Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017 Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is ÖFLUGUR VINNUFÉLAGI Auðveldaðu þér vinnuna með góðum græjum Hleðsluborvél EY 74A2 PN2G32 Patróna: 13 mm Rafhlaða: 18V, 2 x 3,0 Ah Li-Ion KOLALAUS 1,8 kg ToughTool IP Verð: 39.200 kr. Hann kveðst ekki hafa ferðast mikið um landið áður en hann fór að vinna sem tónlistarmaður. „Tónlistin hefur hjálpað mér við að átta mig á fegurð landsins, ég gerði mér ekki grein fyrir henni fyrr en ég fór að ferðast um land- ið til þess að spila.“ Hann segir jafnframt að Íslendingar séu svo- lítið góðu vanir og átti sig ekki á hve magnað það sé að geta farið rétt út fyrir borgarmörkin til að dást að náttúrunni. „Það er svo gaman að taka rúnt um landið yfir sumartímann og vonandi verðum við heppnir með veður. Við erum hressir og vonum að fólk verði hresst með okkur í sumar,“ segir Valdimar að lokum. Nánari upplýsingar um dagsetn- ingar og miðasölu er að finna á tix.is. Ljósmynd/Hekla Dögg Ólafsdóttir Félagar Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn í sumarblíðunni. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Rokksveitin Atómstöðin snýr aftur eftir langt hlé á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi sem hefst í dag í Neskaup- stað. Atómstöðin leikur á föstudaginn, 7. júlí og það snemma, kl. 14 og degi síðar í Beitiskúrnum kl. 22. Reyndar heitir hljómsveitin núna Atomstation til einföldunar, að sögn forsprakka hennar, söngvarans og leikarans Guð- mundar Inga Þorvaldssonar. „Við ákváðum að vera bara með eitt nafn, þetta var orðið svo flókið. Við hétum „Atómstöðin/Atomstation“ á Spotify og Facebook og þetta var bara orðið eitthvað misheppnað. Við ætlum að heita opinberlega Atomstation en við verðum örugglega alltaf kallaðir At- ómstöðin á Íslandi sem er allt í lagi.“ Risin úr löngum dvala Atómstöðin var stofnuð árið 2003 og hefur sent frá sér tvær breiðskífur auk nokkurra smáskífna en síðasta plata, Exile Republic, kom út árið 2008. Sveitina skipa auk Guðmundar þeir Örn Ingi Ásgeirsson, Óttar Brans Eyþórsson, Hróbjartur Róbertsson og Prins Grímsson. Hljómsveitin sendi fyrir fáeinum dögum frá sér nýtt lag, „Ravens of Speed“, af væntanlegri breiðskífu, BASH, og rauf þar með níu ára út- gáfuhlé. Guðmundur er spurður að því hvers vegna hljómsveitin hafi legið svo lengi í dvala. „Það er vegna þess að Örn Ingi trommari fékk MS- sjúkdóminn og lá lengi milli heims og helju. Við áttum að spila á Iceland Airwaves árið 2008 og þangað voru mættir margir blaðamenn til að sjá okkur spila. Þá var ég fluttur til Eng- lands en kom heim og við æfðum. Daginn fyrir tónleika sagði Örn að sér liði svo illa, hann var alltaf að missa kjuðana og leið undarlega. Hann fór upp á spítala og læknarnir vildu ekki senda hann aftur heim. Þannig að ég þurfti bara að fara á giggið og segja að því miður gætum við ekki spilað,“ seg- ir hann. Guðmundur segist þá hafa verið fluttur til London og málin þróast þannig að lífið tók yfir, hljóm- sveitarmeðlimir eignast börn og fluttu út á land eða til útlanda. Örn hafi ekki haft heilsu til að leika áfram með sveitinni og því hafi hljómsveitin lagst í dvala. Orkan enn til staðar „Svo ákváðum við í fyrrasumar að prófa að hittast og telja í og þá kom í ljós að nóg var eftir af töfrunum. Við vorum bara komnir með fullt af lögum eftir nokkrar æfingar,“ heldur Guð- mundur áfram. Var þá ákveðið að ráð- ast í gerð nýrrar breiðskífu en þegar komið var að því að hefja upptökur komst hljómsveitin óvænt í samband við Scott Hackwith, bandarískan upp- tökustjóra í Los Angeles sem rekur hljóðverið Cassette Recordings og hefur starfað með stjörnum á borð við Iggy Pop og Ramones. Hackwith fékk sendar prufuupptökur með hljóm- sveitinni og leist vel á. „Hann sagði að þetta væri æðislegt stöff og akkúrat tónlist sem ætti að taka upp í LA, LA- rokk,“ segir Guðmundur og að hljóm- sveitin hefði flogið til LA í mars sl. Guðmundur segir flugferðirnar hafa kostað það lítið að ferðin hafi í raun borgað sig. „Svo er kannski enn mik- ilvægara að þegar menn eru komnir á þennan aldur, allir með fjölskyldu og vinnu og allt þetta, þá er tíminn það verðmætasta sem þú átt. Að vera saman í tíu daga í LA, enginn að fara að gæta barnanna sinna eða í vinnuna, var bara ómetanlegt,“ bætir hann við. Rokk í anda vesturstrandar „Við höfum alltaf verið mjög hrifnir af Guns N’ Roses, Stone Temple Pil- ots og þessari vesturstrandarsenu. Í gamla daga hlustaði maður á Poison og Mötley Crüe, öll þessi gömlu vest- urstrandarbönd, glysrokkið og allt þetta. Einhvern veginn virðist sá bræðingur sem verður til þegar þessir fimm menn í hljómsveitinni koma saman verða svolítið þannig, rokk og ról í þessum stíl,“ segir Guðmundur um tónlist Atomstation. BASH verði mun meira í þeim anda en platan sem Atómstöðin sendi síðast frá sér. „Við tókum þessa plötu upp á tíu dögum, vorum að laga eitt og annað en ég held að hún verði heilsteyptari og hrárra rokk og ról,“ segir hann. Upptöku- stjórinn Joshua Hawksley hafi tekið hljómsveitinni opnum örmum en hann er samstarfsmaður Scotts Hackwith. „Hawksley var nú maðurinn sem tók okkur meira upp, Scott var meira í því að hlusta og gefa álit. Joshua var á tökkunum og er algjörlega frábær gæi,“ segir Guðmundur. „Upphaflega ætluðum við bara að ná trommum, bassa og söng en hann vann bara svo hrikalega hratt og vel að við náðum gíturum og öðru með þessu.“ Guðmundur segir þá Hackwith og Hawksley afar öflugt teymi og að í hljóðverinu hafi mátt sjá merkileg tól og tæki, m.a. hljóðnema sem hann hafi fengið að syngja í og metinn er á 18.000 dollara. Græjurnar og hljóð- færin hafi skipt Hawksley miklu máli og hann m.a. útvegað sérstakt trommusett, Ugly, til að ná rétta hljóminum. „Eins og þú sérð á mynd- bandinu sem við tókum upp þá var helvíti gaman hjá okkur,“ segir Guð- mundur og vísar í myndband við lagið „Ravens of Speed“ sem finna má á YouTube. Sjón er sögu ríkari. Hrárra rokk og ról  Atomstation tók upp plötu með fyrrverandi upptökustjóra Ramones í Los Angeles  Ómetanlegt að fá tíu daga án truflana í LA  Spila á Eistnaflugi Í LA Félagarnir í Atómstöðinni, sem nú heitir Atomstation, í sólinni í Los Angeles í mars síðastliðnum. Tónlistarhátíðin Eistnaflug hefst í dag í Neskaupstað og stendur yfir í fjóra daga. Að vanda verður þungarokk þar í öndvegi, þótt finna megi léttara efni inn á milli. Stefán Magnússon, stofnandi og fram- kvæmda- stjóri hátíð- arinnar, segir að dagskráin í ár sé líklega betri en í fyrra. „Við erum að fá Sepult- ura-mennina á svæðið til að taka Roots-plötuna sem er goð- sagnakennd í heimi þunga- rokksins,“ segir hann um það sem hæst ber á dagskrá hátíð- arinnar í ár og á þar við bræð- urna Max og Igor Cavalera sem stofnuðu málmbandið Sepult- ura fyrir rúmum þremur áratug- um í Brasilíu. Cavalera-bræður eru þó langt frá því að flytja þyngsta rokkið á hátíðinni og nefnir Stefán ítölsku hljómsveitina Naga sem eina þá allra þyngstu. „Hún er bara beint frá helvíti!“ segir Stefán um Ítalina sem leika svartmálm. Stefán segir að Bandaríkjamennirnir í Neurosis séu þó öllu þyngri. „Þeir eru náttúrlega bara tonn af öskri,“ segir Stefán um þá. Og hvaða áhrif skyldi svona tónlist hafa á líkamsstarfsemi tónleikagesta? „Blóðrásin er stöðug á alla bestu staði líkamans, þetta er ótrúleg hljómsveit,“ svarar Stefán. Af öðrum merkum rokk- sveitum hátíðarinnar nefnir Stefán The Dillinger Escape Plan frá Bandaríkjunum og ís- lenskar sveitir sem margar hverjar eru með nýjar breið- skífur í farteskinu, m.a. Ham, Brain Police og Sólstafi. Frekari upplýsingar um hátíð- ina, dagskrá hennar og hljóm- sveitir má finna á vefsíðu henn- ar, eistnaflug.is. Málmur beint frá helvíti EISTNAFLUG HEFST Í DAG Stefán Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.