Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 36

Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 185. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Innsýn í skemmtanalífið í LA 2. Sauðaþjófar skáru lamb á háls 3. Réðst að stýrimanni í Herjólfi 4. Skotum hleypt af á vinnustað … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Djassinn mun duna í kvöld á Kex hosteli þegar flutt verður tónlist sænsku söngkonunnar Monicu Zett- erlund. Norski kontrabassaleikarinn Andreas Dreier kemur fram á tónleik- unum ásamt hljómsveit sem skipuð er söngkonunni Gro Bjørnes, Andrési Þór Gunnlaugssyni gítarleikara, Sig- urði Flosasyni saxófónleikara og Ein- ari Scheving trommuleikara en Dreier sendi nýverið frá sér plötu með tónlist Zetterlund. Á tónleik- unum verður megináhersla lögð á lög sem Zetterlund söng á sjöunda ára- tug síðustu aldar en einnig blandast í efnisskrána áhrif frá sænska saxó- fónleikaranum Lars Gullin og banda- ríska píanóleikaranum Bill Evans, sem báðir tengdust Monicu. Tónlist Zetterlund leikin á djasskvöldi  Kammerkórinn Schola cantorum heldur vikulega tónleika í hádeginu á miðvikudögum í Hallgrímskirkju í sumar og eru þeir liður í Alþjóðlegu orgelsumri í kirkjunni. Kórinn mun flytja fallegar íslenskar kórperlur í bland við verk af nýjasta geisladiski kórsins, Meditatio, sem sænska út- gáfufyrirtækið BIS gaf út í fyrra. Að loknum tónleikum verður boðið upp á kaffi í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Tónleik- arnir hefjast kl. 12 og miðaverð er 2.500 kr. Stjórnandi kórsins frá upp- hafi er Hörð- ur Áskels- son. Kórperlur á Alþjóð- legu orgelsumri Á miðvikudag Suðaustan 8-13 m/s og rigning. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, skýjað með köflum og stöku skúrir síðdeg- is. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Áfram hægur vindur í dag og líkur á skúrum í flestum landshlutum. Hiti 8 til 16 stig. VEÐUR Leiknir Reykjavík varð í gær síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu eftir 2:1-sigur á ÍA í framlengdum leik á Leiknisvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Leiknismenn ná svo langt í keppninni. Elvar Páll Sigurðsson skoraði sig- urmarkið sem tryggði Leikni sæti í undanúrslitum ásamt FH, Stjörnunni og ÍBV. »2 Í undanúrslit í fyrsta skipti „Ég er með Kínamúr fyrir framan mig og það er mjög sterkt hversu vel við náum saman í öftustu línu. Það er töluð enska, íslenska og spænska og stundum mállýska sem ég veit ekki alveg hver er en við skiljum hver aðra, það er fyrir öllu,“ segir Bryndís Lára Hrafnkels- dóttir, mark- vörður Þórs/ KA, toppliðs Pepsi-deildar kvenna. »4 Skiljum hver aðra og það skiptir mestu máli Kristján Flóki Finnbogason skaut FH upp í þriðja sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu þegar hann skoraði bæði mörkin í 2:1-sigri á Breiðabliki á Kópavogsvelli. Þetta var fyrsti leikur 11. umferðar sem var flýtt og leikinn í gær vegna Evrópuleikja FH-inga. Blik- ar eru nú aðeins þremur stigum frá fallsæti og möguleiki á toppbaráttu orðinn fjarlægur. »3 Kristján Flóki skoraði bæði mörkin í sigri FH ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslendingadagurinn á Gimli í Mani- toba í Kanada er haldinn hátíðlegur fyrstu helgina í ágúst og er fjölmenn- asta hátíð fylkisins ár hvert. Kristine Sigurdson, nýr framkvæmdastjóri viðburðarins, segir að á döfinni sé að auka enn tengslin við Ísland og þá vonandi í sam- vinnu við íslensk ferðamálayfirvöld og ferðaskipu- leggjendur á Ís- landi. Kristine er vel þekkt í „íslenska“ samfélaginu á Gimli. Hún rak lengi gjafavöru- verslun í bænum, er fyrrverandi for- maður Verslunarsambands Gimli og var framkvæmdastjóri kvikmynda- hátíðar Gimli fyrstu árin, 2003 til 2010. Til að byrja með var kvik- myndahátíðin samtímis Íslendinga- dagshátíðinni, en verður 26.-30. júlí í ár. Víkingagarðurinn einstakur Íslendingadagshátíðin fer nú fram í 128. sinn og í 65. skipti á Gimli en áð- ur var hún í Winnipeg. Þetta er engin venjuleg bæjarhátíð heldur þver- skurður af samfélaginu með íslensku og kanadísku ívafi, en Kanada hélt upp á 150 afmæli ríkisins sl. laugar- dag. Dagskráin er í föstum skorðum, en ætla má að hápunkturinn í ár verði opnun á Víkingagarði með álfum og tröllum sunnan við Betel, dval- arheimili aldraðra. Hann verður samt ekki endanlega tilbúinn fyrr en næsta ár. „Þetta er viðamesta verkefni Ís- lendingadagsnefndar og stjórnin hef- ur unnið þrekvirki,“ segir Kristine, en verkefnið er unnið í samvinnu við bæjarstjórn Gimli. Kristine bætir við að garðurinn eigi eftir að vera helsta aðdráttarafl Gimli um ókomin ár og tengja fólk enn fastari böndum. Íslendingadagurinn er einn af hornsteinum íslenska samfélagsins í Manitoba og Kristine segir að hátíðin sé hluti af lífi fólks. Hún sameini fjöl- skyldur og vini, sem komi víða að, ekki síst til þess að minnast íslenska upprunans, en svo eigi allir sín áhugamál. Sumir taki alltaf þátt í keppninni í að byggja sandkastala, aðrir hafi mestan áhuga á þjóðlegum gildum, íþróttum, menningu og list- um, en allir njóti flugeldasýning- arinnar. „Dagskráin er fjölbreytt og þar eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hún. „Það má líkja hátíðinni við köku. Það eru ekki eggin, hveitið eða sykurinn sem gera hana gómsæta heldur hvernig öll efn- in tengjast.“ Þar kemur til kasta Kristine, því sem framkvæmdastjóri heldur hún um alla þræðina og sér til þess að hlutirnir gangi upp. „Hátíðin hefur gengið eins vel og raun ber vitni um árabil vegna þrotlausrar vinnu stjórnarmanna og annarra sjálf- boðaliða,“ áréttar hún, en ótrúlega margir leggja hönd á plóg. Eitt af helstu markmiðum stjórn- arinnar er að tengja hátíðina enn frekar við Ísland. Kristine segir að þá sé einkum verið að hugsa um að bjóða upp á auknar upplýsingar um land og þjóð. Í því sambandi nefnir hún al- mennar leiðbeiningar til ferðamanna og eins upplýsingar um hvernig fólk geti aflað sér nánari þekkingar um uppruna sinn, fjölskyldutengsl og fleira. Sérstakir heiðursgestir í ár frá Ís- landi verða Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem flytur minni Kanada, og Heimir W. Hannesson, formaður Þjóðræknisfélags Íslend- inga. Ísland í brennidepli á Gimli  Íslendingadag- urinn í Manitoba í Kanada í 128. sinn Ljósmyndir/Jenna Boholij Íslendingadagurinn Bílalestin liðast í gegnum Gimli og gestir raða sér upp beggja vegna alla leiðina. Kristine Sigurdson Hátíð Uppruninn leynir sér ekki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.