námi loknu vann Njörður ýmis verkamannastörf í Reykjavík. Njörður og Lára hófu búskap sinn með ársdvöl að Minni-Borg í Grímsnesi 1966. Þaðan lá leið þeirra að Kjartansstöðum í Hraungerðishreppi þar sem þau voru frá 1967 til 1978. Þeim bauðst svo árið 1978 að hefja bú- skap í Brattholti, þar voru þau með blandaðan búskap og síðar ferðaþjónustu. Jón Harrý, sonur þeirra, gerðist svo aðili að bú- skapnum 1990 og var Brattholt frá því rekið sem félagsbú. At- vinnubúskap í Brattholti var lok- ið árið 2000 þegar þar reis hótel sem þau hjón ráku ásamt Jóni syni sínum og Írisi þáverandi konu hans. Njörður vann frum- kvöðlastarf við að koma að skipulagi þjónustusvæðis við Gullfoss í Hvítá, en þar kom hann að stofnun veitingastað- arins Gullfosskaffi ásamt Svav- ari syni sínum sem á og rekur hann ásamt eiginkonu sinni, Elfu Björk, í dag. Jafnframt var Njörður um árabil umsjónar- maður svæðisins við Gullfoss. Njörður var ötull hestamaður og verðlaunaður hrossaræktandi. Útför Njarðar fer fram frá Skálholtskirkju í Bláskógabyggð í dag, 1. júlí 2017, klukkan 11. Elínu Helgu, f. 1998 með fyrrver- andi eiginkonu sinni Írisi Ingu Svavarsdóttur, f. 1966. Sonur Írisar er Birgir Páll Mar- teinsson, f. 1982. 2) Kristján Ágúst, f. 1968. 3) Svavar, f. 1971. Eiginkona hans er Elfa Björk Magnúsdóttir, f. 1972, börn þeirra eru: Óðinn, f. 1997, Sölvi, f. 2001 og Ástdís Lára, f. 2005. 4) Sigurjón, f. 1979. Sambýliskona hans er Guðmunda Þóra Björg Ólafs- dóttir, f. 1985, dætur þeirra eru: Lára Sif, f. 2012 og Edda Sjöfn, f. 2015. Fyrir átti Njörð- ur, ásamt Þorbjörgu Henný Ei- ríksdóttur, f. 1942, Lindu Mar- gréti, f. 1962. Fyrri eiginmaður Lindu er Ægir Pálsson, f. 1959. Börn þeirra eru Henný, f. 1986 og Grétar, f. 1992, í sambúð með Sonju Karlsdóttur, f. 1993. Eiginmaður Lindu er Jón Kjartan Bragason, f. 1969 og sonur þeirra er Steinar Bragi, f. 2003. Að grunnskólagöngu lokinni Elsku pabbi. Þú varst vanur að drífa hlut- ina áfram og hvetja okkur strákana til afreka og fram- kvæmda. Á svona stundum hellast yfir mann minningar og maður svífur aftur í tímann og rifjar upp samverustundir með þér. Á Kjartansstöðum í Flóa var gott að búa og vorum við þar fram til ársins 1978. Þar var stundaður hefðbundinn búskap- ur þar sem allir þurftu að sinna sínum verkefnum, það vantaði ekkert upp á að þú treystir okkur fyrir að vinna bústörfin með þér og munum við búa að því alla ævi að hafa kynnst gildi vinnusemi og ábyrgðar allt frá unga aldri. Að fá að „keyra“ traktor 6 ára gamall á milli heybagga meðan heyjað var er ógleymanlegt fyrir ungan dreng og að skynja það traust sem borið var til manns frá þér. Hestamennskan átti hug þinn allan og þar lá ástríða þín, einbeiting og fölskvalaus gleði skein af þér þegar þú varst að sinna hestunum. Það var gam- an að fá að fylgja þér þá, hvort sem var að ríða út eða temja hrossin. Það gekk á ýmsu, hestar spörkuðu, hentu okkur af baki, ýmsir pústrar, meiðsl og vesen en alltaf brostum við þegar uppskeran var góð. Keppnis- skap pabba var tölvuvert þegar kom að hestunum og fórum við saman á fjölda hestamóta. Framkvæmdagleði þín var mikil og tókst ykkur mömmu að byggja upp ágætan búrekst- ur þrátt fyrir lítil efni. Árið 1985 urðu þáttaskil þegar sett- ur var á mjólkurkvóti sem gerði heimilið tekjulaust í marga mánuði. Á þessum árum vorum við komin í Brattholt í Biskups- tungum. Uppi á vegi sáum við alltaf fleiri og fleiri ferðamenn, pabbi sá tækifæri í því og ákváðu mamma og hann að fara í að bjóða upp á gistingu í heimahúsi. Við strákarnir tók- um þátt í þessu og upplifðum ferðaþjónustu frá unga aldri. Pabbi var ákveðinn í að byggja upp ferðaþjónustu við Gullfoss, það tók hann allt að tíu ár að koma í gegn deiliskipulagi og sannfæra yfirvöld um nauðsyn þess að byggja svæðið upp til að geta tekið sómasamlega á móti ferðamönnum. Pabbi sýndi ótrúlega þrjósku, fram- sýni og seiglu í þessari baráttu sinni. Oft blés hressilega í fangið á honum en hann lét það ekki stoppa sig. Eftir frumkvöðla- starf og undirbúning tóku ég og kona mín við keflinu á Gull- fossi og héldum uppbyggingu svæðisins áfram. Elsku pabbi, ég veit að þú ert kominn á góðan stað núna, vonandi ertu kominn á hestbak aftur og þeysist um. Þín er sárt saknað en við yljum okkur við góðar minningar um þig. Kveðja, þinn sonur Svavar. Í dag kveð ég pabba minn, Njörð Marel Jónsson. Pabbi minn er merkilegasti maður sem ég hef kynnst. Hann fór sínar eigin leiðir í líf- inu og lifði því á sínum for- sendum. Fyrir um 50 árum hófu hann og mamma mín, Lára, búskap með tvær hendur tómar og síð- an hafa þau unnið fyrir öllu sínu. Það er margt sem ég lærði af pabba, hann var sípælandi, allt- af með eitthvað plan í gangi og hikaði ekki við að vaða í hlutina jafnvel þótt þeir væru ekki allt- af hugsaðir alla leið. Pabbi minn var líka besti pabbi sem ég get hugsað mér, það var alveg sama hversu illa ég var búinn að mála mig út í horn, alltaf var pabbi mættur fyrstur á staðinn, boðinn og bú- inn til að aðstoða mig með hvað sem var. Tveimur dögum áður en hann lést útskrifaðist ég sem lögfræðingur, það er fyrst og fremst vegna aðstoðar hans og mömmu sem það var gerlegt fyrir mig að ná þeim áfanga. Pabbi var þó ekki bara besti pabbi sem ég get hugsað mér, hann var líka meiri háttar afi, stelpurnar mínar tvær voru mjög hændar að honum, hann lét allt undan þeim. Það hrygg- ir mig mikið að þær muni ekki fá að kynnast honum betur, heyra sögurnar hans og þiggja fleiri tröllaskammta af kóki og nammi. „Guð geymi þig, þótt þú trúir ekki á hann“ var það síðasta sem pabbi sagði við mig. Hug- myndir okkar pabba um guð- dóminn voru misjafnar og við körpuðum oft um hann, honum tókst alltaf ergja mig og hafði beinlínis gaman af því. Það verður núna einhver bið á því að við körpum aftur, svona er það stundum. Ég veit að ég get einn dag- inn gengið að honum vísum í útreiðartúr í högunum heima. Fram að því verð ég að vona að Guð geymi mig eins og pabbi bað fyrir. Guð má hafa sig allan við ef hann ætlar að vera hálfdrætt- ingur á við pabba í að passa upp á strákana sína. Takk fyrir allt pabbi. Við sjáumst þegar við sjáumst. Guð geymi þig og varðveiti, þangað til… Meira: mbl.is/minningar Sigurjón Njarðarson. Njörður Marel Jónsson Mér finnst erfitt að kveðja Magga í minningargrein þar sem vissar hefðir og venjur gilda í kringum þær. Maggi hefði aldrei sætt sig við að falla undir viðteknar venjur enda var hann einstakur. Maggi var lítið fyrir börn en kunni að spila við þau. Þannig kynntist ég Magga „sem borðar börn“. Ég minnist heimspekilegra umræðna við spilaborðið. Hann kenndi mér að fólk á sínar myrku og ljósu hliðar sem Magnús Þórðarson ✝ Magnús Þórð-arson fæddist 19. desember 1947. Hann lést á Land- spítalanum 11. júní 2017. Foreldrar hans voru Hrefna Bjarnadóttir og Þórður Magnússon og fósturfaðir hans var Ólafur Krist- jánsson. Börn Magnúsar eru Þórður Áskell, Ólafur, Kormákur Örn og Auð- ur Bergdís. Einnig átti hann Kjartan og Ástu Margréti sem eru látin. Útförin fór fram í kyrrþey 21. júní 2017. þyrfti að viður- kenna. Mér fannst hann merkilegur. Hann var alltaf til í að spjalla um sið- ferðileg málefni og benda á fleiri sjón- arhorn. Ég var stundum ósammála en hann gaf mér tækifæri á rökræð- um. Þetta er Maggi sem ég þekki og sé fyrir mér við hringlaga dúka- lagða borðið í eldhúsinu hennar mömmu. Mér þótti aðdáunarvert að hlusta á Magga tala um her- kænskubrögð sín í spila- mennsku. Hann kramdi saman annað augað og horfði fast á sinn helsta mótherja og barði svo fast í borðið þegar honum tókst áætlunarverkið sitt að gamla koparlitaða ljósakrónan sveiflaðist. Þá hló hann hásum hlátri vegna allra reykinganna og tók sopa af guðaveigunum. Maggi hugsaði svo mikið að ég næstum heyrði hann hugsa. Hann var klár en ekki fullkom- inn. Harkan var úr stáli en samt gat hann á undraverðan hátt sýnt sínar viðkvæmari hliðar. Með látbragði, hlustun, raddtóni og hugrekki til að tala um mál sem fullorðnir forðuð- ust í kringum unglinga náði hann mér svo sannarlega á sitt band. Sem móðir kynntist ég ann- arri hlið á Magga. Hann var til í að fíflast með börnunum mín- um sem þekkja hann undir nafninu „Maggi sem borðar börn“. Einhvern tímann sagði hann við Elís Orra að hann borðaði óþekk börn en þætti vælin börn sérstaklega bragð- góð. Það má velta því upp hver þáttur hans var í uppeldi frum- burðarins sem var einstaklega glatt og stillt barn. Hin yngri þekkja Magga líka undir þessu nafni og innan systkinahópsins hafa oft átt sér stað harðar um- ræður um sannleiksgildi mann- ætufrændans. Mér þykir vænt um að börnin mín minnist hans. Eftir að Maggi veiktist sá ég að skelin sem hann hafði byggt sér upp úr efniviði hörkunnar var þynnri en ég hafði gert mér grein fyrir. Kímnin og svartur húmorinn voru fyrirferðarmikil en þó fannst mér einlægnin koma meira í ljós. Í sjötugs- afmæli mömmu áttum við gott spjall um veikindin, jarðarför- ina hans og kosti fólks sem hef- ur hugrekki til að viðurkenna litróf lífsins. Í þessu samtali okkar hrós- aði hann sínum nánustu í há- stert. Hann var þakklátur sam- ferðafólki sínu og kveið ekki dauðanum. Hann var staðráðinn í að njóta lífsins. Hann fór oft til Spánar til mömmu og Sturlu en heilsan var ekki alltaf góð. Hins vegar var síðasta ferð þeirra eins og best varð á kos- ið. Ég er þakklát fyrir að mamma hafi fengið þennan tíma með honum og er þess fullviss að hann hafi notið hans líka. Maggi var því gæðakennari sem víkkaði sjóndeildarhring minn. Á tímum söknuðar og missis skulum við minnast þess sem hið góða og hið slæma hef- ur kennt okkur. Það gerir okk- ur að betri útgáfu af sjálfum okkur í speglasal lífsins. Takk, Maggi minn, fyrir mig. Þú átt streng í hjarta mínu. Erla Lind Þórisdóttir. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Aðalsteinn B. Jóhannsson ✝ AðalsteinnBjörgvin Jó- hannsson fæddist 23. ágúst 1934. Hann lést 19. júní 2017. Útför Aðalsteins fór fram 30. júní 2017. Í hugann kemur minn- ing mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Hvíl í Guðs friði, kæri frændi. Guðrún Sæmundsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES STEFÁN JÓSEFSSON múrarameistari, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki miðvikudaginn 28. júní. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einar Stefánsson Erlingur Björgvin Jóhannesson Elín Kristín Jóhannesdóttir Hjörtur B. Ingason Soffía Amanda T. Jóhannesdóttir Kristjana Stefanía Jóhannesdóttir Jón Gíslason Jósep Svanur Jóhannesson Bylgja Eyhlíð Gunnlaugsdóttir Dagbjört Elva Jóhannesdóttir afabörn og langafabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYGLÓ FRIÐMEY GÍSLADÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, áður Hvanneyri, lést að heimili sínu fimmtudaginn 29. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Brynjar Haraldsson Unnur G. Jónsdóttir Þórir Haraldsson María S.Þorbjörnsdóttir Guðrún Sigríður Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Kær systir okkar, KRISTÍN ERLA ALBERTSDÓTTIR, Boðagranda 2a, lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 25. júní. Útför hennar fer fram í kyrrþey. Auður Albertsdóttir Erna Albertsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FLOSI HRAFN SIGURÐSSON veðurfræðingur, lést að morgni 30. júní. Hulda Sigfúsdóttir Ágústa Lyons Flosadóttir John Lyons Sigurður Flosason Vilborg Anna Björnsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.