Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 18

Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þverá/Kjarrá í Borgarfirði er fyrsta veiðiáin til að rjúfa þúsund laxa múr- inn þetta sumarið en á miðvikudags- kvöldið var hafði 1001 lax verið færð- ur til bókar á veiðisvæðunum tveimur í ánni, þar af um 350 í liðinni viku, en veitt er á sjö stangir á hvoru þeirra. „Það hefur verið mjög góður gangur í veiðinni síðan við byrjuðum og sterkar göngur í ána,“ segir Ing- ólfur Ásgeirsson staðarhaldari. „Það er gott vatn í ánni, laxinn vel dreifð- ur og undanfarið hafa veiðst svona 20 til 25 laxar á hvoru veiðisvæði á dag, jafnvel 30. Þetta er eins og best verður á kosið.“ Það vekur athygli að veiðin nú er nánast sú sama nú og á þessum tíma í fyrra. Ingólfur segir þetta þó vera æði ólík veiðisumur. „Nú eru miklu sterkari smálaxagöngur en í fyrra,“ segir hann. „Í fyrra var veiðin borin uppi af stórum göngum af tveggja ára laxi í júní en svo hægði á öllu þegar leið á. Nú er sko alls ekki að hægja neitt á göngum eins og gerð- ist í fyrra – ég held að þetta stefni í mjög gott ár.“ „Upp og niður“ Veiðin á Brennu, ármótum Þverár og Hvítár í Borgarfirði, hefur að sögn Ingólfs verið „upp og niður“ undanfarið. „Það hafa komið mjög fínir dagar, til að mynda fékk eitt hollið í byrjun mánaðarins um 30 laxa.“ Veiðin í Straumum, ármótum Norðurár og Hvítár, hefur verið mjög góð, um tíu laxar á stangirnar tvær á dag. Í Norðurá veiddust 219 laxar í lið- inni viku og er þar næstmesta sum- arveiðin yfir landið. Rólegt er í Eystri-Rangá, 145 lax- ar höfðu veiðst á miðvikudags- kvöldið og 47 þeirra í vikunni. Á sama tíma í fyrra höfðu tífalt fleiri fiskar veiðst, 1.442, en þá voru óvenjugóðar stórlaxagöngur. Sum- arið 2015 höfðu 202 veiðst á þessum tíma en Eystri-Rangá er síðsum- arsá. Í Ytri-Rangá og vesturbakka Hólsár veiddust um 200 laxar í vik- unni og stóð veiðin á miðvikudag í 570 löxum en á sama tíma í fyrra hafði 1720 verið landað. Góð byrjun á Ásum Ef litið er til húnvetnsku ánna hef- ur verið frekar hægur gangur í Víði- dalsá. 82 laxar veiddust í liðinni viku á átta stangir en veiðimaður sagði göngur augsýnilega vera að glæðast, til að mynda var sett í tólf á neðsta svæðinu á morgunvaktinni í fyrra- dag og sex landað. Það var besti morgunninn fram að því. 42 laxar veiddust í vikunni í Vatns- dalsá á sex stangir. Á veiðibók árinn- ar á netinu má sjá að það er smálax og stórlax í bland og inni á milli mjög vænir laxar, 100 og 98 cm langir. Sturla Birgisson, leigutaki Laxár á Ásum, sem deilir ósi með Vatns- dalsá, segir veiðina hafa farið mjög vel af stað þar í ár en nú er veitt á fjórar stangir á Ásum eftir að raf- magnsframleiðslu í ánni var hætt. „Það hefur verið stöðug veiði frá upphafi. Við höfum veitt um 260 laxa og það hefur aldrei veiðst svona mik- ið hér á þessum tíma. Breytingin sem hefur orðið á vatnsstreyminu er að skila sér, lokað hefur verið fyrir rafveitustrenginn og það er allt ann- að rennsli á ánni,“ segir hann. Miðfjarðará er sú þriðja á listan- um yfir aflahæstu ár landsins en þar voru um 300 laxar færðir til bókar í vikunni en stöngum var fjölgað úr sex í tíu. Í fésbókarfærslu í gær sagði Rafn Valur Alfreðsson, leigu- taki árinnar, að sumarið hefði verið afar þurrt og vatnsstaða lág á vatna- svæðinu. Einkum veiðist á smá- flugur og litlar gárutúbur og síðustu daga hafi verið góðar smálaxa- göngur í ána. 103 cm lax úr Hofsá Eftir döpur veiðisumur und- anfarið þykjast menn sjá batamerki á Hofsá í Vopnafirði. Rúmlega sjötíu laxar hafa veiðst frá mánaðamótum, þegar veiðin hófst, og þar á meðal einn 103 cm sem Haraldur Þórð- arson veiddi í Wilson Run. Miklu sterk- ari smálaxa- göngur  Góður gangur í Þverá og Kjarrá þar sem þúsund laxa múrinn er rofinn Morgunblaðið/Golli Glaður Kári Steinn Kjartansson, fjórtán ára, með 91 cm nýrunnin lax sem hann veiddi í Bakkahyl í Fljótaá. Veiðivatn Stanga- fjöldi Veiði 13. júlí 2016 15. júlí 2015 Þverá og Kjarrá 14 1.003 735 Norðurá 15 801 1.068 Miðfjarðará 10 1.077 649 Ytri-Rangá&Hólsá,vesturbakki 18 1.720 502 Urriðafoss í Þjórsá 2 * * Blanda 14 1.300 993 Haffjarðará 6 565 407 Grímsá og Tunguá 8 175 207 Langá 10 471 475 Laxá í Kjós 8 162 209 Laxá á Ásum 4 163 124 Elliðaárnar 6 309 238 Víðidalsá 8 331 192 Stóra-Laxá 10 96 9 Flókadalsá í Borgarfirði 3 182 215 Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is * Tölur liggja ekki fyrir Staðan 12. júlí 2017 1.001 794 749 570 531 514 420 361 331 251 242 238 230 192 192 0 250 500 750 1.000 Flestir Íslendingar þekkja Þorláks- messuna í desember en þó eru færri sem vita að 20. júlí árið 1237 var Þor- láksmessa að sumri lögleidd hér á landi og var þessi sumarmessa ein mesta hátíð Íslendinga fyrir siða- skipti. Þó að fjarað hafi undan her- legheitunum síðustu ár halda Suð- urnesjamenn messuna enn hátíðlega og er það gert með veglegri skötu- veislu í Garði ár hvert. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er einn skipuleggjenda há- tíðarinnar og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að um mikla veislu væri að ræða. Margir njóta góðs af hátíðinni „Þetta er í ellefta skipti sem þetta er haldið með þessu sniði. Það mæta alla jafna í kringum 400 manns og borða saman skötu og gleðjast sam- an.“ Ásmundur segir fólk ánægt með að geta látið gott af sér leiða en há- tíðin er einnig styrktarkvöld þar sem ágóði af seldum miðum er látinn renna til ýmissa góðgerðarmála, ásamt því sem ýmis fyrirtæki styrkja málefnið. „Við erum að fara yfir listann núna, við munum meðal annars styrkja krabbameinssjúk börn og málefni fatlaðra. Það verða fjölmörg tónlistaratriði, margir sem leggja hönd á plóg og í lok kvölds fá gestir að fylgjast með afhendingu styrkjanna, það hefur alltaf slegið í gegn,“ segir Ásmundur, en ásamt skötu verður veglegt hlaðborð í boði. Ásmundur segir hátíðina opna öll- um sem vilja mæta og styrkja gott málefni. Fer hún fram 19. júlí næst- komandi og hefst klukkan 19 í Mið- garði Gerðaskóla í Garði. Miðaverð er 4.000 krónur sem er sama verð og hefur verið undanfarin ár. Áhuga- samir geta greitt inn á reikning Skötumessunnar, nr. 0142-05- 705006, kt. 580711-0650. Ljósmynd/Víkurfréttir Skötumessa Sífellt fleiri vilja fá sér skötu og láta gott af sér leiða. Gleðjast saman yfir skötu að sumri til  Styrktarkvöld haldið í Garði 19. júlí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.