Morgunblaðið - 01.07.2017, Síða 28

Morgunblaðið - 01.07.2017, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 ✝ Einar ÓlafurValdimarsson fæddist á Kirkju- bæjarklaustri 3. nóvember 1944. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 9. júní 2017. Foreldrar hans voru Valdimar Lárusson, f.1908, d. 1985, póst- og símstöðvarstjóri og Guðrún Ólafsdóttir, f.1914, d. 2010, húsfreyja. Systkini Einars Ólafs eru Lárus, f. 1940, d. 2016, Elín Anna, f. 1950, Haukur, f. 1954, og Trausti, f. 1956. Einar kvænt- ist árið 1968 Jóhönnu Sigurð- ardóttur frá Vík í Mýrdal, f. 30. júlí 1948. Börn þeirra eru: 1) Valdimar Steinar, f. 1969, raf- og rafeindavirki í Hafn- arfirði, kvæntur Láru Páls- dóttur, f. 1969. Þeirra börn: a) Dagný, f. 1993. b) Einar Ólaf- ur, f. 1998. c) Birkir, f. 2004 2) Steinunn Olga, f. 1972, líf- eindafræðingur, búsett í Dan- mörku, var gift Gunnari Háv- arðarsyni, f. 1971. Þeirra börn: a) Karen Brá, f. 1996. b) issa stofnana og fyrirtækja í héraði, m.a. í Hótel Bæ á Kirkjubæjarklaustri um langt árabil. Einar sinnti störfum sínum ætíð af mikilli kostgæfni. Hann setti mark sitt á verslunarsögu Vestur-Skaftfellinga um langt árabil. Hann var farsæll stjórn- andi í kaupfélaginu á Klaustri og vinsæll af héraðsbúum. Samvinnumaður var hann í þess orðs bestu merkingu. Einar var félagslyndur og tók þátt í starfi ýmissa fé- lagssamtaka. Á yngri árum var hann efnilegur íþróttamaður og fylgdist með íþróttum af áhuga alla ævi. Söngmaður var hann góður og tók nokkuð þátt í kórastarfi. Hann hafði ánægju af ferðalögum, mest innan- lands. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og lét sér mjög annt um foreldra sína og systk- ini auk afkomenda sinna. Hann var glaðvær og kunni vel að gleðjast í góðra vina hópi. Framan af ævi var Einar heilsuhraustur en árið 2015 greindist hann með krabba- mein. Hann gekkst þá undir stóra aðgerð og náði góðri heilsu sem varaði í u.þ.b. ár. Þá tók meinið sig upp á nýjan leik og var í hálft ár ljóst hvert stefndi. Þessu tók hann af mik- illi karlmennsku og æðruleysi. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju 23. júní 2017. Bergrún Una, f. 2002 Einar Ólafur var uppalinn á stóru og umsvifamiklu heimili á Kirkju- bæjarklaustri. Hann var þrjá vet- ur í Héraðsskól- anum í Skógum og lauk þaðan gagn- fræðaprófi vorið 1961. Eftir það vann hann við ýmis störf á Klaustri, m.a. á búinu þar, en gerðist fljótlega fastur starfs- maður við útibú Kaupfélags Skaftfellinga á Kirkjubæjar- klaustri. Eftir það urðu versl- unarstörf hans ævistörf. Hann varð útibússtjóri kaupfélagsins á Kirkjubæjarklaustri árið 1971 og gegndi því starfi til ársins 1997. Það ár fluttu þau Jóhanna til Reykjavíkur. Þau festu fljótlega kaup á versl- uninni Þingholt við Grund- arstíg og ráku hana til ársins 2008. Auk verslunarstarfa sinnti Einar um tíma umboðs- störfum á Kirkjubæjarklaustri fyrir útibú Samvinnubankans í Vík. Hann sat í stjórnum ým- Á bjartri sumarnóttu þann 9. júní síðastliðinn lést á heimili sínu í Kópavogi elskulegur bróð- ir okkar, Einar Ólafur. Eindi – eins og við kölluðum hann oftast – var annar í röð okkar systk- inanna, fjórum árum yngri en Lárus, sem lést á síðasta ári. Foreldrar okkar kölluðu þá „stóru strákana“ til aðgreining- ar frá okkur yngri sem voru kallaðir „litlu strákarnir“. Elín Anna er þriðja í systkinaröðinni, mitt á milli strákahópanna. Við systkinin ólumst upp í fagurri sveit og nutum mikils ástríkis foreldra okkar. Æskuárunum vörðum við bæði við leik og störf eins og títt var þá um börn í sveit. Margar ljósmyndir eru til af Einda ungum. Myndirnar sýna fallegan og broshýran dreng, en ljúft lundarfar hans kom snemma í ljós og var hans að- alsmerki alla tíð. Kjarval dvaldi oft á Klaustri á þeim árum þeg- ar Eindi var þar lítill drengur. Drengurinn vakti athygli meist- arans sem notaði hann sem fyr- irmynd í nokkrum verka sinna. Þegar Eindi var kominn á full- orðinsár barst honum eitt sinn bréf frá Kjarval sem innihélt ljósmynd af einu verka hans þar sem Eindi hafði verið látinn sitja fyrir. Með bréfinu fylgdi dágóð peningasumma sem Kjarval sagði að væri helmingur af and- virði þess sem hann fékk fyrir myndina og að eðlilegt væri að fyrirsætan fengi helminginn af andvirði verksins fyrir sinn þátt í því! Þegar Einar hóf störf hjá kaupfélaginu á Klaustri árið 1961 var það ólíkt þeirri verslun sem við þekkjum í dag. Varan var afgreidd yfir búðarborðið. Vöruúrvalið var ótrúlega fjöl- breytt. Seld var matvara, metra- vara, skór, fatnaður, búsáhöld, byggingarefni, fóðurbætir, áburður og aðrar landbúnaðar- vörur. Hægt var að panta eftir litaspjöldum málningu, jafnvel tískusnið eftir listum. Það gerist líka fyrir jólin að kaupfélagið flutti inn klingjandi kristal í tré- kössum beint frá Tékklandi! Innlánsdeild var starfrækt í kaupfélaginu. Þar var einnig umboðsskrifstofa tryggingar- félags. Skaftárskála rak kaup- félagið um langt árabil. Um ára- bil var ekið með vörur úr kaupfélaginu til viðskiptavin- anna út um sveitir. Það var því afar fjölbreytileg og mikil þjón- usta sem kaupfélagið veitti. Héldust verslunarhættir óbreyttir til ársins 1976, en þá flutti verslunin í nýtt og rúm- gott húsnæði með nútímalegri starfsaðstöðu. Einar og Jóhanna gengu í hjónaband árið 1968 og byrjuðu búskap sinn í starfsmannaíbúð kaupfélagsins á Klaustri. Bjuggu þau í Kaupfélagshúsinu nokkur ár. Árið 1978 fluttu þau í eigið einbýlishús á Skerjavöllum 7 á Klaustri. Kom þá fljótlega fram áhugi þeirra á garðrækt og fegrun umhverfisins. Mikil snyrtimennska og þokki hefur einkennt heimili þeirra innan- sem utandyra alla tíð. Samrýnd- ari hjónum höfum við systkinin ekki kynnst. Efst er okkur systkinunum núna í huga þakklæti til Einda. Hann var okkur úrræðagóður og traustur bróðir. Nú eru þeir báðir horfnir okkur, „stóru strákarnir“. Guð geymi ykkur elsku bræður. Jóhönnu, börnum, tengda- dóttur, fyrrverandi tengdasyni og barnabörnum óskum við vel- farnaðar í framtíðinni. Minning- in um ljúfan og góðan bróður lif- ir. Elín Anna, Haukur og Trausti. Einar Ólafur Valdimarsson ✝ Anna ÍsfoldKolbeinsdóttir fæddist á Sjúkra- húsinu í Vest- mannaeyjum 24. nóvember 1955. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands í Vest- mannaeyjum 21. júní 2017. Foreldrar Önnu eru Kolbeinn Odd- ur Sigurjónsson, f. 12.9. 1932, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 26.8. 1932, d. 2.5. 1992. Systkini Önnu eru; Kolbrún Harpa, f. 10.2. 1954, Marý Ólöf, f. 24.11. 1955, Guðrún Fjóla, f. 24.11. 1955, Ingibjörg Sigríður, f. 4.12. 1957, Elfa Sigurjóna, f. 17.5. 1963 og Kolbeinn Freyr, f. 10.3. 1973. Hálfbróðir Önnu samfeðra er Einar Þór, f. 15.5. 1953. Vinur og félagi Önnu er Magnús Þór Magnússon, f. 5.1. 1961. Dóttir Önnu og Halldórs Guð- mundssonar er Kristín Harpa, f. 26.6. 1976. Hennar börn; Jón Halldór, f. 15.8. 1997 og Lúcía Ís- fold, f. 18.1. 2016. Sonur Önnu og Hauks Haukssonar er Óskar Þór, f. 7.8. 1978. Dóttir hans; Thelma Rós, f. 2.3. 2005. Anna Ísfold var ein af þríburasystr- um. Vakti þríbura- fæðingin mikla at- hygli á landsvísu enda fátítt að þrí- burar fæddust í Vestmannaeyjum á þessum tíma. Hún lauk barnaskóla- og gagnfræðiprófi og níu ára gömul fór hún fyrst að vinna fyrir sér þeg- ar hún hóf störf hjá Hraðfrysti- stöð VM, þar sem hún vann m.a. við humarvinnslu. Hún vann ým- iss konar fiskvinnslustörf fram á fullorðinsár bæði í landi og á sjó. Reri á Drífunni VE 76 og fór seinna sem háseti í Smuguna á Sindra VE 60. Starfaði á Vífils- staðaspítala, í Úðafossi fata- hreinsun og á Argentínu steik- húsi. Síðustu árin starfaði hún á Hraunbúðum, dvalar- og hjúkr- unarheimili í Vestmannaeyjum, fyrst í eldhúsinu en síðustu árin við aðhlynningu áður en hún lét af störfum vegna heilsubrest ár- ið 2011. Anna verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmanneyjum í dag, 1. júlí 2017, klukkan 14. Systurdóttir mín Anna Ísfold er fallin frá eftir erfið veikindi, þessi yndislega og góða mann- eskja. Ég sé hana í anda í Drauma- landinu með móður sinni sem féll allt of snemma frá ásamt öðrum ættingjum og vinum sem lifa með okkur í minningunni. Anna var þríburi og í sjö systk- ina hópi. Ég stóð oftar en ekki vaktina sem barnapían þeirra og þá var oft líf og fjör og það sem þríburarnir gátu stundum fundið upp á var með eindæmum. Ég minnist þess þegar ég var að mata þær sem smábörn en mikið var fyrir því haft og oft var mikill has- ar ef ég var of lengi með skeiðina. Nema Anna sem var svo lítil og ró- leg. Hún var einungis fjórar merk- ur þegar hún fæddist og þurfti að dvelja marga mánuði á sjúkrahúsi eftir fæðinguna áður en hún fékk að fara heim. Móðir Önnu var systir mín Sig- ríður frá Vatnsdal. Hún var svo einstaklega jafnlynd og mikill fé- lagi barna sinna alla tíð sama hvað lífið bauð upp á. Marý reyndist Önnu systur sinni kletturinn í veikindum henn- ar og var vakin og sofin yfir henni. Magnús vinur Önnu reyndist henni einnig mjög vel. Börnin hennar og barnabörn syrgja ynd- islega móður og ömmu. Líf Önnu var ekki alltaf dans á rósum. En Anna sýndi mikið æðruleysi þegar vissan um að ferðin til Draumalandsins væri fram undan. Hún huggaði okkur, róleg og yfirveguð. Hef ég misst margan en aldrei upplifað slíkt áð- ur. Þetta lýsir skapgerð hennar vel. Högni langafi þinn orti þetta ljóð til langömmu þinnar þegar hún lést, það á svo sannarlega við um þig Anna mín. Líður sviflétt á ljósvakans öldum ljóshraða fljótar um geim. Dvelur í fagnað hjá drottins útvöldum dýrðleg og fögur í sumarlandsheim. Hulda Sigurðardóttir. Anna Ísfold Kolbeinsdóttir Elsku Ragnar Emil. Það er erfitt að trúa því að þú munir aldrei aft- ur vakna, elsku Ragnar Emil. Mikið ofboðslega sakna ég þín. Ég man svo vel þegar ég hitti þig í fyrsta sinn. Þú varst kominn með nýjan leik í iPad- inn og máttir varla vera að því að heilsa mér. Alveg ekta þriggja ára strákur. Í tölvu- leiknum var svín í baðkari sem þú áttir að þrífa en hægt var að láta baðkarið hvolfast ef ýtt var oft á það. Það fannst þér alveg Ragnar Emil Hallgrímsson ✝ Ragnar EmilHallgrímsson fæddist á Landspít- alanum 25. júní 2007. Hann lést 25. júní 2017. Ragnar var jarð- sunginn 30. júní 2017. ofboðslega fyndið og því gerðir þú það aftur og aftur. Þarna strax vissi ég að við ættum skap saman. Húm- orinn þinn var dásamlegur. Við hlógum oft saman og þá sérstaklega að klaufaskap ann- arra. Það sem mér þótti skemmtilegast að gera saman með þér var að hlusta á tónlist og syngja. Þú varst mjög lagviss, söngst svo fallega og hafðir miklar og sterkar skoðanir á lagavalinu. Raunar hafðir þú miklar og sterkar skoðanir á flestu sem við kom lífi þínu. Þú varst góður í því að kenna aðstoðarkonum þínum á lífið þitt og gafst aldrei upp þótt það tæki stundum langan tíma að finna hvaða lag það væri sem þig langaði að hlusta á. Þú sættir þig ekki við hvaða lag sem er ef þú hafðir tiltekið lag í huga. Að fylgjast með þessari staðfestu þinni gaf mér kjark til þess að gera kröfur í mínu eigin lífi og sætta mig aldrei við eitthvað sem ég ekki vil. Takk fyrir það, elsku Raggi. Þú og fjölskyldan þín eruð miklir brautryðjendur og ég veit að barátta ykkar mun hafa áhrif á líf fjölda fatlaðs fólks um ókomin ár. En baráttan tók oft á og það er ósanngjarnt að þú hafir þurft að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum. Það versta er þó að þú og foreldrar þínir hafið þurft að berjast fyr- ir tilverurétti þínum alla ævi þína. Lífið hér á jörðinni verður ekki samt eftir fráfall þitt, elsku Raggi. Sorgin er óbæri- leg en minningarnar og þakk- lætið ylja. Takk fyrir allt það sem þú gafst og kenndir, elsku Ragnar Emil. Embla Guðrúnard. Ágústsdóttir. Elsku fallegi og ljúfi 10 ára strákurinn okkar. Þau spor sem þú markaðir í líf okkar eru djúpt grafin og annan eins demant og þig er erfitt að finna. Þú sýndir okkur upp á hvern einasta dag hvað ákveðni, lífsþróttur og gleði merkir og þá visku höfum við í farteskinu það sem eftir er. Við erum endalaust þakklát- ar fyrir að hafa kynnst þér og hafa fengið að eiga þennan tíma saman sem góðir vinir og átt þú stóran þátt í því hvernig mann- eskjur við erum í dag. Mundu svo að við munum alltaf passa þig. Aldís, Halli og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þínar aðstoðarkonur og vin- konur, Maríanna og Ella Karen. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir fyrir hlýhug, blóm og kveðjur við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS J. JÓNSSONAR frá Kópaskeri, til heimilis að Lindarsíðu 4, Akureyri. Kærar þakkir, starfsfólk SAk og Öldrunarþjónustu Akureyrar, fyrir mannlega og faglega umönnun. Árni V. Friðriksson Gerður Jónsdóttir Ólafur Friðriksson Freyja Tryggvadóttir Kristín Helga Friðriksdóttir Bjarki Hrafn Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR, Víðivöllum 6, Selfossi. Aðalheiður Björg Birgisdóttir Þorsteinn Magnússon Þóra S. Jónsdóttir Íris Björk Magnúsdóttir Jón Ari Guðbjartsson Ólöf Ósk Magnúsdóttir Steindór Guðmundsson Helga Skúla Magnúsdóttir Arnar Þór Sveinsson Ólöf Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR sjúkraliði, frá Reykjum, Vestmannaeyjum, Strikinu 8, Garðabæ, lést mánudaginn 26. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. júlí klukkan 13. Vigdís Victorsdóttir Sigurður Þorvarðarson Lilja Dóra Victorsdóttir Halldór V. Frímannsson Bergþóra Victorsdóttir Ævar Valgeirsson Guðjón Þór Victorsson Aðalbjörg Benediktsdóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.