Morgunblaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 16
STANGVEIÐI Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Feikileg veiði hefur verið í Miðfjarð- ará upp á síðkastið. Þegar veiðitölur voru uppfærðar sl. miðvikudag voru 1.202 laxar færðir til bókar. Mið- vikudaginn 12. júlí síðastliðinn stóð fjöldi veiddra laxa í Miðfjarðará í 749. Aukningin er því 453 laxar milli 12. og 19. júlí. Ævintýraleg veiði varð einn daginn í Miðfjarðará. Þann dag veiddust 99 laxar, en veitt er á tíu stangir í ánni. Rafn Valur Alfreðsson, leigutaki Miðfjarðarár, segir að miklar laxa- göngur hafa verið að koma í ána og aðstæður á staðnum hafi verið ágæt- ar. Aðspurður hvernig hann sjái framhald næstu vikna, segist Rafn vera bjartsýnn. „Það er fullt af fiski og fólki, þannig að ef það verður vatn og veður þá erum við í góðum málum,“ segir Rafn Valur. Lax er dreifður um alla Norðurá, segir Einar Sigfússon, leigutaki ár- innar. „Búið er að rigna af og til í sumar og það hefur gert það að verkum að vatnsyfirborð hefur að- eins hækkað. Þannig að það er fisk- ur um alla á, sem er mjög ánægju- legt,“ segir Einar. Hann segist vonast til þess að fá miklar lax- agöngur með næsta stóra straumi. Þá er fiskur einnig vel dreifður um alla Haffjarðará, að sögn Einars. Allt á góðri leið í Ytri-Rangá Jóhannes Hinriksson, staðarhald- ari við Ytri-Rangá, segir að um 50 laxar veiðist á dag og fer veiði vax- andi með hverjum deginum. Að hans sögn komst veiði í ánni yfir þúsund laxa markið í gær, föstudag. „Ég myndi segja að það væri allt í mjög góðum gír,“ segir Jóhannes um gang mála og segir árið í ár vera nokkuð hefðbundið. Árið í fyrra, að hans sögn, var algjört einsdæmi í sögu Rangár um það gríðarlega magn laxa, sem var í ánni í júní og júlí. Þá segir Jóhannes að staðan sé þannig að nánast sé uppselt fyrir næsta ár. Veiðivatn Stanga- fjöldi Veiði 13. júlí 2016 15. júlí 2015 Þverá og Kjarrá 14 1.153 735 Miðfjarðará 10 1.459 1.221 Norðurá 15 880 1.530 Ytri-Rangá&Hólsá,vesturbakki 18 2.549 959 Blanda 14 1.492 1.638 Langá 10 623 867 Urriðafoss í Þjórsá 2 * * Haffjarðará 6 704 651 Grímsá og Tunguá 8 251 362 Elliðaárnar 6 394 351 Laxá á Ásum 4 225 367 Laxá í Kjós 8 227 362 Laxá í Aðaldal 18 517 359 Víðidalsá 8 425 335 Selá í Vopnafirði 6 250 204 Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is * Tölur liggja ekki fyrir Staðan 19. júlí 2017 0 250 500 750 1.000 1.250 1.238 1.202 966 902 745 731 583 547 503 475 375 344 317 315 267 Feikileg aukning á laxveiði í Miðfirði  Fiskur er dreifður um alla Norðurá Ljósmynd/Júlíus Þór Jónsson Veiði Agnes Viggósdóttir með 80 sentímetra hrygnu í Svalbarðsá. Sr. Páll Ágúst Ólafsson varð hlutskarpastur í kosningu um embætti sóknarprests í Staða- staðarprestakalli í Vestur- landsprófastsdæmi í nóvember árið 2013. Upp komst um myglu í prestsbústaðnum að Staða- stað við lok árs 2015 og flutti Páll úr húsinu. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigð- iseftirlits Vesturlands, staðfesti í samtali við mbl.is árið 2015 að húsið hefði verið metið óíbúð- arhæft. Verkfræðistofan Efla gerði aðra rannsókn á húsnæð- inu og innanstokksmunum 6. júlí 2017 en beðið er eftir að niðurstöður rannsóknarinnar verði birtar. Húsnæðið óíbúðarhæft PRESTSBÚSTAÐURINN SVIÐSLJÓS Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Séra Páll Ágúst Ólafsson, fyrrver- andi sóknarprestur á Staðastað, hefur ekki afhent kirkjuráði prestsbústaðinn á Staðastað en deilur eru milli Páls og kirkjuráðs um hvenær honum sé skylt að af- henda bústaðinn. Páll var fluttur úr starfi sókn- arprests í Staðastaðarprestakalli og í starf héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi 1. júlí sl. og leysir séra Hjálmar Jónsson af í Staðastaðarsókn þar til búið er að kjósa nýjan sóknarprest. Að sögn Biskupsstofu var Páli gefinn frestur til 12. júlí til að fjar- lægja lausamuni úr prestsbústaðn- um og skila húsinu. Með svarbréfi 3. júlí neitaði Páll að afhenda lykla að íbúðarhúsinu og lýsti því yfir að ábúðarlög ættu við og hann gæti setið staðinn fram að fardögum á vori 2018. Kirkjuráð hafnar þeirri lögskýringu en Páll hefur ekki búið í prestsbústaðnum síðan í október 2015 að hvatningu heilbrigðiseftir- litsins eftir að upp komst um raka í veggjum hússins. Samkvæmt upp- lýsingum frá Biskupstofu hefur kirkjan greitt rekstrarkostnað hússins og ekki innheimt leigu af Páli síðan í lok árs 2016. Útiloka ekki aðgerðir „Dagsetningin sem við gáfum til þess að fráfarandi sóknarprestur skilaði húsnæðinu til okkar er lið- inn. Það stendur til að inna eftir því núna hvernig á því standi að hann skilaði ekki af sér. Við þurfum tíma til að undirbúa húsið fyrir næsta sóknarprest,“ segir Oddur Einars- son, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Aðspurður hvort kirkjuráð muni setja af stað ferli þar sem húsið verður losað án samþykkis Páls segir hann geta komið til þess. „Við hljótum að gera það, það er úti- lokað annað. Kirkjumálasjóður á húsið. Við þurfum að fá það form- lega til okkar. Auðvitað viljum við gera það með góðu en gerist það ekki með góðu eigum við enga aðra kosti en að fara í þær aðgerðir sem þarf til þess að fá húsið til okkar, hverjar sem þær eru,“ segir Oddur og bætir við að þær aðgerðir gætu orðið tímafrekar. „Í versta falli myndi það þýða útburð og innsetn- ingu okkar en það tekur óratíma í dómskerfinu. Ef við neyddumst til að fara í þá aðgerð er útséð um að séra Hjálmar næði að flytja inn.“ Séra Hjálmar hefur óskað eftir því að vera í húsinu á meðan hann gegnir stöðu sóknarprests Staða- staðar. Að ósk Páls var gerð önnur út- tekt á myglu í bústaðnum af Verk- fræðistofunni Eflu 6. júlí sl. og í samtali við Morgunblaðið segist Páll ekki vilja tjá sig um málið fyrr en niðurstöður úr myglurannsókn- um og úttektarskýrslu verkfræði- stofunnar séu ljósar. Hvað varðar afhendingu á prestsbústaðnum segist hann vænta þess að lögum og starfsreglum sem gilda um að- stæður sem þessar verði fylgt. Óvíst hvort ábúðarlög eiga við Í svarbréfi Páls til kirkjuráðs dags. 3. júlí segir hann ábúðarlög eiga við í málinu og áskilur sér rétt til að sitja í bústaðnum fram að far- dögum á vori 2018, sem fyrr segir. Guðmundur Þór Guðmundsson, sviðsstjóri lögfræðisviðs Biskups- stofu, hafnar þeirri lögskýringu og telur að ábúðarlögin eigi ekki við í þessu tilfelli. „Mitt mat og túlkun á starfs- reglum kirkjuþings sem fjalla um prestssetrin, um þau gilda sérstak- ar reglur og ábúðarlögin gilda eins og við getur átt eins og segir í regluverkinu. Við teljum að það sé augljóst mál að fardagareglurnar eigi ekki við um presta sem fá hús- næði í gegnum embætti sín,“ segir Guðmundur. Kirkjuráð ekki fengið bústaðinn afhentan  Vildu fá prestsbústaðinn á Staðastað afhentan 12. júlí Morgunblaðið/Sigurður Bogi Staðastaður Prestsbústaður sóknarprestsins á Staðastað er talinn með fal- legri eignum á svæðinu. Enginn býr í húsnæðinu eins og er. Guðmundur Þór Guðmundsson Oddur Einarsson 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Rafstöðvar í ferðalagið EUROPOWER EPSi2000 1.7 kVA, - Honda mótor - Inverter 12 v / 220 v - 68 dB(A)@7m - 22 kg Kr.: 180.000 m/vsk Handhægar, léttar og liprar EUROPOWER EPSi1000 1.0 kVA – Honda mótor 12 v / 220 v - Inverter 64 dB(A)7m – 14 kg HONDA EU20i 1.6 kVA – Honda mótor 12 v / 220 v - Inverter 64 dB(A)@7M – 21 kg ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suð- austur af land- inu. Víkingur AK var vænt- anlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæp- lega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Skip frá Vestmannaeyjum og tveir togarar hafa m.a. verið að makrílveiðum í Grindavíkurdjúpi. „Við vorum að veiðum á Papa- grunni, í Lónsdjúpi og Beru- fjarðarál og fengum strax 170 tonn í fyrsta kasti,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi, á vef HB Granda. „Síðan tregaðist veiðin og hlutfall síldar jókst. Það er búin að vera kaldafýla á mið- unum marga undanfarna daga og það hefur torveldað okkur leitina. Í [gær]morgun fengum við hins vegar 100 tonn af hreinum mak- ríl.“ Góð makrílveiði suð- austur af landinu Víkingur AK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.