Morgunblaðið - 04.07.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
Loftpressur - stórar sem smáar
Í fréttum mbl.is sagði frá því, aðríkissaksóknari hefði gert til-
lögu til dómsmálaráðherra um að
sekt fyrir notkun farsíma án hand-
frjáls búnaðar yrði 40 þúsund krón-
ur.
Núverandi sekt er aðeins 5.000krónur og hefur ekki hækkað
í rúman áratug.
Um 500öku-
menn eru
árlega
kærðir fyr-
ir notkun
farsíma
undir stýri.
Óformleg
og óvís-
indaleg athugun sýnir að nær þriðj-
ungur ökumanna er á hverjum tíma
að tala í síma sinn við akstur.
Talan um 500 kærða, einn á dag,bendir til að einn af hverjum
100.000 (óvísindalegt) sé að þvaðra
í síma við akstur.
Eftir mörg hrikaleg slys, þar afmörg banaslys, hafa sektir
hækkað mjög og önnur viðurlög
verið hert hjá nágrönnum okkar
Bretum.
Því hefur verið haldið fram aðökumenn talandi í síma, svo
ekki sé talað um vitleysingana sem
eru að senda SMS, séu mun hættu-
legri í umferðinni en drukknir öku-
menn. Þeir séu oftast nær að reyna
að vanda sig.
Aðeins drukknir ökumenn semeru talandi í síma eða send-
andi SMS séu hættulegri. Dóms-
málaráðherra ætti að lesa tillögur
ríkissaksóknara yfir alvörugefin og
bæta svo í.
Talandi og tikkandi
sprengjur
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.7., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 7 rigning
Akureyri 11 rigning
Nuuk 6 léttskýjað
Þórshöfn 13 léttskýjað
Ósló 14 rigning
Kaupmannahöfn 14 rigning
Stokkhólmur 16 heiðskírt
Helsinki 16 skýjað
Lúxemborg 22 léttskýjað
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 17 rigning
Glasgow 16 léttskýjað
London 22 léttskýjað
París 24 léttskýjað
Amsterdam 19 léttskýjað
Hamborg 19 skúrir
Berlín 22 heiðskírt
Vín 25 heiðskírt
Moskva 18 skýjað
Algarve 29 heiðskírt
Madríd 34 heiðskírt
Barcelona 27 heiðskírt
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 29 skýjað
Aþena 32 léttskýjað
Winnipeg 21 léttskýjað
Montreal 20 skýjað
New York 28 heiðskírt
Chicago 24 léttskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:13 23:52
ÍSAFJÖRÐUR 2:13 25:03
SIGLUFJÖRÐUR 1:50 24:51
DJÚPIVOGUR 2:31 23:34
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Hafa þarf í huga þegar kreditkort
eru notuð til að eiga viðskipti á er-
lendum síðum eða notuð erlendis að
gengi krónunnar er skráð með mis-
munandi hætti hjá kortafyrirtækjum
annars vegar og Seðlabanka Íslands
hins vegar. Þau svör fengust frá
kortadeild Íslandsbanka að vegna
samstarfs við kortasamsteypur geti
verið hærra álag á kortagengi en
gengi Seðlabanka Íslands.
Til dæmis var dönsk króna skráð
hjá Seðlabanka Íslands á 16,1 í gær
en kortagengið var 16,4 hjá Master-
card. Bandaríkjadalur var hjá Seðla-
bankanum skráður 104,15 á móti
105,8 hjá Mastercard og 30. júní var
seðlabankagengi á breska pundinu
136,04 á móti 136,7 hjá Mastercard á
hinu svokallaða kortagengi.
Sú staða hefur líka komið upp,
samkvæmt upplýsingum frá Íslands-
banka, að kortagengið hefur verið
hagstæðara en seðlabankagengið, en
yfirleitt er kortagengið örlítið óhag-
stæðara. Þá getur verið munur milli
korta, t.d. American Express og
Mastercard, og stafar það af því að
um tvö ólík fyrirtæki er að ræða.
Álagið er því mismunandi eftir því
hvort kortið er notað.
Annað gengi á kreditkortum
Hærra álag á svokölluðu kortagengi
en skráðu gengi Seðlabanka Íslands
Morgunblaðið/Golli
Kort eða seðlar Það getur verið
ódýrara að notast við peningaseðla.
Nýlega var lögð lokahönd á gerð
fuglaskoðunarhúss við Bakkatjörn
á Seltjarnarnesi. Húsið fellur vel að
landslaginu og hentar almenningi
og grunnskólanemum á Seltjarn-
arnesi og víðar vel við fuglaskoðun
og rannsóknir, en Bakkatjörn er
einstök hvað varðar fjölskrúðugt
fuglalíf allan ársins kring.
Húsið er einnig kjörið fyrir
fuglaáhugamenn og ljósmyndara,
en hönnun þess býður upp á fyrsta
flokks aðstöðu til að koma sér vel
fyrir og sæta færis fyrir rétta
myndaaugnablikið, segir á heima-
síðu Seltjarnarness.
Staðsetning hússins er nálægt
bakkanum og veitir góða yfirsýn
yfir Bakkatjörn þar sem fjöldi vað-
fugla heldur til.
Ljósmynd/Soffía Karlsdóttir
Hús til fugla-
skoðunar við
Bakkatjörn