Morgunblaðið - 04.07.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.2017, Blaðsíða 12
Ingibjörg Rósa ingibjorgrosa@gmail.com S umir fara í golf eftir vinnu, ég fer hingað,“ segir Jóhann Örn Ingi- mundarson „safnvörður“ sem ver frítíma sínum í að koma upp litlu safni um Olíu- félagið Esso, betur þekkt sem N1 í dag. Jóhann hefur starfað hjá fyrirtækinu í tæp fjörutíu ár, er nú viðskiptastjóri en var olíubílstjóri til margra ára og hefur, ásamt fleiri starfsmönnum Olíufélagsins, í áranna rás sankað að sér alls kon- ar hlutum, myndum og skjölum frá Esso sem annars hefðu glatast. Þá hefur hann verið sérlegur umsjón- armaður fornbíla fyrirtækisins undanfarin ár og ásamt félaga sín- um, Jóni Þorbergi Jakobssyni, nostrað við bílana og haldið þeim gangfærum. „Lengi vel voru þetta bara tveir bílar en fyrir nokkrum mán- uðum hafði Eggert Þór, forstjóri N1, frumkvæði að því að við fengj- um loks þetta húsnæði til að hýsa alla bílana svo nú erum við smátt og smátt að koma þeim öllum í gang,“ segir Jóhann, sem stillir þessum fallegu gömlu olíubílum upp við bensínstöðvar hér og hvar á sumrin, sem ljær borginni bæði lit og sjarma. „Svo förum við stundum smárúnt á þeim þegar veðrið er gott, náum okkur í olíu og kaffi á einhverjum af bensín- stöðvunum og þá fyllist planið fljót- lega af forvitnu fólki, þessir bílar trekkja mikið að.“ Forstjóraskrifstofan Sannarlega má sjá aðdráttar- afl gömlu bílanna þegar þeir fé- Jóhann stendur vörð um sögu Esso Jóhann Örn Ingimundarson ver frítíma sínum í að koma upp litlu safni um Olíu- félagið Esso, betur þekkt sem N1 í dag. Hann hefur í áranna rás sankað að sér alls konar hlutum, myndum og skjölum frá Esso, og er sérlegur umsjónarmaður fornbíla fyrirtækisins ásamt félaga sínum, Jóni Þorbergi Jakobssyni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjá um fornbílana Jóhann Örn t.v. með derhúfu, Jón Þorbergur sitjandi. Fegurð Þeir eru sannarlega augnayndi bílarnir sem þeir hafa gert upp. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017 Tónlistarmaðurinn Tómas R. Einars- son hefur haft fyrir reglu undanfarin ár að halda tónleika í æskuslóðum sínum, Laugum í Sælingsdal. Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 5. júlí, ætl- ar þessi Dalamaður einmitt að vera með árlegu tónleikana sína á hótelinu á Laugum. Í tilkynningu kemur fram að með í för verði tveir tónlistarmenn, ekki af verri endanum; gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og söngvarinn og gítarleikarinn Mugison. Leiðir þessara þriggja félaga hafa legið áður saman; Mugison söng á plötu Tómasar Trúnó og Tómas spilaði á plötu Mugisons, Hagléli. Þeir Ómar og Mugison hafa margsinnis unnið saman, ekki síst í hljómsveitinni Dröngum. Efnisskrá tónleikanna verður blanda af tónlist þessara þriggja félaga. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og aðgangur er ókeypis. Fyrir þá sem hafa áhuga á að gista er vert að taka fram að sérstakt til- boð verður á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal í tilefni tónleikanna. Þar er boðið upp á gistingu með morgun- verði og aðgangi að Sælingsdalslaug með 30% afslætti dagana 5.-9. júlí. Hægt er að bóka gistingu á vefsíð- unni www.hoteledda.is/is/offers/ tonleikatilbod. Frítt inn á tónleika með Tómasi, Ómari og Mugison Morgunblaðið/Golli Tónlistarmaður Tómas R. Einarsson hefur starfað við tónlist árum saman. Tómas R. spilar á heimaslóðum Ljónynjan Mariska kom þessum tveimur krúttsprengjum í heiminn í gær í Beekse Bergen-safarídýragarðinum í Hilvarenbeek í Hollandi. Ungviðið dregur ævinlega að sér athyglina Ljónsungar líta dagsins ljós AFP Bandarísku leiðbeinendurnir Devon og Craig Hase bjóða áhugasömum upp á þriggja daga hugleiðslu- námskeið (meditation retreat) síð- ar í mánuðinum, það verður haldið í Skyrgerðinni í Hveragerði 28.-30. júlí. Á námskeiðinu munu Devon og Craig leiða þátttakendur inn í hug- arheim jóga, hugleiðslu og núvit- undar með áherslu á tækni til djúprar sjálfsskoðunar og uppgötv- un á innviðum hugar og líkama. Boðið verður upp á jóga, hug- leiðslu og æfingar í meðvitaðri hreyfingu (mindful movement). Einnig verður farið í gönguferðir um næsta nágrenni bæjarins með áherslu á slökun í hversdaglegu umhverfi; að virkja skilningarvitin í djúpu samtali við náttúruna, bæði stóra og smáa. Fyrir þá þátttakendur sem vilja er boðið upp á gistingu í Skyrgerð- inni. Fyrir þá sem gista ekki á staðnum er innifalinn í námskeiðs- gjaldi hádegisverður dagana þrjá og hægt er að óska eftir græn- metisfæði og vegan. Nánari upplýs- ingar: exploringiceland.is/- iceland-meditation.html. Hugleiðslunámskeið með Devon og Craig Hase Nú er lag að slaka á í Hveragerði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hveragerði Sannarlega notalegur bær og gott að njóta þess að hugleiða þar. Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér PLÍ-SÓL GARDÍNUR Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.