Morgunblaðið - 15.07.2017, Page 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Tónlistarnámskeið Red Bull Music
Academy (RBMA) urðu vel kunn
landsmönnum í fyrra þegar Íslend-
ingur, Auðunn Lúthersson, sem
gengur undir listamannsnafninu
Auður, var valinn til þátttöku. Í ár
má gera ráð fyrir að RBMA verði
enn sýnilegra því akademían ætlar
að halda reglulega tónlistarvið-
burði, svokölluð RBMA-klúbba-
kvöld, á nokk-
urra mánaða
fresti til að vekja
áhuga tónlistar-
manna hér á
landi á næsta
tónlistarnám-
skeiði sem verð-
ur haldið í Berlín
árið 2018. RBMA
hefur boðið
bandaríska
plötusnúðnum
DJ Earl til landsins og mun hann
þeyta skífum á klúbbakvöldi Húrra
í kvöld. Auk þess mun DJ Earl
bjóða upp á opna vinnusmiðju fyrr
um daginn til að kenna áhugasöm-
um dansstefnu sína, svokallaða
fótafimi („footwork“).
Djass, fönk og hipphopp
„Fótafimi felst aðallega í mjög
hröðum takti,“ segir Einar Stef-
ánsson sem stendur fyrir skipu-
lagningu viðburðarins. „Svo er
þungur bassi og bland af djassi og
fönktónlist. Kannski svona hörðum
hljómgerðum. Svo er líka svolítið
hipphopp í þessu. Hver er nátt-
úrlega með sinn eigin stíl.“
Einar segir að íslenskir fulltrúar
fótfimihreyfingarinnar líti einnig
við í vinnusmiðjunni, Plútó-flokk-
urinn sem er samsafn reyndustu
plötusnúða Íslendinga og þekktir
fyrir afar vel heppnuð klúbba-
kvöld.
„Við ætlum að halda reglulega
þessi RBMA-klúbbakvöld,“ segir
Einar. „Reyna að vekja svolitla
vitund á akademíunni í íslensku
tónlistarlífi þar sem þetta er mjög
skemmtileg hugmynd. Í hvert
skipti flytjum við inn að minnsta
kosti einn erlendan tónlistarmann
sem tengist akademíunni á ein-
hvern máta ásamt einhverjum ís-
lenskum listamönnum. Fyrsta
RBMA-klúbbakvöldið var núna í
maí á Kex hosteli, með henni Sef-
valizu sem er írönsk en uppalin og
búsett í Hollandi. Þar komu líka
fram Sturla Atlas, Cyber, For-
gotten Lores og fleiri. Þessi sería
okkar heldur síðan áfram á nokk-
urra mánaða fresti.“
Stökkpallur
„Það hefur alltaf verið þessi
tenging bæði við jaðaríþróttir og
við menningu, kúltúr og tónlist,“
segir Einar til útskýringar á að-
komu Red Bull, sem er betur
þekkt sem orkudrykkjaframleið-
andi, að tónlistarsenunni. „Red
Bull hefur einhvern veginn alltaf
haft þá ímynd að tengja sig mikið
við tónlistarfólk og svo þessar
skrýtnu jaðaríþróttir. Tónlistar-
akademían sjálf er alltaf haldin í
mismunandi borgum og við komum
að henni sem fulltrúar Red Bull á
Íslandi. Við hvetjum sem flesta til
þess að sækja um því þetta getur
verið virkilegur stökkpallur fyrir
upprennandi tónlistarfólk eins og
þetta var fyrir hann Auðun Lúth-
ers. Þegar hann kom úr þessari
akademíu var hann á vörum allra
og það var mikill spenningur í
kringum hann. Svo gaf hann út
þessa plötu fyrr á árinu og fékk al-
veg frábæra dóma.“
Verkstæði DJ Earl verður opnað
kl. 16 og klúbbakvöldið kl. 23. Að-
gangur er ókeypis.
Mjög hraður
taktur í fótafimi
DJ Earl kemur fram á Húrra í kvöld
DJ Earl Bandaríski plötusnúðurinn er sagður í fremstu víglínu Chicago danssenunnar.
Einar
Stefánsson
Á næstu tónleikum Pikknikk-
tónleikaraðar Norræna hússins
mun koma fram unga hljóm-
sveitin RuGl. Tónleikarnir fara
fram á morgun, sunnudag, og
hefjast klukkan 15. Þeir fara
fram í gróðurhúsi Norræna húss-
ins og er aðgangur ókeypis.
Hljómsveitin RuGl er skipuð
tveimur 16 ára stúlkum, þeim
Ragnheiði Maríu Benediktsdóttur
og Guðlaugu Fríðu Helgadóttur.
Sú fyrrnefnda spilar á píanó og
slagverk en sú síðarnefnda syng-
ur og leikur á gítar.
RuGl kom fyrst fram á sjón-
arsviðið í Músíktilraunum í fyrra
þar sem hún komst í úrslit, vakti
talsverða athygli og var tilnefnd
til íslensku tónlistarverðlaunanna
í ár sem Bjartasta vonin.
„Þetta verða lögin sem okkur
þykir vænst um og svo eitt nýtt
lag sem við sömdum fyrir viku,“
segir Guðlaug.
Þær Ragnheiður semja öll lögin
sín sjálfar en Guðlaug segir það
alltaf koma rangt út þegar hún
reynir að lýsa tónlistinni þeirra.
„Við erum líka mikið í þróun,
fyrsta lagið okkar er allt öðruvísi
en það nýjasta. En þetta er ein-
hverskonar indie-tónlist.“
Þetta verða síðustu tónleikar
RuGl í bili vegna þess að Guðlaug
er að flytja til Danmerkur í
næstu viku. „Við erum ekki hætt-
ar. Við ætlum að spila á Airwa-
ves og Ragnheiður kemur í heim-
sókn til mín til Danmerkur þar
sem við ætlum að æfa okkur,“
segir Guðlaug að lokum.
thorgerdur@mbl.is
„Lögin sem okkur þykir vænst um“
Bjartar vonir Gunnhildur og Ragnheiður eru aðeins 16 ára gamlar.
Auður Ómarsdóttir opnar einka-
sýninguna Man I Feel Like a Wom-
an í galleríi Hvítspóa á Akureyri í
dag klukkan 15.
Samkvæmt tilkynningu er Auður
fyrst til þess að sýna í nýju sýning-
arrými gallerís Hvítspóa, en það er
rekið af Önnu Gunnarsdóttur lista-
konu.
Nafnið á sýningunni vísar í lag
eftir Shaniu Twain og þar má sjá
verk sem bera keim af klassískri
grísk-rómverskri listasögu en einn-
ig karllægum heimi nútíma bygg-
ingariðnaðar. Verkin á sýningunni
eru teikningar, málverk og skúlp-
túrar sem eru unnir úr fundnum
hlutum.
Auður útskrifaðist úr myndlist-
ardeild Listaháskóla Íslands árið
2013 og er þetta sjötta einkasýning
hennar eftir útskrift.
Sýning í nýju galleríi á Akureyri
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Kona Auður Ómarsdóttir mun opna sína
sjöttu einkasýningu eftir útskrift.
Hljómsveitin
Blakkát gaf út
sína fyrstu plötu í
mars síðast-
liðnum og ætlar
að fagna henni
með útgáfu-
tónleikum á
Gauknum í kvöld
klukkan 21.30.
Platan var gef-
in út á vegum
Starmýri Re-
cords og ber heit-
ið Bíbí & Blakkát.
Samkvæmt til-
kynningu verður platan til sölu á staðnum á svokölluðum „mini-vínyl“ eða
„mínyl“ sem þurfti sérstaklega þróa til að grípa hinn nýja og sérstaka
hljóm plötunnar.
Hljómsveitina Blakkát skipa þeir Ísak Örn Guðmundsson, Leó Ingi Sig-
urðsson, Hrafnkell Már Einarsson, Höskuldur Eiríksson og Jóhann Jóns-
son. Fyrir tónleika sveitarinnar munu tónlistarmaðurinn Sveinn Guð-
mundsson og hljómsveitin Quest hita upp gesti.
Útgáfutónleikar Bíbí og Blakkát
Veisluhöld Viðbúin, tilbúin, Blakkát.
Breska leik-
konan Sophie
Turner, sem leik-
ur Sönsu Stark í
þáttaröðinni
Game of Thrones
sem hefst aftur á
sunnudag, sagði
í nýlegu viðtali
við tímaritið Elle
að Sansa yrði
óviðkunnanlegri í sjöundu seríu.
Turner segir Sönsu loks vera
komna með völd sem hún kunni
ekki með að fara og því missi hún
svolítið móðinn. Hún segir mjög
áhugavert að sjá hana svoleiðis því
hún hafi verið svo sterk í undan-
förnum seríum. Fyrsti þáttur sjö-
undu þáttaraðar var forsýndur fyr-
ir útvalda í L.A. á
miðvikudagskvöld .
Óviðkunnanleg
Sansa Stark
Sansa Stark
SÝND KL. 2, 8, 10.20
SÝND KL. 6, 9
SÝND KL. 10.40
SÝND KL. 5, 8
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
ÍSL. 2D KL. 2, 4, 6
ENSK. 2D KL. 2, 4