Morgunblaðið - 04.07.2017, Page 18

Morgunblaðið - 04.07.2017, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Afstaðan tilsamkyn-hneigðra og þá ekki síst til borgaralegra rétt- inda þeirra hefur breyst undrahratt á Vest- urlöndum, sem fram undir þetta hafa verið kölluð hinn kristni hluti heimsins. Annars staðar er ennþá litið svo á að um valkvætt hegðunarvandamál sé að ræða og því megi draga samkyn- hneigt fólk fyrir dómara og fella á það refsingar, jafnvel ægileg- ar. Og á jaðri slíkra samfélaga gerir skrílsréttarfar stundum út um slíka hluti. Langt fram eftir síðustu öld tóku refsilög á Vesturlöndum iðulega til samkynhneigðar en víða var hætt að beita slíkum lögum áður en bókstafurinn var afnuminn. Sjálfsagt kemur að því að gleðigöngur verði úr sög- unni. Þær voru öðrum þræði, og kannski einkum, baráttutæki fyrir jafnrétti fólks. Hér á landi og víðar hefur sigur unnist. Það er ekki langt síðan „fyndnir menn“ slógu um sig með hommabröndurum og dátt var hlegið. Það er nánast alveg búið. Ekki vegna þess að pólitískur rétttrúnaður þaggaði niður í brandarakörlum. Brandararnir voru ekkert fyndnir lengur. Það þurfti að útskýra fyndnina og það er ígildi dánarvottorðs. Viðurkenning réttinda hefur gengið fram í þekktum skref- um. Stundum var það gert tor- tryggilegt að einhverjir tefldu fram rökum gegn tilteknum við- bótarskrefum. En það var skyn- samlegt að ná fram áföngum á tiltölulega skömmum tíma fremur en þvinga þá fram á að- eins skemmri tíma. Langflestum þótti fljótt sann- gjarnt að samkynhneigð pör fengju ekki aðeins þjóðfélags- legan frið fyrir sínu sambúð- arformi, heldur einnig lagalega umgjörð á borð við þá sem gagnkynhneigðum pörum býðst. Það vafðist aðeins fyrir stærri hópi að samþykkja að eðlilegt væri að samkynhneigt fólk fengi að ættleiða börn. Ýmsir töldu nauðsynlegt að fram færi vönduð umræða þar sem horft væri til velferðar barna áður en þeir gætu fallist á þetta atriði. Norðurlöndin voru mjög framarlega í hópi vest- rænna þjóða sem afgreiddu svo þennan þátt ágreiningslítið og án eftirkasta. Einn síðasti þátturinn snerist um kirkjulegan og trúarlegan þátt málsins. Hann var stundum sóttur af óþörfum ákafa, og látið eins og aðeins eitt sjónarmið væri boðlegt. Fæst mál eru þannig vaxin. Þessi þáttur er ekki átakamál á Íslandi lengur. Kristnar kirkju- deildir eru ekki ein- ar um trúarlega þáttinn í landinu lengur. Ekki hefur verið hávaði hér um það, að ekki eigi að heimila starfsemi íslamskra safnaða nema þeir leiði glaðbeittir sam- kynhneigð pör í hjónabönd. Þeir sem sótt hafa að einstökum prestum sjá ekki tvískinnung sinn. En þetta er rætt hér vegna nýlegrar afgreiðslu í þýska ríkisþinginu á lögum sem heim- ila að gefa samkynhneigt fólk saman í hjónaband. Flestir héldu vísast að þetta væri löngu afgreitt mál í Þýskalandi. Flokkur Merkel kanslara sam- þykkti formlega að þingmenn hans þyrftu ekki lengur að lúta flokksleiðsögn varðandi þetta mál. Margir urðu hissa þegar Merkel kanslari greiddi sjálf at- kvæði gegn breytingunni og varð undir í þinginu, sem er sjaldgæft. Sérkennilegt er að sjá skýr- ingar þekktra greinenda á því, hvers vegna kanslarinn sagði nei. Lögð er höfuðáhersla á að það hafi hún gert þar sem hún sé prestsdóttir. (Það er Theresa May líka.) En eins og Merkel er vani gerði hún grein fyrir því hvers vegna hún hefði sam- þykkt að samkynhneigð pör mættu að lögum taka upp sam- búð með þeim réttindum og skyldum sem fylgja og einnig að ættleiða börn, en segði nú nei við hjónabandi þeirra. Það hafði ekkert að gera með prestinn pabba hennar. Merkel benti á að í stjórnarskrá Þýskalands væri tekið fram með afdráttar- lausum hætti að aðeins mætti gefa saman karl og konu í hjónaband. Kanslarinn gæti ekki gengið gegn stjórnarskrá Þýskalands. Eftir þetta vekur mun meiri athygli að meirihluti þýska þingsins skyldi greiða atkvæði með lögum sem stríða gegn ákvæðum stjórnarskrár lands- ins. Spurningin, sem við blasir, er sú, hvers vegna ekki var ákveðið að breyta þessu ákvæði stjórnarskrárinnar. Það er ekki bara á Íslandi þar sem ýmsir hópar, og þá ekki síst á vinstri kanti stjórnmálanna, telja það allra meina bót að breyta stjórnarskránni, jafnvel koll- varpa henni. En iðulega er það fólk úr þeim sama hópi sem vill ekkert gera með þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem passa ekki fyrir það í einstökum til- vikum. Lausung af því tagi er vart boðleg fyrir nokkurn, en þó síst fyrir þá sem líta á stjórn- arskrár þjóða sem beittasta byltingarvopn nútímans. Kanslaranum gerð upp sjónarmið sem ekki er fótur fyrir} Prestsdóttir virðir stjórnlög É g man þegar ég var unglingur og pabbi var undir stýri fékk hann alltaf að ráða hvað var í útvarp- inu. Ef það voru ekki fréttir var það sinfóníutónlist sem glumdi úr hátölurum í stóra ameríska kagganum og oftar en ekki fylgdi með kennslustund í klass- ískum tónlistarfræðum. Syfjaður unglingurinn umbar þetta en öll viskan fór fyrir ofan garð og neðan, enda vildi ég þá hlusta á U2, Bowie, Bob Marley og Pink Floyd en ekki þetta ískur í fiðl- um. Þessar bílferðir úr Garðabænum niður í miðbæinn gátu því verið nokkuð kvalafullar. Nútíma klassíkin var verst. Þá var nú Mozart skárri. Ég lifði þetta tímabil af þar til ég fékk sjálf bílprófið og gat ráðið tónlistinni, þó ekki endi- lega í stofunni heima. Þetta tónlistaruppeldi pabba bar lítinn árangur (ekki frekar en skákuppeldið og golfkennslan) og hlusta ég nær aldrei á klassíska tónlist í dag, þó að ég sé komin langt yfir aldurinn sem pabbi var á forðum daga í kagganum. Síðar fór ég þó að kunna að meta djass og á árunum milli 25 og 35 ára hlustaði ég á lítið annað. Svo fæddust drengirnir og ekki veit ég af hverju, en ég týndi tónlistinni einhvers staðar á leiðinni og heima eru græjurnar bilaðar og hafa verið það í mörg ár. Ég sæki þó oft tónleika (fyrir eldra fólk) en þegar fólk spyr mig hvaða tónlist ég hlusta á, veit ég varla hverju ég á að svara. „Tja, sko, ég veit ekki, bara útvarpið,“ svara ég hálfskömmustuleg. Hvað varð um konuna sem lá yfir meistara Bowie eða Miles Davis? Hún er horfin, eða mögulega liggur hún í dvala! Nú eru drengirnir orðnir unglingar og ég fæ engu að ráða þegar kemur að tónlist í bílnum; einhverra hluta vegna hafa þeir heltekið græj- urnar. Eitthvað hefur mér mistekist uppeldið þar. Nú rúlla ég ekki lengur augunum og hneykslast á leiðinlegu fiðlusargi heldur þarf ég að þola hin ýmsu rapplög, bæðí íslensk og erlend. Aðallagið sem spilað er í bílnum er um sumarið. Þetta er ekki svona ljúft lag eins og lagið hans Bubba Sumarið er tíminn. Ó nei. Það er enginn sumarrómantík í þessum nýju lögum, þvert á móti. Nú syngja drengirnir hástöfum með: Það er svo gaman á sumrinu þegar allir eru að keyra í sig og ég er að verða hellaður … (ég hélt reyndar fyrst að hann væri að gera í sig, en það er víst ekki rétt sem betur fer). Og áfram er sungið: hugsum ekki um morgundag- inn … ég er orðinn fullur, búinn að gubba á mig og svo enda á að pissa á þig, ég vil drekka meira, ég vil fá mér meira, vera fullur alveg út að keyra, því það er sumar og við fljúgum hátt … Ég syng bara með. Er eitthvað annað í stöðunni? Er eitthvað skrítið að ég sé búin að týna tónlistarsmekknum mínum? Ég finn hann kannski þegar drengirnir flytja að heiman og ég fæ stjórnina aftur. En í millitíðinni, ef þið finnið hann, látið mig vita! asdis@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir Pistill Tónlistarsmekkur tapaðist STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Frístundahúsið er hluti afheimili fólks, íverustaðurþess eins og lögheimilið.Við teljum það réttlætis- mál að sömu reglur gildi um skatt- lagningu þess við sölu og íbúðarhúss- ins,“ segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumar- húsaeigenda. Samtökin hafa óskað eftir því við fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að skattalögum verði breytt þannig að hagnaður af sölu frístundahúsa verði skattlagður með sama hætti og íbúðarhúsnæði. Sveinn segir ekki lengur hægt að tala um að bygging eða kaup á sumarhúsi sé fjárfesting. Fólk komi sér upp frístundahúsi til að komast í tengsl við náttúruna og landið og geta dvalið þar með fjölskyldu sinni. Kostnaði ekki haldið til haga Samkvæmt núverandi reglum ber að greiða 20% fjármagnstekju- skatt af söluhagnaði frístundahúsa, sama hvað fólkið hefur átt húsið lengi. Heimild er til að uppfæra stofn- verð gamalla húsa, miðað við verðlag ársins 2001, og heimilt að bæta við stofnverð endurbótum og viðbótum sem sannarlega hafa verið gerðar. Hins vegar má ekki hækka stofnverð miðað við verðlagsbreytingar frá árinu 2001. Fólk sem átt hefur íbúðarhús- næði í tvö ár eða meira þarf ekki að greiða neinn söluhagnað, svo fremi sem húsnæðið sé innan ákveðinna stærðarmarka sem eru nokkuð rúm miðað við þarfir fjölskyldna. Margir eigendur sumarhúsa vinna mikið sjálfir við endurbætur og viðhald húsa sinna, eins og íbúðar- húsaeigendur. Í erindi samtakanna til fjármálaráðherra er nefnt að á mörg- um árum falli til ýmis kostnaður sem mætti draga frá, ef reikningum er haldið til haga og gerð grein fyrir þeim á skattframtölum. Nefnt er inn- tökugjald rafmagns, hitaveita með þeim kostnaði sem tilheyrir, heitur pottur, kostnaður við ræktun lands og smíði verkfæraskúrs, sólpalla eða endurnýjun á þeim. Reikningar vegna þessa geti með árunum náð verulegum fjárhæðum sem hafi áhrif á endursöluverð bústaðarins. Sveinn telur að almennir borgarar haldi slíku ekki alltaf til haga, enda ekki að hugsa um sölu einhvern tímann í framtíðinni. Viðbæturnar fást endurgreiddar í hærra söluverði en ef þær hafa ekki verið tilgreindar í skattframtali jafn- óðum auka þær skattskyldan hagnað sem verður til þegar húsið er selt. Í sinni einföldustu mynd gæti dæmið litið þannig út: Eigandi bú- staðar sem keyptur var á 20 milljónir fyrir tíu árum og seldur á 30 milljónir í ár þarf að greiða tvær milljónir í söluhagnað, þótt hagnaður sé í raun enginn þar sem verðlag hefur hækk- að meira en nemur hækkun söluverðs bústaðarins. Kemur illa við eldra fólk „Það er oft eldra fólk sem lendir illa í þessu. Hefur ef til vill átt sum- arbústað í áratugi. Börnin vilja kannski ekki taka við og þá þarf fólk að selja og greiða söluhagnað,“ segir Sveinn. Margir fara þá leið að nýta sér heimild skattalaga til að greiða skatt af helmingi söluverðs. Fara því 10% af óskiptu söluverði hússins beint í ríkissjóð. Landssamband sumarhúsaeig- enda hefur lengi barist fyrir þessari breytingu en ávallt talað fyrir dauf- um eyrum fjármálaráðherra. Sveinn bindur vonir við að Benedikt Jóhannesson, nú- verandi fjármálaráðherra, sjái málið í réttu ljósi og bregðist við. Sömu reglur gildi um sumarhús og íbúðir Morgunblaðið/Ómar Við Meðalfellsvatn Frístundahús er framlenging heimilis en ekki fjárfest- ing í hagnaðarskyni, að mati Landssambands sumarhúsaeigenda. Sumarhúsaeigendum finnst fasteignaskattur víða of hár. Sveitarfélögum er heimilt að leggja á 0,5% fasteignaskatt. Sum fara nálægt hámarkinu, eins og Bláskógabyggð sem nýtir sér heimild til álags og leggur á 0,6% skatt, en önnur eru nær viðmiðuninni eins og Grímsnes- og Grafningshreppur sem leggur á 0,475%. Sveinn Guðmundsson segir að áður fyrr hafi fast- eignaskattur staðið undir þjón- ustu en eftir að farið var að leggja á þjónustugjöld vegna sorphirðu og rotþróa sé skatturinn allt of hár. Leggur Lands- samband sum- arhúsaeigenda til að há- markið verði 0,3%. Of hár fast- eignaskattur SUMARHÚS Sveinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.