Morgunblaðið - 01.07.2017, Side 26

Morgunblaðið - 01.07.2017, Side 26
Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 ✝ Hörður Magn-ússon fæddist í Bolungarvík 25. júlí 1930. Hann and- aðist á dvalarheim- ilinu Ási 11. júní 2017. Foreldra hans voru Magnús Guð- brandsson, f. 5.6. 1901, d. 9.11. 1989, og Rósinkransa Jónsdóttir, f. 9.5. 1907, d. 6.10. 1987. Systkini Harðar voru Oddný Ester Cer- isano, f. 31.5. 1936, d. 28.7. 2004, og Grétar Jón Magnússon, f. 18.8. 1940. Hörður giftist 26.2. 1955 Hjör- 1965. Börn þeirra eru: a) Hörður Örn, f. 26.9. 1989, í sambúð með Evu Ýr Sigurðardóttur, f. 13.6. 1991. Dóttir þeirra er Oddný Freyja, f. 9.4. 2014. b) Brynjar Karl, f. 12.5. 1992, í sambúð með Jóhönnu Mjöll Tyrfingsdóttur, f. 25.6. 1992. Sonur þeirra er Oli- ver Karl, f. 21.2. 2017. c) Elvar Þór, f. 7.6. 1994. Hörður fluttist til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni þegar hann var 16 ára. Hann starfaði fyrri hluta ævinnar við námagröft í Svíþjóð og virkjana- og ganga- gerð í Færeyjum, Grænlandi og víðs vegar um Ísland. Byggði upp garðyrkjustöð í Laugarási um 1970 og rak hana í tíu ár. Eftir það fluttu þau hjónin til Selfoss þar sem hann afgreiddi bygging- arvörur, fyrst í Kaupfélagi Ár- nesinga. Síðasta hluta ævinnar bjuggu þau í Ási. Útför Harðar fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna. dísi Elinórsdóttur, f. 10.3. 1929. For- eldrar hennar voru Elinór Þorleifsson, f. 7.6. 1898, d. 15.12. 1969, og Jóhanna Sesselía Hjörleifs- dóttir, f. 19.11. 1902, d. 23.9. 1975. Börn Harðar og Hjördísar eru: 1) Kristinn Guð- brandur, f. 9.8. 1955, kvæntur Helgu Hans- dóttur, f. 15.8. 1959. Synir þeirra: a) Theodór Magnús, f. 7.7. 1988 og b) Dagur Elinór, f. 14.2. 2002. 2) Ragnhildur Hanna, f. 19.11. 1966, gift Kára Helgasyni, f. 16.3. Nú þegar minn ástkæri tengdafaðir er lagður til hinstu hvílu minnist ég þeirra fjöl- mörgu ánægjustunda sem við áttum saman á þeim rúmu 30 ár- um sem leiðir okkur lágu saman. Þegar ég fór að venja komu mína á heimili þeirra Harðar og Hjördísar í Varmagerði í Laug- árási voru fram undan breyting- ar á högum þeirra hjóna. Til stóð að selja garðyrkjustöðina sem hafði verið heimili þeirra og starfsvettvangur um áratug. Keypt hafði verið hús á Selfossi sem verið var að standsetja fyrir fjölskylduna. Þegar fram- kvæmdum við húsið á Selfossi var lokið og fjölskyldan flutt hóf Hörður störf hjá Byggingavöru- deild Kaupfélagsins. Hörður var maður framkvæmda, hugmaður mikill og leið ekki langur tími uns hann hafði fundið sér land til ræktunar. Leiðin lá í Laug- arás að nýju enda var honum staðurinn afar hjartnæmur. Þar dvaldi hann löngum stundum við uppbyggingu húsa og umbreytti þar á undraskömmum tíma þúfóttu beitilandi í skógivaxið land. Nú er þar sælureitur fjöl- skyldunnar. Þótt oftast væri mikið um að vera hjá Herði þótti honum gott að vera í faðmi fjölskyldunnar. Barnabörnin voru honum mikið yndi, voru samverustundir með þeim gleðiríkar og ánægjulegar. Líf hans var ekki alltaf einfalt, veikindi móður á æskuárum og umrótið upp úr því setti mark sitt á þennan harðgerða mann. Hann var ekki mikið fyrir fjöl- menni, naut sín best í fámenni. Á góðum stundum voru rifjaðir upp gamlir tímar. Þar var af nógu að taka, bústörf, sjó- mennska, virkjunarframkvæmd- ir, gangagerð í Færeyjum og Grænlandi, byggingastörf og garðyrkja. Oft var hann valinn til stjórnunar enda tókst hann á við öll verkefni af dugnaði og ábyrgð. Hann var ákveðinn, vildi hafa allt á hreinu, stundum orð- hvass en sanngirni og réttlæti voru honum fyrir mestu. Upp- gjöf var ekki hans háttur og þrátt fyrir alvarleg veikindi náði hann að áorka margfalt meira en flestir ná á æviskeiði sínu. Ég kveð hann fullur þakklætis fyrir þann heiður að kynnast og eiga stundir með þessum einstaka manni. Kári Helgason. Minn kæri tengdafaðir, Hörð- ur Magnússon, er látinn. Ég minnist þegar Kiddi fór með mig til Selfoss að hitta tilvonandi tengdaforeldra. Ég hafði heyrt að Hörður væri sjarmör og reyndist það rétt. Hávaxinn maður og reffilegur, með ein- staklega lifandi augu, ákveðinn í fasi og mikla rödd þannig að ekki var komist hjá því að heyra hvað hann sagði. Heimili þeirra Hjördísar var fallegt og notalegt og þar vorum við oft eins og blóm í eggi í okkar tilhugalífi. Ævi Harðar var áhugaverð, það má segja að hann hafi alist upp við aðstæður og lifnaðar- hætti sem hafa fylgt Íslending- um frá örófi alda. Hann ólst upp í Bolungavík ásamt stórfjöl- skyldu. Þar lifði fólk beint af náttúrunni, fiskaði, var með hænur og geitur, sótti egg og fugl og var alltaf nógur matur. Hörður sagði sögur af hlaupum upp á fjöll eftir geitum, frá róðr- um sem hann stundaði frá unga aldri, frá skólanum, en honum þótti meira gaman að stunda sjóinn með karlmönnunum en að sitja skólabekk. Sjálfsagt gildir það um marga orkumikla drengi enn í dag, en sjósóknin stendur ekki lengur til boða. Eins og hefur verið í aldanna rás voru smitsjúkdómar algeng- ir og þjáðist móðir hans, Rósa, af berklum. Lítið var um lækn- ingar og óttuðust allir smit. Það leiddi til félagslegrar einangrun- ar, sem reyndist Herði mjög þung í skauti og hann gleymdi seint. Í hörku þess að lifa undir ægivaldi óblíðrar náttúru, veðra og vinda og slysa, var ekki talað um tilfinningar heldur var æðru- leysi merki um manndóm og hetjuskap. Aðalsmerki Harðar var dugn- aður og vinnusemi. Eftir að hann kom til Reykjavíkur vann hann ýmis störf, m.a. við upp- skipun og svo síðar sem verk- stjóri við gangagerð og virkjan- ir. Vinnudagurinn var langur og dvaldi hann oft langdvölum að heiman. Sem verkstjóri var hann strangur en réttsýnn. Hann rak garðyrkjustöð í Laugarási um tíma en neyddist til að hætta því, keypti síðar jörð þar og hóf trjárækt, sem varð líf hans og yndi. Sú jörð ber merki hans hátt, risavaxin tré teygja sig til himins, ræktarleg og blómleg. Nú höfum við Kiddi tekið við hluta jarðarinnar og sumarbústaðnum og njótum vel. Það gladdi hann að fjölskyldan vildi taka við búinu sem er arf- leifð hans. Um landið er hvar- vetna merki um athafnasemi hans. Hvert lauf, hver fugl sem flýgur um og gerir hreiður sitt, býflugur sem suða njóta afrakst- urs framlags hans. Þar mun andi hans hvíla. Helga Hansdóttir. „Ég treysti mér hreinlega ekki til að koma, vina mín“ sagði Hörður föðurbróðir minn í sím- ann þegar hann hringdi í mig í lok mars síðastliðins. Við fjöl- skyldan höfðum boðið honum að vera viðstaddur fermingu eldri sonarins en heilsa Hödda frænda bauð ekki upp á ferða- lagið í bæinn. Þetta var í síðasta sinn sem ég heyrði rödd hans. Hörður var stóri bróðir hans pabba og um hann á ég margar góðar minningar. Síðast þegar við hittumst lék Höddi við hvern sinn fingur og ekki að sjá að hann væri alvarlega veikur. Auðvitað áttaði ég mig á því að hann eltist en í mínum augum var hann alltaf eins. Hann var frændi sem okkur systkinunum þótti svo gaman að heimsækja. Þegar við vorum krakkar bjó Hörður með fjölskyldu sinni í Laugarási. Þar voru þau með garðyrkjustöð og þar kom ég í fyrsta sinn inn í gróðurhús. Fjöl- skyldan átti bæði hund og kött og svo ráku þau lítinn söluskála um skeið í einu gróðurhúsanna. Í hugum okkar systkina var þessi staður algjört sæluríki og þar biðu okkar alltaf miklar veislur. Hörður var okkur afar góður, hann hafði einstaklega þægilega nærveru, var rólegur og yfirvegaður en líka hlýr og brosmildur og átti það til að reka upp miklar hláturrokur. Hann var mikill sagnamaður og hafði alltaf á takteinum sögur af mönnum og málefnum. Margar sagnanna tengdust ævintýralegri ævi hans og þar var af nógu að taka. Allt frá sög- um af geitum sem móðuramma hans og afi héldu í Bolungarvík til mikilfenglegra mannvirkja sem Hörður sjálfur tók þátt í að reisa. Æska systkinanna Harð- ar, föður míns og Oddnýjar syst- ur þeirra, var enginn dans á rós- um. Rósa móðir þeirra veiktist af berklum á meðan börnin voru ung og heimili þeirra í Bolung- arvík leystist upp um tíma þegar hún leitaði lækninga suður. Seinna sameinaðist þó fjölskyld- an á nýju heimili, í Árhvammi við Elliðaárnar í Reykjavík. Þá var Hörður orðinn 16 ára, harð- duglegur ungur maður. Um tvítugt lágu svo leiðir hans til útlanda. Hann vann við námagröft í Svíþjóð og kynntist þar meðferð sprengiefna og á þeirri þekkingu byggði hann svo starfsferil sinn næstu árin. Hann vann við jarðgangagerð og virkjanir hér heima en líka í Færeyjum og á Grænlandi. Litla bróður hans, föður mínum, þótti nú ekki ónýtt að eiga bróður sem kunni að gera sprengjur og miðað við sögur af tilraunum þeirra er eiginlega ótrúlegt að Árhvammur standi enn. Seinna, eftir að Hörður og Hjördís hættu rekstri garð- yrkjustöðvarinnar í Laugarási og fluttu á Selfoss komu þau sér upp nýju sæluríki í Laugarási, sumarbústaðnum Klettaborg. Þar gat Höddi haldið áfram að sinna sínu stóra áhugamáli, garðyrkjunni. Klettaborgin er nú skjólgóður sælureitur í faðmi hárra trjáa sem Hörður gróð- ursetti í gegnum tíðina og þar eiga barnabörn þeirra Hjördísar eftir að eiga góðar stundir. Hörður var mikill fjölskyldu- maður og það er alveg í hans anda að skilja eftir sig stað þar sem fjölskylda hans getur sam- einast og skapað saman minn- ingar. Elsku Hjördís, Kiddi og Ragnhildur, ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar innilega sam- úð mína. Rósa Maggý. Hörður Magnússon Lífsbók ástkærs afa míns, Hallgríms Viðars Árnasonar, er nú lokið. Í fjóra áratugi hlotn- aðist mér sá heiður að njóta sam- vista við hann og fyrstu æsku- minningar mínar tengjast nánast allar honum. Óhætt er að segja að við barnabörnin upplifðum afa sem einn af okkar nánustu vin- um. Enda var hann með ein- dæmum barngóður og naut sín hvergi betur en með fjölskyld- unni, ekki síst barnabörnum sín- um og barnabarnabörnum. Get Hallgrímur Viðar Árnason ✝ HallgrímurViðar Árnason húsasmíðameistari fæddist 7. október 1936. Hann lést 8. júní 2017. Útför Hallgríms fór fram 23. júní 2017. ég talið með fingr- um annarrar hand- ar þau skipti sem hann skipti skapi nærri okkur, svo þolinmóður var hann og tillitssamur í okkar garð. Afi hafði jákvæð áhrif á afar margt í mínum uppvexti. Það voru ófá skipti sem ég trítlaði á eft- ir honum til þess að vera með honum í því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort heldur sem var á óperusýningu, sinfóníutón- leika, í sundlaugar, veiðitúra, á knattspyrnuleiki hjá ÍA eða þeg- ar ég var handlangari fyrir hann; þetta eru þær minningar sem ég mun varðveita ævilangt. Hallgrímur afi var þeim eig- inleikum gæddur að koma fram við alla samferðamenn sína eins og jafningja. Og hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagn- aðar. Hann gat jafnframt verið einstaklega orðheppinn. Ófá skipti grétum við úr hlátri þegar hnyttin tilsvör hans hrukku af vörum hans af ólíku tilefni. Alveg sama við hvern hann ræddi, öll- um virtist líða vel í kringum hann og hann var fyrstur til að rétta fram hjálparhönd þegar þess þurfti. Hallgrímur nefndi oft að kurteisi og góðmennska væru ókeypis en ávallt rétta nálgunin í mannlegum samskipt- um. Sást þetta ítrekað í gegnum árin, því að honum var jafnan heilsað sem vini hvar sem hann kom. Nú er komið að kveðjustund að sinni. Í hvert skipti sem við fjölskyldan komum saman til að fagna, spila saman á spilakvöld- um eða við önnur tilefni, munu minningar okkar um afa ávallt kalla fram bros á vörum okkar. Það eru þær aðstæður sem hon- um leið jafnan best við. Í faðmi fjölskyldunnar. Megir þú hvíla í friði, elsku afi minn. Hallgrímur Viðar Arnarson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR EYJÓLFSDÓTTUR, Teigagerði 5, Reykjavík. Kristín Jónsdóttir Grímur Þ. Valdimarsson Kristján Ágústsson Gyða Jónsdóttir Guðmundur Ingason og ömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN MARGEIR FRIÐVINSSON, Sauðármýri 3, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 3. júlí klukkan 14. Ingibjörg Jósafatsdóttir Björgvin Jósafat Sveinsson María Sif Gunnarsdóttir Gunnar Bragi Sveinsson Atli Freyr Sveinsson Ingibjörg Jenný Leifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR ljósmóðir, lést að hjúkrunarheimilinu Mánateigi, Hrafnistu, miðvikudaginn 21. júní. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 4. júlí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Ólafur G. Sigurðsson Björn Ólafsson Sigurður Ólafsson Helga Thors Hildur Hafstein Okkar ástkæri sonur, bróðir, frændi og barnabarn, HALLDÓR INGVI EMILSSON kennari, sem lést af slysförum 21. júní í Utah í Bandaríkjunum, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 5. júlí klukkan 14. Blóm og kransar afþakkað en þeim er vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina í Grindavík. Gerður Sigríður Tómasdóttir Jón Emil Halldórsson Hrannar Jón Emilsson Helgi Hrafn Emilsson Jóhanna Gerður Hrannarsd. Ívar Hrannarsson Helga Emilsdóttir Halldór Ingvason Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS HALLGRÍMSSON, áður til heimilis að Básenda 1, sem lést sunnudaginn 25. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. júlí klukkan 13. Hulda Sigríður Ólafsdóttir Hallgrímur Jónasson Guðríður Kristófersdóttir Guðrún Jónasdóttir Eiríkur Páll Eiríksson Helga Jónasdóttir Elísabet Jónasdóttir Ólafur Jónasson Jóna Sigrún Hjartardóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.