Morgunblaðið - 04.07.2017, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
Ármúla 24 - s. 585 2800
ÚRVAL ÚTILJÓSA
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Við ætlum að flytja lög með text-
um eftir konur,“ segir Sara Bland-
on söngkona sem kemur fram á
tónleikum Freyjujazz ásamt Söru
Mjöll Magnúsdóttur píanista í
dag. Tónleikarnir hefjast að venju
klukkan 12.15 í Listasafni Íslands,
en Freyjujazz er á dagskrá alla
þriðjudaga.
Sara segir þær Söru Mjöll fyrst
hafa kynnst í Tónlistarskóla FÍH.
en þær séu nú saman í hljómsveit-
inni Til trafala ásamt Ævari Erni
Sigurðssyni bassaleikara og Skúla
Gíslasyni trommuleikara.
„Reyndar flytjum við eitt lag
sem er ekki með texta eftir konu
heldur eftir Davíð Stefánsson við
lag eftir mig,“ segir Sara. Auk
þess nefnir hún að á tónleikunum,
sem eru í styttra lagi, verði lög
eftir Billie Holiday og lag eftir
Des’ree úr myndinni Romeo +
Juliet eftir Baz Luhrmann. „Lag-
ið, sem heitir „I’m Kissing You“
er reyndar ekki djasslag en það
verður djassslegið hjá okkur á
tónleikunum.“
Bjartasta vonin
Sara var á árinu kjörin bjart-
asta vonin í djass flokki á Íslensku
tónlistarverðlaununum. „Það var
rosalega mikill heiður að fá þessi
verðlaun. Ég var afar upp með
mér af því að ég er ekki mjög
þekkt en fólk man aðeins meira
eftir mér núna. Þetta var líka
ágætis áminning um að gefast
ekki upp heldur njóta þess að vera
hluti af tónlistarbransanum,“ segir
Sara, en um þessar mundir stund-
ar hún nám í skapandi tónlistar-
miðlun við Listaháskóla Íslands.
„Ég er að kenna djasssöng og
ryþmasöng við Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar, við deild sem kall-
ast tónkvísl. Ég hef nóg fyrir
stafni í því og er að gera allskonar
skemmtilegt með vinum mínum.
Það kemur svo bara í ljós hvað
verður úr því,“ segir Sara Blandon
að lokum.
„Áminning um að
gefast ekki upp“
Sara Blandon og Sara Mjöll Magnús-
dóttir koma fram í Freyjujazzi í dag
Ásýningunni Guð hvað mérlíður illa, sem stendur núyfir í öllum sölum Hafn-arhússins, hafa verið val-
in saman verk listamannsins frá
árinu 2004 til dagsins í dag, þar
sem hann hyllir hinar fjölbreyttu
birtingarmyndir listarinnar; leik-
húsið, bókmenntirnar, kvikmynd-
irnar, tónlistina og myndlistina. Þrír
lifandi gjörningar fara fram á sýn-
ingartímabilinu en auk þess má þar
sjá málverk, ljósmyndir, högg-
myndir, teikningar, myndbands-
innsetningar auk skissubóka lista-
mannsins.
Verk Ragnars vísa gjarnan í leik-
húsheiminn og á framhlið Hafnar-
húss hefur verið komið fyrir mál-
uðum eldtungum sem minna á
sviðsmynd í leikhúsverki, og teygja
sig upp eftir framhlið hússins. Eld-
urinn hefur fylgt Ragnari lengi og
skýtur upp kollinum í verkum hans
af og til. Endurtekningin og tíminn
er annar mikilvægur þáttur í list-
sköpun Kjartans, gjörningar hans
eru maraþonlist sem stendur yfir
tímunum og jafnvel vikum saman.
Þeir reyna bæði á þátttakendur og
áhorfendur en um leið verða til
tengsl þeirra á milli.
A-salur á fyrstu hæð hefur verið
tekinn undir lifandi gjörninga á
sýningartímabilinu og sá fyrsti var
„Til tónlistarinnar “ þar sem fimm
pör óperusöngvara og píanóleikara
fluttu lagið „An die Musik“ (1817)
eftir Franz Schubert við róm-
antískan texta Franz von Schober,
samfleytt í átta daga á sama tíma
og safnið er opið. Yrkisefni róm-
antíkurinnar tekst á við marglaga
tilfinningar þar sem ljóðskáldin
yrkja um trega, þrá og depurð, allt
í sama verkinu. Textinn er óður til
tónlistarinnar þar sem þakkaðar
eru þær stundir sem hún lyftir and-
anum yfir amstur hversdagsins „frá
drunga heims til drottins himin-
vega“. Listafólkið dreypir á freyði-
víni og nartar í jarðarber milli
stríða. Sífella tónlistarinnar hefur
seiðmagnandi áhrif, samkennd og
nánd myndast bæði milli áhorfand-
ans og listamannanna og líka milli
áhorfendanna sem gleyma stað og
stund og njóta upplifunarinnar.
Til 3. september stendur yfir
gjörningurinn „Kona í e-moll“. Á
snúningspalli stendur glæsileg ung
kona í gullpallíettukjól með raf-
magnsgítar í hönd. Með reglulegu
millibili slær hún á strengina og
hinn tregafulli e-hljómur í magnast
upp og ómar um salinn. Tjald úr
gullstrimlum skermar konuna af og
áhorfandinn getur smeygt sér inn
fyrir og virt hana fyrir sér í návígi.
Þar blasir hún berskjölduð við en
um leið upphafin líkt og höggmynd
af gyðju, hlutgerð en töff á sama
tíma. Ragnar vinnur oft og tíðum
með þversögnina í verkum sínum
og það á sannarlega við hér.
Fjöldi vatnslitaverka sem nefnast
„Brúðkaupsnóttin“ (2015-2016), er
af dökkleitum stjörnubjörtum himni
á endavegg salarins og er nokkurs
konar baksvið tveggja fyrstu gjörn-
inganna. Þar endurtekur Ragnar
viðfangsefnið aftur og aftur. End-
urtekningin í athöfninni að mála
sama viðfangsefnið er andstæða
stöðnunar, hún á sér stað í veru-
leikanum og er framkvæmd í tíma
og hreyfingu. Stjörnubjartur nætur-
himinn er eitthvað sem allir geta
tengt við, hvenær og hvar sem þeir
eru staddir í heiminum – sammann-
leg upplifun sem getur lyft and-
anum upp úr drunga heimsins líkt
og í ljóði Schobers. Vatnslitaverkin
hæfðu einstaklega vel sem bak-
grunnur „Til tónlistarinnar“; þar
náðist fallegt samspil milli verkanna
en undir flutningi „Konu í e-moll“
næst ekki sama rómantíska teng-
ingin, þar sem flæðið á milli verk-
anna er rofið af gullstrimlunum.
Spýtnabrak liggur á gólfi, það
glittir í rautt flauel og gyllta snúru
með dúski, marmaraskjöldur hangir
Ljúfsár óður til listarinnar og lífsins
Morgunblaðið/Golli
Til tónlistarinnar Kristján Jóhannsson var einn þeirra söngvara sem tóku þátt í fyrsta lifandi gjörningi Ragnars á
sýningunni í Hafnarhúsi. Hér sést Kristján syngja „An die Musik“ við opnun sýningarinnar 3. júní.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús
Guð, hvað mér líður illa bbbbn
Sýning með verkum eftir Ragnar Kjart-
ansson frá 2004 til dagsins í dag.
Sýningarstjóri: Markús Þór Andrésson.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús. Til
24. september 2017. Opið alla daga frá
kl. 10-17 og til kl. 22 á fimmtudögum.
ALDÍS
ARNARDÓTTIR
MYNDLIST
Stúka Hitlers Verk eftir Ragnar frá árinu 2006 byggir á leifum fyrrum einkastúku Hitlers í Admirals Palast leik-
húsinu í Berlín. „Dýnamískt samtal verður til, minningar mannvonsku mannkynssögunnar gegn hversdagslegri
endurnýjun innréttinga, samtal um list, vald, sögu og sviðsetningu kjarnast í þessu magnaða verki.“