Morgunblaðið - 01.07.2017, Síða 38

Morgunblaðið - 01.07.2017, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 Valin verk úr safneign Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra 2. júlí kl. 14 HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017 STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017 Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017 Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Safnið er lokað frá mánudeginum 26. júni. Opnar aftur þriðjudaginn 4. júlí Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Fuglarnir, fjörðurinn og landið í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Hugsað heim á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14.öld Spegill samfélagsins 1770 Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga frá 10-17. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Á disknum eru lög sem má segja að hafi öll skipað sér sess í hjarta mínu,“ segir Hanna Friðriksdóttir söngkona sem heldur útgáfutónleika í Iðnó þriðjudaginn 4. júlí kl. 21 í tilefni af útgáfu geisladisksins It Must Be Spring. Hanna á langan feril í söng og er búsett á Ítalíu í grennd við Como-vatnið þar sem hún starfar sem tónlistar- kennari og söngkona. „Ég er með klassískan bakgrunn en hef undan- farin ár verið að þróa söng- stíl minn meira út í djasstón og per- sónulegri raddbeitingu,“ segir Hanna. Um lögin á plötunni segir hún aðallega vera um að ræða bíómynda- og söngleikjalög frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, tímabili sem er oft kennt við „The Great American Songbook“. „Ég blanda líka saman við nokkrum frönskum lögum frá sama tímabili og einu napóletönsku lagi. Mörg af lögunum hafa komið fyrir í myndum Woody Allen og eru óður til míns uppáhaldskvikmynda- leikstjóra og dálætis hans á djassi og klarínettinu.“ Plötuna tileinkar Hanna móður sinni, Jóhönnu Sveins- dóttur, sem lengi var búsett í París, en þar hélt hún einmitt útgáfu- tónleika síðastliðinn mánudag. Undirstrika einfaldleikann „Það hefur alltaf heillað mig hvern- ig Woody Allen notar tónlistina í myndum sínum. Það er líkt og mynd- irnar syngi. Líta mætti á samsafn laganna á plötunni sem tónlistina fyr- ir mína kvikmynd,“ segir Hanna, en platan inniheldur meðal annars lögin „Si tu vois ma Mère“ og „Parlez-moi d’Amour“ úr kvikmyndinni Midnight in Paris eftir Woody Allen. „Það sem heillar mig í lögunum á plötunni er einlægnin í textunum og melódíunum. Samvinnan milli laga- og textahöfundar er frábær og ég lagði áherslu á mjög „acoustic“ út- færslu. Við notum eingöngu gítar, kontrabassa og klarínett. Hugsunin sem þar býr að baki er að fanga og undirstrika hinn tæra einfaldleika sem falinn er í eðli laganna,“ segir Hanna og finnst mikilvægt að halda einfaldleikanum til haga þar sem yfir- borðskenndin sé farin að ráða ríkjum og ýmis gildi eins og einlægni séu á undanhaldi. „Ég valdi líka lögin með tilliti til skilaboða sem höfða til mín. Fyrsta lagið á plötunni er „It Might as Well Be Spring“ eftir Richard Ro- gers og fjallar um gleði- og von- artilfinninguna sem manneskjan finnur á vorin. Mér finnst mikilvægt að hafa í huga í lífinu að geta fundið þessar tilfinningar í hjartanu þó það sé ekki vor. Hugmyndin að titlinum á plötunni vaknaði út frá þessu lagi,“ segir Hanna. „Blue Note“-stemning Á plötunni og á tónleikunum spila með Hönnu tónlistarmennirnir Maurizio Aliffi á gítar, Roberto Piccolo á kontrabassa og Alfredo Ferrario og Sigurður I. Snorrason á klarínett. „Að hafa tvö klarínett í sumum lögunum er eitthvað sem mig hafði alltaf langað til að prófa, en það er mjög óvenjulegt að heyra tvö klar- ínett saman,“ segir Hanna. Þau verða með aðra útgáfutónleika í Varenna á Ítalíu seinna í mánuðinum og svo á frönsku eyjunni Belle-Île-en-Mer í ágúst. Hanna er spennt fyrir tónleik- unum í Iðnó. „Mér finnst mjög skemmtilegt og passa vel við pró- grammið að hægt er að raða upp borðum og stólum og skapa afslapp- aða klúbbastemningu. Fólk getur sötrað vínglas meðan á tónleikunum stendur. Ég vil skapa andrúmsloft í líkingu við djassklúbbastemningu fjórða áratugarins, einskonar „Blue Note“-stemningu.“ Að lokum segist Hanna vonast til þess að tónlistin nái til hjarta fólks eins og hún nær til hennar með þess- ari sérstöku nálgun. Djasstónar og persónuleg raddbeiting  Hanna Friðriksdóttir gefur út nýja plötu og heldur útgáfutónleika  Vill skapa afslappaða klúbba- stemningu í Iðnó  „Það sem heillar mig í lögunum á plötunni er einlægnin í textunum og melódíunum“ Ljósmynd/Walter Cargioli Nálgun Hanna vill skapa afslappaða stemningu á tónleikunum og vonast til þess að tónlistin nái til hjarta fólks eins og hún nær til hennar. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Við semjum allar eigin lög og út- setjum sjálfar,“ segir Dagný Halla Björnsdóttir, meðlimur hljóm- sveitarinnar Sæbrár sem verður með tónleika í Sólheimakirkju í dag, laugardag, klukkan 14 í tilefni af Menningarveislu Sólheima. Hljómsveitin Sæbrá er skipuð þremur ungum tónlistarkonum, þeim Ariönnu Ferro og Önnulísu Hermannsdóttur auk Dagnýjar Höllu. Hún segir hljómsveitina hafa verið stofnaða fyrir um fjórum ár- um. „Við komum fyrst fram 17. júní 2015 í Hörpu í verkefni þar sem lögð var áhersla á lög og ljóð íslenskra kvenna og frumfluttum eitt lag eftir mig,“ segir hún. Þær hafi svo komið fram á ýmsum stöðum og tekið þátt í Músíktilraunum á síðasta ári. „Við erum búnar að vera í smá hléi í vetur vegna þess að meðlimur tríósins þurfti að stíga til hliðar vegna annarra verkefna, en við feng- um Önnulísu til liðs við okkur um jólin. Tónleikarnir í Sólheimakirkju verða þeir fyrstu með Önnulísu,“ segir Dagný Halla. Áhersla á raddaðan söng Eins og áður sagði semja með- limir sveitarinnar öll lög sín sjálf, en þær eru líka með heldur óhefð- bundna hljóðfæraskipan. „Sjálf stekk ég á milli píanós, gítars, kontrabassa og trommu. Arianna spilar á gítar og slagverk og Anna- lísa á rafbassa. Við sjáum allar um að syngja og leggjum áherslu á raddaðan söng,“ útskýrir Dagný Halla. Á tónleikunum í Sólheimakirkju verða þær með fjölbreytta dagskrá. „Við ætlum að bjóða upp á blöndu af efni sem við höfum áður flutt og að- eins af nýju líka. Meðal annars frum- flytjum við eitt lag eftir nýja með- liminn, Önnulísu. Að sjálfsögðu verður allt frumsamið.“ Um framhaldið segir Dagný Halla ekkert vera neglt niður en hún segir boltann vonandi fara að rúlla aftur eftir tónleikana í Sólheimakirkju. Einnig segir hún þær stefna á að gefa út plötu sem allra fyrst. Að lokum býður hún alla vel- komna á tónleikana og vonast til þess að sjá sem flesta. Semja allar eigin lög Þrjár „Við sjáum allar um að syngja og leggjum áherslu á raddaðan söng.“  Hljómsveitin Sæbrá spilar í Sólheimakirkju Marta Tiesenga heldur fyrstu tón- leika sína í Mengi í kvöld kl. 21. Tiesenga er frá Chicago en býr og starfar í Los Angeles, þar sem hún stundar meistaranám í CalArts í tilraunakenndum tónsmíðum und- ir handleiðslu Michael Pisaro, Ey- vind Kang, Söru Roberts og Ulrich Krieger. „Hún kemur reglulega fram í LA og má þá nefna staði eins og The Echo og The Geffen Contem- porary á MOCA-safninu. Hún fæst við margt annað en að semja, hún er sprenglærð á saxófón og fæst við hreyfimyndagerð svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Tie- senga vinni þvert á miðla. „Því fá spuni, myndlist, tón- list og gjörningaformið að blandast saman í verkum hennar.“ Unnið þvert á miðla í Mengi Marta Tiesenga Sophie-Veronique Cauchefer- Choplin, organisti við St. Sulpice- kirkjuna í París, heldur tvenna tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju um helgina. Í dag kl. 12 leikur hún tónlist eftir Vierne og Ibert auk þess að spinna eigið efni, en á morgun, sunnudag, kl. 17 leikur hún verk eftir Vierne, Couperin, Bach, F. Mendelssohn, Ravel, Grunenwald og Widor. Cauchefer-Choplin nam orgel- leik við Þjóðartónlistarháskólann í París. Hún þykir vera framúrskarandi spunaorganisti og verðlaunuð sem slík. Frá 2008 hefur hún verið pró- fessor í orgelleik við Konunglega tónlistarháskólann í Lundúnum. Miðasala hefst við innganginn klukkustund fyrir tónleika og einnig á midi.is. Spunameistari á orgel Sophie-Veronique Cauchefer-Choplin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.