Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017
sög
a 1
115
TRÉSMÍÐAVÉLARNAR
FÁST Í BRYNJU
Band
Bas
kr. 41.
Bandsög
Basa 3
kr. 99.600
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Um síðustu helgi las ég pistil í New York Times, sem lagði út afhugmynd fjárfestisins Warren Buffetts um frumkvöðla,fylgismenn og fífl – sem kæmu fram í þeirri röð. Tilefnið varað fjölmiðlamaður á Fox-fréttastöðinni hafði hlotið verðlaun
kennd við William F. Buckley, íhaldssaman menntamann sem lést árið
2008 og lagði alla tíð áherslu á að til að taka þátt í opinberri umræðu yrði
fólk að geta skrifað, og að til að geta skrifað yrði að lesa mikið, og til að
geta það yrði að hafa gaman af því að lesa. Pistlahöfundinum þótti hand-
hafi verðlaunanna standa fjarri gildismati Buckleys en sagði slíka þver-
stæðu til marks um tíðarandann vestra þar sem hópur ólæsra íhalds-
manna hefði fylkt sér um hálflæsan forseta. Í kjölfarið mætti búast við
að samfélagið væri komið á fíflastigið – í skilningi Buffetts.
Við lesturinn varð mér hugsað til málvöndunar hér á landi og þeirrar
samstöðu sem ríkt hefur um
að það væri verðugt að
rækta málgarðinn sinn á ís-
lensku til að geta komið vel
fyrir sig orði og sagt
skemmtilega frá. Og að til
þess að geta það yrði fólk að
hlusta á aðra, lesa mikið og
hafa gaman af því að beita tungumálinu. Á námsárum mínum á Írlandi
heyrði ég írska samstúdenta mína, hvar í fagi sem þeir stóðu, gera sér
leik að því að orða hugsun sína með sem skemmtilegustum hætti. Sam-
ræður gátu snúist um það eitt að endurorða sömu setninguna þar til bú-
ið var að hlaða sem flestum merkingarblæbrigðum í hana. Engan þarf
að undra að úr menningu sem ræktar þvílíka samræðulist í hversdags-
lífinu hafi komið margir af frumlegustu rithöfundum á enska málinu.
Íslenskum frumkvöðlum í fluginu á Akureyri hefði seint dottið í hug
að breyta Flugfélagi Akureyrar í Det islandske flyselskab – þótt danska
hafi verið töluð á sunnudögum í betri stofum á Akureyri í þann tíð. Spor-
göngumönnum þeirra þykir hins vegar sjálfsagt að skarta enska heitinu
Air Iceland Connect í stað Flugfélags Íslands – vegna þess að nú sé flog-
ið bæði til Færeyja og Grænlands á þeirra vegum… Öllu fíflalegri getur
málflutningur varla orðið og vekur til umhugsunar um hvort við séum að
mjakast á sama stað í þróuninni og pistlahöfundur New York Times tel-
ur sig sjá merki um heima hjá sér þar sem skrumarar á borð við Söru
Palin og núverandi forseta þykja boðlegir frambjóðendur.
Málrækt og málstefna endurspeglar alltaf tíðarandann. Áður ríkti
samstaða um það gildismat sem gerði tungumálinu hátt undir höfði hér
á landi – á grunni þjóðernishyggjunnar. Nú stendur upp á okkur að við-
halda því gildismati í breyttum tíðaranda. Þau gildi sem byggjast á hug-
myndum um hið góða, fagra, sanna og rétta í menntun, frelsi og upplýs-
ingu eiga alltaf í vök að verjast; ekki síst ef það telst ekki lengur
eftirsóknarvert að byggja á þeim grunni sem þau hafa skapað vestræn-
um samfélögum. Þar er málstefnan einungis hluti af stærri heild.
Det islandske
flyselskab
Af málgildismati
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Sú hugsun hefur leitað á höfund þessarar greinarum skeið, hvort þörf sé á eins konar „menning-ar“byltingu á Íslandi.Þrjú tilvik í fréttum síðustu daga hafa vakið
þessa hugsun upp á ný.
Sl. miðvikudag sagði Morgunblaðið frá því að 69 ára
gamall maður hefði orðið að flytjast úr öryggisíbúð á Eir í
hjúkrunarrými á sama stað vegna veikinda. Við þann til-
flutning kemur upp sú staða, að hann, vegna uppsagn-
arfrests á öryggisíbúðinni, er krafinn um 259 þúsund
krónur á mánuði fyrir þá íbúð, sem hann er fluttur úr og
315 þúsund krónur fyrir hjúkrunarrýmið, sem hann er
fluttur í eða samtals 574 þúsund krónur.
Aðstandendur mannsins hafa gert athugasemdir enda
samanlögð upphæð töluvert hærri en mánaðarlegur líf-
eyrir hans. Starfsmenn Eirar bentu þeim á að tala við
Tryggingastofnun en það bar engan árangur. Í framhalds-
umfjöllun Morgunblaðsins í fyrradag, fimmtudag segir:
„Í svari Tryggingastofnunar við fyrirspurn Morg-
unblaðsins um hvort og hvernig hægt væri að fá und-
anþágur frá kostnaðarþátttökugjaldi einstaklinga í hjúkr-
unarrýmum segir að verið sé að samþætta
málaflokka og vísað var á Sjúkratryggingar Ís-
lands til að fá nánari upplýsingar. Þegar haft var
samband við Sjúkratryggingar var fyrirspurn-
inni vísað aftur til Tryggingastofnunar, þar sem
umsjón þessa málaflokks væri á hennar könnu.“
Fyrir meira en tveimur áratugum urðu fleyg ummæli
sem Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra (og nú ritstjóri
Morgunblaðsins) hafði af öðru tilefni. Hann sagði:
„Svona gera menn ekki“.
Þau orð eiga ekki síður við í dag um fyrrnefnd sam-
skipti manns sem á við heilabilun að stríða og aðstandenda
hans við „kerfið“.
Hvað veldur svona vinnubrögðum? Hvaða „kúltúr“ hef-
ur orðið til í „kerfum“, sem bregðast svona við?
Annað dæmi sem vekur spurningar úr fréttum síðustu
daga er skólpmálið í Reykjavík, sem augljóslega hefur
ekki átt að hafa hátt um.
Hvað veldur því að ekki er einfaldlega send út tilkynn-
ing um hvað gerzt hafi, það sé mat viðkomandi yfirvalda
að ekki sé hætta á ferðum en rétt sé að almennir borgarar
sem séu á ferð um fjörur eða stundi sjósund á þessu svæði
viti af því.
Hvaða „kúltúr“ hefur orðið til í þessum „kerfum“ sem
veldur tilhneigingu til að „fela“ svona mál?
Þriðja dæmið er að finna í grein eftir Þórunni Svein-
bjarnardóttur, formann BHM, í Fréttablaðinu fyrir
nokkrum dögum. Þar er hún að fjalla um þá kjarasamn-
inga, sem framundan eru hjá BHM og segir að ákvarðanir
Kjararáðs síðustu misseri verði hafðar til viðmiðunar og
bætir svo við:
„Þá hefur Læknafélag Íslands nýlega gert kjarasamn-
ing við ríkið, þar sem þó nokkrar launahækkanir eru fald-
ar í breyttri launatöflu.“
Hér er gengið út frá því sem vísu, að formaður BHM
geti staðið við ummæli sín og þess vegna er ástæða til að
spyrja:
Hvernig í ósköpunum stendur á því að íslenzka ríkið
tekur þátt í feluleik af þessu tagi?
Tala ekki fulltrúar allra flokka nú til dags um nauðsyn
„gagnsæis“ í stjórnarathöfnum? Hvernig stendur á því að
hinn nýi flokkur Viðreisn tekur þátt í vinnubrögðum af
þessu tagi?
Því miður er það svo að nánast í hverjum mánuði á
þessu ári og raunar að einhverju leyti á síðasta ári líka
hafa komið fram fréttir, sem benda til þess að opinbera
kerfið á Íslandi sé illa starfhæft. Hvað eftir annað eru
teknar ákvarðanir, sem standast ekki skoðun og eru ann-
að hvort vísbending um algert dómgreindarleysi þeirra,
sem um fjalla eða að þeir sem eru í opinberum þjón-
ustustörfum við fólkið í landinu hafi misst allt jarð-
samband við þá, sem þeir eru að vinna fyrir
og taki ákvarðanir af eigin geðþótta.
Það eitt og sér er vísbending um að hinir
kjörnir fulltrúar fólksins séu heldur ekki að
sinna því hlutverki, sem þeim hefur verið
falið vegna þess að auðvitað á Alþingi að
hafa eftirlit með því, sem framkvæmdavaldið gerir eða
gerir ekki fyrir hönd hins almenna borgara en of oft
mætti ætla að kjörnir fulltrúar fólksins hafi orðið sam-
dauna kerfinu.
Fyrir mörgum áratugum vakti það sem Maó formaður
(Kommúnistaflokksins í Kína) kallaði menningarbyltingu
mikla athygli um heim allan, en hún var í því fólgin að
hann sendi hina æðstu embættismenn stjórnkerfisins
kínverska og kommúnistaflokksins út á akrana og sagði
að þeir ættu að læra sitthvað af bændunum, sem þar
störfuðu.
Maó gekk auðvitað alltof langt í aðgerðum sínum en
líkleg skýring á þeim athöfnum hans er sú, að honum hafi
ofboðið háttsemi „kerfisins“ í Kína og viljað hrista upp í
því.
Þótt spurt sé í fyrirsögn þessarar greinar hvort þörf sé
á „menningar“byltingu á Íslandi er að sjálfsögðu ekki átt
við menningarbyltingu að hætti Maós en það eru of marg-
ar vísbendingar um að opinbera kerfið á Íslandi hafi misst
jarðsamband og fari sínu fram að vild án þess að hugsa
fyrst um hagsmuni þeirra, sem það er vinna fyrir og
borga þeim laun, þ.e. almenna borgara í landinu.
Þegar þetta virðingarleysi gagnvart almennum borg-
urum sem kemur fram í daglegum ákvörðunum gagnvart
einstaklingum sbr. það sem fjallað var um hér að framan
fer saman við ótrúlega bíræfni í launaákvörðunum vegna
æðstu embættismanna, þingmanna og ráðherra, er lík-
legt að „kerfið“ sé að skapa jarðveg fyrir stjórn-
málahreyfingu, sem setur það markmið efst á blað að
hrista myndarlega upp í því.
„Svona gera menn ekki.“
Er þörf á „menningar“-
byltingu á Íslandi?
„Svona gera
menn ekki“
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Heimspekingar hafa síðustu ára-tugi smíðað sér kenningar um
samábyrgð hópa. Ég nefndi hér í síð-
ustu viku greiningu eins þeirra, Dav-
ids Millers, á götuóeirðum, en hann
telur, að í þeim verði til slík sam-
ábyrgð, sem ráðist af þátttöku, en
þurfi ekki að fara saman við einstök
verk eða fyrirætlanir. Varpaði ég
fram þeirri spurningu, hvort sam-
kennarar mínir í Háskólanum, Gylfi
Magnússon og Þorvaldur Gylfason,
hefðu með þátttöku sinni í götuóeirð-
unum hér 2008-9 öðlast samkvæmt
greiningu Millers einhverja ábyrgð á
þeim, þótt þátttaka þeirra hefði ein-
skorðast við hvatningar til þjóð-
arinnar á útifundum um að losa sig
við stjórnvöld.
Nú hefur ungur heimspekingur,
Sævar Finnbogason, sem hefur skrif-
að ritgerðir um samábyrgð Íslend-
inga á Icesave-málinu, andmælt mér
á Netinu. Helsta röksemd hans er, að
ekki hafi þá verið um eiginlegar götu-
óeirðir að ræða. Mótmælin hafi farið
friðsamlega fram og þeir Gylfi og
Þorvaldur hvergi hvatt til ofbeldis.
En Sævar hefur ekki rétt fyrir sér
um það, að þetta hafi aðeins verið
mótmælaaðgerðir og ekki götuóeirð-
ir, eins og sést af fróðlegri bók Stef-
áns Gunnars Sveinssonar sagnfræð-
ings, Búsáhaldabyltingunni. Þetta
voru alvarlegustu götuóeirðir Ís-
landssögunnar, og mátti litlu muna,
að lögreglan biði lægri hlut fyrir
óeirðaseggjunum. Afleiðingarnar
voru líka fordæmalausar: Í fyrsta
skipti hrökklaðist ríkisstjórn frá á Ís-
landi sakir óeirða.
Sævar svarar því ekki beint, sem
Miller rökstyður, að allir þátttak-
endur í götuóeirðum kunni að bera
ábyrgð á þeim. Fyrirætlanir og verk
þeirra Gylfa og Þorvaldar skipta
samkvæmt því hugsanlega ekki eins
miklu máli og sjálf þátttaka þeirra í
því ferli, sem leiddi til óeirðanna.
Sævar nefnir ekki heldur þá játningu
Harðar Torfasonar, sem var í forsvari
mótmælaaðgerðanna 2008-9, að búsá-
haldabyltingin svokallaða hefði verið
skipulögð „á bak við tjöldin“. Hver
gerði það? Hver kostaði mótmælaað-
gerðirnar, sem urðu að götuóeirðum,
meðal annars að tilraun til að ráðast
inn í Seðlabankahúsið 1. desember
2008? Hver réð því, að aðgerðirnar
beindust aðallega að þremur banka-
stjórum Seðlabankans, sem höfðu
fyrstir varað við útþenslu bankanna
og síðan gert sitt besta til að tryggja
hag þjóðarinnar í bankahruninu
miðju? Af hverju beindust þær ekki
frekar að manninum, sem hafði tæmt
bankana og reynt í krafti fjölmiðla-
veldis að stjórna Íslandi, á meðan
hann var sjálfur á fleygiferð um
heiminn, ýmist á einkaþotu sinni eða
lystisnekkju?
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Ábyrgðin á óeirð-
unum 2008-9