Morgunblaðið - 15.07.2017, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017
✝ GuðríðurÓlafía Vest-
mann Nikulásdóttir
fæddist á Akranesi
26. september 1946.
Hún lést á Landspít-
alanum 1. júlí 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Guðlaug
Stefánsdóttir, f. 11.
febrúar 1918, d. 30.
apríl 2011, og Helgi
Nikulás Vestmann
Einarsson, f. 12. júní 1915, d. 5.
október 1992. Systkini Guðríðar
eru Alma, f. 26. mars 1949 og
Stefán, f. 22. mars 1957.
Guðríður giftist þann 22. apríl
1971, Braga Þór Jóhannssyni, f.
24. júní 1936 í Litladal í Blöndu-
hlíð í Skagafirði, d. 9. maí 2012.
Bragi var sonur hjónanna Sese-
líu Ólafsdóttur, f. 27. janúar
1909, d. 27. febrúar 2005, og
Jóns Jóhanns Jóns-
sonar, f. 2. ágúst
1908, d. 14. maí
1965. Dóttir Guð-
ríðar og Braga er
Guðný María, f. 19.
janúar 1980. Sam-
býlismaður hennar
er Einar Rúnar Ís-
fjörð, f. 9. desember
1972. Börn Einars
eru Elsa Björk, f.
22. mars 1990 og
Ágúst Ísfjörð, f. 30. desember
1999.
Guðríður ólst upp á Akranesi
og síðar í Keflavík. Hún flutti á
Sauðárkrók og bjó á Skagfirð-
ingabraut 39 alla sína tíð. Guð-
ríður starfaði við fiskvinnslu og
póstburð.
Guðríður verður jarðsungin
frá Sauðárkrókskirkju í dag, 15.
júlí 2017, klukkan 14.
Í dag kveð ég móður mína
sem nú er farin á fund föður
míns í sumarlandið.
Mamma var einstök mann-
eskja sem vildi öllum sínum vel.
Gjafmildi hennar var einstök
enda vildi hún helst stöðugt
vera að færa ættingjum sínum
og vinum gjafir. Ég naut að
sjálfsögðu góðs af þessu enda
einkabarn sem og óskabarn
móður minnar, þannig að dekr-
að var við mig eftir fremsta
megni.
Ættfræði var í miklu uppá-
haldi hjá henni og hún hafði
sérstakt dálæti á að ræða þau
mál og fræða mig um skyld-
menni mín. Stundum var þó
þolinmæði mín takmörkuð þar
sem ég átti í stökustu vandræð-
um með að fylgjast með þegar
komið var langt aftur í ættir.
Mamma hafði mikla ánægju
af harmonikkutónlist og söngv-
arinn Alfreð Clausen var í
miklu uppáhaldi. Ekki var
verra ef hún gat sungið með,
enda söngelsk með afbrigðum.
Ég man að það þótti mér afar
slæmt í barnæsku, enda fannst
mér hún alltaf syngja manna
hæst þegar hún fór t.d. með
mér í sunnudagaskólann. Eftir
því sem ég varð eldri og þrosk-
aðri fannst mér hins vegar
virkilega gaman að heyra hana
syngja með þeim lögum sem
hún þekkti.
Mamma starfaði við fisk-
vinnslu og fannst mér lyktin
ekki alltaf upp á það besta þeg-
ar hún kom heim úr vinnunni.
Það var hins vegar afar spenn-
andi þegar hún fór að starfa við
póstburð og ekki skemmdi fyrir
ef maður fékk að koma með og
hjálpa henni ef mikið var að
gera. Í því starfi var móðir mín
afar samviskusöm, enda var
ekki kvartað yfir að hún bæri
póstinn út til rangra aðila.
Fallegir hlutir höfðuðu mjög
til mömmu og henni þótti afar
gaman að prýða heimili sitt
með ýmsum munum. Það eru
ansi margar ferðirnar sem við
fórum saman þar sem hún
leyfði glyshliðinni á sér að
njóta sín og keypti hitt og þetta
sem hún taldi falla sér og öðr-
um í geð.
Ég þakka mömmu fyrir allt
sem hún gerði fyrir mig og fyr-
ir samfylgdina í lífinu. Ég veit
að pabbi hefur tekið vel á móti
henni. Hvíldu í friði, elsku
mamma mín.
Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að
sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast
ljómar,
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær, þér aldrei skal ég
gleyma,
þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og halda fast í Drottins styrku hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða
móður.
Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti
sjóður.
(Árni Gunnlaugsson)
Þín dóttir
Guðný María.
Guðríður
ÓlafíaVestmann
Nikulásdóttir
Fallinn er frá
kær vinur og sam-
ferðamaður til
margra ára, Davíð
Jack. Davíð var öð-
lingsdrengur, heill
og sannur í öllu því sem hann tók
sér fyrir hendur. Leiðir okkar
lágu saman í starfi framsóknar-
manna, bæði á vettvangi lands-
og sveitarstjórnarmála. Hann
var virkur í flokksstarfinu og
sinnti því af mikilli natni enda
með einlægan áhuga á
framfararamálum samfélagsins.
Ég minnist margra skemmti-
legra stunda með Davíð bæði í
félaginu á Seltjarnarnesi, á vett-
vangi kjördæmisins og víðar um
landið. Meðal annars stunda þar
Davíð Wallace
Jack
✝ Davíð WallaceJack fæddist
25. júní 1945. Hann
lést 30. júní 2017.
Útför Davíðs fór
fram 7. júlí 2017.
sem við þrömmuð-
um glaðbeitt saman
hús úr húsi í kosn-
ingabaráttu með
bæklinga og smá
grænmeti að gjöf til
að ræða málin við
fólkið. Davíð hafði
gaman af þessu,
lagði alltaf gott til
mála, var yfirvegað-
ur, víðsýnn og já-
kvæður. Nú að leið-
arlokum vil ég þakka Davíð allan
þann góða stuðning sem hann
veitti og þær hlýju minningar
sem ég á frá samverustundum
okkar. Einnig votta ég Bergdísi,
fjölskyldunni allri og öðrum ást-
vinum mína dýpstu samúð vegna
fráfalls hans. Guð blessi minn-
ingu Davíðs.
Siv Friðleifsdóttir.
Okkur systur langar með
nokkrum orðum að minnast
Davíðs Jack, sem lést fyrir
skömmu. Davíð var giftur Dísu,
æskuvinkonu mömmu okkar og
því mjög mikill samgangur á
milli fjölskyldna okkar. Þar sem
Róbert og Sigmar eru á svip-
uðum aldri og við systurnar, var
kjörið að fara saman í frí, mæta í
afmælisveislur, gera laufabrauð
fyrir jólin og hittast fremur
reglulega þess utan. Mamma og
Dísa héldu alltaf góðu sambandi
og því hittumst við öll reglulega.
Pabbi og Davíð voru einnig, sem
betur fer, góðir vinir og áttu það
til að hittast og gera ýmis verk
saman á öðru hvoru heimilinu.
Davíð var mikill vinur vina sinna,
bóngóður og áreiðanlegur. Við
munum eftir því þegar pabbi var
að grafa fyrir dren-lögn í kring-
um húsið í Melgerðinu og Davíð
bar að til að bjóða honum með
sér á völlinn. Hann sá að kallinn
var upptekinn og kvaddi áður en
hann brunaði í burtu, að fara á
leik héldu allir. Kom svo hálf-
tíma seinna í vinnugallanum með
skóflu með sér, stökk ofan í
skurð og var þar þangað til verk-
inu lauk. Svona var hann bara.
Þegar þurfti að mála heima
mætti Davíð fyrstur manna að
hjálpa. Pabbi og Davíð áttu til að
gera saman við bíl hvors fyrir
sig, rífast um pólitík, spjalla um
heima og geima og hlægja mikið.
Í seinni tíð fór pabbi reglulega
aðeins að „hjálpa Davíð að horfa
á leikinn“, hvort sem var fótbolti
eða snóker, þeim leiddist ekkert
yfir því. Við eigum eftir að sakna
Davíðs mjög mikið, það er eng-
inn annar sem raðar saman
áleggi á brauð á sama hátt og
hann gerði eða drekkur lítra af
mjólk í kaffinu eins og hann.
Davíð var þeirri gáfu gæddur að
geta talað við hvern sem var,
hann náði að fá fólk í samræður
um allskonar hluti, veður, íþrótt-
ir, blaðagreinar, bankamál,
ferðalög svo fátt eitt sé nefnt.
Maður hafði aldrei áhyggjur af
því að blanda honum saman við
hvaða hóp sem var, hvort sem
hann var að hitta fólk í fyrsta
sinn eða ekki. Við eigum allar
eftir að sakna spjallsins við
hann, hlátursins og afslappaðrar
nærveru.
Elsku Dísa, Róbert, Sigmar
og fjölskyldur, megi minningarn-
ar styrkja ykkur á sorgarstundu,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Elín (Ella), Arndís (Dísa)
og Tinna.
✝ SigurjónBjörnsson
fæddist á Borg-
arfirði eystra 4.
febrúar 1947. Hann
lést á gjörgæslu-
deild landspítalans
8. júní 2017.
Foreldrar hans
voru Margrét Ingi-
björg Sigurjóns-
dóttir, fædd 13.
ágúst 1926, og
Björn Helgason, fæddur 12. des-
ember 1913, dáinn 3. apríl 1949.
Systkini hans eru Guðfinna
María Björnsdóttir, f. 1. febrúar
1944, maki Björn Grétar Sveins-
son, f. 19. janúar 1944. Helgi
Björnsson, f. 3. júní 1945, d. 7.
febrúar 2006. Maki Jóhanna
Valgerður Lauritz-
dóttir, f. 21. sept-
ember 1946. Haf-
steinn Björnsson,
fæddur 23. maí
1949, d. 25. júní
1949. Systkini Sig-
urjóns sammæðra
eru Þóra Guðbjörg
Björnsdóttir, f. 31.
júlí 1955. Birna
Björnsdóttir, f. 14.
apríl 1957, og
Brynjar Björnsson, f. 7. mars
1959, d. 21. nóvember 1969. Eig-
inkona Sigurjóns er Jóhanna Al-
freðsdóttir, f. 7. apríl 1945. Sig-
urjón var sjómaður frá unga
aldri og var það hans ævistarf.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Sigurjón Björnsson, Sjonni á
Helgafelli, mágur minn er látinn.
Hann lést á gjörgæsludeild
Landspítalans 8. júní síðastlið-
inn.
Ég hitti Sjonna í fyrsta skipti
milli jóla og áramóta 1962 þegar
við nokkrir skipsfélagar á bátn-
um Seley sóttum heim fjölskyldu
Margrétar móður hans, en Björn
sambýlismaður Margrétar hafði
drukknað þegar hann var skip-
verji þar. Þau voru búin að festa
kaup á Helgafelli á Eskifirði og
ætluðu að setjast þar að. Ég man
að Sjonni var ekki margmáll á
þessum tíma en traustur og
sterkur.
Við urðum góðir vinir þegar
fram í sótti og ég og Guðfinna
María systir hans vorum tekin
saman og byrjuð að búa. Hann
var eftirsóttur til vinnu bæði til
sjós og lands, dugnaðarforkur,
ósérhlífinn og vinur vina sinna.
Sjonni var með sterkar skoðanir
á mönnum og málefnum, róttæk-
ur og réttsýn, enda ólst hann upp
við aðstæður sem voru erfiðar.
Honum leiddist að vinna í landi
og var mestan hluta ævinnar á
sjó, byrjaði á trillu á Borgafirði
eystra var síðan á ýmsum bátum,
var nokkur ár meðeigandi með
Helga bróður sínum að trillu sem
þeir reru á frá Eskifirði. Lengst
af var hann sjómaður á Jóni
Kjartanssyni frá Eskifirði 25 ár
og hætti þar 68 ára að aldri og var
ekki mjög sáttur við það.
Sigurjón keypti Helgafell af
móður sinni þegar hún flutti suð-
ur og síðan var Sjonni og Helga-
fell þekkt meðal Eskfirðinga sem
samfella. Hann hugsaði vel um
Helgafell, stækkaði og breytti og
bætti, bæði utan sem innan.
Sjonni var handlaginn og vel
verki farinn til smíða sem og við
önnur störf. Hann gekk mikið til
rjúpna meðan heilsan leyfði og
veiddi vel.
Sigurjón gekk í gegnum mikið
veikindatímabil fyrir allmörgum
árum. Þeir bræður Helgi og hann
fengu báðir krabbamein og
glímdu við þann sjúkdóm. Helgi
lést eftir mikla baráttu en Sig-
urjón kom lifandi úr þeirri glímu
en ég held að hann hafi aldrei náð
sér eftir þá baráttu, en það var
ekki hans stíll að kvarta. Hann
giftist eftirlifandi konu sinni Jó-
hönnu fyrir um það bil 20 árum.
Sigurjón var hjálparhella móð-
ur sinnar Margrétar í gegnum
tíðina. Ég þakka vináttuna í
gegnum árin. Að hafa verið sam-
ferða Sjonna gerir mann að betri
manni. Ég votta Jóhönnu og að-
standendum samúð mína.
Ég kveð Sjonna vin minn með
bæn eða heilræðum sem við höf-
um tileinkað okkur mörg og feng-
ið stuðning.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Björn Grétar Sveinsson.
Sigurjón Björnsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR ÞÓRHALLSSON
bókbindari,
lést á Hrafnisu í Reykjavík 8. júlí.
Útför hans fer fram frá Garðakirkju
föstudaginn 21. júlí klukkan 13.
Magnea Guðmundsdóttir Kjartan Ólafsson
Guðjón Guðmundsson Elísabet Sigurðardóttir
Rannveig S. Guðmundsdóttir Þorgrímur Guðmundsson
Þórhallur Guðmundsson
barnabörn og barnbarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJÖRN HARALDUR SVEINSSON
húsgagnabólstrari,
Hafnarstræti 3, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 20. júlí klukkan 13.30.
Sævar Már Björnsson Inga Randversdóttir
Sigurlaug Björnsdóttir Jóhannes Ævar Jónsson
Jónas Björnsson Ásta Garðarsdóttir
Sveinn Björnsson Leena Kaisa Viitanen
Birgitta Linda Björnsdóttir Kristján Heiðar Kristjánsson
afa- og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA SÓLMUNDSDÓTTIR,
áður til heimilis að Logalandi,
Stöðvarfirði,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Uppsölum Fáskrúðsfirði mánudaginn 10.
júlí. Útför hennar fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju fimmtudaginn
3. ágúst klukkan 14.
Ómar Ármannsson
Óttar Ármannsson Júlía Siglaugsdóttir
Ævar Ármannsson Helena B. Hannesdóttir
Örvar Ármannsson Helga Þorleifsdóttir
Guðrún Ármannsdóttir Jónas E. Ólafsson
Ásdís Ármannsdóttir Oddbjörn Magnússon
Hlynur Ármannsson Berglind Andrésdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
JÓN HÖGNI ÍSLEIFSSON,
verslunarmaður og vélvirki,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut fimmtudaginn 13. júlí.
Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju
fimmtudaginn 20. júlí klukkan 13.
Sonja Vilhjálmsdóttir
Trausti Jónsson Sólrún Ásta Steinsdóttir
Sigurður R. Jónsson
Ísleifur Unnar Jónsson
Katrín Everett Steve Everett
Einar B. Ísleifsson
Bergsteinn Ísleifsson Arnhildur G. Guðmundsd.
Freyja, Steinn, Silja, Jón Sverrir og Marinó