Morgunblaðið - 04.07.2017, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.07.2017, Qupperneq 15
Dagskrá Allir finna eitthvað við sitt hæfi á fjölbreyttri dagskrá Eistnaflugs. Að- aldagskrá fer fram í íþróttahúsinu en hliðarviðburðir verða í Beituskúrnum. Morgunblaðið/Elín Arnórsdóttir FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017 Vegagerðin hefur opnað alla vegi á Syðra-Fjallabaki, en fjallvegir á land- inu hafa undanfarið verið opnaðir hver á fætur öðrum. Enn er þó lokað á smá kafla á Nyrðra-Fjallabaki og á fleiri fáfarnari fjallvegum. Nokkrir fjallvegir, sérstaklega á Norðausturlandi, opnuðu snemma í ár. Vegagerðin hefur síðustu vikur unnið að því að opna fleiri vegi eftir því sem færð batnar. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni í gær er búið að opna alla vegi á Syðra-Fjallabaki. Dómadalur á Nyrðra-Fjallabaki er hins vegar áfram lokaður, en að öðru leyti eru allir fjallvegir á Suðurlandi opn- ir. Fjallvegur F347 milli Kjalar og Þjórsárvera er hins vegar enn lokaður. Þá eru allir vegir á Auðkúluheiði norðan Langjökuls enn lokaðir. Skagafjarðarleið og Eyjafjarðarleið sem liggja að Sprengisandsleið eru einnig lokaðar auk fjallvegar F910 sem liggur frá Nýjadal að Öskju. Á Austurlandi eru Snæfellsleið og Jökuldalsvegur áfram lokaðar, en aðrir vegir hafa verið opnaðir. Vegagerðin opnar alla vegi á Syðra-Fjallabaki Víða eru komin skilti sem banna drónaflug en að sögn Þórhildar Elín- ardóttir, samskiptastjóri hjá Sam- göngustofu, geta Umhverfisstofnun, lögreglan og Samgöngustofa sett tak- markanir á notkun dróna á tilteknum svæðum. Hún segir hins vegar að Sam- göngustofa hafi ekki sett upp nein skilti sem banna drónaflug. „Slík skilti eru væntanlega að frumkvæði land- eigenda.“ „Auk almennra eignarréttarreglna er í drögum að reglugerð um dróna gert ráð fyrir að Samgöngustofu sé heimilt að skilgreina svæði, þar á með- al svæði innan þéttbýlis sem svæði þar sem bannað sé að fljúga drónum. Þá er einnig gert ráð fyrir því í reglu- gerðinni að önnur stjórnvöld svo sem Umhverfisstofnun og lögregla geti sett takmarkanir á notkun dróna á til- teknum svæðum,“ segir Þórhildur. „Sértæk verndun ákveðinna svæða hefur ekki verið hjá Samgöngustofu fyrir utan í kringum flugvelli,“ segir Þórhildur og bætir við að Umhverf- isstofnun geti sett ákveðnar takmark- anir varðandi fuglavarp og annað slíkt. Að sögn hennar er lagastoð Sam- göngustofu til þess að setja upp slík skilti fengin úr loftferðalögum. „Laga- stoð hinna er fengin úr þeim lögum sem um starfsemi þeirra gilda, segir Þórhildur.“ „Sem landeigendi máttu setja regl- ur um að fólk sem er statt inni á þínu landssvæði sé ekki að nota dróna. Þú getur ákveðið að einhverju leyti hvað fer ekki fram á þínu yfirráðasvæði.“ urdur@mbl.is Landeigendur mega setja upp drónaskilti  Reglur um per- sónuvernd koma til álita um drónaflug Morgunblaðið/Eggert Dróni Víða hafa sést skilti sem banna drónaflug. Umhverfisstofnun, lög- reglan og Samgöngustofa geta sett takmarkanir á notkun dróna. Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . . kr. 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . kr. 74.500 1 Bókaðusnemma ogtryggðu þér pláss Taktu bílinnmeð í ferðalagiðFæreyjar - Danmörk - Evrópa 2017 Færeyjar2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá 74.500 570 8600 / 470 2808 · www.smyrilline.is Mikið er bókað nú þegar með Norrænu á næsta ári. Því er mikilvægt fyrir þá sem ætla að ferðast með Norrænu að bóka sig sem fyrst og tryggja sér pláss á meðan enn er laust pláss. Aðeins25% núna,eftirstöðvarmánuði fyrirbrottför Bæklingur 2017 Nýja bæklinginn okkar er nú hægt að sækja á heimasíðuna, www.smyrilline.is Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Fjarðargötu 8 | 710 Seyðisfjörður | Sími: 4702808 info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með í ferðalagið til Færeyja og Danmerkur 2017 Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Eistnaflugi af þeim rúmlega 50 hljómsveitum sem fram koma. Miðvikudagur World Narcosis hefur leik fyrst hljómsveita á Eistnaflugi kl. 16.45. Þar á eftir koma hljóm- sveitirnar Cult of Lilith, Grave Superior, Oni, Andlát, Zatokrev, Hatari, Sinistro, Anaal Nathrakh og Neurosis. Innvortis slær botn- inn í dagskrána kl. 2.15. Fimmtudagur Dagskráin hefst kl. 14.30 með hljómsveitinni Vofu. Á eftir koma Lith, Hubris, Kronika, Röskun, Kælan mikla, Une Misére, Zhrine, Naga, Auðn, Bloodbath, Brain- police og Misþyrming sem endar með tónleikum kl. 1.50. Föstudagur Atómstöðin hefur leik kl. 14.00 Þar á eftir koma hjómsveitirnar Dynfari, Skurk, Monolith Deathcult, 200.000 naglbítar, Kontinuum, Voices, Mugison, Akercocke, Max & Iggor Cavalera, Skálmöld og Atari Teenage Riot, sem rekur lestina kl. 1:45. Laugardagur Hljómsveitin Asyllex hefur tón- leikana kl. 16.00. Næst á svið er hljómsveitin Futue Figment. Á eftir henni koma Morðingjarnir, Dr. Spock, Saktmóðigur, Ham, Dimma, The Dillinger Escape Plan og Sól- stafir. Klukkan 2.15 aðfaranótt sunnudags stíga svo á svið og loka hátíðinni Jónas Sig. og Ritvélar framtíðarinnar ásamt Dj. Töfra. Auk þessa verða fjölbreyttir hliðarviðburðir í Beituskúrnum. Fjölbreytt dagskrá Eistnaflugs ALLIR FINNA EITTHVAÐ GOTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.