Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017 Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er alltaf heppilegra að vera sveigjanlegur heldur en að sitja fastur í ein- hverju hjólfarinu. Hluti af þessu ferli er að fara í gegnum fataskápinn og henda því sem þú ert hætt/ur að nota. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu ávallt reiðubúinn að taka afleið- ingum gjörða þinna. Vertu við öllu búinn, en láttu vera að hengja haus þótt ekkert gerist. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vinkona þín, eða jafnvel ókunnug kona, mun hugsanlega hjálpa þér á einhvern hátt í dag. Komandi vikur fela í sér vaxt- armöguleika. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Glaðværð er vanmetin þessa dagana, en ekki í huga þínum. Hafið augun opin því það er óvenjumikil hætta á alls konar óhöpp- um. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Við erum sem stjörnuryk og gull, söng Joni Mitchell fyrir margt löngu. Breytingarnar bíða handan hornsins og það skiptir öllu máli að standa sig þangað til. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert glaðlynd/ur og öll samskipti ganga vel bæði í starfi og einkalífi. Aðstæður eru að verða hagstæðari og þú veist hvað er framundan. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur eignast mikið af nýjum vinum undanfarið og ert að velta fyrir þér hvernig þú getir sinnt þeim. Sér fólk ekki hversu sjálf- stæð/ur þú ert? 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Framhaldsmenntun, útgáfu- starfsemi, lögfræði og ferðamál eru í brenni- depli hjá þér. Vertu þolinmóð/ur. Einvera í fal- legu umhverfi gerir þér bara gott. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Lukkan er fallvölt, við því skalt þú búast. Hristu af þér slenið, brettu upp erm- arnar og taktu til starfa. Hvernig væri að kaupa sér lottómiða í dag? 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinur þinn, sem er yngri en þú, gæti gefið þér góð ráð í dag. Hugur þinn er tilbúinn til að túlka slys sem uppgötvanir, mistök sem tækifæri, og rifrildi sem tækifæri til að þroskast. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu vera að ryðjast fram með hugmyndir þínar núna. Fyrr eða síðar kemur þinn tími, það er bara að bíða þolinmóður. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er eins og þú eigir eitthvað erfitt með að koma skoðunum þínum á framfæri við aðra. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki. ÍÚtvarpstíðindum birtist erindisem Bjarni Ásgeirsson, ráð- herra og þingmaður Framsókn- arflokksins flutti um þingvísur. Þar segir: „Þegar Hannes Hafstein varð ráðherra í síðara skiptið voru umbrot nokkur í landsmálum og þóttu ýmsum þær breytingar á þingi og stjórn koma nokkuð á óvart. Þá var kveðið: Hér var allt með öðrum svip fyrir ári um þetta leyti. En alltaf má fá annað skip og annað föruneyti. Þegar Ísafold birti mynd af Hannesi Hafstein í fyrsta sinn eftir að hafa verið í margra ára and- stöðu við hann og henni lengst af mjög harðri var þessi vísa gerð: Hér er það hið gamla goð, – gustur fer um víkina, – málað upp á ísuroð; – undarlegt með tíkina. Um það bil kom upp klofningur nokkur innan Heimastjórnar- flokksins á milli þeirra Hannesar Hafstein og Lárusar Bjarnasonar. Þeir sem helst þóttu fylgja Lárusi að málum voru alþingismennirnir Halldór Steinsen, Jón Jónsson dós- ent, séra Eggert á Breiðabólstað og Guðmundur Eggerz. Um það var þessi vísa kveðin: Hefir í seli í Halldóri, hjáleigu í dócenti, ínytjar í Eggerti, afurðir af Guðmundi. Jón Ólafsson skáld og ritstjóri orti: Hálfan fór ég hnöttinn kring og hingað kom ég aftur. Átti bara eitt þarflegt þing og það var – góður kjaftur. Þegar lög um síldarbræðslu á Siglufirði og Raufarhöfn voru sam- þykkt árið 1939 kom fram tillaga um að tiltekinn fjöldi starfsmanna við hinar nýju bræðslur skyldi vera skólapiltar. Pálmi Hannesson, rekt- or Menntaskólans í Reykjavík, átti þá sæti á alþingi og fylgdi þessari tillögu fast eftir. Þá var kveðið: Stjórnin hans Pálma er svo sterk og hörð að strákarnir drekka ekki að marki. Því sendir hann þá á Siglufjöð svo að þeir menntist í slarki. Jóhann Þ. Jósefsson var þing- maður Vestmannaeyinga. Ein- hverju sinni talaði hann lengi og af miklu kappi, bæði hátt og snjallt: Hamast röst um Heimaklett, hátt í gnípum syngur. Jagar þetta jafnt og þétt Jóhann landsynningur. Halldór Blöndal halldorblondal@sismnet.is Vísnahorn Um Hannes Hafstein og fleiri gamla og góða Í klípu „ÞETTA ERU FÍN TILÞRIF. FÓRU HORFNU PENINGARNIR SEM SAGT Í DANSTÍMA?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SKAL BORGA OG SEGJUM AÐ ÞETTA SÉ AFMÆLISGJÖFIN ÞÍNA“. Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... köldu fæturnir þínir á hlýju fótleggjunum hans. VOFF! AAAHHH! EF ÞÚ ERT HRÆDDUR VIÐ HÁVÆR HLJÓÐ, EKKI BÚA TIL HÁVÆR HLJÓÐ ÉG ER AÐ SNÚA AFTUR ÚR VÍKING TIL SKOT- LANDS, HELGA … HVERNIG GASTU LEYFT HONUM AÐ BERA ÞETTA ALLA LEIÐINA HEIM? ÉG VEIT HVERSU VIÐKVÆMUR HRÓLFUR ER UM ÓLÆSIÐ SITT! … OG ÉG KOM HEIM MEÐ ÞESSA VISKÍÁMU! VATN Víkverji veltir því oft fyrir sér áferðum sínum um landið að hann mætti oftar leggja lykkju á leið sína í stað þess að bruna á milli a og b eftir þjóðvegi eitt. Hvítserkur við Vatnsnes er einn af þeim stöðum, sem iðulega hefur verið ekið fram hjá með með þeim orðum að gaman væri að taka krók, en það yrði að bíða þangað til næst. x x x Þannig hefur þetta gengið þar til íliðnum mánuði að næst rann upp. Hvítserkur nefnist sérkenni- legur klettur, sem stendur í fjörunni í Húnafirði við Vatnsnes, skammt frá mynni Sigríðarstaðavatns. Klett- urinn er ataður í fugladriti og er lík- legt að hann dragi nafn sitt af því. Hvítt dritið liggur yfir honum eins og hvítur kyrtill eða serkur. x x x Það er með ólíkindum að þettanáttúrufyrirbæri skuli hafa staðist veður, vinda og sjávarföll og reyndar má ekki betur sjá en hann hafi fengið örlitla hjálp. Á einum stað hefur verið steypt upp í klett- inn. Fyrir ofan Hvítserk hefur verið gert bílastæði og smíðaður útsýn- ispallur. Hægt er að komast niður að klettinum og á fjöru má komast alla leið að honum. x x x Það er vel þess virði að leggjaeinnig leið sína eftir fjörunni í átt að Sigríðarstaðavatni. Þegar Víkverji nálgaðist mynni vatnsins sá hann hvar maður stóð og hafði stillt upp myndavél á þrífæti. Í fjörunni á móti reyndist sellátur. Þar lágu tug- ir sela og æpti félagi hans og gólaði til að ná athygli þeirra. Selirnir létu sér fátt um finnast, en veltu sér þó letilega og litu upp til að sjá hvaða fyrirbæri væru þarna á ferð. x x x Selirnir höfðu minna aðdráttaraflá ferðamennina. Sennilega er ástæðan sú að erfitt er að greina þá úr fjarska. Hindisvík á Vatnsnesi mun vera besti staðurinn til að sjá og skoða seli, en þangað fór Víkverji ekki í þessari ferð. Eitthvað verður að vera eftir til að skoða. vikverji@mbl.is Víkverji Munnur minn er fullur lofgjörðar um þig, af lofsöng um dýrð þína allan dag- inn. (Sálm. 71:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.