Morgunblaðið - 01.07.2017, Page 35

Morgunblaðið - 01.07.2017, Page 35
búskap: „Ég hafði ekki lokið kenn- araprófinu þegar ég og maðurinn minn ákváðum að festa kaup á jörð- inni Hæl í Flókadal.Við vorum flutt þangað áður en ég lauk náminu og tókum við búinu 29.9. 1991, kl. 17.00. Síðan höfum við verið þar – alsæl.“ Á Hæl hafði verið fjár- og kúa- búskapur. Eftir nokkur ár seldu þau kýrnar og mjólkurkvótann, voru áfram með sauðfé og hafa verið að rækta ferhyrnt fé og kollótt: „Ein- kenni ferhyrnda fjárins felst m.a. í því að það er með mikinn hárbrúsk á kollinum og brúsk og stundum skarð í augnlokinu. Auk þess hef ég gaman af litaræktun á fé og geitum. Við er- um með nokkra hrossaræktun, rækt- uðum skoska Border Collie-fjár- hunda fyrir nokkrum árum og hófum svo geitarækt árið 2013. Við byrj- uðum með þrjár geitur en þeim hefur fjölgað ört og komu flestar með tvö kið í vor. Geitur eru ekki rúnar eins og fé heldur kembdar en fiðan unnin á svipaðan hátt og ull af sauðfé og hefur dóttir okkar haft veg og vanda af því. Við höfum hins vegar ekki farið út í það að mjólka geiturnar, hvað sem verður í framtíðinni. Við höfum einnig gaman af að rækta kollóttar geitur, sem voru nánast útdauðar á tímabili, en þeim fylgir fallegur golsóttur lit- ur.“ Fjölskylda Eiginmaður Hörpu er Jóhann Pjetur Jónsson, f. á Hvítárbakka í Borgarfirði 20.9. 1955, bóndi. Hann er sonur Jóns Guðmundssonar, f. 9.2. 1928, fyrrv. bónda á Hvítárbakka, og k.h., Bjargar Sigríðar Jónsdóttur, f. 13.3. 1929, húsfreyju. Dóttir Hörpu og Jóhanns er Hug- rún Lilja, f. 3.6. 1988, háskólanemi, nú búsett á Hæl. Fósturdóttir Hörpu og dóttir Jóhanns er Hildur Rakel, f. 6.10. 1980, skurðhjúkrunarfræðingur í Reykjavík, en maðurinn hennar er Brynjar Már Bjarnason fram- kvæmdastjóri og eru synir þeirra Marinó Rúnar, f. 2011, og Jóhann Ernir, f. 2013. Systir Hörpu, sammæðra, er Fjóla Ýr Ómarsdóttir, f. 5.6. 1980, starfs- maður hjá Póstinum, búsett í Reykja- vík. Systkini Hörpu, samfeðra, eru Hafþór, f. 14.6. 1977, búsettur í Reykjavík; Ragnheiður, f. 4.2. 1980, starfsmaður við leikskóla í Reykja- vík; Sigurjón, f. 5.12. 1982, iðnnemi í Reykjavík, og Elísabet, f. 18.4. 1992, nemi í Reykjavík. Foreldrar Hörpu: Ragna Val- gerður Eggertsdóttir, f. 17.12. 1947, fyrrv. bankamaður og nú starfs- maður við umönnum, og Reynir Ingi Helgason, f. 14.10. 1942, d. 1.10. 2016, dúklagningameistari og veggfóðrari. Stjúpmóðir Hörpu er Sigurlaug E. Rögnvaldsdóttir, f. 26.5. 1955, starfs- maður hjá Mjólkursamsölunni, bú- sett í Reykjavík. Úr frændgarði Hörpu Jóhönnu Reynisdóttur Harpa Jóhanna Reynisdóttir Ólafur Indriðason búfr. og b. á Ballará og á Bakka í Geiradal, bróðursonur Konráðs Gíslasonar Fjölnismanns Guðrún Lýðsdóttir húsfr. á Ballará og á Bakka Margrét Ólafsdóttir húsfr. á Melum og á Steðja Eggert Stefánsson búfr. og b. á Melum á Skarðsströnd og á Steðja í Flókadal Ragna Valgerður Eggertsdóttir fyrrv. bankamað- ur og vann við umönnun Sigurkarl Stefáns- son stærðfræði- kennari við MR og dósent við HÍ Jóhannes L. Stefánsson tamningam. og hrossarækt- andi á Kleifum í Gilsfirði Saga Jónsdóttir leikkona Stefán Jóhannesson b. á Kleifum Birgir Ár- manns- son alþm. Eggert Theodórs- son oddviti að Efri- Brunná Hólmfríð- ur Geirdal, fyrrv. hjúkrunar- forstjóri Guðjón Jóhannesson læknir Jón Theodórsson b. á Brekku í Gilsfirði Margrét Lilja Egg- ertsdóttir húsfr. í Rvík Stefán Sigurkarlsson lyfsali Guðjón Sigurkarlsson læknir Gísli Kristinn Sigurkarlsson lögfræðingur ÁrmannSveinsson lögfræðinemi og forystum. í röðum ungra sjálfstæðis- manna Jón Kornelíus Jónsson úrsmiður Ingiríður Benjamínsdóttir húsfr. í Rvík Jóhann Þorbjörn Pétursson innheimtum. í Rvík Hulda Dagmar Jóhannsdóttir húsfr. í Rvík Helgi Björnsson verkam. í Rvík Reynir Ingi Helgason dúklagningam. og veggfóðrari í Rvík Helga Halldórsdóttir húsfr. í Rvík, af Fremra-Hálsætt Björn Benediktsson sjóm. og verkam. í Rvík Anna Eggertsdóttir húsfr. á Kleifum, af Ormsætt Margrét Eggerts- dóttir húsfr. að Efri-Brunná Stefán Eyjólfsson b. á Kleifum í Saurbæ í Dölum,afætt Bjarna Páls- sonar landlæknis og SkúlaMagnússonar fógeta Guðmundur Geirdal skáld Halla skáldkona á Laugabóli Steinólfur Eyjólfur Geirdal, kennari og smiður í Grímsey Gefn Jóhanna Geirdal húsfr. á Akureyri ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 Theódóra Thoroddsen skáldkona fæddist að Kvennabrekku í Dölum 1.7. 1863. Foreldrar hennar voru Katrín Ólafsdóttir og Guðmundur Einarsson, prestur og alþingis- maður, en hann var móðurbróðir Matthíasar Jochumssonar skálds. Theódóra stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík og útskrifaðist 1879. Hún giftist Skúla Thoroddsen lögfræðingi og eignuðust þau þrett- án börn. Þau bjuggu um skeið á Ísa- firði og ráku þar verslun, fluttust að Bessastöðum og síðar að Vonar- stræti 8, sem nú hefur verið flutt í Kirkjustræti. Þulur Theódóru komu fyrst út 1916. Systursonur hennar, Guð- mundur Thorsteinsson, Muggur, myndskreytti. Þær hafa reglulega verið endurútgefnar síðan enda fagurlega myndskreyttar. Ritsafn Theódóru kom út 1960 og sá Sig- urður Nordal um útgáfuna. Smásög- ur hennar, Eins og gengur, litu dagsins ljós 1920. Kvæði, stökur og sagnir birtust víða, meðal annars í Mánaðarriti Lestrarfélags kvenna í Reykjavík. Hún þýddi töluvert úr öðrum málum og safnaði einnig þjóðsögum. Hún leitaði fanga víða í saganefni sínum. Theódóra var listfeng og mikil hannyrðakona. Þó nokkrar sýningar hafa verið haldnar á verkum hennar. Afkomandi Theódóru, Ármann Jakobsson, skrifaði sögulegu skáld- söguna Vonarstræti 8, sem byggð er á ævi þeirra hjóna. Sagan gerist að mestu leyti í Kaupmannahöfn árið 1908, þegar þau sigldu til Hafnar og Skúli átti sæti í millilandanefnd og gegndi því hlutverki að semja frumvarp um stöðu Íslands í danska ríkinu, en Theódóra fór með manni sínum og studdi við bakið á honum. Skúli var sá eini sem ekki samþykkti Upp- kastið fræga sem samið var af þessu tilefni. Ágreiningurinn varð síðan helsta deiluefnið í Uppkastskosning- unum 1908, er andstæðingar Upp- kastsins unnu afgerandi sigur. Theódóra lést 23.2. 1954. Merkir Íslendingar Theódóra Thoroddsen Laugardagur 95 ára Guðlaug G. Jónsdóttir 90 ára Sigrún Jónsdóttir 85 ára Sigmar Karl Óskarsson 80 ára Gestur Heiðar Halldórsson Konný Kolbrún Kristjánsdóttir Sigríður Geirsdóttir 75 ára Bergþóra Gústavsdóttir Elísabet Sigurðardóttir Jón Ólafsson Ólafur Haukur Ólafsson Sigríður Markúsdóttir 70 ára Elma Stefanía Þórarinsdóttir Grétar Einarsson Guðrún Marta Ársælsdóttir Gunnar Guðni Andrésson Jóna Þorkelsdóttir Jón Þ. Gíslason Júlíana Pálsdóttir Sigurbjörg Bjarnadóttir 60 ára Berglind Friðþjófsdóttir Björgvin Ibsen Helgason Gretar Ívarsson Guðrún Sigríður Jónsdóttir Jafet Egill Ingvason Kristján Guðmundsson Rannveig Rúna Viggósdóttir Solveig Jóhannsdóttir Steingrímur Hjörtur Haraldsson Steinn Leó Sveinsson Vilhjálmur Sörli Pétursson 50 ára Anna S. Aðils Guðfinnsdóttir Birgir Ísleifsson Björn Starri Júlíusson Borgþór Jónasson Gunnvör Rósa Eyvindardóttir Harpa Jóhanna Reynisdóttir Hrefna Hrund Eronsdóttir Iryna Maroz Jóhanna Birna Ástráðsdóttir Jón Ingi Ægisson Natalja Virsiliené Sigurður Guðmundsson Steinunn Hauksdóttir 40 ára Abdelaziz Ghazal Arndís Reynisdóttir Helga Harðardóttir Hema Mangoo Jóhann Ó. Guðmundsson Jónas Ellert Stefánsson Kyle C. Ross Danielsson Magnús Elíasson Orri Stefánsson 30 ára Arnar Þór Hallsson Ásgeir Kristinsson Freyr Ásgeirsson Halldór Karl Ólafsson Hallgrímur H. Hallgrímsson Hannes F. Guðmundsson Haukur Lárusson Hlíf Steinsdóttir Ingi Þór Reynisson Jóakim Snorrason Karol Walendzik Kristjana Jóhannsdóttir Marek Nowak Mateusz Miroslaw Lesniak Viktorija Arlauskaité Zivile Pekstenyte Sunnudagur 90 ára Kristján Guðmundsson 85 ára Arndís Erlingsdóttir Stefanía R. Stefánsdóttir Þuríður R.H. Halldórs 80 ára Haraldur Sumarliðason Hrafnhildur Stefánsdóttir Valborg Sigurðardóttir 75 ára Aurora Cody Axel Rafn Vatnsdal Birgir Hólm Þórhallsson Dagný Heiða Vilhjálmsdóttir Hafþór Jóhannsson Hlöðver Hallgrímsson Ingibjörg Kristín Jónsdóttir Stefán Bergmann 70 ára Birna Lárusdóttir Edward H. Finnsson Gunnar Ólafsson Helen Gliese Guðmundsdóttir Rakel E. Skarphéðinsdóttir Þorsteinn Einar Arnórsson 60 ára Aðalsteinn Árnason Baldur Reynir Skjaldarson Bjarni Kristjánsson Brynjólfur M. Þorsteinsson Debora Susan Dupuis Guðrún Bjarnadóttir Magnús Jón Sigurðsson Vilnis Birulis 50 ára Dmitry Voronin Elín Björk Gunnarsdóttir Elín Ragna Sigurðardóttir Gestur Jóhannes Árskóg Gísli Steinn Guðlaugsson Guðmundur Jónasson Helga Jóhannsdóttir Holger Gísli Gíslason Janjira Oddsson Jozef Kulig Maria Achrem- Achremowicz Rashmi Thapa Sólveig Þórðardóttir Víkingur P. Aðalsteinsson 40 ára Emma Sif Björnsdóttir Jón Hjörtur Þrastarson Krzysztof Jan Rymarczyk Maciej Marek Wiak Magnús Sigurjónsson Rafal Weglorz Sigurður Ingimar Björns- son Þráinn Björnsson 30 ára Arna María Hálfdánardóttir Arnar Már Hafsteinsson Brynjar B. Guðmundsson Christoph Strauss Clovise P. Ngankepeh Elíngunn Rut Sævarsdóttir Ernesta Ezerskyte Eva H. Aðalbjarnardóttir Hlynur Jónsson Hörður Þórisson Linda Björk Kjartansdóttir Martina Kasparová Nina Beata Stolarczyk Ólöf Huld Magnúsdóttir Sean Nathan Lloyd Tinna Bjarnadóttir Tomasz Pawlowski Valdas Zvinakevicius Viggó Júlíusson Til hamingju með daginn Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. lokað Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir fumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, louisu matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason, Jóhann Briem, Þorvald Skúlason og Nínu tryggvadóttur. Þá erum við einnig með kaupendur að góðum verkum eftir Kristján Davíðsson, Georg Guðna, alfreð Flóka, Braga Ásgeirsson, tryggva Ólafsson og Stórval. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.