Morgunblaðið - 01.07.2017, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.07.2017, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 Konny Kristjánsdóttir, fyrr-verandi hjúkrunarforstjóriá Akureyri, á 80 ára afmæli í dag. Hún fæddist í Korsør á Vestur- Sjálandi í Danmörku og ólst þar upp. Hún lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Gentofte Amts Sjukrahus í Dan- mörku 1959, stundaði framhaldsnám í heilsugæslu í Noregi 1979 og hefur sérfræðileyfi í barnahjúkrun frá 1980. Hún fór einnig í nám í Gauta- borg veturinn 1993-95. Konny hóf störf við barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 1962, varð hjúkrunarforstjóri við Heilsuverndarstöð Akureyrar 1979 og var hjúkrunarforstjóri við Heilsu- gæslustöðina á Akureyri frá 1985 til 1997. „Það sem er mér mjög eftir- minnilegt var þegar ég fór með yfir- lækninum á barnadeildinni út og lærði fyrirburafræði. Þegar við komum til baka settum við upp deild á sjúkrahúsinu á Akureyri með meðferð á fyrirburum, það var mjög spennandi. Það er mjög gott að hafa búið á Ís- landi, mér hefur alltaf verið tekið einstaklega vel og hef unnið með góðu samstarfsfólki. Núna hef ég gaman af því að sauma bútasaum og svo för- um við hjónin í sund og leikfimi.“ Konny hefur verið félagi í Zontaklúbbn- um Þórunni hyrnu í meira en 30 ár. Konny kom fyrst til Íslands árið 1955, en hún eignaðist íslenska vin- konu, Lindu, þegar hún var í húsmæðraskóla í Danmörku. „Pabbi hennar var Eyþór Tómasson sem átti súkkulaðiverksmiðjuna Lindu. Hann bauð mér að koma að vinna hjá sér í einn vetur og þá skyldi hann borga fyrir mig farið fram og til baka. Nokkrum dögum eftir að ég kom til Akureyrar kynntist ég svo manninum mínum. En svo sneri ég til baka því ég var búin að innrita mig í hjúkrunarskóla og hann fór að læra skóhönnun í Svíþjóð. Við giftum okkur árið 1960 og fluttumst til Akureyrar og þar hef ég alltaf búið síðan.“ Eiginmaður Konnyjar er Kristinn Bergsson. Börn þeirra eru Hanna Elísabet, hönnuður og rithöfundur, búsett í Noregi og Danmörku, og Jens Kristján, stýrimaður og útgerðartæknir og vinnur hjá Special Tours í Reykjavík. Dóttir Hönnu er Charlotte Victoria Mackinnon 24 ára nemi við Háskólann í Bergen. Jens er giftur Guðrúnu Ýri Tómasdóttur rafeinda- fræðingi og dóttir þeirra er Karen María 25 ára nemi í Háskóla Íslands. Konny heldur upp á afmælisdaginn sinn hjá dóttur sinni á Mön í Dan- mörku með fjölskyldu og vinum. „Við hjónin höfum komið hingað sein- ustu sumrin. Við verðum hérna í 14 daga og svo kem ég aftur í ágúst og ætla að borða ávexti úr garðinum hennar Hönnu. Í dag fáum við okkur „höjt dansk smørrebrød“ og jarðarber.“ Á Mön Konny í sól og sumaryl. Fær sér smurbrauð og 80 jarðarber Konny Kristjánsdóttir er áttræð í dag H arpa Jóhanna Reynis- dóttir fæddist í Reykjavík 1.7. 1967 og ólst þar upp og í Kópavogi: „En ég var eins og farfuglarnir. Um leið og skól- inn var úti á vorin var ég komin til ömmu Margrétar að Steðja í Flóka- dal og var þar fram á haust og oft einnig með fjölskyldu minni þar um jól og páska. Þarna bjó líka Stefán, móðurbróðir minn. Á Steðja var fé og nokkrar kýr sem þá voru auðvitað handmjólkaðar, mjólkin skilin með skilvindu og strokkað smjör. Þarna var kynt með olíu og ég náði að kynnast gamla sveitasímanum.“ Harpa var í Laugarnesskóla, Kárs- nesskóla og Kópavogsskóla, stundaði nám við MK en skipti yfir í Flensborg og lauk þaðan stúdentsprófi, lauk síð- an B.Ed.-prófi frá KHÍ og hefur sótt ýmis námskeið við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri eftir að hún hóf Harpa Jóhanna Reynisdóttir bóndi – 50 ára Í bíltúr með ömmu Harpa Jóhanna með dóttursonunum, Marinó Rúnari og Jóhanna Erni. Þetta er sko sport! Flutti í Flókadalinn hennar ömmu sinnar Spánarferð 2015 Harpa Jóhanna og Jóhann Pjetur í sveitaþorpi á Spáni. Þann 24. júní síðastliðinn voru Lára Jónasdóttir og Þórólfur Jarl Þórólfsson gefin saman í hjónaband af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Athöfnin fór fram í kyrrþey. Veisluhöld auglýst síðar. Brúðkaup Athugið að myndin er sviðsett en ástin er sönn. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 Er allt á HREINU fyrir... Fatahreinsun Dúkaþvottur Dúkaleiga Heimilisþvottur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.