Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. J Ú L Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 159. tölublað 105. árgangur
SÝNING RAGN-
ARS FÆR FJÓR-
AR STJÖRNUR
VARÐVEITA
SÖGULEGA
MUNI ESSO
ROKKHÁTÍÐIN
EISTNAFLUG Í
NESKAUPSTAÐ
DAGLEGT LÍF 12-13 BÆJARHÁTÍÐ 14MENNING 30-31
Lífið gekk sinn vanagang við Hraunfossa í
Hvítá í Borgarfirði í gær. Ferðamenn komu og
fóru án þess að vera rukkaðir um gjald vegna
afnota af bílastæðum við náttúruperluna. Meðal
ferðamanna skipti í tvö horn hvað varðar slíkt
gjald, en innheimtu var frestað fyrir helgi. »4
Skiptar skoðanir um innheimtu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ferðamenn koma og fara við Hraunfossa
„Við erum að leita að húsnæði og höf-
um meðal annars skoðað St. Jósefs-
spítala,“ segir Ingólfur Þórisson,
framkvæmdastjóri á rekstrarsviði
Landspítalans, um mögulega flutn-
inga barna- og unglingageðdeildar
Landspítalans á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði.
Að sögn Ingólfs er verið að skoða
þann möguleika að flytja legudeildar-
hluta BUGL úr núverandi húsi þess
við Dalbraut í um það bil eitt ár á
meðan verið er að klæða húsið og laga
þakið. „Það er ekki neitt frágengið í
því sambandi. Þetta hefur verið nefnt
við Hafnarfjarðarbæ en það er ekki
komin nein niðurstaða.“
St. Jósefsspítali er nú í eigu
Hafnarfjarðarbæjar en engin starf-
semi hefur verið þar frá því honum
var lokað í árslok 2011. Að sögn Rósu
Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúa í
Hafnarfirði, er áætlað að gera þurfi
við húsnæði spítalans fyrir talsverðar
upphæðir.
BUGL leitar að nýju húsnæði
Viðgerðir á húsnæði barna- og unglingageðdeildar Land-
spítalans valda því að flytja þarf legudeildina tímabundið
MBUGL flytur vegna viðgerða »6
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur
óskað eftir því að Ríkisendurskoðun geri stjórn-
sýsluúttekt á aðdraganda þess að neyðarbrautinni
á Reykjavíkurflugvelli var lokað.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, á sæti í nefndinni. „Eins og kemur
fram í erindi nefndarinnar til Ríkisendurskoðunar
snýst skýrslubeiðnin um að stofnunin framkvæmi
úttekt á stjórnsýslu, framkvæmd, skilvirkni og
ákvarðanatöku innanríkisráðherra, Samgöngu-
stofu og Isavia vegna lokunar á neyðarbrautinni,“
segir Njáll Trausti.
Yfirfari samskipti ríkis og borgar
„Nefndin telur rétt að varpað sé ljósi á samskipti
stjórnvalda og Reykjavíkurborgar og samskipti
þessara aðila í stjórnsýslunni og þá sérstaklega
lögformleg samskipti Isavia og Samgöngustofu,“
segir Njáll Trausti. Hann segir tilefnið m.a. vera
upplýsingar sem komu fram á fundi nefndarinnar
með fulltrúum Isavia, Samgöngustofu og öryggis-
nefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í maí
og í kjölfarið.
Samgöngustofa hafi þá greint frá því að neyðar-
brautinni hafi verið lokað tímabundið. Það gangi
þvert á útgáfu byggingarréttar á svæðinu. Fáum
vikum síðar hafi Samgöngustofa sagt að brautinni
hafi verið lokað fyrir fullt og allt. „Frá júlí í fyrra
og fram í maí í ár hélt íslensk þjóð að búið væri að
loka brautinni að fullu,“ segir Njáll Trausti, sem
telur rétt að „þetta mikilvæga mál fái ítarlega
skoðun“.
Rannsaki
lokun á
flugbraut
Þingnefnd hefur óskað eftir
rannsókn Ríkisendurskoðunar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavíkurflugvöllur Fyrirhugað er að byggja
hús fyrir tugi milljarða á svæði neyðarbrautar.Hugmyndir Færeyinga um að banna
eignaraðild útlendinga í sjávar-
útvegsfyrirtækjum þar í landi eru
brot á svonefndum Hoyvíkursamn-
ingi sem tryggja á gagnkvæmt við-
skiptafrelsi milli Íslands og Fær-
eyja. Nú mega erlendir aðilar eiga
þriðjung í útgerð ytra, en frumvarp
sem liggur fyrir færeyska lögþing-
inu gerir ráð fyrir að sú heimild
verði felld úr gildi á nokkrum árum.
Sjónarmiðum Íslendinga í málinu
hefur verið komið á framfæri. „Við
erum sannfærð um að farið verði vel
og málefnalega yfir ábendingar,“
segir Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra.
Í gegnum dótturfyrirtækið Fram-
herja í Fuglafirði er Samherji með
starfsemi í Færeyjum. Kristján Vil-
helmsson útgerðarstjóri segir hana
hafa byggst á farsælu samstarfi við
færeyska útgerðarfjölskyldu og mið-
ur sé ef því þurfi að ljúka. »2
Samstarf í
Færeyjum
í óvissu
Erlend eign í út-
gerð verði óheimil
Leikskólagjöld í Reykjavík voru
lækkuð um 10% 1. júlí sl. eða um
2.900 krónur. Eftir lækkun er gjald
fyrir barn sem er í átta stundir á
dag tæpar 24.600 krónur.
Skúli Helgason, formaður skóla-
og frístundaráðs, segir að lækkunin
sé hluti af þeirri stefnu borgar-
stjórnarmeirihlutans að menntun
sé gjaldfrjáls. „Það er verið að taka
ákveðin skref að því marki í áföng-
um. Leikskólinn er auðvitað fyrsta
skólastigið samkvæmt lögum,“ seg-
ir Skúli. Gjöldin voru lækkuð um
100 milljónir árið 2015, en í fyrra
hækkaði fæðisgjaldið um 25%. »11
Menntun eigi að
vera gjaldfrjáls
Krakkar Leikskólabörn í menningarferð.
Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson
og Ingvar E. Sigurðsson munu fara
með hlutverk í annarri kvikmynd
syrpunnar Fantastic Beasts and
Where to Find Them sem byggð er á
sagnaheimi J.K. Rowling, höfundar
bókanna um Harry Potter, en hún
skrifar handrit kvikmyndarinnar
líkt og þeirrar fyrstu.
„Það er ógeðslega gaman að vera
með í þessari mynd og líka að vera
með Ingvari,“ sagði Ólafur Darri í
samtali við Morgunblaðið í gær en
hann má annars lítið tjá sig um kvik-
myndina og hlutverk sitt. Tökur á
myndinni hefjast brátt í London og er
Ingvar þegar kominn þangað, skv.
heimildum Morgunblaðsins. »33
Leika í heimi Rowling
Ingvar E. og Ólafur Darri í Fantast-
ic Beasts and Where to Find Them 2