Morgunblaðið - 15.07.2017, Page 11

Morgunblaðið - 15.07.2017, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Kringlunni 4c – Sími 568 4900 40% afslátturaf öllum vörum ÚTSALAN enn í fullum gangi ÚTSALA 40% Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn 40-50% afsl. Skipholti 40-70% afsl. Laugavegi Skoðið Facebook.laxdal.is Laugavegi 63 • Skipholt 29b S: 551 4422 SUMARÚTSALA Jakkar - frakkar - kápur Gerry Weber – Betty Barclay MEIRI AFSLÁTTUR Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist ekki sjá ástæðu til að ræða innan sambandsins hlutafjárkaup Arons Einars Gunnarssonar lands- liðsfyrirliða í heilsulindinni Bjór- böðunum. Aron Einar festi kaup á tíu prósenta hlut í heilsulindinni, þar sem gestir liggja í körum sem fyllt eru með bjór, en þar er einnig boðið upp á bjór til drykkju. Bjórböðin eru á Árskógssandi og voru opnuð í byrjun sumars. Forsvarsmenn bruggverksmiðjunnar Kalda stóðu fyrir verkefninu. Guðni segir að KSÍ hafi ekki formlega afstöðu til málsins og að ekki gildi reglur eða tilmæli um fjárfestingar leikmanna, inntur eftir viðbrögðum með hliðsjón af hlutverki knattspyrnusambands- ins. „Þetta eru nýjar fréttir, þannig að við höfum ekki tekið formlega afstöðu til þess. Hann er auðvitað fyrirliði landsliðsins, en ég held að við höfum ekki sett neinar reglur hvað þetta varðar. Það eru ekki neinar reglur sem hægt er að vísa til varðandi fjárfestingar og slíkt,“ segir hann. Lítil afskipti af einkamálefnum Guðni segir að afskipti KSÍ af einkamálefnum leikmanna séu lítil. „Við höfum ekki verið að skipta okkur af. Þetta fyrirtæki fylgir auðvitað landslögum og það er heldur lítið sem við getum skikkað leikmenn okkar til að gera í þessum efnum,“ bætir hann við og segir að þessi mál hafi ekki komið til um- ræðu að sér vitandi. Ljósmynd/Bjórböðin Bjórböðin Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, í bjórböðunum. Engar reglur um fjárfestingar  Fyrirliðinn fjárfesti í Bjórböðunum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, ber enga fjárhagslega áhættu af miðasölu á leik West Ham og Man- chester City, The Super Match, sem leikinn verður á Laugardalsvelli klukkan tvö 4. ágúst, sem er föstu- dagurinn fyrir verslunarmannahelg- ina. Miðasala hefur farið hægt af stað, en völlurinn tekur 9.800 manns í sæti. Í upphafi stóðu vonir til þess að hægt yrði að selja yfir 20 þúsund miða á leikinn með því að selja miða í stæði við báða enda vallarins með möguleika á að reisa viðbótarstúku. Miðaverð á leikinn er á bilinu 5.899 kr. til 15.899 kr. og hafa for- svarsmenn The Super Match skipu- lagt auglýsingaherferð til að bregð- ast við dræmri sölu. Áhættan engin Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fjárhagsleg áhætta sam- bandsins vegna leiksins sé engin. „Við fáum ákveðinn kostnað greiddan, vallarleigu o.s.frv. Við er- um ekki tengd þessu þannig séð. Ef það selst einstaklega vel munum við líka bera ákveðinn hag af því,“ segir Guðni. Þannig sé möguleiki á tekju- auka ef vel gangi. Fáir miðar seldir „Af því við vildum ekki taka neina áhættu, þá er ekki nein gríðarleg hagnaðarvon hjá okkur fyrir vikið,“ bætir hann við. „Við erum ekki í neinni fjárhagslegri áhættu með þetta og töldum þetta mjög áhuga- verðan viðburð fyrir okkur og ís- lenska knattspyrnu. Við vildum bjóða íslensku knattspyrnuáhuga- fólki möguleikann á að sjá tvö ensk lið spila,“ segir Guðni. Að því er fram kom í gær á yfirlits- mynd midi.is, sem sér um miðasöl- una, höfðu langflest sæti gömlu vest- urstúku Laugardalsvallar selst að undanskildum endum hennar sem byggðir voru árið 2007. Þar voru fá sæti seld. Í austurstúkunni voru að- eins örfá sæti seld. „Miðasalan geng- ur hægar en skipuleggjendur höfðu vonast til. Það er samt ennþá langt í leik. Ég hef ekki séð síðustu tölur, en við vonum að það komi sem flestir og þetta verði skemmtilegur viðburð- ur,“ segir Guðni. KSÍ ber ekki áhættu af sölu á leik ensku liðanna  Sambandið fær aukagreiðslur ef mjög vel gengur AFP Stjarna Kevin De Bryne, hinn belgíski, er liðsmaður Manchester City. Matur Atvinna 85% Íslendinga vilja brauðið sitt meðalristað, enginn vill brauðið sitt brennt og 2% landsmanna borða ekki ristað brauð. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar MMR á af- stöðu Íslendinga til ristaðs brauðs. Stjórnendur eru líklegastir til að vilja brauðið sitt dökkbrúnt og það sama gildir um stuðningsfólk Sjálf- stæðisflokksins. Framsóknarfólk, Samfylkingarfólk og Píratar rista aftur á móti brauðið sitt skemur en stuðningsmenn annarra flokka. Brauðið ristað eftir stjórnmálaskoðunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.