Morgunblaðið - 15.07.2017, Page 4

Morgunblaðið - 15.07.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Lyfjaútgjöld á tauga- og geðlyfjum er áfram stærsti útgjaldaflokkur Sjúkratrygginga Íslands, en staðtöl- ur fyrir árið 2016 voru nýlega birtar á vef Sjúkratrygginga. Nema út- gjöldin fyrir árið 2016 tæpum 2,6 milljörðum króna en kostnaður hef- ur þó lækkað um 192 milljónir frá 2015. Helstu ástæður þess að kostn- aður hefur lækkað eru þrjár, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem bár- ust frá Sjúkratryggingum Íslands við fyrirspurnum Morgunblaðsins. Fyrst er það að reglum hefur ver- ið breytt, þ.e. nú er hin almenna regla sú að í ýmsum geðrofslyfjum og þunglyndislyfjum er aðeins ódýr- asta lyfið niðurgreitt, hafi tvö eða fleiri lyf sambærilega verkan. Kostn- aður sjúkratrygginga vegna þung- lyndislyfja hefur lækkað um rúm- lega helming eftir að þessi nýja regla var innleidd, segir í upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Önnur ástæðan er sú að verð margra lyfja hefur lækkað umtalsvert á síðustu árum, og má rekja það til samheita- lyfja. Þá er þriðja ástæðan fyrir lækkandi kostnaði sú að gengi krón- unnar hefur styrkst, sem skilar sér snögglega í lægra lyfjaverði, segir í upplýsingum frá Sjúkratryggingum. Fleiri stórir lyfjaflokkar hafa einnig lækkað í kostnaði, s.s. melt- ingarfæra- og efnaskiptalyf, og hjarta- og æðasjúkdómalyf. Hefur lækkun í þessum tveimur flokkum verið mun meiri en í flokki tauga- og geðlyfja. Þar af leiðandi sker kostn- aður við tauga- og geðlyf sig mun meira úr en áður, segir í upplýsing- unum. Blóðlyf hafa sjöfaldast Athygli vekur hve mikið kostn- aður við blóðlyf, s.s. blóðþynning- arlyf, hefur aukist. Hækka útgjöld þessa lyfjaflokks um 23% frá árinu 2015, og hefur kostnaðurinn nánast sjöfaldast frá árinu 2007. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands er hækkunin vegna þess að ný lyf hafa leyst eldri af hólmi, og eru nýju lyfin dýrari en forverar þeirra. Hins vegar hafa nýju lyfin þá kosti að minna eftirlit þarf með sjúk- lingum, t.d. þurfa þeir ekki að mæta í eins margar rannsóknir og mælingar til þess að vakta virkni nýja lyfsins. Kostnaðarsamasti lyfjaflokkur ársins 2016 er örvandi lyf, sem notuð eru við ADHD og til eflingar á heila- starfsemi. Er kostnaðurinn 799 milljónir fyrir árið 2016 og hækkar um 33 milljónir frá árinu áður. Notk- un örvandi lyfja hefur einnig aukist milli áranna 2015 og 2016, eða um 18% sé notkunin mæld í skil- greindum dagskömmtum (DDD). Notkun á sterkum verkjalyfjum, ópíóíðum, hefur aukist síðustu ár. Kostnaður sjúkratrygginga á ópíóíðum hækkaði um 12 milljónir árið 2016. Ávísunum á sterk verkja- lyf, s.s parkódín forte og oxycontin, hefur fjölgað og er það mikið áhyggjuefni, segir á vef Embættis landlæknis. Varðandi þunglyndislyf, flogaveikislyf og geðrofslyf hefur kostnaður Sjúkratrygginga Íslands minnkað en notkun lyfjanna hefur aukist. Óveruleg aukning er í notkun svefnlyfja (N05C). Notkunin hefur ekki áhrif á kostnað Sjúkratrygg- inga þar sem svefnlyf eru greidd af einstaklingum sjálfum. Þá hefur ein- staklingum sem eru á stórum skömmtum af svefnlyfjum og róandi lyfjum fækkað á milli ára, segir á vef Embættis landlæknis. Lyfjastofnun greindi nýlega frá því að svefn- lyfjanotkun Íslendinga væri mun meiri en annars staðar á Norð- urlöndum. Segir á vef Lyfjastofnunnar að Ís- lendingar hafi notað 68,4 skilgreinda dagskammta á hverja 1.000 íbúa á dag (DTD) af lyfjum í flokki svefn- lyfja og slævandi lyfja árið 2016. Notkun svefnlyfja í Svíþjóð með sömu skilgreiningu (DTD) var 51,4 árið 2016, 44,8 í Noregi og 19,7 í Danmörku. Dönsk heilbrigðisyf- irvöld hafa unnið ötullega að því und- anfarin ár að draga úr notkun svefn- lyfja og slævandi lyfja. Hefur sú vinna með því m.a. að auka upplýs- ingar til almennings og herða reglur um endurnýjun lyfseðla borið góðan árangur. Lækkandi útgjöld en mikil notkun  Lægra verð og styrking krónunnar meginþáttur lækkandi útgjalda  Örvandi lyf við ADHD er kostnaðarsamasti lyfjaflokkurinn  Notkun svefnlyfja rúmlega tvöfalt hærri á Íslandi en í Danmörku Lyfjaútgjöld Sjúkratrygginga Íslands Dæmi um kostnaðarsama lyfjaflokka 2014–2016, í milljónum króna 800 700 600 500 400 300 200 100 0 2014 2015 2016 Örvandi lyf, lyf notuð við ADHD og lyf sem efla heilastarfsemi Ópíóíðar Þunglyndislyf Geðrofslyf Flogaveikilyf Lyfjaútgjöld eftir lyfjaflokkum 2007–2016 Milljónir króna 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Hjarta- og æðasjúkdómalyfBlóðlyf Tauga- og geðlyf Meltingarfæra- og efnaskiptalyf Öndunarfæralyf „Hefurðu séð Arnarfjörðinn?“ spurði Anton Helgason hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, sem telur það vera smávægilegt mál þó að einstaka bóndi tæmi haug, skólp eða seyru út í sjó, þó að vissulega sé það ólöglegt. Anton segir sjóinn taka vel við, Arnarfjörðurinn sé stór og hann hefur ekki miklar áhyggjur af mynd sem árvökull vegfarandi tók á leið sinni um fjörðinn nýver- ið. Myndin sýnir mann sem virðist vera að tæma mykju eða saur úr tanki niður í fjöru og út í fjörðinn. Anton nefnir að það komi fyrir að þrær fyllist hjá bændum áður en skólpbíllinn kemur að sunnan að tæma þær, en það sé gert á tveggja ára fresti. Hann telur þó ekki þörf á að fjölga ferðum bílsins. Þrærnar geti stundum fyllst áður en bíllinn kemur og hvað geri bændur þá? ernayr@mbl.is Tæmt úr haugsugu út í sjóinn í Arnarfirði  Ólöglegt en smávægilegt, segir heilbrigðiseftirlitið Haugsuga Mykju eða saur dælt niður í fjöru og út í Arnar- fjörð, sem vegfarandi varð vitni að á ferð sinni nýverið. Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is „Það sem við höfum bent á, ekki síst ég sem setti fram þetta frumvarp sem veiðigjöldin eru reiknuð út frá, er að vandinn við þau er sá að það er verið að nota of gamlar tölur,“ segir Sig- urður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra birti í fyrradag reglugerð um veiðigjöld fyrir kom- andi fiskveiðiár. Samkvæmt henni er áætlað að gjaldið verði á bilinu tíu og hálfur til ellefu milljarðar króna, sem væri ríflega tvöföldun síðan í fyrra. „Þetta tal ráðherra og ýmissa í rík- isstjórninni um að það þyrfti að snar- hækka veiðigjöldin frá því í fyrra virt- ist vera tal þeirra sem ekki þekktu hvernig veiðigjöldin virkuðu.“ Sigurð- ur Ingi segir vandamálið mun stærra nú. „Bolfiskvinnslan í heild sinni, ekki síst minni fyrirtækin, mun ekki geta greitt snarhækkað veiðigjald vegna meðal annars lækkandi fiskverðs og hækkandi gengis krónunnar.“ Sigurður Ingi segir að að öllu óbreyttu þurfi ráðherra og ríkis- stjórnin að koma fram með hugmynd- ir um hvernig þau ætli að leysa vanda minni útgerðanna í stað þess að hrópa húrra yfir því að nú sé búið að hækka veiðigjöldin. Sigurður Ingi segir það hafa legið fyrir allan tímann að þörf sé á að finna leið til að veiðigjöldin endurspegli betur afkomu í rauntíma. „Ef núver- andi ríkisstjórn og ráðherra bregðast ekki við þessu verða stór tíðindi á því sviði á næstu mánuðum,“ segir hann. Engin samúð með stórútgerð Lilja Rafney Magnúsdóttir, þing- maður Vinstri-grænna, tekur í sama streng og Sigurður Ingi og segir að veiðigjöldin ættu að endurspegla af- komuna hverju sinni. „Því miður stöndum við frammi fyrir því að það er verið að taka mið af gömlum upp- lýsingum um afkomu í greininni. Heilt yfir er það ekki gott,“ segir Lilja Rafney. „Samúð mín liggur ekki hjá stór- útgerðinni, sem hefur haft gríðarlega góða afkomu, og ég tel að hún hafi fulla burði til þess að greiða þetta veiðigjald. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af minni og meðalstórum útgerðum sem eru ekki á sama stað og þessir stóru aðilar sem hafa miklar aflaheimildir.“ Lilja Rafney segir að allar upplýsingar um afkomuna þurfi að liggja fyrir til þess að byggja á ákvörðunartöku um veiðigjöldin. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur, landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðherra, við vinnslu fréttarinn- ar, en að sögn Páls Rafnars Þor- steinssonar aðstoðarmanns hennar er hún komin í sumarfrí. Ekki tími fyrir húrrahróp  Bolfiskvinnslan mun ekki geta greitt snarhækkað veiðigjald  Ráðherra er í sumarfríi og tjáir sig ekki  Miklar áhyggjur af minni og meðalstórum útgerðum Sigurður Ingi Jóhannsson Lilja Rafney Magnúsdóttir Júlímánuður hefur verið óvenju- svalur á höfuðborgarsvæðinu ef miðað er við síðustu 10-15 ár. Þetta segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Ís- lands. Sé hitinn hins vegar borinn saman við lengra tímabil er hita- stig í meðallagi enda hafa síðustu ár verið hlýrri en gengur og ger- ist. Sólskinsstundir það sem af er mánuði eru einnig í meðallagi og munar þá mest um sólskinsdagana þrjá sem borgarbúar nutu frá sunnudegi til þriðjudags. Spáin fyrir næstu daga er ekki beysin. Von er á lægðagangi um helgina og talsverðri rigningu eftir helgi. Þá er allhvössum vindi spáð við suðausturströndina í dag og öku- mönnum ráðlagt að hafa varann á. Vonir standa þó til að veðrið batni eitthvað upp úr miðri næstu viku en hlýrra loft virðist vera í kort- unum. Hæsta hita sumarsins var náð í maí þegar 23,7 gráður mældust í Bakkagerði við Borg- arfjörð eystri. alexander@mbl.is Svalur júlí í borginni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.