Morgunblaðið - 04.07.2017, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.07.2017, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017 ✝ Jónas Hall-grímsson fæddist í Vest- mannaeyjum 29. júní 1928. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. júní 2017. Foreldrar hans voru hjónin El- ísabet Valgerður Ingvarsdóttir, hús- freyja, fædd 8. apríl 1898, d. 22. mars 1976, og Hallgrímur Jónasson, kennari og rithöfundur, f. 30. okt. 1894, d. 24. okt.1991. Bræður Jón- asar eru Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur, f. 23. janúar 1923, og Þórir Hallgrímsson skólastjóri, f. 7. ágúst 1936. Jónas flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur árið kell, Herdís og Brynjar; 3. Helga, f. 13. nóv. 1951, dætur hennar eru Hrafnhildur og Auður; 4. Elísabet, f. 22. feb. 1953, dóttir hennar er Vigdís Ayesha; 5. Ólafur, f. 12. okt. 1960, kvæntur Jónu Sigrúnu Hjartardóttur, þeirra börn eru Hulda Sigríður, Arnar Már og Hjördís Ósk. Jónas og Hulda eiga 14 barnabarnabörn. Jónas og Hulda bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, að Hólmgarði 27, og síðar að Bás- enda 1 eða allt þar til þau fluttu í þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Jónas hóf ungur störf sem bílstjóri og síðar starfs- maður Olíufélagsins Esso og starfaði þar alla tíð, síðustu ár- in sem húsvörður félagsins að Suðurlandabraut 18 eða uns hann lét af störfum árið 1998 eftir 49 ára starf hjá félaginu. Jónas sat í stjórn Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar um hríð á 6. og 7. áratugnum. Útför Jónasar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. júlí 2017, klukkan 13. 1931. Bjó fjöl- skyldan í Skerja- firði, þar sem þá hét Hörpugata 37. Jónas lauk gagn- fræðaprófi frá Ingimarsskóla og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1985. Jónas kvæntist 29. júní 1949 Huldu Sigríði Ólafsdóttur sjúkraliða, f. 20. ágúst 1927, frá Hraunkoti í Grindavík. Börn þeirra eru: 1. Hallgrímur, f. 10. júlí 1947, kvæntur Guð- ríði Kristófersdóttur, þeirra börn eru Jónas og Kristrún Þóra; 2. Guðrún, f. 10. des. 1949, gift Eiríki Páli Eiríks- syni, þeirra börn eru Hrafn- Tengdafaðir minn, Jónas Hall- grímsson, er látinn tæplega 89 ára að aldri. Við ævilok gleðj- umst við aðstandendur hans yfir langri og giftudrjúgri ævi hans. Hann naut ástríkis í hjónabandi með ævifélaga sínum Huldu Sig- ríði Ólafsdóttur og átti barnaláni að fagna, þau hjón eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi. Hann var heilsuhraustur nær alla ævi og gat séð um sig og sína og dvalið á eigin heimili. Heimilið var honum mikils virði, þau hjón bjuggu að Básenda 1 í Reykja- vík, það hús byggði Jónas á 6. áratug síðustu aldar og þar bjuggu þau í 55 ár. Barnabörnin kenndu þau hjón alltaf við Bás- endann og kölluðu afa og ömmu í Bás. Jónas vann alla tíð hjá Olíufé- laginu Esso. Þar gegndi hann ýmsum störfum, m.a. sá hann um að afferma olíuskip í Örfirisey. Síðustu árin var Jónas húsvörður í skrifstofubyggingu Olíufélags- ins við Suðurlandsbraut. Jónas byggði Básendann með- fram fullri vinnu. Það hús er full- ar tvær hæðir og kjallari. Þurft hefur bæði áræði og dugnað að ráðast í slíka framkvæmd með fjögur börn. Löngu síðar hóf hann nám, auðvitað með fullri vinnu, við öldungadeild MH og lauk stúdentsprófi 1985. Hann lagði sig eftir tungumálum. Þeg- ar hann dældi úr rússneskum ol- íuskipum hafði hann náð þeim tökum á rússnesku að geta bjargað sér á því máli. Í mörg ár sótti hann tíma á kvöldin hjá rússneskum sendikennara í HÍ. Hann lærði líka býsna vel spænsku. Þau hjón nutu þess að ferðast saman erlendis er á leið og efnin bötnuðu. Jónas hafði skýra sýn á þjóðfélagsmál þótt ekki tæki hann beinan þátt í pólitísku starfi. Hann var um skeið á 6. áratugnum í stjórn Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar og tók þátt í hörðum verkföllum þess tíma. Hann leit alltaf á sig sem verka- mann og studdi sitt stéttarfélag, hugur hans og hjarta var fé- lagshyggju- og samhjálparmegin í lífinu. Jónas Hallgrímsson var há- vaxinn maður, beinn í baki og bar sig vel, hafði sterkt svipmót. Hann var fallega hærður með lið- um, ennið hátt og brúnirnar miklar. Augun voru lifandi og tjáðu svipbrigði og geðslag. Hann hafði fallegar hendur og lét sér annt um útlit þeirra og gætti þess að vinnan setti ekki mark sitt á þær. Hann var snyrti- menni, notaði rakspíra, klæddist fötum úr góðum efnum og skórn- ir skiptu verulegu máli, alltaf gljápússaðir. Hann var algjör barnakarl sem barnabörnin elsk- uðu og hændust að. Þeim sýndi hann spilagaldra og fleiri furðu- verk sem barnssálin skynjar. Jónas gat líka verið fastur fyrir ef svo bar undir og lyndisloftvog- in var ekki alltaf stillt á blíðviðri. Hann var uppalinn við flug- völlinn, sá vettvangur mótaði hann því alla tíð var hann sér- stakur flugáhugamaður, fylgdist með komu einstakra flugvéla og þekkti flugvélategundir á hljóð- inu einu saman. Fuglar voru líka í sérstöku uppáhaldi, hann hafði gaman af að benda á þá og þekkja. Nú er þessi mæti maður fall- inn frá, ellin var honum þungbær síðasta spölinn. Þau hjón fluttu í öryggisíbúð í Fróðengi 2014. Lengi vel gat hann hugsað um eiginkonu sína af ást og um- hyggju en eftir þungt fall að næturlagi og mjaðmargrindar- brot varð bjargarleysið hlut- skipti hans og hann varð upp á aðra kominn. Því hlutskipti tók hann af æðruleysi og karlmennsku. Sjúkradeildinni á Hrafnistu fær- um við aðstandendur hans inni- legustu þakkir fyrir hjúkrun og umönnun síðasta árið. Minning hans lifir okkur öllum aðstand- endum hans í hjarta. Meira: mbl.is/minningar Eiríkur Páll Eiríksson. Það er ljúfsárt að setjast niður og skrifa nokkur orð til minn- ingar um hann afa minn sem ég var svo heppin að fá að eiga svona lengi. Ég bý að góðum minningum sem ylja og hafa átt þátt í að móta mig. Ég naut þeirrar gæfu að fá að vera mikið á heimili þeirra hjóna í Básenda- num sem barn. Í Básendann voru allir velkomnir. Þar stóðu dyrnar ávallt opnar fyrir stórfjölskylduna og þar var pláss fyrir alla sem litu inn til þeirra hjóna. Alltaf heitt á könn- unni og oftar en ekki heimabakað bakkelsi í boði ömmu. Notalegra heimili á ég erfitt með að ímynda mér. Hjónin í Básendanum stóðu sína plikt sem höfuð stórfjöl- skyldunnar og var annt um veg- ferð og líðan allra afkomenda sinna. Nú hugsa ég með hlýju til allra litlu hlutanna sem gerðu afa að þeim sem hann var. Oft mátti heyra hann muldra í lágum hljóð- um innan úr herbergi þar sem hann sat og las rússnesku eða spænsku við skrifborðið sitt. Þegar ég fékk að gista hjá þeim kom ég stundum að afa seint um kvöld sitjandi í eldhúskróknum með blaðið og búinn að lauma jólakökusneið á diskinn sinn. Minningar í afafangi þar sem hann var að lesa fyrir mig. Hann kenndi mér að fletta og bera virðingu fyrir bókum. Afa var meinilla við allt bruðl og var sparsamur og nýtinn. Hann var friðelskandi maður sem vildi jöfnuð og réttlæti. Hann gat líka verið svolítið þver og óhaggandi í skoðunum sínum, það vitum við líka sem þekktum hann. En allt þetta gerði hann að þeim afa sem við þekktum og elskuðum. Langafabörnin urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að eiga samastað í Básenda líkt og við barnabörnin gerðum á sínum tíma. Afi hafði einstakt lag á ungvið- inu og tók börnin í fangið og fór með þau á rúntinn um Bás- endann þar sem gamla klukkan, úrið, pönnukökubókin, Rebbi og Pási komu iðulega við sögu. Voru börnin svo leyst út með suðu- súkkulaðimola úr skálinni við heimför. Þessar minningar ylja þegar komið er að kveðjustund. Ég kveð þig, afi, með hlýju og þakklæti í hjarta. Þín Auður Hannesdóttir (Auja). Elskulegur afi minn er látinn. Þegar ég hugsa til hans, dettur mér eitt orð í hug: arfleifð. Ég las eitt sinn að arfleifð væri eitthvað sem menn skildu eftir sig sem lifði þá sjálfa. Þeirra væri minnst vegna arfleifðar sinnar, eða af henni. Afi var einstaklega háttvís og prúður maður. Hann umgekkst allt með virðingu, bæði annað fólk og náttúruna, sem og bækur. Hann fletti aldrei bókum nema þvo sér um hendurnar fyrst og fletti þeim svo hægt og af virð- ingu, eins og honum einum var lagið. Einnig var hann mikill fjöl- skyldumaður og var alla tíð mjög annt um konu sína og börn og síðar barnabörn og barnabarna- börn. Þau amma voru eins og límið sem héldu Básendaættinni, eins og við kölluðum hana stund- um, saman. Í Básendanum safn- aðist stórfjölskyldan ætíð saman á jólum og öðrum tyllidögum og ég á ótal minningar um sumarbú- staðaferðir með ömmu og afa þar sem afi fór með okkur börnin í göngutúra upp að stóra steini. Afi var ótrúlega barngóður mað- ur og lék sér óspart með okkur barnabörnunum og síðar barna- barnabörnunum. Honum fannst ekkert skemmtilegra en að fá börnin í heimsókn og fylgdist alltaf vel með þeim öllum og spurði frétta af þeim, hvort sem þau bjuggu hér á landi, í Japan, eins og sum gerðu um tíma, eða í Danmörku, eins og nú síðast. Afi lifði langa og góða ævi og hann og amma voru þakklát fyrir að fá að vera saman alla þessa tíð. Vissulega fylltumst við sökn- uði við fregnir af andláti hans en draumur sem systur mína dreymdi sömu nótt og hann dó, huggaði okkur mikið. Systur mína dreymdi að við afkomendur ömmu og afa í Básendanum vær- um öll saman komin í Básendan- um í veislu. Einnig voru bræður afa tveir þar komnir. Allir voru við veisluhöldin nema afi, sem lá veikur uppi í rúmi. Hann var svo glaður yfir öllum sem voru komnir og spurði hvort hann ætti ekki bara að koma fram og taka þátt í veisluhöldunum, sem hann og gerði svo. Þetta var kveðju- veisla, en systir mín skildi ekki í draumnum hvern væri verið að kveðja. Afi sagði svo mörg elsku- leg og falleg orð í draumnum og var svo glaður. Hann sat við eld- húsborðið með bræðrum sínum tveim og sagði að það væri erfitt að kveðja en var samt svo glaður yfir þessu öllu saman og það var svo mikill friður yfir honum. Þeg- ar systir mín fékk svo símtal um morguninn að hann væri látinn, skildi hún að þetta hafði verið kveðjuveisla afa. Ég trúi því að þetta þýði að afi hafi farið í friði. Ég var úti við á fallegu kvöldi fyrir nokkrum dögum. Ég hugs- aði um hve þakklát ég væri fyrir það að afi hefði farið í friði, þakk- lát fyrir allan þann góða tíma sem við áttum með honum og þakklát fyrir arfleifðina sem hann skildi eftir sig, að halda fjöl- skylduböndin og umgangast ann- að fólk og landið með virðingu. Þá urðu á vegi mínum þessi orð úr Heimsljósi eftir Halldór Lax- ness og mér varð hugsað til afa: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, …“ Hvíl í friði, elsku afi, og takk fyrir allt og allt. Hrafnhildur Lárusdóttir. Jónas Hallgrímsson ✝ Unnur Magn-úsdóttir fædd- ist í Hringverskoti, Ólafsfirði, 2. ferbrúar 1933. Hún lést á Hlévangi, Keflavík, 21. júní 2017. Foreldrar hennar voru Ása Ingibjörg Sæ- mundsdóttir, f. 7.11. 1891, d. 4.12. 1984, og Magnús Sigurður Sigurðsson, f. 25.8. 1891, d. 26.8. 1974. Unnur var næstyngst þrettán systkina, eft- irlifandi er yngsta systirin, Anna Magnúsdóttir, f. 5.6. 1934. Unnur giftist Ásmundi Þór- arinssyni, f. 1.1. 1930, d. 27.12. 2015, hinn 20.9. 1953. Börn þeirra eru 1) Magnús Kristinn, f. 14.4. 1954, kvæntur Mariu M. Sissing, f. 29.1. 1959. Börn hans eru fjögur og barnabörn sjö. Börn hennar eru þrjú og barna- börn þrjú. 2) Þórarinn, f. 27.4. 1959, kvæntur Arndísi Krist- jánsdóttur, f. 27.5. 1958. Eiga þau tvær dætur og tvö barna- börn. 3) Ása Bjarn- ey, f. 19.5. 1961, d. 24.8. 2005, gift Ein- ari Gunnarssyni, f. 21.8. 1956. Eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. 4) Hildur Kristín, f. 25.10. 1962, gift Ás- þóri Kjartanssyni, f. 20.5. 1961. Börn þeirra eru tvö og barnabörn þrjú. 5) Jón Örn, f. 4.11. 1964, kvæntur Jóhönnu Sturlaugsdóttur, f. 28.2. 1970. Börn þeirra eru fjög- ur og barnabörn þrjú. Unnur ólst upp í foreldra- húsum í Hringverskoti og flutti níu ára að Þverá í Ólafsfirði. 18 ára fór hún í vist á Siglufirði og kynntist eiginmanni sínum þar. Unnur vann lengst af sem verk- stjóri í frystihúsum, m.a. Sjö- stjörnunni í Njarðvík, Sjólastöð- inni í Hafnarfirði og Hraðfrystihúsi Hellissands. Útför Unnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 4. júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Það eru sumarsólstöður, bjart- asti tími ársins, þegar mér berast þær sorgarfregnir að tengdamóð- ir mín, Unnur Magnúsdóttir, sé látin. Það hefði ekki átt að koma á óvart, hún hafði átt við margvís- leg og alvarleg veikindi að stríða á undanförnum árum en á undur- samlegan hátt náð að sigrast á þeim. Samt vekja dánarfregnir tilfinningar sem minna okkur ávallt á að umboð okkar á lífinu er ekki í okkar höndum. Ég kynntist Unni á Siglufirði sumarið 1975. Hún starfaði á Hót- el Höfn en þar bjó ég um tíma þegar ég vann hjá Jarðborunum ríkisins, en boranir eftir heitu vatni stóðu þá yfir sem hæst í Skútudal. Þessi kynni leiddu til þess að við Ása, dóttir Unnar, urðum hjón. Eignuðumst við Ása síðar börnin okkar tvö, Ásmund Óskar 1979 og Unni 1989. Unnur Magnúsdóttir og eigin- maður hennar, Ásmundur Óskar Þórarinsson, voru mér einkar kær, bæði hjálplegir og góðir tengdaforeldrar. Einnig voru þau barnabörnum sínum frábær amma og afi. Auk þess tóku þau að sér um langan og skamman tíma önnur börn. Það má með sanni segja að öll börn hafi laðast að Unni, þau eru mörg börnin sem hafa kallað Unni Magnús- dóttur „ömmu“. Tengdamamma var þeim gáf- um gædd að fátt kom henni á óvart. Ófá eru skiptin sem hún var tilbúin með svörin áður en spurningin kom. Einnig sá hún fyrir ýmislegt sem ekki verður út- skýrt. Hún fór frekar dult með þessar gáfur. Samt átti hún stundum til að stríða mér með það sem ég hélt hana ekki vita, því hún var bæði glettin og skemmtileg kona. Það er ekki auðvelt að koma öllu til skila í stuttri grein. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þakklæti, þakklæti fyrir að hafa verið samtíða Unni Magnúsdótt- ur og eiga hana fyrir tengda- mömmu. Það var henni og okkur öllum mikil sorg þegar Ása dó ár- ið 2005. Aðeins er eitt og hálft ár síðan Ásmundur tengdapabbi dó. Nú hefur Unnur Magnúsdóttir gengið til þeirra í dýrðina. Systkinahópur Unnar Magn- úsdóttur var mjög stór. Anna er ein eftirlifenda úr þeim stóra hópi. Henni og börnum Unnar, öllum barnahópnum, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu virðingu og samúð. Einar Gunnarsson. Unnur Magnúsdóttir Minningarathöfn um elskulegan föður okkar, bróður, tengdaföður, afa og langafa, INGVAR EMILSSON haffræðing, fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, miðvikudag 5. júlí, klukkan 14. Fyrir hönd vandamanna, Kristján Ingvarsson Tryggvi Ingvarsson Emilsson Elín Margrét Emilsson Ingvarsdóttir Hulda Emilsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FLOSI HRAFN SIGURÐSSON veðurfræðingur, lést að morgni 30. júní. Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 7. júlí klukkan 15. Hulda Sigfúsdóttir Ágústa Lyons Flosadóttir John Lyons Sigurður Flosason Vilborg Anna Björnsdóttir og barnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐBJARTS K. GUÐBJARTSSONAR frá Ísafirði. Guðbjörg Svandís Jónsdóttir Jón G. Guðbjartsson Maria Plattner Jónína G. Guðbjartsdóttir Krisberg E. Kristbergsson Selma S. Guðbjartsdóttir Þröstur Jóhannesson Brynjar Guðbjartsson Ragnheiður María Adólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HÖRÐUR PÁLSSON bóndi, Hömrum, Grundarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi að morgni 1. júlí. Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið Von í Grundarfirði, 0321-13-700101, kt. 650107-0200. Guðlaug Halldóra Guðmundsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.