Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 12
Unnendur raftónlistar gleðjast um
þessar mundir en íslenska tónlist-
arhátíðin Extreme Chill Festival verð-
ur haldin helgina 6.-9. júlí næstkom-
andi. Um er að ræða fjögurra daga
hátíð þar sem þemað verður leynd-
ardómsfullt ferðalag um hina raf-
rænu Reykjavík.
Hátíðin mun fara fram á sex mis-
munandi stöðum í borginni og eru
þeir Húrra, Fríkirkjan í Reykjavík, Bíó
Paradís, Mengi, Lucky Records og
Miðgarður Center-Hotels. Fjöldi
þekktra listamanna mun koma fram,
jafnt erlendir sem íslenskir, sem
munu sameina krafta sína á hátíðinni
og má þar nefna The Orb, Chri-
stopher Chaplin, Gyða Valtýsdóttir,
Sigrún Poco Apollo, Stereo Hypnosis
og fleiri. Þá mun Bíó Paradís sýna
heimildamyndina *Lunar Orbit* sem
unnið hefur til fjölda verðlauna um
heim allan.
Dagskrána má finna á við-
burðasíðu hátíðarinnar á Facebook
og eru miðar seldir annars vegar á
midi.is og við hurð á fyrrnefndum
stöðum sem tónleikar fara fram.
Tónlistarhátíð fyrir unnendur raftónlistar í Reykjavík
Rafmögnuð Reykjavíkurborg
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Hátíð Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram um helgina.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is
OPEL Á ÍSLANDI ReykjavíkTangarhöfða 8
590 2000
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18
Laugardaga frá 12 til 16
Verið velkomin í reynsluakstur
opel.is | benni.is
1,6 dísel ECOFLEX notar aðeins 6,1l/100 kmmiðað við blandaðan akstur.
Birt með fyrirvara um villur ogmyndabrengl.
9 MANNS Í SÆTI
- GÓÐAN
DAGINN!
Opel Vivaro- verð m/vsk.
KR. 5.190.000
VIVARO - TIL AFHENTINGAR STRAX !
EKKI ÞÖRF Á MEIRAPRÓFI!
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta var mikil tónlistar-veisla, enda erum við söng-elsk fjölskylda og lögðumokkar af mörkum í söngn-
um í brúðkaupinu,“ segir Ingibjörg
Erlingsdóttir en í brúðkaupi dóttur
hennar, Erlu Vinsýjar, og Kristins
Björns Sigfússonar fyrr í sumar
steig hver fjölskyldumeðlimurinn á
fætur öðrum fram og tók lagið.
„Dætur mínar, sem eðli málsins
samkvæmt eru líka systur brúðar-
innar, sungu í þessu brúðkaupi.
Birta Rós söng einsöng í kirkjunni
við athöfnina, en brúðkaupið var í
Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð.
Freyja söng í kirkjunni dúett með
Arnari Jónssyni en hann er giftur
bróðurdóttur minni Hólmfríði (Hófí)
Samúelsdóttur,“ segir Ingibjörg og
bætir við að Arnar hafi sungið lag
eftir Hófí í síðustu undankeppni fyr-
ir Júróvisjón.
„Systurnar Hófí og Gréta, dæt-
ur Samúels bróður míns, sungu líka
dúett við athöfnina í kirkjunni, en
þær sömdu sjálfar það brúðkaups-
lag, sem þær hafa sungið í mörgum
brúðkaupum.“ Tríó Birtu Rósar
söng einnig við athöfnina í kirkjunni,
en það er skipað Birtu Rós, fyrr-
nefndri dóttur Ingibjargar, einni
frænku og annarri vinkonu.
„Þær hafa sungið heilmikið
saman og unnu söngkeppni Fjöl-
brautaskóla Suðurlands síðastliðið
haust og urðu í öðru sæti í sömu
keppni haustið á undan. Tríóið tók
einnig að sér að vera með prógramm
þegar fólkið var að koma til brúð-
kaupsveislunnar og fá sér fordrykk
og forrétt, þá sungu þær þrjár eins
og englar.“
Rottweilerhundur ærði gesti
með óvæntri innkomu sinni
Þetta var alvörusveitabrúð-
kaup, ekki aðeins með miklum söng
heldur var líka dansað fram á nótt.
„Þegar leið á brúðkaupsveisl-
una steig á svið hljómsveit sem lék
fyrir dansi og hún var skipuð fjöl-
skyldumeðlimum. Það vantaði
bassaleikara í hljómsveitina svo ég
skellti mér í það hlutverk. Systur-
sonur minn, sem kom beint í brúð-
kaupið frá Svíþjóð, steig óundir-
búinn á svið og gekk til liðs við
hljómsveitina, söng og spilaði með,“
segir Ingibjörg og bætir við að eðli
málsins samkvæmt hafi brúðurin,
Erla Vinsý, haldið sig til hlés á með-
an sungið var fyrir hana og brúð-
gumann.
„En hún tók meðal annars að
sér að syngja í brúðkaupi mínu fyrir
fjórum árum, en þar sungu allar
dætur mínar,“ segir Ingibjörg og
bætir við að í brúðkaupinu núna hafi
verið sýnt myndband frá gæsa-
partíinu þar sem farið var með Erlu
Vinsý í stúdíó og þar hafi hún rappað
texta sem saminn var við lag
Emmsjé Gauta. Brúðkaupsgestir
fengu því að njóta söngs brúð-
arinnar líka.
Erpur Eyvindarson, hinn víð-
frægi Rottweilerhundur og rappari,
er náfrændi brúðarinnar og hann
kom fram sem leynigestur þegar leið
á kvöldið og þá trylltist allt. „Það var
tekið verulega á því í dansi og söng á
gólfinu þá, þetta var mikið fjör og
djammað fram á nótt. Flestir gistu,
Mamma á bassanum
og systurnar sungu
Söngur og tónlistarflutningur skiptir miklu máli í brúðkaupum og verður enn
persónulegri þegar flytjendur eru tengdir þeim sem sungið er fyrir blóðböndum.
Systur brúðarinnar, frænkur hennar, mamma, mágar, frændur og fleiri stigu á
pall í sannkölluðu sveitabrúðkaupi Erlu Vinsýjar og Kristins Björns. Dansað var
fram á rauðanótt og allt trylltist þegar Erpur frændi rappaði fyrir gestina.
Eitursvöl Ingibjörg spilar á bassann í danshljómsveitinni í brúðkaupinu.
Engar sannanir eru fyrir því að
nokkuð geti komið í veg fyrir Alz-
heimer. Þó er hægt að gera nokkrar
einfaldar æfingar til þess að hægja
á sjúkdómnum, segja sérfræðingar.
Meðal annars að hafa stjórn á blóð-
þrýstingnum, hreyfa sig reglulega
og gera einfalda hugarleikfimi
reglulega.
Þessar æfingar geta annars vegar
minnkað líkurnar á að einstaklingur
fái Alzheimer, og hins vegar hægt á
ferlinu. Þetta er niðurstaða banda-
rískrar sérfræðinefndar sem hefur
rannsakað sjúkdóminn og kemur
fram á vef BBC. Dr. Ronald Petersen
sagði lítið mark takandi á hinum og
þessum auglýsingum sem dynja á
fólki um undralyf við Alzheimer. Af
þeim skýrslum og rannsóknum sem
nefndin hefði rýnt í hefðu flestar
þeirra leitt í ljós að þetta þrennt
skilar bestum árangri í baráttunni
við sjúkdóminn.
Hægt að hægja á framgangi Alzheimer
Reuters
Alzheimier Sjúkdómurinn leggst alla jafna á eldra fólk. Ekki er til lækning.
Æfingar gegn Alzheimer