Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á iðgjaldsins. Þann sparnað er heimilt að flytja milli sjóða,“ segir Þórhallur. Flutningur heimill úr Frjálsa Arnaldur Loftsson framkvæmda- stjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir í samtali við Morgunblaðið að til- greind séreign sem lögð er inn í Frjálsa lífeyrissjóðinn verði á hinn bóginn flytjanleg. „Mér er umhugað um að fólk geti ákveðið sjálft hvernig það fer með sinn sparnað. Ef sjóð- félagar eru óánægðir með t.d. ávöxt- un eða þjónustu vil ég að þeir geti flutt séreignarsparnaðinn sinn auð- veldlega,“ segir Arnaldur. Nýlega lækkaði sjóðurinn flutningsþókn- unina úr 1% í 0,5% af fluttri fjárhæð til að auðvelda sjóðfélögum flutning- inn. Frjálsi lífeyrissjóðurinn gerði breytingar á samþykktum sínum á ársfundi í síðustu viku sem ætlaðar eru til að gera sjóðnum kleift að bjóða upp á ávöxtun sparnaðar í til- greindri séreign. „Við viljum að Frjálsi lífeyrissjóðurinn verði val- kostur ef sjóðfélagar annarra sjóða vilja ávaxta tilgreinda séreign hjá okkur. Þessi samþykkt af ársfund- inum er nú í staðfestingarferli hjá Fjármálaráðuneytinu,“ segir Arn- aldur, en hann tekur skýrt fram að tilgreinda séreignin sé eingöngu hugsuð fyrir sjóðfélaga sem greiða skylduiðgjaldið í aðra sjóði. Hækkun mótframlags launagreiðanda hjá sjóðfélögum sem greiða skylduið- gjald í Frjálsa lífeyrissjóðinn renni aftur á móti óskipt í frjálsa séreign sem er laus að fullu eftir 60 ára aldur og því með rýmri útborgunarreglur en tilgreinda séreignin. Arnaldur segir að það komi skýrt fram í lífeyrissjóðslögunum að þann hluta iðgjalds sem renni til séreignar megi greiða í annan sjóð en þann sem tekur við iðgjöldum í samtrygg- ingu. Eina skilyrðið skv. reglugerð er að þá þurfi sjóðurinn sem tekur við framlaginu að greiða séreignina út samkvæmt útborgunarreglum líf- eyrissjóðsins sem sjóðfélagi greiðir samtryggingarhlutann til. Tilgreind séreign ekki flytjanleg eins og önnur Flutningur Hægt er að flytja hefðbundinn viðbótarsparnað á milli sjóða.  Sömu reglur og önnur skylduiðgjöld Frjálsi býr til tilgreinda séreignarleið Séreignarsparnaður » Tilgreind séreign er greidd út í einu lagi við 62 ára aldur, eða í jöfnum greiðslum frá 62 ára til 67 ára aldurs. » Greiðslur í lífeyrissjóði munu nema 15,5% af launum 1. júlí 2018. » Sjóðfélagi tekur ákvörðun um að greiða nýja mótfram- lagið í tilgreinda séreign í sam- skiptum við sinn lífeyrissjóð. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Miðað við núverandi samþykktir tveggja stórra lífeyrissjóða er ekki hægt að flytja uppsafnaða tilgreinda séreign á milli sjóða, líkt og hægt er að gera með hefðbundinn viðbótar- sparnað. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gildis, segir að þar sem um sé að ræða skylduiðgjald sem byggist á kjarasamningi ASÍ og SA skuli iðgjaldið greiðast til þess sjóðs sem viðkomandi á aðild að. Þeir sem falla undir þennan kjarasamn- ing hafi því ekki val um hvert þetta iðgjald fer. „Þetta er byggt á stöð- unni eins og hún er í dag, en líklega verður lögunum breytt á næsta þingi,“ segir Árni í samtali við Morg- unblaðið. Þórhallur Jósepsson, fjölmiðla- fulltrúi Lífeyrissjóðs verslunar- manna, segir að tilgreinda séreignin falli undir sömu reglur og önnur skylduiðgjöld. „Þú flytur ekki það sem hefur verið greitt í tiltekinn sjóð. Hafir þú valið að ráðstafa hækkun mótframlagsins í tilgreinda séreign er hún samkvæmt kjara- samningi áfram hluti af skylduið- gjaldinu og því ekki flytjanleg. Við- bótarlífeyrissparnaðurinn, sem venjulega er einfaldlega kallaður „séreign“, er hins vegar þitt val og þar af leiðandi ákveður þú ráðstöfun reyndust vera 2-3% umfram kröfur. Bankinn átti dreift safn innlána og talsvert stórt lánasafn sem keypt hafði verið af KSF í London en end- urheimtir bankans eftir að hann var tekinn til slitameðferðar voru mjög góðar og tap af lánasafni lítið. Slitastjóri stóð frammi fyrir laga- legri óvissu um vaxtagreiðslur en dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að kröfuhafar skyldu fá 4% árlega vexti í hlutfalli við körfur sínar þar til eignir búsins væru uppurnar. gislirunar@mbl.is Kröfuhafar Kaupthing Singer & Friedlander (KSF) á eyjunni Mön, dótturfélags Kaupþings, fá 4% ár- lega vexti á kröfur sínar frá 9. októ- ber 2008, samkvæmt dómi sem ný- verið var kveðinn upp á Mön. Þetta kemur fram í staðarblaðinu IOM Today. Í árslok 2014 höfðu allir kröfuhaf- ar KSF á Mön fengið nafnvirði krafna sinni greitt, en þá lá fyrir að enn væri til staðar talsvert reiðufé og útistandandi eignir sem haldið var áfram að innheimta. Þær eignir KSF á Mön greiðir vexti úr slitabúi  Endurheimtur voru meiri en skuldir Morgunblaðið/Golli KSF Kröfuhafar á Mön fengu allar kröfur sínar greiddar og gott betur. ● Skráningarlýsing vegna væntanlegs útboðs og skráningar pólska fjarskipta- fyrirtækisins Play í kauphöllina í Varsjá hefur nú verið gefin út. Samkvæmt hámarksverði í útboðinu er markaðs- virði félagsins, sem er í helmingseigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, metið á 2,6 milljarða evra eða jafngildi um 303 milljarða króna. Stefnt er að sölu á allt að 48% hlutafjár fyrir allt að 1,3 milljarða evra. Umsjónarbankar útboðsins munu nú safna áskriftum frá fjárfestum fram til 13. júlí þegar endanlegt verð verður til- kynnt. Stefnt er að því að viðskipti hefj- ist með hlutabréf Play í kauphöllinni í Varsjá 27. júlí. Markaðsvirði Play metið á allt að 300 milljarða 5. júlí 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 102.07 102.55 102.31 Sterlingspund 132.33 132.97 132.65 Kanadadalur 78.52 78.98 78.75 Dönsk króna 15.603 15.695 15.649 Norsk króna 12.189 12.261 12.225 Sænsk króna 12.035 12.105 12.07 Svissn. franki 106.11 106.71 106.41 Japanskt jen 0.9023 0.9075 0.9049 SDR 141.67 142.51 142.09 Evra 116.05 116.69 116.37 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 143.5752 Hrávöruverð Gull 1224.25 ($/únsa) Ál 1917.0 ($/tonn) LME Hráolía 48.95 ($/fatið) Brent ● Ný eigenda- stefna ríkissjóðs fyrir fjármálafyrir- tæki hefur verið birt á vef fjármála- og efnahagsráðu- neytisins. Ríkið á eignarhluti í fjór- um fjármálafyrir- tækjum, en þau eru Landsbankinn, Íslandsbanki, Arion banki og Sparisjóður Austurlands. Fram kemur að stefnt sé að því að ríkið eigi verulegan eignarhlut í Lands- bankanum, eða 34-40%, til langframa en aðrir eignarhlutir í fjármálafyrir- tækjum verði seldir þegar skilyrði verða hagfelld. Ríkissjóður birtir nýja útgáfu á eigendastefnu Landsbanki Ríkið hyggst halda hlut. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.