Morgunblaðið - 15.07.2017, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017
ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA
INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL
*Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is
geoSilica kísilvatnið fæst í öllum helstu apótekum,
heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó,
Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
• Styrkir bandvefinn*
• Stuðlar að þéttleika í beinum*
• Styrkir hár og neglur*
• Stuðlar að betri myndun kollagens
fyrir sléttari og fallegri húð*
EMILÍA KARLSDÓTTIR
Ég hef tekið kísilinn í um það bil
eitt ár. Ég fann fljótt að hann hafði
góð áhrif á mig. Ég er betur
vakandi og hef betra úthald.
Hef verið með vefjagigt og veit
hvernig orkuleysið fer með
mann. Svo er það annar litli puttinn minn, sem ég
klemmdi þegar ég var barn. Hann er bæklaður
eftir það, og ég var með mjög mikla verki í honum. Svo tók ég allt í einu eftir því að
verkirnir voru horfnir. Ég sleppti svo að taka inn kísilinn í einhvern tíma, og þá fór ég
að finna fyrir verkjum aftur. Ég finn líka mun á hvað mér líður allri betur, er hressari.
Það er eitthvað sem ekki er gott að útskýra. Takk fyrir mig.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég er í „musical-theater“skóla, þar sem ég læridans, söng, leik og fim-leika, en aðaláherslan er
á dansinn, við lærum klassískan ball-
ett, steppdans, hipphopp og fleiri
dansstíla. Við erum aðeins hundrað
nemendur við skólann, en fyrir vikið
er mikil samheldni meðal okkar og
ég hef eignast góða vini í hópnum.
Þetta er dæmigerður breskur skóli
þar sem er mikil reglufesta, við
verðum að mæta hálftíma áður en
skólinn byrjar á morgnana og við
þurfum að vera í skólabúningum.
Það er allt miklu frjálslegra í skólum
hér á Íslandi,“ segir Rúnar Bjarna-
son sem allan síðasta vetur var við
nám í listaskólanum Tiffany Theatre
College, sem er í Essex, rétt utan við
London.
Söng á íslensku í prufunni
„Þetta á upphaf sitt í því að ég
var einn af þeim sex strákum sem
valdir voru til að æfa dans í hálft ár
fyrir aðalhlutverkið í Billy Elliot, en
danskennararnir sem þjálfuðu okk-
ur voru frá Bretlandi, Elizabeth
Greasley og Chantelle Carey. Þær
hvöttu mig til að sækja um í skólum í
Bretlandi og ég gerði það. Ég sótti
um í nokkrum skólum og fékk inn-
göngu í skólann þar sem Elizabeth
er kennari,“ segir Rúnar sem þurfti
að fara í prufur og sýna sig og sanna,
syngja, dansa og leika fyrir kennar-
ana.
„Ég söng á íslensku lag úr Billy
Elliot-sýningunni og þurfti að semja
sjálfur dansatriðið mitt. Þetta var
Flutti einn til Essex
til að læra dans
Hann dansaði á sviðinu með bandarísku söngkonunni Katy Perry þegar
hún kom fram á Brits-tónlistarverðlaunahátíðinni í London þetta árið.
Og fleiri spennandi verkefni munu efalítið koma í framhaldinu. Rúnar
Bjarnason er í námi í Tiffany Theatre College í Bretlandi, en fólk leitar
til skólans eftir dönsurum og söngvurum í ólíkustu verkefni.
Ungir dansarar Rúnar ungur að árum á dansgólfinu að keppa í samkvæmis-
dansi með dansfélaga sínum, Maríu Rán Högnadóttur.
Ljósmynd/Fiona Whyte Photography
Kraftur Rúnar á nemendasýningu skólans í júní í leikhúsi í London, en fólki
frá umboðsskrifstofum er boðið og margir fá tilboð um vinnu í framhaldinu.
Kramhúsið við Skólavörðustíg í
Reykjavík hefur í meira en þrjátíu ár
verið starfrækt fyrir alla þá sem hafa
viljað hreyfa sig á skemmtilegan og
skapandi hátt, sem nærir bæði lík-
ama og sál, svo vitnað sé í heimasíð-
una kramhusid.is.
Í dag laugardaginn 15. júlí, kl. 12-
13, verður fyrsti tíminn í fjölskyldu-
dansi sem til stendur að bjóða upp á
alla laugardaga í sumar. Núna verður
Birgitta með Beyoncé-dans en næsta
laugardag ætlar Sandra að leiða fjöl-
skylduafró. Sannarlega ástæða til að
hvetja fólk til að nýta sér þetta, fara
saman öll fjölskyldan og njóta sam-
an. Sumardans í hádeginu á laugar-
dögum er hugsaður fyrir fullorðna,
börn og unglinga. Boðið verður upp á
Beyoncé-dans, Bollywood-dans,
magadans, zumba og afró, mismun-
andi dansstíla eftir dögum. Allir vel-
komnir, börn, konur og karlar.
Vefsíðan www.kramhusid.is
Reuters
Beyonce Knowles Hver vill ekki læra að dansa líkt og þessi gyðja?
Fjölskyldudans á laugardögum
Getur vinnuumhverfi okkar haft áhrif
á afköst okkar? Vissulega, segir
Bambi George, starfsmaður tækni-
fyrirtækisins Valorem í Missouri í
Bandaríkjunum, í viðtali við BBC.
Vinnuumhverfi hennar hér áður var
lítil skrifstofa þar sem lítið sólskin
komst að. Veggirnir voru gráir og
rýmið takmarkað. Þegar höfuð-
stöðvar Valorem voru fluttar um set
kvað hins vegar við annan tón.
Veggirnir voru litaðir grænir, bláir
og gulir, auk þess sem sólarljós
flæddi mun auðveldar um allt rýmið
sem var mun stærra en í gömlu
höfuðstöðvunum.
Að mati Bambi er ástæða fyrir
þessari hönnun. Hún er ætluð til þess
að auðga hugmyndaflæði starfs-
manna fyrirtækisins og auka þannig
afköst þeirra.
„Það er ekki aðeins að við höfum
flust yfir í stærri skrifstofur, starfs-
mennirnir eru mun öflugri og koma
með mun fleiri og fjölbreyttari hug-
myndir en áður.“ Og Bambi gæti haft
rétt fyrir sér. Sífellt fleiri rannsóknir
virðast benda til þess að bjartari og
litríkari skrifstofa með hátt til lofts
geti haft áhrif á hvernig við hugsum í
vinnunni. Kay Sargent er yfirmaður
hjá HOK, alþjóðlegu hönnunarfyr-
irtæki og að hans sögn voru skrif-
stofur HOK hannaðar til þess að
starfsmenn væru sem afkastamestir,
því fyrirtækið gerir sér grein fyrir
þeim verðmætum sem liggja í öflug-
um og hugmyndaríkum starfsmanni
sem fær tækifæri til þess að leyfa
sköpunargáfunni að njóta sín. Sum
fyrirtæki hafa ekki enn áttað sig á
þessu, en önnur keppast við að með-
taka boðskap vísindanna.
Bjartara vinnuumhverfi eykur sköpunarkraftinn
Rými, birta og
litir skipta máli
Reuters
Skrifstofa Bjart rými og mikil loft-
hæð auðveldar fólki vinnuna.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Þorp eitt í Transylvaníu er líkt og það
sé frosið í tíma. Þorpið, Picturesque
Biertan, er einstakt að mörgu leyti en
hestakerrur eru ennþá partur af dag-
legu lífi íbúanna, auk þess sem fólk
hittist ennþá á mörkuðum í mið-
bænum til þess að skiptast á vörum.
Sólin er reglulegur gestur í þessu fal-
lega þorpi, sumir þorspbúar sitja úti,
drekka bjór og spjalla á meðan bænd-
ur flytja hey á milli bæja í hestakerr-
um í gegnum bæinn. Bændurnir not-
ast margir hverjir ennþá við alda-
gamlar aðferðir við búskapinn og því
er ekki ofsögum sagt að þetta litla
fallega þorp minni um margt á gamla
tíma. Þetta kemur fram á vef BBC.
Í hjarta þorpsins stendur gullfalleg
fimmtándu aldar kirkja sem gnæfir
yfir og er vel sýnileg frá flestum hól-
um og hæðum allt í kring. Inn í einni
af níu byggingum kirkjunnar sem
standa allt í kringum kirkjuturninn,
má hins vegar finna lítið herbergi
með þykkum veggjum, varla stærra
en meðal matarbúr, sem gegnir afar
óvenjulegu hlutverki. Í yfir 300 ár
voru hjón, sem af einhverjum ástæð-
um voru á barmi skilnaðar, sett í
þetta herbergi þar sem þau voru læst
inni í hátt í sex vikur í senn, og var
það biskupinn á staðnum sem sá um
þann gjörning.
Allt var þetta gert í þeirri von að
hjónin næðu á endanum að leysa úr
ágreiningi og koma þannig í veg fyrir
mögulegan skilnað.
Þessi aðferð hljómar kannski eins
og martröð en tölfræðin sýnir þó að
þetta virðist hafa virkað.
„Þökk sé þessari blessuðu bygg-
ingu, þá höfðum við aðeins einu sinni
á 300 árum, fengið til okkar hjón sem
enduðu á því að skilja eftir dvölina í
herberginu,“ fullyrti Ulf Ziegler, nú-
verandi prestur í þorpinu.
Í dag er herbergið orðið að safni.
Þar má finna tvær gínur sem tákna
þau hjón sem dvöldu í herberginu,
ásamt borði og stól, lítilli kistu fyrir
föt og annað slíkt, sem og rúm sem
er ekki mikið stærra en barnarúm.
Fyrir þau hjón sem freistuðu þess að
bjarga hjónabandi sínu með því að
dvelja í herberginu, var þetta það
eina sem var í boði. Það þýddi að þau
þurftu að deila öllu, allt frá kodda og
teppi, yfir í þetta eina litla borð.
Lútherstrú er allsráðandi á þessu
svæði í Transylvaníu, og þó að lög-
skilnaður hafi verið leyfilegur undir
sérstökum kringumsstæðum, til
dæmis ef hjúskaparbrot var framið,
Íbúar sveitaþorps í Transylvaníu fóru óhefðbundnar leiðir til að koma í veg fyrir hjónaskilnaði
Hjónafangelsið í Transylvaníu
kom í veg fyrir marga skilnaði
Reuters
Trú Biskup staðarins sá um að læsa
hjón inni í allt að sex vikur.