Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 26
Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Í dag, laug- ardag: Biblíufræðsla kl. 11, guðþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Barna- starf. AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum | Í dag, laugardag: Samvera kl. 12. Bein útsend- ing frá Reykjavíkurkirkju. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 10, guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Gavin Anthony. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Í dag, laugardag: Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður: Björgvin Snorrason. Biblíufræðsla kl. 11.50. Skemmtilegt barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. ÁRBÆJARKIRKJA | Útiguðsþjónusta sam- starfssvæðis Grafarvogs, Árbæjar og Graf- arholtssafnaða verður haldin á Nónholti sunnudaginn kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Gengið verður frá Árbæjarkirkju kl. 10.30. Fyrir þau sem vilja koma akandi að Nónholti þá er best að fara niður hjá meðferð- arstöðinni Vogi og ganga stuttan spöl þaðan. Fötluðum verður veitt aðstoð við að komast á staðinn. Að guðsþjónustu lokinni verða veit- ingar í boði. ÁSKIRKJA í Fellum | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Drífa Sigurðardóttir og Áslaug Sigurgests- dóttir leiða söng. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. BESSASTAÐAKIRKJA | Sameiginleg sum- armessa Bessastaða- og Garðasóknar kl. 11 í Garðakirkju. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 á 5. sunnudegi eftir þrenningarhátíð. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Messuþjónar aðstoða og prestur er Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Sameiginleg barnahátíð að sumri í Digraneskirkju 16. júlí kl. 11. Helgi- stund í upphafi þar sem lítil stúlka verður skírð. Að því loknu sýna Brúðuheimar leiksýn- inguna íslenski fíllinn. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Þýsk messa kl. 11 séra Silke Schrom prédikar og þjónar. Félagar úr Dóm- kórnum syngja og Kári Þormar er organisti. GARÐAKIRKJA | Sumarmessa kl. 11. Söfn- uðurinn syngur við undirleik Kjartans Jós- efssonar Ognibene. Barn borið til skírnar. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Útiguðs- þjónusta samstarfssvæðis Grafarvogs- ,Árbæjar og Grafarholtssafnaða verður á Nón- holti kl 11. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Prestur sr Þórhildur Ólafs. Douglas A Brotc- hie leikur á orgel. Kaffisopi eftir stundina. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Alþjóðlegt orgelsumar, tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Dina Ikhina og Denis Makhankov frá Rússlandi leika. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10:30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8 og tón- leikar Schola cantorum kl. 12. Orgeltónleikar fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 í Mar- íustúku. Organisti er Kári Allansson, prestur sr. María Ágústsdóttir. Kaffiveitingar eftir messu. KLYPPSSTAÐARKIRKJA í Loðmund- arfirði | Árleg sumarmessa kl. 14. Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson þjónar. Almennur söngur. Kirkjukaffi í skála Ferðafélags Fljótsdalshér- aðs að lokinni messu. Ath! Það þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjór- hjóladrifnum bílum. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sameiginleg barnahátíð að sumri í Digraneskirkju kl. 11. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Stefanía Steins- dóttir guðfræðingur og umsjónarmaður barna- starfs kirkjunnar predikar. Prestur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Félagar úr Kór Nes- kirkju syngja og leiða söng. Barnahorn með lit- um og blöðum fyrir yngsta fólkið. Hressing og samvera á kirkjutorgi eftir messu. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, prest- ur er Bryndís Malla Elídóttir, félagar úr kór Seljakirkju leiða almennan safnaðarsöng, org- anisti er Tómas Guðni Eggertsson. Kaffi að guðsþjónustu lokinni. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa klukkan 11 með tónlist frá Sumartónleikum helg- arinnar. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Jón Bjarnason VÍDALÍNSKIRKJA | Sameiginleg sum- armessa Garða- og Bessastaðasóknar kl. 11 í Garðakirkju. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa klukkan 14. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálms- son. Ljósmynd/Gísli SigurðssonKirkjan í Hruna. Orð dagsins Jesús kennir af skipi (lúk. 5) Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkams- rækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig auka- pening? Allir blaðberar Morgunblaðsins fara í blaðbera- klúbbinn sem veitir ýmis fríðindi. Eins og til dæmis: • Fjallakofinn 15% afsláttur af SCARPA gönguskóm og 10% afslátt af öðru. • Lemon 20% afslátt á öllum Lemon stöðum. • SmáraTívolí 20% afsláttur af tímakortum. • Bakarameistarinn 10% afsláttur af eigin framleiðslu. • Sambíóin Mánudagsbíó, afslættir af miðum á mánudögum. • Edda útgáfa 25% afsláttur á bókum. • Dalía blómaverslun 10% afsláttur. • Lín design 15% afsláttur. • Istore 4% afsláttur af tölvum og Ipad. 10% afsláttur af fylgihlutum. • Stilling 12% afsláttur. • Örninn reiðhjólaverslun 10% afsláttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.