Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 11

Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017 Ö Á É R Okkar stærsta su marútsala frá upphafi Sumarblóm 30-50% · Tré og runnar 50% · Fjölærar plöntur 50% · Matjurtir 50% · Garðarósir 50% · Útipottar 30% · Garðstyttur 30% Fræ og sáðbakkar 30% · Silkisumarblóm 30% · Vökvunarkönnur 30% · Úðabrúsar 30% · Sláttuvélar 20% · Garðverkfæri 25% · Hekkklippur 30% Keðjusagir 30% · Vermireitir og blómakassar 20% · Háþrýstidælur 20% · Áltröppur og stigar 30% · Rafmagnsverkfæri Black&Decker 30% Reiðjól og fylgihlutir 30% · Garðhúsgögn 30% · Úðarar, slönguhjól og tengi 30% · True North Útivistafatnaður 50% · Pallaolía 25% Viðarvörn 25% · Innimálning 25% · Útimálning 25% · Vegg- og loftaþiljur 25% · Leikföng 30% · Búsáhöld 25% · BroilKing grill 20% Grill fylgihlutir, Broil King, GrillPro 30% · Harðparket og undirlag 25% · Electrolux smáraftæki 20% · Verkfæratöskur 35% og margt fleira Byggjum á betra verði B ir t m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og m yn da ví xl .Ú rv al ge tu r ve rið m is ja fn t m ill iv er sl an a. í vefverslun husa.is Frí heimsending EF VERSLAÐ ER FYRIR 5.990 K R. EÐAMEIRA G F Ö G H K AFSLÁTTUR Léttre kt síldarflök Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Kostur, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. - þess virði að smakka! Söluturn Til sölu góður söluturn og spilasalur í verslunarkjarna á stór Reykjavíkursvæðinu. Velta um 100.000.000 kr. á ári. Skoðum ýmis skipti. Áhugasamir sendi á box@mbl.is merkt: „S-26246“ fyrir 10. júlí. Öllum fyrirspurnum svarað. Finnska fyrirtækið Lumo Nordic íhugar að opna heilsulind með al- menningsgufubaði í Reykjavík. Um er að ræða heilsulind sem inniheldur veitingastað og sánu en fyrirtækið hefur opnað eina slíka í Helsinki að nafni Löyly. Lumo Nordic á réttinn að hug- myndinni sem varð að Löyly en rek- ur ekki heilsulindina. Ville Iivonen, stofnandi Lumo Nordic, segir í sam- tali við Morgunblaðið að vegna vel- gengni Löyly sé sótt fram með hug- myndina. „Fyrsti staðurinn eftir þessari hugmynd hefur verið opn- aður í Helsinki og hefur gengið mjög vel. Ég hef verið að skoða mismun- andi staði um alla Skandinavíu og Reykjavík er ofarlega á lista hjá okkur, sérstaklega vegna þess hversu margir ferðamenn eru þar,“ segir Iivonen en Löyly fékk yfir 350 þúsund gesti á fyrstu 12 mánuðun- um frá opnun. Iivonen segir hins vegar að ekkert hafi verið ákveðið ennþá. „Þetta er á byrjunarstigi. Við erum búnir að vera að skoða staði og leita að mögu- legum samstarfsaðilum á Íslandi,“ segir Iivonen. mhj@mbl.is Ljósmynd/Wikimedia Commons Löyly Gestir Löyly geta gengið úr sánunni og í sjóinn til að kæla sig. Vilja opna finnska sánu í Reykjavík  Nákvæm staðsetning óákveðin Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Leikskólagjöld í Reykjavík voru lækkuð um 10% 1. júlí sl. eða um 2.900 krónur. Eftir lækkun er gjald fyrir barn sem er í átta stundir á dag tæpar 24.600 krónur. Leikskólagjöldin voru lækkuð um 100 milljónir árið 2015, en í fyrra hækkaði fæðisgjaldið um 25% sem foreldrar greiða að mestu. „Þessi lækkun leikskólagjalda er hluti af þeirri stefnu okkar að eðli- legt sé að menntun sé gjaldfrjáls og það er verið að taka ákveðin skref að því marki í áföngum. Leikskólinn er auðvitað fyrsta skólastigið sam- kvæmt lögum,“ sagði Skúli Helga- son, formaður skóla- og frístunda- ráðs í samtali við Morgunblaðið í gær. Skúli segir að framlög til leikskól- anna í Reykjavík hafi aukist til muna síðasta haust og aftur á þessu ári, miðað við það sem var í ársbyrjun í fyrra. Hann segir að aukningin fari í fagstarf leikskólanna, aukinn undir- búningstíma starfsfólks, námsleyfi, námsgögn,viðhald og endurbætur. Þá fái ungbarnadeildir sem verið sé að opna sérstakt fjármagn. Auk þess hafi orðið verulegar launahækkanir hjá leikskólakennurum frá 2014. Aðspurður hvers vegna ánægja foreldra með matinn í leiksólunum hafi ekki aukist til muna, þrátt fyrir 25% hækkun fæðisgjalds í fyrra, sagði Skúli: „Það er rétt, að í ánægjuvog foreldra er maturinn sá liður sem skorar lægst, en ég tel það vera ágæta útkomu að það eru meira en tveir af hverjum þremur, sem eru ánægðir eða í kringum 70% foreldra og um 76% leikskólabarnanna eru ánægð með matinn.“ Kristín Ólafsdóttir situr í stjórn Félags foreldra leikskólabarna í Reykjavík (FFLR). Hún sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að meiri- hlutinn í Reykjavík hafi ekki haft neitt samráð við FFLR um þessa lækkun og hún væri ekki tilkomin vegna óska félagsins. „Við höfum auðvitað fyrst og fremst viljað tryggja að leikskólarnir væru fullmannaðir. Það hefur verið þó nokkuð um það að börn yrðu að vera heima vegna manneklu. Auk þess eru mál leikskólanna víða í ólestri, svo sem vanhirtar lóðir, úr sér genginn búnaður og fleira,“ sagði Kristín. Lækkun leikskólagjalda sé ekki helsta baráttumál FFLR, enda séu leikskólagjöld einna lægst í Reykja- vík. Kristín bendir á að í nýlegri ánægjukönnun sem gerð hafi verið meðal foreldra leikskólabarna komi á daginn að foreldrar í um 95% til- vika séu ánægðir með starfið á leik- skólunum og starfsfólkið, en enn sé minnst ánægja meðal foreldra með fæðið, eða um 70% og það hafi lítið breyst þrátt fyrir 25% hækkun mat- argjaldsins í fyrra. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikskólabörn Leikskólakrakkar á Akureyri voru glaðir í bragði í heimsókn í Slökkvistöðina á Akureyri í vor. Við teljum eðlilegt að menntun sé gjaldfrjáls  Yfir 90% foreldra ánægðir með starf leikskólanna Freista á þess í sumar að finna flak pólska flutningaskipsins SS Wigry sem fórst í aftakaveðri við Mýrar fyrir 75 árum. Af 27 manna áhöfn lifðu aðeins tveir af, Íslendingur og Pólverji. Í maílok var afhjúpaður minnisvarði um skipið í fjörunni við Syðra-Skógsnes og minningarsýn- ingin „Minningin lifir“ opnuð í Sjó- minjasafninu í Reykjavík. Witek (Alexander Witold) Bog- danski, sem starfar í flutninga- stjórnunardeild Samskipa, er sýn- ingarstjóri og hann hefur unnið óeigingjarnt starf við að afla upplýs- inga um skipið. Witek hefur meðal annars beitt sér fyrir byggingu lík- ans af skipinu, sem er til sýnis í Sjó- minjasafninu, ásamt öðrum fróðleik um þessa síðustu sjóferð SS Wigry. Samskip styrktu smíði líkansins. Witek Bogdanski var nýverið boð- ið til Póllands þar sem minningar- skjöldur um skipstjóra SS Wigry var afhjúpaður í Gdynia. Við það tækifæri var hann heiðraður, meðal annars fyrir rannsóknarvinnu sína tengda SS Wigry. Um miðjan júlí tekur Witek þátt í köfunarleiðangri þar sem þess verður freistað að finna flak SS Wigry og þar með enn frekari upplýsingar um þessa síð- ustu ferð flutningaskipsins. Leita að flaki Wigry Leit Flaks pólska skipsins SS Wigry verður leitað á Faxaflóa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.