Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 32
Með örfáum orð- um kveð ég góðan félaga og starfs- bróður, Sigurð Ólafsson, Didda á Grund, eins og hann var kallaður hér á heima- slóð. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an árið 1992, ég þá í sama starfi á Ísafirði. Sumarið eftir fór Félag forstöðumanna sjúkrahúsa í fræðsluferð til Þýskalands og þar var Sigurður sem endranær hrókur alls fagnaðar. Við komum síðdegis á áfangastað á sveita- hótel hressir í bragði og Sigurður vindur sér að ungri þarlendri þjónustustúlku og ávarpar hana og segir: „Gibt es etwas hier zu essen?“ Þetta fannst mér flott setning og er mér minnisstæð, bæði vegna samhengisins og þess að Sigurður var séntilmað- ur, kurteis og kunni að ávarpa konur og umgangast þær af virð- ingu. Hann hafði setið á skóla- bekk á yngri árum í Þýskalandi og kunni málið auk ensku og dönsku og nýtti sér það í starfi sínu enda félagslyndur og mann- blendinn. Sigurður var söngmaður og í hópi okkar sjúkrahúsmanna sá hann til þess að söngur var fastur Sigurður Ólafsson ✝ Sigurður Ólafs-son fæddist 21. september 1933. Hann lést 16. júní 2017. Útför Sigurðar fór fram 27. júní 2017. liður þegar við kom- um saman og ósjaldan var kyrjað „Við göngum svo léttir í lundu ...“. Það var sannarlega einkennandi fyrir Sigurð. Hann var einn meðlima Skagakvartettsins landskunna og lögin sem þeir sungu inn á hljómplötu lifa áfram. Sigurður var skartmenni, ávallt snyrtilegur og hafði áhuga á öðru fólki, hvernig það hélt sig og var í háttu. Þetta átti ekki síst við um konur sem hann hændist að á sinn kurteislega hátt, jafnt á vinnustað sem utan, hafði orð á útliti þeirra, kannski nýrri klipp- ingu, fatnaði og framkomu og þessi eiginleiki hans létti mjög öll samskipti, t.d. á vinnustað sem oft voru krefjandi. Sigurði fannst nóg komið eftir um 30 ár í starfi. Hann var feginn, þetta er eril- samt starf og fjárhagurinn jafn- an ómögulegur og hallarekstur fremur regla en undantekning. Hann lét hins vegar áhyggjur af því aldrei ná tökum á sér og hélt alltaf léttri lund og það eru margar frægar gleðisögur til af Sigurði og félögum sem enn eru rifjaðar upp. Þegar öll sund virt- ust lokuð í rekstrinum, þá var viðkvæði Sigurðar jafnan „þetta reddast“ og á myrkum stundum er það enn haft eftir. Þegar ég kom til starfa á stofnuninni árið 2001, þá er mér minnisstætt hversu snyrtilegt skrifborðið hans var. Það lágu engir pappírar á borðum, ekkert ófrágengið, engir bunkar sem biðu afgreiðslu. Allt var klárt, annaðhvort komið í möppu eða búið að farga. Þetta var einkenn- andi fyrir Sigurð. Hann hlóð ekki í kringum sig því sem hann þurfti ekki á að halda. Sigurður kvænt- ist ungur mikilli sómakonu, Mar- gréti Ármannsdóttur, sem lést árið 2004. Saman ólu þau upp fjögur börn sín á neðri Skagan- um, í Deildartúninu og skammt frá voru æsku- og uppeldisstöðv- ar Sigurðar á Grund sem hann var gjarnan kenndur við. Þar var gestrisni við brugðið og í fjölda ára komu fjölskyldan og nánir vinir saman í morgunkaffi á hverjum einasta laugardags- morgni. Við Dýrfinna sendum börnum Sigurðar og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þessum tímamótum þegar við kveðjum vænan dreng sem gaf okkur góðar minningar og skilur eftir gleði í sálinni. Það er arfleifð til sóma. Guðjón Svarfdal Brjánsson. Sigurður Ólafsson, félagi okk- ar í Lionsklúbbi Akraness, er lát- inn. Hann gekk til liðs við klúbb- inn í febrúar 1959 og var okkar næstelsti starfandi félagi. Diddi varð ritari klúbbsins starfsárið 1961-1962, formaður 1962-1963 og meðstjórnandi starfsárin 1979-1980 og 1984-1985. Hann var siðameistari (temjari) nokkr- um sinnum. Formaður eftirtal- inna nefnda: félaganefndar, skemmtinefndar, nefndar um málefni aldraðra, áhaldakaupa- sjóðs, afmælishátíðarnefndar, fjáröflunarnefndar, íþrótta- nefndar, ferðanefndar, líknar- sjóðs, þingnefndar og hússtjórn- ar. Þá starfaði hann í öllum þessum nefndum auk þess að vera í árshátíðarnefnd klúbbsins. Þá var hann verkefnastjóri, kynningarstjóri og tengiliður við Lionessuklúbb Akraness sem seinna varð Lionsklúbburinn Eðna. Hann var skoðunarmaður reikninga klúbbsins. Þá starfaði hann alla tíð ötullega að verk- efnum klúbbsins á hverjum tíma meðan hann hafði heilsu og krafta til. Hann var sjálfskipaður forsöngvari klúbbsins á skemmt- unum og fundum. Það var létt yf- ir Didda í klúbbstarfinu og gam- an að vera með honum við hin ýmsu tækifæri. Hann mætti vel á fundi, nema undir það síðasta að mætingum fór fækkandi og að lokum fór það svo að hann treysti sér ekki lengur til fundarsetu, og var það miður. Sigurður var gerður að Melvin Jones-félaga í mars árið 1994 og var vel að þeim heiðri kominn. Hann fékk viðurkenningu frá al- þjóðahreyfingunni fyrir 50 ára starf að Lionsmálum og fer þeim félögum fækkandi sem ná svo háum starfsaldri. Að leiðarlokum þökkum við félagar í Lionsklúbbi Akraness fyrir ánægjulega sam- veru og skemmtileg kynni og allt hans starf fyrir klúbbinn og hreyfinguna. Við sendum fjöl- skyldu hans okkar dýpstu sam- úðarkveðjur á kveðjustund. Fyrir hönd Lionsklúbbs Akra- ness, Benjamín Jósefsson. 32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Þegar komin er sú stund að kveðja rifjast upp margar minningar sem eru mér dýrmætar og ég er þakklát fyrir. Hún Svana okkar var einstök kona með glott og kát- ínu í augunum, brosmild og full af góðvild. Hún var ákaflega hæfi- leikarík kona og góð fyrirmynd því ekkert var henni ómögulegt. Hún gat og gerði allt og gekk í öll störf. Ég var svo heppin að fá að alast upp og eiga hana fyrir móðursyst- ur og kynnast henni áður en veik- indin báru að. Ég er afar þakklát minningunum sem ég á frá því að ég var barn og unglingur og fékk að skottast með um alla sveitina ásamt henni, Indriða og börnum. Hvort sem var heima á Álfheim- um, fram í Gilhaga, í göngum eða réttum. Minnisstæðar eru gönguferð- irnar niður á Hól að líta eftir dýr- unum sem Svana átti alveg sér- stakt samband við en hún bar mikinn kærleik og virðingu fyrir þeim. Ég man eitt sinn í sauðburði, en þá gekk eitthvað illa, að ég fékk að aðstoða hana, hún kenndi mér ýmislegt í leiðinni en litlu barni fannst stórt kraftaverk að fá að hjálpa lambi í heiminn. Einnig Svandís Lilja Marinósdóttir ✝ Svandís LiljaMarinósdóttir fæddist 3. desember 1949. Hún lést 24. júní 2017. Útför Svandísar fór fram 7. júlí 2017. man ég vel eftir að við höfðum farið í berjamó og ég sat við eldhúsborðið heima á Álfheimum og tíndi öll stærstu krækiberin úr dallin- um og gæddi mér á þeim. Svo fór ég að hafa samviskubit yf- ir að hafa borðað öll stærstu berin, þá sagði Svana og glotti: „Þetta er allt í lagi. Sá sem kemur næstur að dallinum á líka eftir að borða öll stærstu berin.“ Eitt sinn fórum við upp á Ey- vindarstaðaheiði í afar fallegu veðri að gera gangnakofa kláran. Það var spjallað á leiðinni, náttúr- an skoðuð, spáð í fjöll og jökla og við Inga fræddar um ýmislegt. Þegar í skálann var komið var allt þrifið og gert klárt. Að lokum fengum við nesti og svo var haldið heim. Það var alveg sama hvað stóð til, maður var alltaf velkom- inn með og fékk að taka þátt í því sem var verið að gera hverju sinni. Í seinni tíð hitti ég Svönu nokkrum sinnum á sjúkrastofnun og eru þær minningar mér líka kærar. Sérstaklega eitt skiptið þar sem ég sat á rúmstokknum hjá henni og hélt í höndina á henni. Hún þekkti mig ekki en ég fór að raula lag og hún tók undir. Svana, takk fyrir tímann sem við fengum saman. Ég mun halda í minninguna um þig, þessa ein- stöku og góðu konu. Þórdís Úlfarsdóttir. Dísa mín blessun- in er farin. Dísa var einstök kona. Með henni er horfin einn mesti persónuleiki í Mývatnssveit. Ég kynntist Dísu mjög ungur þegar hún kom í heimsókn í Gula húsið til Maju og Jóns Péturs í Reykja- hlíð III. Alltaf kom ferskur og annar blær inn í umræður þegar hún mætti. Hún var ákveðin, ein- örð og snörp í sinni orðræðu og henni fylgdi engin lognmolla. Hún kom yfirleitt með nýjar fréttir úr sveitinni og talaði mikið og lengi. Æska Dísu var enginn dans á rósum og oft á tíðum erfið fyrir unga konu. En Dísa mín stóð af sér allt og það með miklum sóma. Hún var iðjusöm og féll aldrei verk úr hendi, sívinnandi alla sína ævi. Dísa var með þá einlægu staðföstu skoðun að hennar hlut- verk hér í heimi væri að gera eitt- hvað í þágu þeirra sem minna mega sín. Hin síðari ár var Dísa óeigin- gjarn þjónn Reykjahlíðarkirkju en það starf átti hug hennar allan. Oft sá ég Dísu mína koma gang- andi með hjólbörur úr þorpinu og út í kirkju með ýmsa hluti eins og dúka og hökla, allt þvegið og strokið. Ég reyndi oft að bjóða henni hjálp en svarið var yfirleitt: „Nei, góði minn, ég er nær alveg komin.“ Dísa ávarpaði mig oft með orðunum „góði minn“, og það fannst mér einlægt og gott upphaf að samræðum. Ég hringdi oft í Dísu til að kanna hvernig hún hefði það og spurði hana frétta. Hún sagði það sem segja þurfti og eins og við var að búast komst ég ekki að og hún lauk samtalinu með Álfdís Sigurgeirsdóttir ✝ Álfdís Sig-urgeirsdóttir fæddist 15. nóv- ember 1925. Hún lést 22. júní 2017. Útför Álfdísar fór fram 30. júní 2017. orðunum „Jæja góði minn, nú er þetta orðið gott og vertu nú blessaður Óli minn.“ Ég kvaddi, því óþarfi var að ræða málin frekar. Oft reyndi ég að gefa Dísu ýmsan fatnað, blússur og fleira og bað hana um að máta. Dísa sýndi mér mikla kurteisi og tók þetta heim með sér en kom svo eftir tvo daga og oft án þess að opna pakkann og sagði: „Ég á svo mikið af þessu og algjör óþarfi fyrir mig að þiggja þetta, Óli minn.“ Svona var Dísa alveg ótrúlega nægjusöm kona. Hún tók margt fólk í gegnum tíðina í heimagistingu, bílstjóra og fólk af erlendu bergi, fólk sem vildi að- eins gista hjá Dísu og eignaðist hún þar vini til æviloka. Ég man hversu gaman það var að heim- sækja hana og fá kökur og kaffi. Heimili hennar var einstakt, líkt og að koma inn í kvikmynd frá miðri síðustu öld og allt var svo hreint og á sínum stað. Dísa hafði sérstakan eiginleika en hún gat talað íslensku við alla útlendinga og þeir skildu hana meira og minna. Ein sagan af henni er þannigað erlend hjón sem voru að skoða Mývatnssveit- ina sátu með henni í bíl. Þegar henni var sagt að þau væru út- lendingar og skildu ekki íslensku þá hækkaði hún bara röddina og hélt áfram sínu tali. Þegar þau voru síðar spurð hvað væri eftir- minnilegast úr heimsókn þeirra úr sveitinni var það Dísa sem stóð upp úr. Svona var Dísa mín, alltaf hrein og bein allt sitt líf. Ég vil þakka Dísu minni fyrir allt það óeigingjarna og góða starf sem hún gerði fyrir okkur öll í Gula húsinu. Það er ómetanlegt. Hennar verður saknað. Blessuð sértu Dísa mín. Ólafur H. Jónsson. ✝ SigurðurÁgúst Guð- björnsson fæddist 20. júní 1957 á Hvammstanga. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 16. júní 2017. Sigurður var sonur hjónanna Guðbjörns Breið- fjörð, f. 8. apríl 1929, d. 19. des- ember 2016, og Sigurlaugar Helgu Árnadóttur, f. 11. apríl 1937. Sigurður var næstelstur 11 systkina: Guðmundur Teitur, f. 1956, d. 2010, Árni Svanur, f. 1958, Pétur Hilmar, f. 1959, Stella Bára, f. 1960, Jón Krist- ófer, f. 1961, Alda Særún, f. 1962, Skúli Hreinn, f. 1965, Hólmfríður Ósk, f. 1966, Hörð- ur Heiðar, f. 1971, og Bergur Viðar, f. 1973. Eftirlifandi kona Sigurðar er Sigríður Arnfjörð Guðmundsdóttir, f. 8. ágúst 1960. Börn þeirra eru 1) Guð- laug Ósk, f. 9. febr- úar 1980, og á hún tvær dætur. 2) Brynjar Þór, f. 24. júní 1982, sam- býliskona hans er Brynja Péturs- dóttir, f. 23. febr- úar 1984. Brynjar á þrjá syni fyrir og Brynja fimm börn. 3) Sólrún Heiða, f. 21. febrúar 1986, hún er gift Jakob Inga Helgasyni, f. 4. febrúar 1979, og eiga þau þrjú börn. 4) Hjördís Bára, f. 13. mars 1987, í sambúð með Sig- urjóni Elí, f. 28. febrúar 1983, og eiga þau tvær dætur en fyrir á Sigurjón einn son. 5) Steinunn Inga, f. 27. febrúar 1998. Útför Sigurðar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi. Pabbi var hraustur maður og aldrei heyrði maður hann kvarta yfir neinu heilsufarslega. Í mínu hjarta var pabbi sterk- ur, stór, kunni allt, gat allt og mun það aldrei breytast í huga mér. Það var aldrei neitt vandamál að fá hjálp frá þér og það sem pabbi var fljótur til verka, drífandi og gerði ekkert með hangandi hendi. Þolinmæðin sem þú hafðir var líka yndisleg, það að kenna manni ýmis störf, hvort sem það var við girðingarvinnu, sveitastörf, raf- magn eða svo margt fleira. En það er mér efst í huga þegar þú kennd- ir mér á klukku. Það sem ég var lengi að átta mig á því hvernig hún virkaði en þú gafst ekki upp og sýndir mér mikla þolinmæði. Ég hugga mig við allar þær minningar og stundir sem við átt- um saman því þær eru mér dýr- mætar og allt sem þú hefur kennt mér. Pabbi var alltaf tilbúinn að hjálpa mér og minni fjölskyldu og var ekki lengi að koma ef við þurft- um á hjálp að halda, hvort sem það var heima við eða uppi í Vöglum. Ferðalögin sem við fórum eru börnum okkar alltaf efst í huga og þá sérstaklega þegar þau fengu að fara með afa sínum að veiða. Síðustu dagarnir voru svo erf- iðir en þú gast samt komið okkur til að hlæja, þrátt fyrir þá baráttu sem þú varst að ganga í gegnum. Sem sýnir okkur og kennir að meðan við lifum skulum við njóta lífsins með fólkinu sem okkur þyk- ir vænt um og vera þakklát. Þinn faðmur var svo stór svo blítt var huggun að fá tíminn leið hratt og fór þín er mikil eftirsjá. Æskuárin sem voru mín þær minningar ég geymi. Elsku pabbi ég sakna þín og aldrei ég þér gleymi. (S. H.) Sólrún Heiða Sigurðardóttir. Að skrifa minningargrein um mann sem var svo góður vinur og félagi er ekki það léttasta sem ég hef gert, en raunin er nú sú að tengdafaðir minn er búinn að kveðja þennan heim eftir ótrú- lega baráttu við veikindi sem oft er ekki sanngjarnt hlutskipti. Maður skilur ekki alveg tilgang- inn í þessu ferli, að taka stóran og þrekinn mann frá okkur og skilja eftir þær spurningar sem við spyrjum flest, af hverju hann? Aldrei var neitt gert með hangandi hendi sem Diddi lagði fyrir sig. Eitt skemmtilegt atvik sýnir svo vel hvað hann var dríf- andi í verki, en hann hringdi eitt sinn og bað um myndir af felli- hýsinu okkar því hann væri kannski búinn að skipta því út fyrir bát. Elsku Diddi, ég þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og alla þá hjálp sem þú varst svo óspar á að veita mér. Þegar ég hringdi í þig og spurði ráða var svarið ávallt: Égkem bara og aðstoða þig við þetta. Jakob Ingi Helgason. Sigurður Ágúst Guðbjörnsson Kveðja frá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur Fallinn er frá Orri Vigfússon, stofnandi og for- maður Verndarsjóðs villtra lax- Guðbrandur Orri Vigfússon ✝ Orri Vigfússonfæddist 10. júlí 1942. Hann lést 1. júlí 2017. Útför Orra fór fram 10. júlí 2017. fiska (NASF). Orri var ötull baráttu- maður fyrir nátt- úruvernd og ekki síst góðum um- gengnisreglum við íslenskar laxveiðiár. Margar viðurkenn- ingar og verðlaun hlaut hann fyrir störf sín að vernd- un Atlantshafslax- ins. Orri var fé- lagsmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og naut virðingar innan félagsins. Hann var sæmdur gullmerki SVFR fyrir störf sín í þágu NASF. Orri var góður og gegn félagsmaður í SVFR og sýndi það fyrir nokkr- um vikum er hann mætti á stjórnarfund hjá félaginu til að upplýsa um stöðu baráttu sinnar vegna laxeldisáforma. Það er einlæg von okkar að veiðimenn minnist Orra þegar þeir sleppa þeim silfraða í sumar. Það hefði verið honum að skapi. Stjórn og starfsfólk flytur fjölskyldu Orra samúðarkveðjur. Árni Friðleifsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Í dag minnumst við Orra Vig- fússonar, eins merkasta manns sem við höfum fengið tækifæri á að hitta og starfa með. Orri helgaði líf sitt því að berjast fyrir Atlantshafslaxinn og fyrir það verðum við honum ævinlega þakklát. Vinátta hans og góðmennska gerðu öll okkar ævintýri saman betri. Í gegnum Orra fengum við tækifæri á að kynnast Íslandi vel og kynnt- umst mörgu frábæru fólki. Fyrir það þökkum við honum. Sannkallaður meistari í sínu fagi hefur fallið frá og arfleið hans mun lifa í gegnum okkur öll. Við sendum innilegar samúð- arkveðjur til hans yndislegu fjöl- skyldu. Fyrir hönd Eleven Experi- ence, Elvar Örn Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.