Morgunblaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þær Sólveig Matthildur Krist-jánsdóttir og Kinnat SóleyLydon standa að Myrkfælni en þær hafa verið giska öflugar hvað íslenska neðanjarðartónlist varðar undanfarin ár. Sólveig er meðlimur í Kælunni miklu auk þess að gera sólótónlist og fyrir tveimur árum stofnaði hún útgáfu- og viðburðafyrirtækið Hið myrka man sem hefur verið aðsópsmikið í tónleikahaldi, útgáfu o.fl. í Reykja- vík. Kinnat er hönnuður sem hefur hannað plötuumslög, dreifimiða og veggspjöld fyrir íslenskar sem er- lendar sveitir og starfar í dag fyrir hönnunarstofuna Studio Manuel Raeder í Berlín. Hvað hið nýstofnaða verkefni Myrkfælni varðar er megingáttin þar samnefnt tímarit, sem ætlað er að kynna íslenska neðanjarðar- tónlist fyrir áhugasömum og þá ekki síst fólki sem er erlendis. Tímaritið kemur út 1. ágúst næst- komandi og er farið í prentsmiðj- una. Að sögn þeirra Sólveigar og Kinnat hafa þær orðið þess áskynja að athyglin utanfrá beinist einkum að íslenskum tónlist- armönnum sem eru komnir nokk- uð vel á veg með sinn feril og þau bönd og listamenn sem eru kirfi- lega neðanjarðar, en þó með tals- verð umsvif, eiga það til að falla á milli þilja. Þessu vilja þær breyta og koma á nokkurs konar teng- ingu á milli íslensku neðanjarð- arsenunnar og þeirra sem í gangi eru í öðrum löndum. Blaðið er á ensku og inniheldur greinar um útgáfufyrirtæki, hljómsveitir og tón- listarhátíðir auk gagnrýni. Það kemur út í 1.000 eintökum og fer fjöldi eintaka til ýmissa dreifiaðila erlendis, í yfir 50 borgum. Þær stöllur leggja áherslu á að þó að netið sé yfir og allt um kring í dag hafi prentmiðlar ennþá mikið gildi, sérstaklega í neðanjarðarsen- unum, og verður áhersla lögð á að gefa tímaritið út á þann hátt þó að netið verði og nýtt upp að vissu marki. Samfara tímaritinu er safn- plata eður safnstreymi komið út á Bandcamp-síðu Myrkfælni. Platan inniheldur rúmlega tuttugu lög með hinum og þessum listamönn- um sem koma og við sögu í tímarit- inu góða. Suma kannast ég við, bæði af safnkassettum sem hið ágæta fyrirtæki Ladyboy Records hefur gefið út og svo af svipuðum Nóg í gangi neðanjarðar Ljósmynd/Myrkfælni Öflugar Þær Kinnat Sóley og Sólveig Matthildur standa að Myrkfælni. útgáfum sem Hið myrka man hefur staðið að (Myrkra- makt I og II). Á Myrkfælni kennir ýmissa grasa, tals- vert er um níunda áratugar gotarokk og -raf, eða til- brigði við slíkt öllu heldur, en það er tímabil sem Kælan mikla, Hið myrka man og Myrkfælni sækja í, bæði tón- listarlega og fag- urfræðilega. Kæl- an mikla, Kvöl, Rex Pistols, Kuldaboli og Madonna + Child (sem gefa út plötu brátt) sigla öll um þessi myrku djúp og þá er gaman að heyra í Döpur (verkefni Veganæsparsins Krumma og Linneu) sem fara út í netta „rafafls“-tónlist eða „power electronics“ eins og Englar kalla það víst. Countess Malaise og Lord Pusswhip sjá um rappið á meðan Dead Herring PV, ROHT og Dauð- yflin snara upp hávaðapönki og -rokki. Andi og AAIIEENN eru hins vegar á raf- og teknónótum. Og er þá ekki allt upptalið. Persónulega er ég einkar hrif- inn af þessu framtaki öllu. Í gras- rótinni fá hlutirnir iðulega að gerj- ast óáreittir og oft er útkoman falleg og heiðarleg sköpun. Að styðja við slíkt er lífsnauðsynlegt, hreinlega, og ég óska því Sólveigu og Kinnat til hamingju með her- legheitin. »Hvað hið nýstofn-aða verkefni Myrk- fælni varðar er megin- gáttin þar samnefnt tímarit, sem ætlað er að kynna íslenska neðan- jarðartónlist fyrir áhugasömum og þá ekki síst fólki sem er erlendis. Myrkfælni er nýtt sam- starfsverkefni tveggja stúlkna sem ætlað er að kynna íslenska neðan- jarðartónlist, heima og ekki síst erlendis, með útgáfu á tímariti, tónlist og fleiru. Tímaritið Myrkfælni. Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hef- ur gefið út yfirlýsingu varðandi fjarveru sína á samfélagsmiðlinum Twitter. Getgátur voru uppi um það að tónlistarmaðurinn hefði lok- að Twitter-aðgangi sínum vegna neikvæðra athugasemda í hans garð eftir gestahlutverk hans í nýj- asta Game of Thrones-þættinum. Yfirlýsinguna birti hann á Insta- gram-síðu sinni og segir hann þar að hann hafi lengi ætlað að loka að- gangi sínum og það hafi ekkert haft að gera með neikvæð viðbrögð við hlutverki hans í Game of Thrones. Hann hafi verið í þáttunum og velt- ir fyrir sér hvers vegna hann ætti að taka nærri sér það sem fólk hefði um það að segja, það hefði augljóslega verið frábær upplifun. Hann segir tímasetninguna hafa verið einskæra tilviljun en að fólk megi trúa því sem það vill. Með tilkynningunni fylgir mynd sem er málinu alls ótengd, af hon- um og umboðsmanni hans þar sem þeir haldast í hendur og „ríða ham- ingjusamir inn í sólsetrið“, að sögn Sheeran. Segir Krúnuleika ekki hafa hrakið sig af Twitter Misskilningur Fréttir af því að Ed Sheeran hefði lokað Twitter-reikningi sín- um út af leiklistargagnrýni voru rangar. AFP Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar SÝND KL. 6, 9 SÝND KL. 2, 4, 7, 10 SÝND KL. 10.20 SÝND KL. 8 Miðasala og nánari upplýsingar 5% ÍSL. 2D KL. 2, 4, 6 ENSK. 2D KL. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.