Morgunblaðið - 01.07.2017, Side 37

Morgunblaðið - 01.07.2017, Side 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hver þarfnast landakorts eða leiðsögu- manns? Þú ert ævintýramaður í dag og ferð í tilgangslausa en vel heppnaða ferð. Farðu vel með sannfæringarkraftinn sem þú býrð yfir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kemur jafnvægi á ánægju þína með því að smakka á ýmsu: nýrri tónlist, bókum, umhverfi og fólki. Illu er best aflokið svo taktu þér tak. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert reiðubúinn til að aðstoða starfsfélaga í dag einfaldlega vegna þess að það veitir þér ánægju að gera það. Vertu óhræddur að grípa tækifærið þegar það gefst og hverfa á vit ævintýra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þér falli hlutirnir vel í geð er ekki þar með sagt að aðrir séu jafn hrifnir. Segðu það sem þér finnst um menn og málefni og þér líður betur á eftir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hrintu áætlunum um endurbætur og standsetningu í framkvæmd. Vandamálin eru eftir sem áður til staðar og eina leiðin er að bretta upp ermarnar og leysa þau. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ágreiningur gæti risið upp á vinnustað þínum. Stattu upp og vertu ákveðinn, aðeins þannig áttu möguleika á að breyta stöðunni þér í hag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Meyjan hefur lært að sjá heiminn í ljósi sem bæði er rökrétt í hennar augum og hvaða viti borinnar manneskju sem er. Ef þér finnst ganga vel, haltu þá frekar aftur af þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Félagslyndi þitt og áhugi á að sjá og hitta aðra dregur að þér athygli í dag. Mundu að þú kemur meiru í verk þegar þú ert úthvíldur og ánægður. Láttu gagnrýni sem vind um eyru þjóta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur yndi af skáldsögum og lætur þig dreyma um að skrifa eina sjálfur. Farðu í búð sem selur eitthvað notað, þú finnur eitthvað dýrmætt. Hugsaðu málið vandlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það á eftir að koma þér á óvart, hversu margir geta hugsað sér að fylgja þér að málum. Tunglið er fullt og það veldur aukinni spennu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fylgdu eigin brjóstviti og blandaðu þér ekki í annarra málefni að þessu sinni. Mundu bara að vera einlægur við sjálfan þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þeir eru nærri sem vilja ólmir fá að nýta sér starfskrafta þína. Láttu ekkert halda fyrir þér vöku. Vísnagátan er sem endranær eft-ir Guðmund Arnfinnsson: Um Himnaríki hugsa nú. Hauður þetta nefna má. Ríki það, sem ræður þú. Rís árbakki fljóti hjá. Árni Blöndal svarar: Vísast þarna lít ég land land er hauður talið. Enginn gerir uppistand er þó vaðið galið. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Þó að heimskan hái mér og hreki oft í strand í línum þessum eitthvað er sem orða má við land. Helgi Seljan á þessa lausn: Af sumarlandinu sögum fer og signað verði mitt dýra land. En landareignin mín ágæt er og árbakkinn kenndur mun við land. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Eden lífsins land má kalla. Land er hauður nefnt með sann. Land þitt kot með kosti og galla. Kalla land má árbakkann. Þá er limra: Hér óþrifin aumt er að líta, svo úrbótum þarf nú að flýta, því viðbjóður sá ei viðgangast má í vegarins kanti að skíta. Síðan kemur ný gáta eftir Guð- mund og verður lausn að berast eigi síðar en á miðvikudag: Fagurt syngur fugl á grein fyrir utan gluggann minn. Býðst hér gáta ennþá ein,. orti hana þrösturinn. Lítið drykkjarílát er. Inniheldur pelinn. Á lampanum, sem birtu ber. Ber það á sér delinn. Þessi staka mun að einhverju leyti eftir Ingibjörgu Sigurð- ardóttur, konu Gísla Magnússonar biskups á Hólum, d. 1793: Ekki grundar öldin svinn alla lundar parta, getur undir glaðri kinn grátið stundum hjarta. Gömul vísa í lokin: Stóra sjóinn stríddi ég við, sterkra slíkt er siður, ýtti beint á ólagið – Ægir hafði miður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Með lempni skal lönd vinna Í klípu „NEYÐARLÍNAN, GÓÐAN DAG, HVERT ER NEYÐARTILFELLIÐ?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ HÆTTA AÐ BJÓÐA MÉR UPP Í DANS.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem lætur þér finnast þú vera á lífi! UUU… ÚTSALA! HVERS VEGNA? ÞETTA SPARAR MÉR MIKIÐ MJÁLM KÖTTUR KÖTTUR KÖTTUR ÞESSI KJÓLL LÍTUR FRÁBÆRLEGA VEL ÚT Á MÉR! SPEGILLINN ER FYRIR AFTAN ÞIG, HELGA! ÞETTA ER GLUGGINN! Víkverji þurfti að heimsækjasýslumann í vikunni til að sækja um vegabréf fyrir barn sitt. Sam- kvæmt fréttum mátti búast við mik- illi bið en Víkverji mætti á staðinn nokkru fyrir hádegi. Þrátt fyrir að vera meðvitaður um biðina gleymdi Víkverji að taka lesefni með. Það hefði verið mikill munur að hafa spennusögu fyrir foreldrið og Syrp- ur fyrir barnið en þær urðu því mið- ur eftir heima. Leikur í símanum stytti okkur stundir. x x x Á staðnum var lítið leikhorn meðkrakkaeldavél og einhverju dóti sem kemur sér vel fyrir yngstu börnin. Einn strákur hafði hinsvegar (óvart?) hellt vatni á gólfið og fór að leika sér með það á meðan móðirin var í símanum. Hann bjó til lítil vötn og ár til dægrastyttingar áður en mamman þurrkaði upp af gólfinu. Þetta sýnir að það er full ástæða að muna eftir skemmtiefni fyrir biðina nema fólk hafi gaman af því að þrífa gólfið hjá sýslumanni. x x x Það þarf að hafa gild skilríki með-ferðis en á skjá í biðstofunni er minnt á að gild skilríki séu aðeins vegabréf, ökuskírteini eða nafn- skírteini. Lögð er sérstök áhersla á að greiðslukort séu ekki gild skilríki og sú ábending væntanlega ekki gef- in að ástæðulausu. Fólk notar þessi kort í allt, alls staðar og kannski ekki skrýtið að einhverjum finnist debetkortið sitt vera skilríki. x x x Það myndast ákveðinn samhugurmeðal fólks sem bíður saman. Maður samgleðst þeim sem komast að og kinkar kolli með skilnings- ríkum augum þegar fólk býsnast yfir því hversu löng biðin sé. Þegar við mættum á staðinn voru hátt í þrjátíu númer á undan okkur og þegar nær dró var ákveðin spenna fólgin í því að bíða eftir númerinu sínu. Við stukkum hreinlega af stað um leið og kom að okkur og gengum síðan glöð í bragði út, fegin að vera búin. Þó vorkenndi maður þeim sem voru að koma inn þá, því helmingi lengri bið beið þeirra. vikverji@mbl.is Víkverji Allra augu vona á þig, þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma, lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun. (Sálmarnir 145:15-16) Bílar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.