Morgunblaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 26
AKUREYRARKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Prestur er Svavar Alfreð Jóns- son. ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæj- arkirkju syngur. Krizstina Kalló Szklenár organisti. Kaffisopi og samfélag eftir stundina. BESSASTAÐAKIRKJA | Sameiginleg sumarmessa Garða- og Bessa- staðasóknar kl. 11 í Garðakirkju. BÚSTAÐAKIRKJA | Sumarmessa sunnudag kl. 11. Ferming. Kór Bú- staðakirkju og kantor Jónas Þórir Messuþjónar aðstoða. Molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Magnús Björn Björnsson. Hljómsveitin Ávextir andans sér um tónlist. Messað verður í lundinum fyrir neðan kirkjuna ef veður leyfir. Dómkirkja Krists konungs, Landa- koti | Messa kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Sveinn Valgeirsson prédikar. Dómkór- (matt. 28) Orð dagsins Sjá, ég er með yður inn og organisti er Kári Þormar. Minni á bílastæðin gegnt Þórshamri. EGILSSTAÐAKIRKJA | Lesmessa kl. 20. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjón- ar. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg sum- armessa Garða- og Bessastaðasóknar kl. 11. Helga Þórdís Guðmundsdóttir leikur á orgelið og söfnuðurinn syngur. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi- húsamessa kl. 11. Séra Sigurður Grét- ar Helgason prédikar og þjónar. For- söngvari leiðir söng og organisti er Antonía Hevesi. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messu- þjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Alþjóðlegt orgelsumar, tón- leikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. David Cassan frá Frakklandi leikur. Fyr- irbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10:30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8 og tónleikar Schola cantorum 12. Org- eltónleikar fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 í Maríustúku, sunnanmegin í kirkjunni. Kári Allansson organisti og sr. María Ágústsdóttir annast þjónustuna. Kaffi- veitingar í boði eftir messu. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir þjónar fyrir altari. Bryndís Eva Erlings- dóttir leiðir safnaðarsöng. Organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng við gítarund- irleik. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Litir, blöð og myndir til reiðu fyrir börnin. Kaffi og samfélag eft- ir messu á Kirkjutorgi. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjónusta kl. 14. Sigrún Stein- grímsdóttir organisti stjórnar almenn- um safnaðarsöng. Prestur Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédik- ar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Úti- messa við Þorlákssæti á laugardag kl.12.10. Tónleikar í kirkjunni kl. 16. Hátíðarmessa á sunnudag kl.13.30 með þátttöku pílagríma. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup predikar og þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands Agnesi M. Sigurðardóttur, öðrum bisk- upum, prestum og leikmönnum. Skál- holtskórinn syngur. Jón Bjarnason leik- ur á orgel. Hátíðarsamkoma kl 16.15. Dómsmálaráðherra flytur ávarp. Hátíð- arræðu flytur dr. Margot Kaessmann. Skálholtskórinn syngur. VÍDALÍNSKIRKJA | Sameiginleg sum- armessa Garða- og Bessastaðasóknar kl. 11 í Garðakirkju. Morgunblaðið/Ómar Strandarkirkja 26 MINNINGAR Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 ✝ Reynir VigfúsGíslason fædd- ist í Reykjavík 26. desember 1987. Hann lést á heim- ili sínu 8. júlí 2017. Foreldrar Reyn- is eru Gísli Þórður Geir Magnússon, f. á Lýtingsstöðum í Holtum 14. nóv- ember 1948, og Þórunn Ingibjörg Reyn- isdóttir, f. í Flatey á Breiða- firði 22. desember 1951. Systkini Reynis eru: 1) Anna Björk, f. 10. september 1970. 2) Magnús Ingberg, f. 2. októ- Katrín Þórarinsdóttir, f. 13. júní 1987. Reynir Vigfús ólst upp í Grafarvogi og var Graf- arvogsbúi í húð og hár. Hann stundaði nám við Foldaskóla og varð svo stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Hann sótti fjölmörg námskeið í gegnum árin og þá sér- staklega í tengslum við tölv- unarfræði. Þar lá áhugasviðið; Reynir kunni á allt sem tengd- ist tölvum og tækni. Hann var fagurkeri fram í fingurgóma, vildi hafa snyrtilegt í kringum sig, hver hlutur í hans lífi var valinn af kostgæfni. Hann var handlaginn, allt sem hann skapaði og sinnti var gert af mikilli vandvirkni. Hann var með stórt hjarta, blíður og mátti ekkert aumt sjá. Útför Reynis Vigfúsar fór fram í kyrrþey 20. júlí 2017 frá Grafarvogskirkju. ber 1974, maki Helga Kristófers- dóttir, f. 13. jan- úar 1976. Börn Magnúsar og Helgu eru Gísli Geir, f. 29. ágúst 2010, og Íris Ósk, f. 11. janúar 2013. 3) Ingveldur, f. 27. nóvember 1979, maki Bjarki Þór Arnarson, f. 7. október 1978. Börn þeirra eru Emilía Líf, f. 14. maí 2005, Þórunn María, f. 5. október 2009, og Anna Þórey, f. 4. október 2011. 4) Gísli Þór, f. 14. október 1983, maki Ólöf Yndislegi sonur okkar. Söknuður okkar er mikill og erfitt að koma orðum að. Við vilj- um þakka þér fyrir allar þær stundir sem við fengum að njóta með þér og alla þá ást og kærleik sem þú gafst okkur. Með sárum söknuði sendum við til þín ást, hlýjar hugsanir og bænir í ljós- inu. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf. ók.) Við elskum þig ávallt og Guð geymi þig, elsku drengurinn okk- ar. Mamma og pabbi. Elsku Reynir minn. Ég hef ekki enn meðtekið til fulls að þú sért búinn að kveðja okkur langt fyrir aldur fram. Ég veit við munum hittast á nýjan leik á öðr- um stað. En þangað til verð ég að sættast við það, að við sjáumst ekki oftar uppi í Fannó hjá mömmu og pabba. Við förum ekki fleiri bílrúnta, þar sem við gátum rætt um allt og ekkert, hlustað á góða tónlist og sungið með. Þú kemur ei oftar í heim- sókn til mín, til að fá þér kaffi og spjalla, eða yfirfara tölvuna mína og segja mér enn og aftur að ég þurfi nú að fá mér betri tölvu. Ég sakna þess að fá ekki hlýtt faðm- lag frá þér og fá að faðma þig einu sinni enn. Ég gleymi ekki þeim degi sem þú fæddist, Reynir minn, við hin eldri systkinin biðum spennt heima í Fannó eftir að pabbi kæmi heim og segði okkur tíð- indin. Þetta var fyrir tíð farsím- ans. Það var mikið gengið um gólf heima þennan morgun. Gleðin og hamingjan sem fyllti okkur, þegar við vissum að litli bróðir væri kominn heill í þennan heim var mikil. Þú varst sá allra blíðasti og ljúfasti drengur sem ég hef kynnst. Það biðu manns alltaf hlý orð, opinn faðmur og kossar á kinn, þegar við hittumst. Litli bróðir, það er svo margt sem ég gæti skrifað og sagt hversu falleg sál þú ert. Við sem þekktum þig vitum það best. Ég er svo þakklát fyrir að hafa feng- ið að vera stóra systir þín og ganga með þér þessa gönguferð til enda. Þín er sárt saknað, elsku Reynir minn, og stórt skarð skil- ið eftir í okkar fjölskyldu. Bið Guð að leiða hönd þína og umlykja þig ljósinu bjarta. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Ómar Ragnarsson/Gísli á Uppsölum) Ég mun ávallt elska þig. Þín systir, Anna Björk. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin - mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Með þökk fyrir allt og allt. Þinn bróðir, Magnús (Maggi), Helga og börn. Elsku Reynir minn. Rosalega getur verið erfitt að byrja að skrifa þessa minning- argrein, það mætti stundum halda að byrjunin væri erfiðari en endirinn. Talandi um erfið- leika í byrjuninni, þá minnir það mig á byrjunina á milli okkar bræðra. Árið var 1987 á milli jóla og nýárs og foreldrar okkar voru að koma af spítalanum, ég var feg- inn að sjá mömmu aftur eftir að hafa verið á spítalanum enda var ég mömmustrákurinn á heim- ilinu á undan þér. En það var eitthvað öðruvísi þegar þau komu heim, þau komu með eitthvað og það var ekki jólapakki. Þrátt fyr- ir að þetta hafi ekki verið jóla- pakki var þetta ein af bestu jóla- gjöfum sem ég hef fengið, því þarna varst þú í vöggu. Ég fékk nýtt hlutverk og það var að vera stóri bróðir þinn. Þessi nýja gjöf og ábyrgðin sem fylgdi henni lét mig vera smeykan í byrjun. Hins vegar er það eins og með svo margt ann- að, að í þessu blessaða lífi horfir maður fljótlega framhjá erfið- leikum eða áskorunum sem fylgja krefjandi hlutverkum. Maður fer að meta meira hið góða og verðmæta sem þau búa yfir. Eins og að hjálpa þér upp úr rimlarúminu þínu á laugardags- morgnum fyrir barnaefnið, vaka yfir þér og strjúka á þér sveitta kollinn þegar þú svafst með snuðið, hugga þig þegar þú þurft- ir á því að halda og skutla þér í menntaskólann á morgnana áður en ég mætti í vinnuna. Vissulega þurfti ég oft að gefa eftir og það kostaði mig marga Pez-pakka, en í lokin skipti vellíðan þín mig mestu máli þrátt fyrir að ég hafi ekki áttað mig á því fyrr en löngu seinna. Og nú er komið að þeim tíma að hlutverkið mitt breytist á ný. Nú eru það ekki aðeins foreldrar okkar sem bera þig síðasta spöl- inn heim, heldur munum við fjöl- skylda þín gera það. Nema í þetta skiptið er ég ekki smeykur við erfiðleikana eða ábyrgðina heldur mun hið góða og verð- mæta sem þú gafst mér veita mér styrkinn og ástina til að fara með þér síðasta spölinn. Þrátt fyrir sorgina hef ég ekki áhyggj- ur af þér og ég bið þig að gera hið sama fyrir mig. Góðar sálir rata nefnilega í ljósið heima. Þangað til við hittumst næst. Þinn stóri bróðir, Gísli. Símtalið kom, ég trúði þessu ekki og nú nokkrum dögum síðar trúi ég því ekkert frekar. Eins sár og missirinn er vona ég að stóra hjartað, knúsarinn minn, blómstri hinum megin og að síðar getum við rætt málin eins og við gerðum svo oft. Meira ég kannski en þú, ég í hlutverki stóru systur að reyna að skóla þig til með mis- mikilli ákveðni. Mér gekk gott eitt til og þó við höfum ekki alltaf verið sammála, hlustaðir þú og íhugaðir málin. En fallegu minningarnar um þig ylja og allar fallegu mynd- irnar af þér fá okkur til að brosa. Þú fæddist á öðrum degi jóla árið 1987. Ég var átta ára skjáta og man eftir því þegar þú komst heim í bláa burðarrúminu á gamlársdag það sama ár. Minn- ingabrotin eru ótalmörg, þær voru nú ófáar sjoppuferðirnar okkar þriggja. Ég, þú og Gilli bróðir röltum út í sjoppu, hvert okkar með 50 kr. í hendi. Ég vildi bland í poka, Gilli vildi beiskan brjóstsykur en svo sagðir þú hátt og skýrt: „Ég ætla að fá bland í poka og ég vil fá mikið í pokann.“ Svo brostir þú og bláu augun með dökku umgjörðinni bræddu alltaf starfsfólkið svo þú fékkst yfirleitt helmingi meira í pokann en við Gilli. Þú varst svo duglegur og vandvirkur strákur, allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú 110% og rúmlega það. Alla þína skólagöngu stóðstu þig svo vel, þú lagðir mikið á þig og upp- skarst hæstu einkunnir. Þegar maður gapti yfir því hvað þú fékkst í einkunn og sagði við þið hversu rosalega flott þetta væri, dróstu heldur úr því og sagðir þinn árangur ekkert betri en annarra. Þú varst ekki mikið fyr- ir að upphefja þig og leist alltaf á þig sem jafningja annarra. Sem dæmi um vandvirkni þína og snyrtimennsku áttir þú það til að þrífa bílinn fyrir mig. Eftir eitt skiptið settist ég inn í bíl og horfði í kringum mig, skildi ekki hvernig þú gast þrifið hann svona vel. Þú varst búinn að þrífa bílinn hátt og lágt og ofan í öll hólf, samskeyti og lofttúður. Ég spurði svo hvernig í ósköpunum þú hefðir náð þessu svona fínu, þá sagðir þú: „Ég notaði bara eyrnapinna á smæstu staðina.“ Já, þegar þú gerðir hluti, þá gerðir þú þá óaðfinnanlega. Ég er svo glöð yfir síðustu minning- unum um þig, þegar við skelltum okkur í sund í sveitinni. Þú renndir þér í rennibrautinni með stelpunum mínum eins og þú værir lítill gutti sjálfur. Þú hopp- aðir á trampólíninu með þeim og skemmtir þér og þeim til hins ýtrasta, þetta var góður dagur og eru góðar minningar. Ég ætla að halda í þær og geyma. Elsku litli bróðir minn, yngsti bróðir minn. Ég er svo sorgmædd yfir því hversu stutt þú stoppaðir hjá okkur, en þinn tími var kominn og hvíldin er þín. Við hin munum hlúa að mömmu og pabba, þau eru kletturinn sem við þekkjum svo vel og gátum alltaf stutt okk- ur við og ég veit þú hefðir viljað gefa þeim það sama til baka. Elsku Reynir minn, ég elska þig og geymi fallegu minningarn- ar um þig í hjarta mínu alla tíð. Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín stóra systir, Ingveldur (Inga). Elsku frændi minn, hvernig er eiginlega hægt að skrifa þér fal- legt kveðjubréf. Mér finnst ég eiga svo margt eftir að gera með þér. En Guð fer ekki í mann- greinarálit þegar kallið kemur. Ég vona að þegar röðin kemur að mér fái ég að fara svona fallega eins og þú – leggjast til hvílu og vera komin á svo fallegan stað – draumalandið okkar allra. Reyn- ir minn, þú varst alltaf svo ynd- islegur drengur, faðmaðir mig alltaf þegar við hittumst, brostir þínu fallega brosi. Við gátum allt- af rætt málin og þú vissir svo mikið – spurðir alltaf hvernig mér liði, hjálpaðir mér með tölv- una mína. Ég hefði viljað að við hittumst oftar, ég veit við gerum það og ég veit að ég þarf ekki að kvíða neinu þegar minn tími kemur – þú verður til staðar – fólkið okkar hinumegin þurfti svona duglegan dreng eins og þig í hjálparstarf í draumalandinu og það er enginn svikinn þar sem þú ert, Reynir minn. Ég mun sakna þín, ég verð að trúa því að við sem eftir lifum fáum ljós frá þér. Elsku frændi minn, með tár á hvarmi kveð ég þig að sinni – takk fyrir að gefa mér faðmlag og knús í öll skiptin sem við hitt- umst – takk fyrir að þykja vænt um mig – takk fyrir að minnast á saknaðartíma úr fortíðinni. Elsku Tóta, Gísli, Anna, Maggi, Inga og Gísli Þór, megi góður guð umvefja ykkur á þess- um erfiða tíma í sorg ykkar og söknuði. Berglind Bára. Elsku Reynir, ég kveð þig nú með trega og tárum en veit að nú líður þér vel á nýjum stað þar sem fullt er af góðu fólki sem heldur utan um þig á meðan þú sættist við að vera farinn af þess- ari jörð. Takk fyrir allar okkar stundir og takk fyrir leikinn við stelp- urnar okkar Ingveldar, þeim fannst alltaf gaman þegar þú fórst upp á háaloft að sækja gam- alt dót frá þér og leyfðir þeim að skoða og leika með. Ekki var minna skemmtilegt þegar þú fórst með þeim á trampólínið að hoppa og skoppa. Þegar þú hefur vind í fang, þá haltu höfðinu hátt. Hræðstu ei myrkrið, það mun birta til. Því að ljós heimsins mun þér lýsa í gegnum dauðans dimman dal. Hann fer á undan í gegnum storm og regn. Þú munt aldrei ganga einn, munt aldrei ganga einn. (Sigurbjörn Þorkelsson) Bjarki Þór Arnarson. Reynir Vigfús Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.