Morgunblaðið - 15.07.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 15.07.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Í vikunni var sagt frá nýrri könn-un sem staðfesti langa röð fyrri kannana um að Íslendingar hefðu ekki áhuga á að ganga í Evrópu- sambandið. Af þeim sem afstöðu tóku voru 62% andvíg inngöngu. 32% af heildinni voru mjög andvíg inngöngu en aðeins 11% mjög fylgjandi. Það er því óhætt að segja að stærstur hluti þjóðarinnar áttar sig á göllum ESB og kostum fullveldisins.    En Íslendingar eru ekki einir umað hafa efasemdir um ESB. Í Viðskiptablaðinu var í vikunni for- vitnileg úttekt á afstöðu íbúa ESB til sambandsins.    Spurt var hvernig miðaði ogflestir, 60%, sögðu að það mið- aði í ranga átt, en aðeins 31% taldi ástandið fara batnandi. Og dap- urlegt var að sjá að 56% töldu að börnum þeirra myndi vegna verr en þeim sjálfum, en aðeins 16% voru gagnstæðrar skoðunar.    Einnig kom fram að 81% taldimjög mikinn eða nokkuð mik- inn vanda stafa af ólöglegum inn- flytjendum, þar af töldu 50% vand- ann mjög mikinn. Og meira en 80% telur ESB standa sig illa í glímunni við flóttamannavandann.    Þá sögðust aðeins 64% aðspurðravilja vera áfram í ESB, 27% vildu fara en 9% voru óviss. Og stór hluti íbúa ESB, þriðjungur, telur að sambandið verði ekki til í núver- andi mynd eftir tíu ár.    Þetta er athyglisvert í ljósi þessað öll pólitíska elítan í ESB- ríkjunum styður sambandið heils- hugar og sama er að segja um flesta fjölmiðla. Íslendingar ekki einir um efasemdir STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 10 alskýjað Akureyri 15 skýjað Nuuk 5 rigning Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 19 skýjað Brussel 18 léttskýjað Dublin 19 skýjað Glasgow 15 rigning London 19 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 20 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt Vín 22 skýjað Moskva 20 léttskýjað Algarve 29 heiðskírt Madríd 39 heiðskírt Barcelona 26 skýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 20 alskýjað New York 19 rigning Chicago 19 skýjað Orlando 31 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:43 23:26 ÍSAFJÖRÐUR 3:09 24:09 SIGLUFJÖRÐUR 2:50 23:54 DJÚPIVOGUR 3:04 23:04 Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Fullt var út úr dyrum á afmælistón- leikum Jón Halls Ingólfssonar og eiginkonu hans, Aðalbjargar Þ. Sig- fúsdóttur, sem haldnir voru í sam- komuhúsinu Miðgarði í Skagafirði í fyrrakvöld. Jón Hallur verður 60 ára á þessu ári, Aðalbjörg 50 ára og þá fagna þau 20 ára brúðkaupsafmæli á árinu. Einnig voru þetta styrktart- ónleikar fyrir Jón Hall sem glímir við krabbamein. „Þetta var alveg einstök stund. Það er meiriháttar samhugur hérna í þessu samfélagi. Maður er svo heppinn að búa í samfélagi sem styð- ur við bakið á manni þegar eitthvað bjátar á.“ sagði Jón Hallur í samtali við Morgunblaðið. Hann segir fleiri hafa mætt en hann átti von á. „Við hugsuðum þetta fyrst sem litla stofutónleika en áttuðum okkur fljótt á því að við þyrftum líklega að stækka stofuna.“ Skagafjörður er þekktur fyrir mikið tónlistarlíf og því þurfti ekki að sækja tónlistarfólk kvöldsins langt. Orkan var áþreifanleg „Hér býr mikið af hæfileikaríku fólki, bæði hljóðfæraleikarar og söngvarar af öllum árgerðum, sú yngsta sem kom fram var 9 ára göm- ul. Svo voru Álftagerðisbræður þarna, Justin Bieber á ekkert í þá.“ Jón Hallur var sjálfur með ýmis skemmtiatriði og að sögn viðstaddra skemmtu allir sér konunglega. „Ein- hvern veginn fær maður einhvern aukakraft til þess að leggja af stað, og gera sitt. Það voru allir tilbúnir til þess að gefa af sér og þiggja. Ég er búinn að standa á þessu sviði sjálfur í fjöldamörg ár, hef verið kynnir á samkomum og sungið með Heimi en þessi stund var öðruvísi. Mér fannst orkan vera næstum áþreifanleg, eins og ég gæti einhvern veginn með- höndlað hana og mótað hana að vild.“ Jón Hallur glímir sem áður seg- ir við krabbamein, en það hefur síð- ur en svo dregið úr lífsgleði hans. „Ég horfi svolítið til hans Stefáns Karls leikara. Við erum að glíma við það sama. Hann hefur landið og jafnvel heiminn með sér, sem er mjög gott og er mikið stuðningsnet fyrir hann. Mér finnst ég hins vegar ekkert standa síður að vígi með mitt samfélag hér í Skagafirðinum. Þó að ég sé ekki með landið og miðin er ég með samfélagið mitt sem ég þekki út og inn og hef starfað í síðastliðin 40 ár. Fyrir mér er Skagafjörður á við heimssamfélag.“ Þakklæti efst í huga Jón Hallur segir kvöldið hafa heppnast eins vel og best varð á kos- ið. Dóttir þeirra Aðalbjargar, Krist- veig Anna, sem fagnaði 23 ára af- mæli sínu þetta kvöld, kom foreldrum sínum rækilega á óvart. „Hún söng í fyrsta skipti fyrir fullu húsi og vel það. Söng þarna með Sig- valda og negldi lagið Hringrás lífsins úr teiknimyndinni Konungur ljón- anna. Ég vissi að hún gæti sungið en mér datt ekki í hug að þetta yrði nið- urstaðan.“ Spurður hvað sé efst í huga hans eftir þetta kvöld stendur ekki á svari: „Efst í huga okkar Aðalbjargar er þakklæti til þeirra sem mættu og auðvitað alls þessa frábæra fólks sem tók þátt. Það er eins og margir hafa sagt: Þið Skagfirðingar kunnið þetta. Þið kunnið að búa til skemmt- un og þið kunnið að skemmta ykkur. Ég tel mig vera fæddan undir heilla- stjörnu. Ég er fæddur á Íslandi og ég er fæddur í Skagafirði. Ég get ekki óskað mér neins betra.“ Ljósmyndir/Gylfi Jónsson Gleði Skagafjörður iðar af tónlistarlífi. F.v. Íris Olga Lúðvíksdóttir, Gunnar Rögnvaldsson, Jón Hallur Ingólfsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson. „Meiriháttar samhugur í þessu samfélagi“  Fögnuðu 50 og 60 ára afmæli og 20 ára brúðkaupsafmæli fyrir fullu húsi Skemmtun Jón Hallur skemmti gestum með hinum ýmsu uppákomum. Ástfangin Hjónin Jón Hallur og Aðalbjörg nutu kvöldsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.