Morgunblaðið - 04.07.2017, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
Stjórnvöld í Katar fordæmdu í gær
úrslitakosti þá, sem Sádi-Arabar,
Egyptar og bandamenn þeirra, hafa
sett þeim, en fresturinn sem Katarar
höfðu til þess að verða við kröfum
þeirra var framlengdur um 48
klukkutíma í fyrrinótt.
Utanríkisráðherra Katar, Mo-
hammed bin Abdul Rahman al-
Thani, mun hafa afhent svar landsins
við úrslitakostunum í gær til Kúveit,
en stjórnvöld þar hafa reynt að miðla
málum í deilunni. Ekki var greint frá
því hvað staðið hefði í svari Katar, en
lögfræðingar landsins fordæmdu úr-
slitakostina í sérstakri yfirlýsingu og
sögðu þá í „trássi við alþjóðalög“.
Reyna að miðla málum
Á meðal þess sem Sádi-Arabar og
bandamenn þeirra hafa krafist af
Katar er að landið loki sjónvarps-
stöðinni Al-Jazeera, slíti á tengsl sín
við Írani og láti loka herstöð sem
Tyrkir hafa haldið úti í landinu. Al-
Thani utanríkisráðherra sagði í síð-
ustu viku að kröfurnar virtust hann-
aðar til þess að þeim yrði hafnað.
Verði Katar ekki við kröfunum
munu Sádi-Arabar og bandamenn
þeirra setja á enn frekari viðskipta-
þvinganir við Katar, en tæpur mán-
uður er liðinn frá því að þeir skáru á
öll tengsl við landið.
Sigmar Gabriel, utanríkisráð-
herra Þýskalands, fór í gær til
Persaflóa, en hann hyggst leita
lausna á deilunni. Kallaði Gabriel
eftir því að deiluaðilar ræddu saman
en létu ekki vantraust ráða ríkjum.
Þá hefur Trump Bandaríkjafor-
seti einnig rætt við stjórnvöld í Kat-
ar og í Sádi-Arabíu, en stærsta her-
stöð Bandaríkjamanna við Persaflóa
er í Katar. sgs@mbl.is
Katar fær gálgafrest
Sagt að verða við kröfum Sádi-Araba og bandamanna þeirra fyrir miðvikudag
AFP
Katar Þrátt fyrir viðskiptabann
gengur lífið í Doha sinn vanagang.
Japanskur lögreglumaður á eftirlaunum hefur komist í
heimsmetabók Guinness fyrir safn sitt tengt Hello
Kitty. Safnið er metið á 250 þúsund Bandaríkjadali,
25,6 milljónir króna, og inniheldur 5.169 muni. „Ég
elska Kitty,“ segir Masao Gunji, eigandi safnsins, og
bætir við að hún sé dásamleg, ekki síst andlit hennar.
AFP
Kominn í heimsmetabók Guinness
Hello Kitty safnið metið á 25,6 milljónir
Emmanuel Macr-
on Frakklands-
forseti greindi
frá því í gær að
hann hygðist
nema neyð-
arlögin í landinu
úr gildi í haust.
Þau hafa gilt frá
því í nóvember
2015 þegar ísl-
amskir hryðju-
verkamenn felldu 130 manns í Par-
ís. Þetta kom fram í stefnuræðu
Macrons sem hann flutti í Versala-
höll í gær að viðstöddum báðum
deildum franska þingsins.
Sagði Macron tímabært að færa
frönsku þjóðinni aftur frelsi sitt
þar sem það væri grundvöllurinn
að sterku lýðræði.
Gildistími neyðarlaganna hefur
nú verið framlengdur fimm sinn-
um, en Macron kynnti í júní nýja
löggjöf gegn hryðjuverkastarfsemi
sem á að koma í stað neyðarlag-
anna.
Afléttir neyðar-
ástandi í haust
Emmanuel
Macron
FRAKKLAND
Chris Christie,
ríkisstjóri New
Jersey, sætir nú
harðri gagnrýni
fyrir að nýta sér
sjálfur strönd
sem hann lét loka
fyrir almennri
umferð.
Christie lét
loka Island State
Beach Park-garðinum og öllum
þjóðgörðum ríkisins um síðustu
helgi af því að ekki var búið að sam-
þykkja fjárlög ríkisins. Bandarískir
fjölmiðlar hafa hins vegar birt loft-
myndir af Christie að sóla sig á
ströndinni ásamt fjölskyldu sinni,
en sumarhús ríkisstjórans er á
ströndinni.
„Ég var ekki að njóta sólar í
dag,“ sagði Christie áður en loft-
myndirnar voru birtar. Talsmaður
Christie sagði að hann hafi ekki
notið neinnar sólar þar sem hann
hafi verið með derhúfu.
Sólaði sig á strönd
sem hann lét loka
Chris Christie.
BANDARÍKIN
Talið er að átján hafi látist og 30 slas-
ast í bílslysi sem varð í Bæjaralandi í
gærmorgun. Angela Merkel, kansl-
ari Þýskalands, segir hug þýsku
þjóðarinnar hjá aðstandendum
þeirra og þeim sem slösuðust. Allir
farþegarnir, 46 talsins, voru eftir-
launaþegar sem voru á ferðalagi frá
Lausitz til Nürnberg þegar slysið
varð.
Tveir bílstjórar voru í rútunni en
henni var ekið aftan á flutningabíl
sem sat fastur í umferðarteppu á
hraðbrautinni skammt frá bænum
Münchberg í Bæjaralandi. Slysið
varð skömmu fyrir klukkan sjö í
morgun að staðartíma, um 5 að ís-
lenskum tíma.
Jürgen Stadter, upplýsinga-
fulltrúi lögreglunnar í Bæjaralandi,
sagði að litlar líkur væru á að þeir
sem enn væri saknað myndu finnast
á lífi. Í tilkynningu frá lögreglunni í
Bæjaralandi er talið að 18 hafi látist í
slysinu en 30 farþegar voru fluttir á
sjúkrahús. Einhverjir þeirra eru
mjög alvarlega slasaðir. Allt bendir
til að þeir sem eru látnir hafi brunnið
inni þegar kviknaði í rútunni við
áreksturinn. urdur@mbl.is
Talið að 18 hafi
látist í rútuslysi
Farþegarnir voru eftirlaunaþegar
AFP
Slys Talið er að 18 hafi látist og 30 slasast í rútuslysi í Bæjaralandi.
Þeir sem eru látnir hafa líklega brunnið inni þegar kviknaði í rútunni.
Xi Jingping, forseti Kína, lýsti yfir
áhyggjum sínum yfir framferði
Bandaríkjanna síðustu daga, þegar
hann ræddi við Donald Trump
Bandaríkjaforseta í símann í gær.
Kvartaði Xi meðal annars undan
vopnasölusamningi Bandaríkjanna
við Taívan, en Kínverjar líta svo á að
eyjan tilheyri þeim með réttu.
Aukin spenna hefur ríkt í sam-
skiptum Bandaríkjanna og Kína síð-
ustu daga. Á sunnudaginn ákváðu
Bandaríkjamenn til dæmis að senda
herskip í gegnum hafsvæði Spratly-
eyja sem Kínverjar, Taívanir og Ví-
etnamar gera allir kröfu til. Kínverj-
ar hafa slegið eign sinni á hluta eyja-
klasans, en Bandaríkin viðurkenna
ekki þá kröfu.
Þá hafa kínversk stjórnvöld einnig
gagnrýnt Bandaríkin fyrir að beita
kínverskan banka refsiaðgerðum
fyrir viðskipti sín við Norður-Kóreu,
en Bandaríkjamenn segja bankann
hafa stundað peningaþvætti fyrir út-
lagaríkið. sgs@mbl.is
Kvartar
undan
ögrunum
Xi Jinping ræddi
við Trump í síma