Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
✝ Sigríður Krist-insdóttir
sjúkraliði fæddist
í Reykjavík 13.
júlí 1943 og ólst
þar upp. Hún lést
á heimili sínu 23.
júní 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Sigfríð
Sigurjónsdóttir
verkakona, f. 6.
mars 1914, d. 25.
apríl 1997, og Kristinn Stef-
ánsson skipstjóri, f. 4. október
1904, d. 10. október 1950,
bæði ættuð frá Eskifirði.
Systkini Sigríðar eru Áslaug
Jónína Sverrisdóttir banka-
starfsmaður, f. 24. september
1936, Stefán Kristinsson múr-
ari, f. 14. apríl 1940, d. 7. júlí
1963, og Guðrún Kristins-
dóttir, doktor í félagsráðgjöf,
f. 4. desember 1945. Fyrri eig-
inmaður Sigríðar var Sigurður
Hjörtur Stefánsson kennari, f.
8. desember 1943, d. 6. nóv-
ember 1975, síðari eiginmaður
hennar er Jón Torfason
skjalavörður, f. 27. mars 1949.
Börn Sigríðar eru Sigfríð Sig-
urðardóttir, f. 9. ágúst 1963,
Erna Kristín Sigurðardóttir, f.
vann síðan tíu ár á Barna- og
unglingageðdeild Landspít-
alans, hún lét af störfum þar
árið 2010.
Sigríður fór fljótt að skipta
sér af kjaramálum, var trún-
aðarmaður SFR 1972-1990, í
stjórn Sjúkraliðafélags Íslands
1974-1982 og 1984-1986, þar
af formaður 1979-1982. Hún
sat í stjórn Starfsmannafélags
ríkisstofnana, stærsta aðild-
arfélags BSRB, 1986-1990 og
var formaður félagsins 1990-
1996, sat einnig í stjórn BSRB
1991-2000 og var í mörgum
nefndum á vegum þessara
samtaka.
Sigríður tók virkan þátt í
starfsemi Rauðsokka frá upp-
hafi og fram undir 1980, var
einn af stofnendum Kvenna-
framboðsins sem bauð fram til
sveitarstjórna 1982, átti þátt í
að stofna Samtök kvenna á
vinnumarkaði sem störfuðu á
árunum 1984-1988. Hún var
félagi í Geðhjálp og vann mik-
ið fyrir þau samtök. Þá var
hún stofnfélagi í Vinstri hreyf-
ingunni – grænu framboði ár-
ið 1999 og starfaði af krafti í
þeim flokki allt til loka, for-
maður Reykjavíkurdeildar um
hríð og átti sæti í flokksráði.
Síðast vann hún á vettvangi
VG fyrir haustkosningarnar
2016.
Útför Sigríðar fer fram frá
Neskirkju í dag, 4. júlí 2017,
og hefst athöfnin kl. 13.
24. júlí 1975, og
Torfi Stefán Jóns-
son, f. 10. ágúst
1983. Barnabörn
eru Sigurður
Hjörtur Þrastar-
son, Aðalheiður
Rán Þrastardóttir,
Sigrún Stella
Þrastardóttir,
Stefán Tumi
Þrastarson, Ey-
björt Ísól Torfa-
dóttir og Jón Markús Torfa-
son, og barnabarnabörnin eru
tíu.
Á æskuárum var Sigríður
fimm sumur í sveit á Glúms-
stöðum í Fljótsdal. Hún vann
margs konar störf framan af
ævi, náði því m.a. að salta síld
tvö sumur á Eskifirði. Hún
lauk sjúkraliðaprófi árið 1972
og var starfsvettvangur henn-
ar eftir það að mestu á Land-
spítalanum, bæði á geðdeild-
um og kvennadeild spítalans
árin 1984-1990. Árið 1990
vann hún um hríð í Kvenna-
athvarfinu og 1990-1996 var
hún starfandi formaður
Starfsmannafélags ríkisstofn-
ana. Næstu ár sá hún um Mið-
stöð fólks í atvinnuleit en
Leiðir okkar Sigríðar lágu
fyrst saman síðdegis 5. febrúar
1982 fyrir framan bandaríska
sendiráðið, vorum bæði að mót-
mæla yfirgangi leppa Bandaríkja-
manna í El Salvador. Það var ör-
lítil mugga en stytti upp um
nóttina sem var blíð og björt. Síð-
ar urðu kynni okkar nánari og við
höfum nú átt samleið í rúm 35 ár
enda ekki erfitt að elska svona
fallega og hjartahlýja konu.
Minningar um hana myndu fylla
bók á stærð við Njálu, aðeins
drepið á fáein atriði hér.
Dugnaður, kjarkur og réttlæt-
iskennd var meðal þess sem ein-
kenndi Sigríði. Hún var ódeig að
taka að sér verkefni og byrjaði
stundum á einhverju undirbún-
ingslítið, að manni fannst, en
tókst alltaf að ljúka því með sóma.
Hún hafði tilfinningu fyrir því að
gera fallegt í kringum sig. Dúkur
á borði, kerti í stjaka, skál í hillu,
bók á borði og fábrotið herbergi
breyttist í notalega vistarveru.
Við eldamennsku notaði hún
jafnan mikið af áhöldum en eig-
inmanninum var leiðbeint við
uppþvott og frágang. Hana hafði
grunað komandi feigð og lagði sig
því fram um síðustu jól, að
tryggja að afkomendurnir festu
sér í minni fjölskylduleyndarmál
eldhússins, tilreiðslu rjúpnasós-
unnar.
Af eðlisávísun rataði hún jafn-
an réttar leiðir. Þegar ég grúfði
mig niður í kort til að finna
áfangastað í erlendri borg – fyrst
beint áfram, beygja svo til hægri,
síðan aftur hægri beygja – og ætl-
aði að fara að benda, var hún kom-
in langleiðina þangað sem fara
skyldi og kallaði um öxl sér:
Hvaða droll er þetta eiginlega,
komdu maður!
Segja má að alla ævi hafi Sig-
ríður unnið með fólk og með fólki,
bæði í ódeigri baráttu í félagsmál-
um, þar sem jöfnuður fyrir alla
var leiðarljósið, og á Landspítal-
anum, en sá vinnustaður var
henni afar kær. Þrásinnis hef ég
hitt þakklátt fólk sem hún hafði
hjúkrað af nærgætni og hlýju.
Það gat verið tafsamt að ganga
með henni um bæinn því við
marga þurfti hún að tala úr nán-
ast öllum lögum þjóðfélagsins, en
sýndi þeim jafnan mesta alúð sem
lakast áttu, þó með festu.
En kannski var kjarkur hennar
mestur nú í vetur eftir að hún
fékk í byrjun mars endanlegan
úrskurð um hvers væri að vænta.
Lífsviljinn var mikill, hún stund-
aði líkamsrækt í sjúkraþjálfun-
inni Afli og lærði ensku hjá fé-
lagsstarfi aldraðra á Vesturgötu
7. Eftir að hún losnaði síðast út af
sjúkrahúsi í byrjun júní dreif hún
sig í Sigurbogann á Laugavegi og
keypti blússu, slæðu og veski –
maður verður að vera almenni-
lega til fara! – og þegar heim kom
var haldið, áfram með vorhrein-
gerninguna. Hún reifst við frétt-
irnar í sjónvarpinu eins og hún
var vön, þegar stertimennin í rík-
isstjórninni birtust á skjánum, og
hélt áfram að taka þátt í um-
ræðum á fésbókinni og víðar. Tíu
dögum áður en hún dó klæddi hún
sig í sitt fínasta púss og fór út að
borða með vinkonum sínum. Síð-
an hallaði nokkuð bratt undan
fæti og mánudaginn 19. júní var
hún síðast á fótum, gerði þann
dag ráðstafanir um fyrirkomulag
útfarar og lét fríska á sér hárið.
Henni auðnaðist síðan að kveðja
marga af vinum sínum og vinkon-
um og fjölskyldu á heimili sínu
þar sem hún lést eins og hún hafði
viljað.
Jón Torfason.
Ég vil minnast Sigríðar systur
minnar að loknu löngu veikinda-
stríði hennar og jafnframt þakka
henni systraþelið. Ekki skyldi
gefast upp, veik sinnti hún fjöl-
skyldu, líkamsrækt, enskutímum
og leikhúsferðum ótrúlega lengi.
Þetta voru þó ekki einu hugðar-
efnin. Nú skömmu eftir andlátið
og reyndar fyrr hafa margir
minnst framgöngu Sigríðar í bar-
áttunni fyrir bættum kjörum
fólks og gegn mismunun og órétt-
læti.
Hugurinn leitar fyrst til
bernskuára. Góðmennska Sigríð-
ar í minn garð varð móður okkar
minnisstæð eftir að telpan læddist
inn að vöggunni og gaf mér
sveskjugrautinn sem stóru systur
fannst lostæti. Hún áttaði sig ekki
á steininum sem settist í kok
kornabarnsins með tilheyrandi
uppnámi. Hlýðni var ekki alltaf til
staðar og Sigríður átti til að skott-
ast of langt að heiman. Við bjugg-
um á Bárugötu fyrstu árin og
kannski hafði hún farið með
mömmu að kveðja pabba þegar
hann fór á sjóinn. Dag einn birtist
mynd í Vísi af stelpuhnokka niðri
á bryggju með textanum „kemur
ð́að‘ ekki við manni“. Þessu svar-
aði Sigríður fréttamanni um trítl-
ið við höfnina. Myndina sýndi
mamma henni og sagði að svona
kæmi í blöðunum um óþekk börn.
Systkini deila súru og sætu og
stundum gengu öldurnar hátt í
samræðum en ágreiningurinn
risti grunnt. Stefán heitinn bróðir
okkar og Sigríður stóðu oft með
litlu systur, t.d. þegar torsótt leyfi
fékkst til fyrstu utanfarar og Sig-
ríður „lagaði“ mætingarbókina
mína án vitundar mömmu.
Minningar snúa líka að ást-
fóstri við Austurland, að Fljóts-
dalnum þar sem Sigríður var í
sveit á sumrin, og við bernsku-
heimkynni foreldra okkar, Eski-
fjörð, þar sem við dvöldum oft hjá
móðurforeldrum og með fjöl-
skyldu móðurbróður. Síðastliðið
sumar var farið austur, þrátt fyrir
veikindin, ekki síst til að sýna
Torfa Stefáni og fjölskyldu þessar
slóðir. Hérað og firðir voru
þrædd, rennt fyrir fisk og Hólma-
tindurinn dásamaður.
Ekki er hægt að þakka nóg-
samlega meðferð starfsfólks á
deild 12E og í Heimahlynningu
Landspítalans í veikindum Sigríð-
ar. Auk læknavísindanna tel ég að
miklu hafi munað um þann skiln-
ing sem starfsfólkið sýndi per-
sónu og lífssögu Sigríðar. Þá á ég
við tímann sem læknar og annað
starfslið varði í önn dagsins í
spjall um bókmenntir og annað
henni hugleikið sem náði langt út
fyrir meðferðina. Þessu var Sig-
ríður þakklát enda gjörþekkti hún
mikilvægi hlýju og alúðar við hinn
fársjúka. Sigríður og Jón mágur
minn, voru samhent innan fjöl-
skyldunnar og í félagsstarfi. Þau
komu miklu í verk, auk launa-
vinnu var sífellt lagt á ráðin, pistl-
ar samdir, fylgst með viðburðum
og barnaafmælum ekki sleppt úr.
Framlag og mætingar á baráttu-
fundi um þjóðfélagsmál voru ófrá-
víkjanlegur hluti lífsins. Inni á
milli var sett upp heljarmikil
sultu- eða slátursuða og smellt í
vöfflur og rjóma handa börnum
og barnabörnum. Kæri Jón, bestu
þakkir fyrir ómetanlega um-
hyggju þína fyrir Sigríði. Börn og
fjölskyldan öll, þrátt fyrir sorgina
er ég þess fullviss að minningar
um Sigríði munu vísa veg til fram-
tíðar bæði í leik og starfi.
Guðrún
Kristinsdóttir.
Kvödd er kær vinkona til fjöru-
tíu ára.
Kvenfrelsiskonan, herstöðvar-
andstæðingurinn, umhverfis-
verndarsinninn og síðast en ekki
síst verkalýðssinninn Sigríður
Kristinsdóttir er fallin frá. Hún
var virk í Rauðsokkunum, tók
þátt í stofnun Kvennaframboðs-
ins, Samtaka kvenna á vinnu-
markaði og Vinstri grænna og
örugglega fleiri hreyfinga á
vinstri vængnum. Sigga var lengi
einn af forystumönnum verka-
lýðshreyfingarinnar – formaður
Sjúkraliðafélagsins og seinna
SFR og stjórnarmaður í BSRB.
Barátta fyrir réttlátara samfélagi
var órjúfanlegur þáttur í persónu-
leika hennar. Þar fóru saman orð
og athafnir, hálfvelgja í afstöðu til
þjóðfélagsmála var henni fram-
andi. Framlag hennar í barátt-
unni birtist ýmist í forystuhlut-
verki eða því að sinna öðrum
þörfum baráttufélaga sinna,
henni var nefnilega ljóst að gras-
rótin þurfti á að halda bæði hvatn-
ingu í orðum og snyrtilegu um-
hverfi ásamt kaffi og brauði ætti
hún að þrífast. Sterk, óskeikul og
tilfinningarík réttlætiskennd var
hennar einkenni og henni í blóð
borin.
Samhliða baráttuhug og
sterkri verkalýðstaug var Sigga
fagurkeri. Þessa sá víða stað, svo
sem vali hennar á fallegum hlut-
um þegar hún bjó sér og sínum
einkar smekklegt heimili. Hún
sótti leikhús reglulega og bók-
menntasmekkur hennar var vel
grundaður. Leitun var að fallegri
framreiðslu er hún bar fram mat.
Það hefði hæft drottningum.
Meiður af fagurkeranum lét á
sér kræla þó aðeins væri farið í
helgarferð með Siggu í sumarbú-
stað.
Þar lék hún næstum öll hlut-
verkin í hefðbundnum breskum
framhaldsþætti um húsbændur
og hjú. Við komu í hús tók Sigga
allt í gegn þreif út í öll horn, viðr-
aði og setti dúka á borð. Er á leið
og eldamennska langt komin
klæddi hún sig upp á í fínasta
dress – jafnvel síðkjól eins og al-
mennilegum hefðarfrúm sæmir
en við brottför var aftur skrúbbað
og viðrað.
Heilsu Siggu fór að hraka fyrir
hartnær tíu árum. Þegar horft er
til baka má segja að barátta henn-
ar hafi hafist í raun með alvar-
legum veikindum og erfiðri
sjúkrahúslegu í Kaupmannahöfn
snemma árs 2009. Hún tók veik-
indunum af einstöku æðruleysi og
stillingu, var full af lífsvilja og
barðist fyrir lífi sínu til hinstu
stundar. Þeirri baráttu er nú lokið
en þrátt fyrir óvægna glímu voru
þessi ár henni á margan hátt gjöf-
ul. Vitundin um gildi fjölskyld-
unnar og samveran við þau öll,
Jón, börnin, barnabörnin og lang-
ömmubörnin skipti hana miklu
máli og varð miðlægari í huga
hennar. Þetta merktum við m.a. á
því að samhliða umræðum um það
sem miður fór í samfélaginu
fylgdu nú með fréttir og sögur af
barnabörnum og langömmubörn-
um í ríkara mæli en áður.
Hún Sigga var stór í sniðum,
skapheit og lá ekki á skoðunum
sínum. Sá þáttur í skapgerð henn-
ar sem við fengum að njóta um
áratuga skeið og var okkur mikils
virði var vinátta hennar og vin-
festi. Hún var mikill vinur vina
sinna – traust, greiðvikin og gekk
oft nærri sér í aðstoð við aðra.
Hennar er sárt saknað.
Kæri Jón og fjölskyldan öll, við
samhryggjumst ykkur.
Guðrún Jónsdóttir og
Hjördís Hjartardóttir.
„Góðar fréttir, Birna, ég er bú-
in að ræða við Eyjólf í Epal, hann
lætur okkur fá gardínur, það
gengur ekki að vera með ein-
hverjar druslur fyrir gluggun-
um.“ Sigga er í stjórn Geðhjálpar
og fyrir dyrum stendur formleg
opnun Túngötu 7, sem ríkissjóður
afhenti samtökunum til eignar ár-
ið 1998. Hér skyldu opnir armar
mæta fólki og engar druslur fyrir
gluggum.
Upp í hugann skaust annað
minningarbrot, örlítið eldra, frá
Miðstöð fólks í atvinnuleit þar
sem Sigga stóð vaktina og talaði
við Eyjólf í Epal, sem hafði fullan
skilning á því hve sálartötrinu líð-
ur betur í fögru umhverfi.
Leiðir okkar Siggu lágu saman
í Samtökum kvenna á vinnumark-
aði, þeim dásemdarfélagsskap
sem fundaði milli kl. 10.00 og
12.00 á laugardagsmorgnum. Við
gátum hlegið að mistökum, tjútt-
að í gleði og komist að sameig-
inlegri niðurstöðu án nefndafarg-
ans. Mín fyrsta reynsla af starfi í
kvennasamtökum. Við Sigga
höfðum vissulega hist við ýmsar
uppákomur og þjóðþrifamál; svo
sem baráttu fyrir friði – gegn her
og Nató, fyrir rétti til vinnu,
mannsæmandi launa og húsnæð-
is, fyrir jafnrétti í víðasta skilningi
orðsins, fyrir manneskjulegu
samfélagi sem merkir að við eig-
um að vera saman í félaginu en
ekki sundurslitin í pótintátaliðið
sem trónir á toppunum og
fjöldann sem svamlar undir og
reynir, þegar best lætur, að snúa
bökum saman og kaffæra einn og
einn pótintáta.
Bak Sigríðar Kristinsdóttur
var meira en bak – mörgum
reyndist það heill varnargarður.
Lífið hafði ekki ætíð verið auðvelt,
þess vegna skildi hún svo vel van-
mátt einstaklingsins gagnvart
erfiðleikum, ekki síst erfiðleikum
sem okkur ber að mæta og leysa
sameiginlega. Skilningurinn og
samúðin var þó persónulegri, ekki
síst að fenginni áratugareynslu af
störfum á Kleppsspítala og Land-
spítala.
Með Siggu sér við hlið gekk allt
betur. „Ég ætla að nudda á þér
bakið, þá líður þér betur.“ Mætt
upp á spítala daginn eftir að ég
missti augað – og mér leið betur.
Mætt með lið til að flytja mig
og börnin, við fyrstu íbúðarkaup
sem og hin síðari. Hins vegar
hurfu í stússinu einhverjir áratug-
ir úr fatalífi mínu þar sem Siggu
þótti ég einum of geymin sér –
alltof mikið af dótaríi.
En Sigga var vissulega ekki
ein, þau voru Sigríður og Jón og
eru og verða í huga mínum, Jón
og Sigríður.
Að leiðarlokum er spurningin
hvort við viljum eiga framtíð í
anda Siggu eða andleysi afla-
ndsfélaga. Mitt svar er einfalt.
Hugsjónir Siggu vil ég hafa sem
ferðafélaga til framtíðar.
Kveðjur til allra ástvina, félaga
og vina.
Birna Þórðardóttir.
Það er mjög skrítið að setjast
niður og skrifa minningarorð um
hana Siggu vinkonu mína. Þó var
vitað lengi að hverju dró og hægt
að kveðja hana fallega. En ein-
hvern veginn trúir maður ekki að
hún hringi aldrei aftur og létt
röddin segi: „Hvað segirðu, elsk-
an, eigum við ekki að hittast bráð-
um?“ Síðustu 18 árin hittumst við
reglulega, í sundi, í ræktinni, í
starfi hjá VG, á kaffihúsum eða á
Rosenberg á föstudögum, oftast
þó upp á síðkastið heima hjá þeim
Jóni. Og alltaf var margt spjallað.
Ég sá Siggu fyrst þegar ég
byrjaði að vinna á Kleppi fyrir
mörgum áratugum, þá strax var
hún byrjuð að vinna að bættum
hag starfsmanna og hafði orð á
sér fyrir að vera bæði skelegg og
fylgin sér. Við unnum aldrei á
sömu deild, en leiðir okkar lágu
oft saman, bæði á ýmiss konar
baráttufundum og gegnum sam-
eiginlega vini og kunningja. Það
var yndislegt að fylgjast með því
þegar leiðir þeirra Jóns lágu sam-
an og margt skemmtilegt kemur
upp í hugann þegar litið er til
baka og samverustundanna
minnst. En nú er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hafa kynnst svo
merkri baráttukonu, sem aldrei
lét deigan síga í trú sinni á að
bæta mætti hag fólks og sam-
félagsins almennt. Hún var stolt
af því að vera sjúkraliði og að
vinna fyrir og með fólki með al-
varlegar geðraskanir, hvort sem
það var á Kleppi, hjá Geðhjálp eða
núna síðast á BUGL. Oft gat virst
sem hún væri beinskeytt og jafn-
vel dálítið óvægin ef svo bar við,
sérstaklega ef henni fannst vegið
að þeim sem ekki gátu borið hönd
fyrir höfuð sér. En svo kom hún
manni sannarlega á óvart fyrir
lipurð og sveigjanleika í sam-
skiptum og ekki fannst hjálpsam-
ari eða trygglyndari manneskja.
Því að hún var margbrotin hún
Sigga og hafði margar nótur að
spila á. Hún var sönn baráttukona
alþýðunnar, en fáum konum hef
ég kynnst sem fannst jafn nauð-
synlegt og sjálfsagt að eiga
smekklega hluti og naut þess að
klæðast flottum fötum. Það fannst
henni sjálfsagt að allir ættu að
geta veitt sér. Hún var mjög stolt
af uppruna sínum á Austurlandi
og það var auðvitað alveg klárt
hvar væri fallegast á landinu eða
hvaðan bestu berin eða rjúpurnar
komu. Hún var mjög ættrækin og
ákaflega stolt af börnum sínum og
afkomendum.
En hún hafði líka gaman af því
að lyfta sér upp og ferðast á
heimskonuhátt. Það var ekki
amalegt að fá að vera henni sam-
ferða og maður kom ekki að tóm-
um kofunum þegar rædd voru
heilbrigðismál eða baráttumál
fyrir bættum kjörum. Hún var
ekki sú sem bara talaði um að
skrifa og benda á það sem betur
mætti fara eða hvaða lausnir
bæru að skoða, hún vatt sér í að
ræða það, hvort sem var á fundum
eða með greinaskrifum. Ekki er
langt síðan hún skrifaði grein til
varnar stjórnendum Landspítal-
ans og þetta átti hún auðvelt með,
enda skarpgreind og með mikla
yfirsýn og reynslu. Síðustu árin
voru á margan hátt erfið vegna
veikinda hennar, en þeim erfið-
leikum tók hún með sínum bestu
eiginleikum, baráttugleði, þraut-
seigju og dugnaði, umvafin vænt-
umþykju sinna nánustu.
Hennar er sárt saknað.
Guðbjörg
Sveinsdóttir.
Fregnin um andlát Sigríðar
Kristinsdóttur, Siggu okkar, olli
sorg, angurværð og djúpum sökn-
uði. Þegar frá leið kom tilfinning
um hjartans þakklæti fyrir að
hafa átt hana að. Við Sigga höfum
þekkst í rúma fjóra áratugi. Leið-
ir okkar lágu saman skömmu eftir
að fyrri eiginmaður hennar lést af
slysförum. Ég aðstoðaði Siggu lít-
illega í skatta- og fjármálum. Fyr-
ir það var hún mér ævarandi
þakklát og sýndi það bæði í orði
og verki. Siggu lét betur að gefa
en að þiggja. Þáði ég af henni ein-
læga vináttu í blíðu og stríðu.
Aldrei bar skugga þar á. Hún
var vinkona sem til vamms sagði,
hrósaði, rýndi til gagns þegar það
átti við og deildi lífinu með okkur
af einskærum og einlægum heil-
indum. Sigga kom til dyranna eins
og hún var klædd, heiðarleg, hisp-
urslaus og með öflugustu réttlæt-
iskennd sem ég hef komist í kynni
við.
Þessa eiginleika nýtti hún til
fulls til að fylgja eftir fjölmörgum
baráttumálum sínum. Sigga var
friðarsinni og hernaðarandstæð-
ingur. Þar og í fleiri málum áttum
við langa samleið. Hún var ein-
arður jafnréttis- og verkalýðs-
sinni, studdi réttindabaráttu ör-
yrkja, sjúklinga, samkynhneigðra
og svo mætti lengi telja. Alls stað-
ar í fremstu víglínu og lét sann-
arlega í sér heyra nánast til síð-
asta dags. Sannkölluð félags-
hyggjukona. Aukin heldur hafsjór
af fróðleik um allt milli himins og
jarðar og unun að eiga við hana
samræður.
Það er af réttlætiskennd Siggu
að segja að þegar gengið var
þvert gegn þessari ríku, eðlislægu
tilfinningu hennar brást hún
ávallt við af einurð til sóknar og
varnar málstað sínum, vina, vin-
kvenna, baráttufélaga og skjól-
stæðinga. Í þessum aðstæðum gat
hún orðið svo fallega reið og mála-
fylgjan eftir því sterk að tær
ánægja var að fylgjast með. En
réttlát reiðin rauk jafnharðan úr
henni og málstaðurinn hafði verið
skýrður til hlítar. Ef við ættum
fleiri svona konur eins og Siggu
væri heimurinn sannarlega betri
vistarvera.
Við Rannveig vottum eigin-
manni Siggu, þeim góða manni
Jóni Torfasyni, börnum þeirra,
barnabörnum, fjölskyldu allri,
Sigríður
Kristinsdóttir