Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017
Kveð þig með
söknuði, kæra Jó-
hanna amma. Við
kveðjustund kemur
margt upp í huga.
Ég naut þess að vera elsta
barnabarn Jóhönnu og Victors.
Foreldrar ömmu fluttust til
Vestmannaeyja frá Steinum undir
Eyjafjöllum. Í Vestmannaeyjum
fæddist amma og var hún fjórða
elst af tíu systkinum og önnur af
tveimur systrum auk átta bræðra
kennda við Reyki á Vestmanna-
braut.
Amma var alla tíð mikill Vest-
mannaeyingur. Amma taldi það
sjálfsagt að börn hennar og barna-
börn litu einnig á sig sem Vest-
mannaeyinga, þrátt fyrir að eng-
inn okkar hafi fæðst í
Vestmannaeyjum eða nokkru
sinni búið þar. Hugur ömmu leit-
aði oft til Eyja og talaði hún ætíð
um Vestmannaeyjar sem sitt
heimili, þrátt fyrir að hafa flutt
upp á land 1946. Var hún alltaf í
góðu sambandi við fólk sitt í Eyj-
um og fylgdist vel með ættingjum
sínum og vinum þrátt fyrir að búa
ekki lengur þar og að hafa flust
þaðan fyrir mörgum árum. Það
gladdi hana mikið þegar að Reyk-
irnir, æskuheimili hennar varð
áfram í eigu ættingja eftir að hún
og bræður hennar seldu Reykina.
Amma starfaði í mörg ár sem
sjúkraliði og var það örugglega
ekki auðvelt starf. Hún kenndi
mér mikilvægi þess að koma fram
við aðra, eins og maður óskar
sjálfur að aðrir komi fram við
mann sjálfan.
Fjölskyldan var ömmu minni
mjög kær og fylgdist hún vel með
öllu sem var að gerast hjá fjöl-
skyldunni.
Amma naut þess að gera upp
bústaðinn á Stokkseyri. Sérstak-
lega var gaman að koma þar í
heimsókn eftir að amma og afi
hættu að vinna. Ekki skorti heldur
verkefnin, þegar bústaðurinn var
allur tekinn í gegn fyrir nokkrum
árum. Ekki var eitt tré á lóðinni
fyrir nokkrum árum og var oft tal-
að um að tré þrifust ekki svona ná-
lægt sjónum. Í dag sést varla í bú-
staðinn frá götunni fyrir trjám.
Rétt áður en ég fæddist flutti
fjölskyldan á Fellsmúlann og
Jóhanna
Guðjónsdóttir
✝ Jóhanna Guð-jónsdóttir
fæddist 5. júní
1922. Hún lést 26.
júní 2017.
Útför Jóhönnu
fór fram 6. júlí
2017.
bjuggu amma og afi
þar, allt þar til að
amma var orðin
ekkja og þurfti að
komast í lyftuhús og
flutti hún þá á Strik-
ið í Garðabæ.
Bergþóra
langamma bjó oft
hjá ömmu og afa auk
þess sem amma
hugsaði vel um Önd-
ísi langömmu og
Sölu frænku. Er ég ríkari eftir að
hafa fengið að kynnast þeim og
mörgum öðrum úr umhverfi
ömmu og afa á Fellsmúlanum.
Elsku amma, þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman og þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og
mun ég ætíð geyma minninguna
um góða ömmu í hjarta mínu.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Victor Þór Sigurðsson.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Jóhanna frænka hefur kvatt
okkur eftir langa og viðburðaríka
ævi og stórt skarð er nú komið í
fjölskylduna. Minningarnar
streyma um hugann og söknuður-
inn er mikill.
Með þessum orðum vil ég
kveðja hana í hinsta sinn.
Jóhanna föðursystir mín var
gull af manneskju, einstök, hlý,
ljúf og góð uppáhaldsfrænka sem
breiddi faðm sinn yfir fjölskyld-
una og mér þótti alltaf svo mikið
vænt um. Hún kenndi mér margt í
gegnum lífið og var alltaf til staðar
fyrir „strákana sína“ (bræður
sína) og fjölskyldur þeirra. Hún
mátti ekkert aumt sjá og reyndi
alltaf að líta á björtu hliðar lífsins
og leggja öðrum lið ef hún mögu-
lega gat. Hún kvartaði sjaldan
þótt hún hefði upplifað ýmsa erf-
iðleika og áföll á langri ævi. Hún
var ákveðin og hreinskilin en jafn-
framt ráðagóð, hjálpsöm og
hjartahlý.
Jóhanna frænka var einstak-
lega gestrisin og góð heim að
sækja. Fátt þótti henni skemmti-
legra en að taka á móti gestum og
ósjaldan voru tekin upp spil sem
var eitt af því skemmtilegasta sem
hún gerði ásamt því að prjóna og
skoða nýjar mataruppskriftir og
prófa þær, svo eitthvað sé nefnt.
Fyrir yngstu kynslóðina lumaði
Jóhanna frænka á hlýjum Jó-
hönnusokkum, kubbum og forláta
dótakassa sem gat fangað athygli
barna svo tímunum skipti. Það var
ávallt glatt á hjalla í þessum heim-
sóknum og hlý nærveran og um-
hyggjan leyndi sér ekki.
Elsku Jóhanna, margar ljúfar
minningar eru tengdar þér, jafnt
úr barnæsku sem og á síðari ár-
um. Skemmst er þó að minnast
þegar öll fjölskyldan kom saman
nú í byrjun júní í tilefni af 95 ára
afmælinu þínu þér til heiðurs. Af-
mælið lukkaðist vel og þú varst
hrókur alls fagnaðar með alla þína
nánustu í kringum þig. Þú varst
stolt af fólkinu þínu. Elskaðir og
umvafðir fjölskyldu þína, bræður
þína og fjölskyldur þeirra og
slepptir í raun aldrei af þeim
hendinni.
Nú er komið að kveðjustund.
Viljum við fjölskyldan þakka þér
samfylgdina og biðjum góðan Guð
að geyma þig og varðveita. Við
viljum kveðja þig með fallega ljóð-
inu frá Eyjum, „Góða nótt“.
Dagurinn kveður, mánans bjarta brá
blikar í skýja sundi.
Lokkar í blænum, leiftur augum frá,
loforð um endurfundi.
Góða nótt, góða nótt,
gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, allt er hljótt
ástin mín, góða nótt.
(Ási í Bæ)
Hvíldu í friði, elsku frænka, og
takk fyrir allt sem þú gafst okkur
með nærveru þinni.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Svandís Þórhallsdóttir og
fjölskylda.
Við sem byggjum þessa jörð og
njótum lífsgæða hennar hljótum
að vera þeim þakklát sem hafa
lagt grunninn að því sem við eig-
um í dag. Ef við lítum til baka
nokkra tugi ára verðum við þess
áskynja svo um munar að þar var
oft lítið til skiptanna og minna úr
að moða. Fyrir líklega um 30 árum
síðan kynntist ég þeim hjónum
Victori og Jóhönnu sem bjuggu
stærstan part ævi sinnar í Hreyf-
ilsblokkinni þar sem ég var að
bera mig upp við núverandi eig-
inkonu mína Málfríði Sjöfn.
Æskuvinkona Málfríðar Sjafnar
er einmitt Bergþóra Victorsdóttir
sem er ein barna Jóhönnu og Vic-
tors. Eiginmaður Jóhönnu sem
við nú kveðjum yfirgaf jarðvistina
á miðju ári 2010. Þau hjónin Jó-
hanna og Victor voru alla tíð afar
náin og samrýnd hjón þótt vissu-
lega megi segja að Victor hafi haft
það hlutskipti að bera björg í bú á
meðan Jóhanna sá um heimilið og
uppeldi barnanna þó að reyndar
megi því við bæta að Jóhanna
vann vaktavinnu sem sjúkraliði á
Kleppsspítala og á Landspítala
um árabil. Það var því mikið tekið
frá Jóhönnu þegar Victor heitinn
féll frá. Börn þeirra Jóhönnu og
Victors eru fjögur talsins og eru
þau öll í blóma lífsins í dag.
Mikil vinátta hefur verið á milli
okkar hjóna og Bergþóru og Æv-
ars enda bjuggum við um árabil í
nágrenni við þau á Ártúnsholtinu.
Þar fengum við Málfríður oftsinn-
is að vera viðstödd mannamót í
fjölskyldunni þeirra þar sem Jó-
hanna og Victor voru yfirleitt við-
stödd og ekki þurfti mikið að velta
fyrir sér hverjir væru þar sannir
ættarkóngar. Þar mátti glöggt sjá
hve vel þau Jóhanna og Victor
höfðu undirbyggt uppeldi barna
sinna og búið þau út til þess lífs
sem þau nú eru þátttakendur í. Í
minningunni lifa samtöl við þau
hjónin, Jóhönnu og Victor, þar
sem endminningar úr lífsskeiði
þeirra voru vaktar til lífsins að
nýju. Þær voru ógleymanlegar
sögurnar sem Victor sagði af
fjallaferðum sínum en hann starf-
aði um árabil sem rútubílstjóri hjá
Vestfjarðarleið einkum við fjalla-
ferðir ýmsar. Þau hjónin voru alla
tíð mikið reglufólk og lögðu sig
fram um að samverustundir stór-
fjölskyldunnar yrðu sem flestar.
Jóhanna bjó seinustu árin í sam-
býli eldra fólks í Garðabænum en
börnin stóðu dyggilega við hlið
móður sinnar sem upplifði ein-
semd eftir missi Victors. Við hjón-
in viljum senda fjölskyldunni inni-
legustu samúðarkveðjur um leið
og við horfum á bak Jóhönnu Guð-
jónsdóttur sem skilur eftir sig
góðar endurminningar. Hún er nú
gengin til síns manns sem án efa
hefur beðið hennar. Eftir lifir
minningin um yndisleg hjón.
Málfríður Sjöfn og Sigurþór.
Ég var svo lánsöm að kynnast
Jóhönnu fyrir 35 árum þegar ég
hóf störf á deild 32C á Landspít-
alanum. Þarna kynntist ég einnig
mínum helstu fyrirmyndum í
hjúkrun og góð vinátta myndaðist
sem hefur haldist fram á þennan
dag. Jóhanna var ein af þessum
einstöku konum sem umvafði allt
og alla með kærleik og umhyggju-
semi hvort sem það voru sjúkling-
ar eða starfsfólk. Einnig átti hún
einstaklega gott með að komast í
samband við fólk þó það væri al-
varlega veikt og margir skjólstæð-
ingar hennar minnast hennar enn
þann dag í dag með miklu þakk-
læti og hlýju. Oft gaukaði hún
ýmsu að þeim sem bjuggu við erf-
ið kjör og fyrir sjúklinga sem
stóðu höllum fæti í lífinu var það
ómetanlegt að finna þessa hlýju
og ekki síst að þeir skiptu máli,
kannski í fyrsta sinn á lífsleiðinni.
Jóhanna var alltaf sívinnandi
hvort sem hún var heima eða í
vinnunni og var einstaklega flink í
höndunum. Hún kenndi t.d. mörg-
um að prjóna sem oft skilaði sér í
meiri innri ró og friðsæld á erf-
iðum stundum. Einnig var hún
sjálf einstaklega gjafmild á handa-
vinnuna sína og óteljandi litlir fæt-
ur fengu listilega útprjónaða
sokka sem margir geyma sem
dýrgripi í dag.
Við Jóhanna tengdumst sterk-
um böndum og naut ég ávallt um-
hyggju hennar og hlýju. Þennan
kærleika yfirfærði hún á börnin
mín og barnabörnin eiga öll sokka
frá henni. Þó að við ynnum ekki
lengur saman vorum við ávallt í
góðu sambandi og einnig höfum
við sem unnum saman á 32C hald-
ið hópinn og hist reglulega í mörg
ár. Seinustu árin átti Jóhanna orð-
ið erfitt með að koma, en hún
fylgdist vel með hópnum og naut
þess að „stelpurnar“ heimsæktu
hana eða hringdu til hennar. Ég á
margar góðar minningar frá
heimsóknum mínum til hennar í
gegnum árin. Ein þeirra er frá síð-
astliðnu sumri þar sem við sátum
með kaffibolla á svölunum hennar
í einstaklega fallegu veðri. Þó að
hún væri komin á tíræðisaldur var
ekkert að minninu og hún fylgdist
vel með. Við rifjuðum upp gamlar
sögur og hlógum og eins og vana-
lega lituðust samræðurnar af von
hennar um að öllum liði vel og allt
væri í lagi. Ég sá Jóhönnu í síðasta
sinn fyrir mánuði en þá hélt hún
stórveislu fyrir fjölskyldu og vini í
tilefni af 95 ára afmælinu sínu.
Það er gott að eiga þessa góðu
minningar og hafa náð að koma og
fagna með henni á þessum tíma-
mótum.
Vinkvennahópurinn kveður í
dag kæra vinkonu með söknuði en
jafnframt djúpu þakklæti fyrir all-
ar góðu stundirnar í gegnum árin.
Hugur okkar allra og samúð er
hjá fjölskyldu Jóhönnu sem henni
þótti svo óendanlega vænt um.
Blessuð sé minning hennar.
Rósa María.
Ég hitti Friðrik
ekki svo oft en þegar
ég hitti hann var það
oftast
meðan ég var hjá systur hans,
langömmu minni, Ragnheiði. Ég
man ekki eftir atvikum þar sem
hann var ekki með bros á vör eða
nær því.
Ég man best eftir honum sem
voða hressum gömlum manni, lík-
amlega og andlega, og virtist hafa
nóg af heilsu.
Hann sagði mér oft skemmti-
legar sögur af því sem hann var að
gera eða sögur af einhverju sem
einhverjir sem hann þekkti gerðu.
Friðrik Júlíus
Jónsson
✝ Friðrik JúlíusJónsson fædd-
ist 5. október 1918.
Hann lést 12. júní
2017.
Friðrik var jarð-
sunginn 22. júní
2017.
Friðrik spurði
líka um hvað ég væri
að gera í lífinu og
hvort mér gengi ekki
vel. Hann spurði allt-
af þegar ég hitti
hann hvort það væri
ekki allt fínt á milli
mín og langömmu
minnar Ragnheiðar
og alltaf svaraði ég
að það væri allt í
besta á milli okkar,
sem lét hann brosa í hvert skipti
þar sem hann vissi hve nánar ég
og langamma mín vorum.
Þegar Friðrik talaði við mig um
hina ýmsu hluti gat ég ekki annað
en hlustað, hann hafði svo mikið af
áhugaverðum hlutum til að tala
um og var vel til í að segja frá
sömu hlutum aftur ef ég bað um
það.
Ég sendi fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Tara Þöll Danielsen Imsland.
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á GÓÐU
VERÐI
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall
elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
ÞÓRIS ÞÓRÐASONAR
leigubílstjóra,
Kópavogstúni 5,
áður til heimilis að Safamýri 83.
Ingibjörg Einarsdóttir
Þórður Þórisson Unnur Jónsdóttir
Einar Þórisson Ólafía Sigurjónsdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
GUÐLAUG HARALDSDÓTTIR,
Grensásvegi 58,
Reykjavík,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi
fimmtudaginn 22. júní. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Rvk. svo og
Karítas heimahjúkrunar og líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir
hlýhug og góða umönnun.
Nína Margrét Perry
Barbara Ann Howard
ömmubörn og langömmubörn
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR BREIÐFJÖRÐ PÁLSDÓTTIR
íþróttakennari,
Hömrum, Grundarfirði,
lést á Borgarspítalanum 11. júlí.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 17. júlí klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á SOS barnahjálp
eða líknarfélög.
Ólöf Guðmundsdóttir Huber
Kristín Helga Guðmundsdóttir
Guðmundur Páll Guðmundsson
tengdabörn og barnabörn
Ástkær móðir okkar,
HALLA KJARTANSDÓTTIR,
fyrrverandi bóndi
og veðurathugunarkona,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
miðvikudaginn 12. júlí.
Útförin fer fram í Valþjófsstaðarkirkju laugardaginn 22. júlí
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Skógarbæjar:
kt. 530596-2739, reikn. 537-04-1220.
Þórhalla Guðmundsdóttir Beck
Sólveig Guðmundsdóttir Beck
Hallfríður Guðmundsdóttir Beck
Inga Mekkin Guðmundsdóttir Beck
tengdabörn og barnabörn
Okkar ástkæra
ÁSTA HERMANNSDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
lést mánudaginn 10. júlí á Vífilsstöðum.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði þriðjudaginn 18. júlí klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ástþór Harðarson