Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í gær að ríkið væri orðið kjarnorku- veldi, en norðurkóreski herinn skaut upp eldflaug skammt frá Panghyon- flugvellinum í fyrrinótt. Ferli langdrægu eldflaugarinnar (e. ICBM) var fylgt eftir með viðhöfn í norðurkóreska ríkissjónvarpinu. Greindi fréttaþulurinn þar meðal annars frá því að eldflaugin hefði náð rúmlega 2.800 kílómetra hæð yfir sjávarmáli og hefði flogið 933 kíló- metra á 39 mínútum áður en henni var beint í Japanshaf, innan 200 sjó- mílna efnahagslögsögu Japans. Eldflaugin var sögð hafa drægi til þess að bera kjarnaodda á milli heimsálfa og gat hún því samkvæmt upplýsingum norðurkóreska ríkis- sjónvarpsins hitt skotmörk hvar sem er í heiminum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var þá sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Stafar ekki ógn af flauginni Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Rússlandi fullyrtu hins vegar að flaugin væri einungis meðaldræg og að íbúum þeirra ríkja stafaði ekki ógn af flauginni. Norður-Kóreumenn hafa áratug- um saman ekki farið dult með þá fyr- fundur leiðtoga G-20 ríkjanna í Ham- borg í Þýskalandi síðar í vikunni þar sem meðal umfjöllunarefna verða mögulegar aðgerðir gegn vopnavæð- ingu norðurkóreskra yfirvalda. telja sér stafa af Bandaríkjunum. Ólíklegt er talið að tilviljun hafi ráðið því að eldflauginni var skotið upp að morgni 4. júlí, á þjóðhátíð- ardegi Bandaríkjanna. Þá hefst irætlun sína að koma sér upp lang- drægum eldflaugum, sem borið geta kjarnaodda. Segja stjórnvöld í Pyongyang að það sé nauðsynlegt til að mæta þeirri innrásarógn sem þau N-Kórea kjarnorkuveldi  Skutu langdrægri eldflaug í efnahagslögsögu Japana á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna  Fullyrða að flaugin geti hitt skotmörk hvar sem er í heiminum AFP Eldflaug Stjórnvöld í Norður-Kóreu skutu á loft eldflaug sem náði rúmlega 2.800 kílómetra hæð yfir sjávarmáli og flaug 933 kílómetra á 39 mínútum áður en henni var beint í Japanshaf, innan 200 sjómílna efnahagslögsögu Japans. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ítalska lögreglan hóf í gær umfangs- miklar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi á sunnanverðum Ítalíuskaga. Tóku meira en þúsund lögreglumenn þátt í aðgerðunum, sem beindust einkum að ’Ndrang- heta-mafíunni svonefndu. Þyrlur, leitarhundar og lögreglu- lið, sem sérþjálfað er í að finna neð- anjarðarbyrgi og aðra felustaði, tók þátt í aðgerðunum. Í tilkynningu lög- reglunnar kom fram að 116 manns úr 24 mismunandi glæpafjölskyldum hefðu verið teknir fastir, en þeirra bíður ákæra fyrir þátttöku í glæpa- starfsemi, fjárkúgunum, svikum, brotum á vopnalögum og fleiri af- brotum. Hafa fært út kvíarnar Helsta vígi ’Ndrangheta-mafíunn- ar er í Kalabríu-héraði sem kallast mætti „táin“ á Ítalíuskaga. Hún hef- ur hins vegar á síðustu árum seilst norður á bóginn, og meðal annars hafið glæpastarfsemi sína í öðrum Evrópuríkjum. Þá hefur ’Ndrangheta-mafían orð- ið ofan á í samkeppni við aðrar mafí- ur, eins og hina vel þekktu Sikileyj- armafíu, og er ástæða þess rakin til þess að ’Ndrangheta-menn hafi náð yfirhöndinni á fíkniefnasmygli, eink- um á kókaíni, frá ríkjum rómönsku Ameríku. Skipulögð glæpastarfsemi hefur löngum verið vandamál á Ítalíu, en í maí síðastliðnum var glæpaforinginn Giuseppe Dainotti myrtur á götu úti í Palermo, höfuðborg Sikileyjar. Hófu aðgerðir gegn mafíunni  116 manns úr 24 fjölskyldum hand- teknir í gær AFP Mafíumorð Skipulögð glæpastarf- semi hefur verið vandamál á Ítalíu. Yfirvöld í Hanoi, höfuðborg Víet- nams heita því að mótorhjól verði bönnuð í borginni fyrir árið 2030. Þetta verður gert til þess að létta á umferðartöfum og halda aftur af mengun. Borgaryfirvöld segja að mótor- hjólum fjölgi óæskilega hratt og því muni umferð og mengun einungis versna. Áætlanirnar voru sam- þykktar af 95 borgarfulltrúum af 96 og verður bannið sett í fram- kvæmd í stærstu hverfum borgar- innar. Einnig verða almennings- samgöngur efldar til muna. Íbúar Hanoi eru um sjö milljónir. Þar eru yfir fimm milljónir mótor- hjóla en einungis hálf milljón bíla. VÍETNAM Banna mótorhjólin fyrir árið 2030 Umferð Mótorhjól eru í meirihluta. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópu- sambandsins, brást reiður við í gær þegar hann hugðist kynna skýrslu sam- bandsins um for- sætisár Möltu, þar sem af 751 þingmanni voru einungis um 30 mættir til vinnu. „Evrópuþingið er fáránlegt, algjörlega fáránlegt“ sagði Juncker úr ræðustól þings- ins. Eftir snörp orðaskipti þeirra á milli Junckers og Antonio Tajani, forseta þingsins, sem sagði að þingið væri „ekki fáránlegt“, strunsaði Juncker út og sagði að hann myndi aldrei aftur taka þátt í svona fundi. EVRÓPUSAMBANDIÐ Strunsaði út úr hálftómum þingsal Vígasveitir sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna hafa brotið sér leið í gegnum borgarmúra gömlu miðborgarinnar í Raqqa í Sýrlandi, einu höfuðvígi Ríkis íslams. AFP-fréttastofan hefur eftir tals- mönnum Bandaríkjahers að með þessu hafi orðið þáttaskil í barátt- unni gegn Ríki íslams. Aukin kraftur í sókn Írakshers, Bandaríkjahers og bandamanna þeirra gegn samtökunum í írösku borginni Mósúl þykir veikja stöðu hryðjuverkasamtakanna enn frekar. Ríki íslams náði Raqqa á sitt vald árið 2014 og lýsti þá borgina höfuð- borg kalífadæmis síns. Talið er að um 2.500 vígamenn samtakanna reyni nú að verja borgina, en margar af blóðugustu opinberu aftökum Rík- is íslams hafa verið framkvæmdar í Raqqa. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað lýst þungum áhyggjum af hlutskipti allt að 100.000 óbreyttra borgara, sem talið er að enn séu innikróaðir í borginni. urdur@mbl.is Þáttaskil í baráttunni gegn Ríki íslam í Sýrlandi AFP Raqqa Borgin hefur verið undir valdi Ríkis íslams síðan árið 2014.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.