Morgunblaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017
Í Morgunblaðinu 3.
júlí sl er sagt frá því að
BHM-félögin „ætli að
semja hvert fyrir sig“
og er á greininni að
skilja að ýmsir hugsi
sér nú gott til glóðar-
innar í komandi kjara-
samningum einkum í
kjölfar stórhækkunar
launa hæst launuðu
embættismanna og
með hana sem aðal-
hvatann. Í frásögninni segir m.a.
„… má fastlega gera ráð fyrir að
hitni í kolunum fljótlega …“ og
„… ýta nýir úrskurðir kjararáðs
undir stormviðri á vinnumarkaði á
komandi vetri“. „Forystumenn
… segja forsendur samninga
brostnar eftir þetta, úrskurðir
kjararáðs hafi „hvellsprengt“ launa-
rammann og hleypt af stað nýjasta
höfrungahlaupinu“
„Meginkrafa BHM-félaganna
er að menntun verði
metin til launa“
Þessi gamli frasi var endurtekinn
í nefndri blaðgrein og maður spyr
sig um lógíkina? Venjulega eða svo
ætti að vera þá borga hin ýmsu störf
vinnulaun samkvæmt þeim verð-
mætum sem starfið skapar. Menn
fara í nám og velja sér sitt svið að
eigin vilja og á eigin ábyrgð. Fólk er
metið þegar það er ráðið í vinnu á
ýmsum forsendum þ.m.t. kunnáttu,
reynslu, almennum hæfileikum og
ýmsum persónulegum þáttum. Það
þarf alls ekki að vera að fólk sækist
eftir að ráða sig eða fái vinnu við
sérfag það sem að það lærði til í
skóla. Pétur heitinn Blöndal alþing-
ismaður gerði grín að því að vera oft
kallaður stærðfræðingur þótt hann
hefði lært slíkt á löngu liðnum tíma
því hann væri stjórnmála- og alþing-
ismaður. Pétur þáði auðvitað kaup
þingmanns en ekki ein-
hverra stærðfræðinga,
sem að eru sjálfsagt
misjafnlega launaðir
eftir við hvað þeir
starfa. Ég þekki marg-
an manninn sem vinn-
ur við allt önnur störf
en menntun hans stóð
til, þ.m.t. einn með
meistaragráðu. Verður
ekki að vísa þessum
áróðursfrasa á bug
sem dellu eða hvernig í
ósköpunum á að eyrna-
merkja fólki vinnulaun
fyrirfram eingöngu á grundvelli
menntunar?
Margt umhugusnarvert
Embættismenn eru hátt launaðir
margir hverjir en bera samt litla
sem enga ábyrgð á gjörðum sínum,
sem marka má ef ég veit rétt m.a. af
því að stjórnsýslulögin eru við-
urlagalaus, þ.e. að þrátt fyrir að ein-
hver þeirra fari rangt að þá ber
hann enga persónulega refsiábyrgð.
Þetta veitir lítið aðhald og er í and-
stöðu við það sem almenningur
verður eðlilega að standa fyrir. Sög-
ur fara af margri misjafnri reynslu
fólks af samskiptum sínum við hið
opinbera og almennt talað finnst
mörgum embættismenn síður vera
þeir almenningsþjónar (ensk: public
servants) sem þeir ættu auðvitað að
vera, en vera að ýmsu leyti orðnir
að einhvers konar ósnertanlegu ofur
yfirvaldi eða elítu sem almenningur
á að þjóna. Er ekki hlutunum þann-
ig snúið á haus? Er hætt að líta svo
á að valdið komi frá fólkinu og að
stjórnmála- og embættismenn séu í
vinnu hjá því en ekki öfugt? Viljum
við að almenningur sé settur skör-
inni lægra og eigi erfitt með að verj-
ast ofurvaldinu þegar að svo ber
undir, t.d. vegna misjafnra laga og
reglugerða sem sömu aðilar smíð-
uðu sem og flækjustiga og seina-
gangs kerfisins og svo óviðráðan-
legs kostnaðar?
Er skynsamlegt að ofurlauna
opinbera starfsmenn?
Flestum finnst rétt að þurfa ekki
að borga hærri skatta en nauðsyn-
legt er í sameiginlegan rekstur og
vilja vera frjálsir að því að ákveða
sjálfir í hvað fé þeirra fer. Sumir
stjórnmálamenn vilja hins vegar
stöðugt þenja báknið út bæði í nafni
hugmyndafræði og sem popúlískt
svar við endalausum kröfum, oft
þeirra sjálfra, á meira skattfé al-
mennings og þá undir þeirra stjórn
á meðan aðrir veigra sér við að taka
af festu á gæluverkefnum og ónauð-
synlegum útgjöldum og rekstri, sem
er vel hægt að vera án. Gagnrýnin
og stefnan eru þannig að mestu eða
eingöngu í eina átt. Í þessu sam-
bandi má minnast þess að alþingis-
mennirnir ágætu þau Guðlaugur
Þór Þórðarson og Vigdís Hauks-
dóttir komust hvorki lönd né strönd
með sparnaðarnefndina sálugu því
engu mátti breyta sama hve vitlaus
útgjöldin voru: kerfið varði aðkomu
sína að kjötkötlunum og stundum
eiginlegri sjálftöku sinni með öllum
ráðum. Það er bæði gömul saga og
ný að spilling þrífst vel í skjóli valds.
Það þarf vart að taka það fram að
auðvitað þarf hið opinbera á hæfu
starfsliði að halda, enda margur
starfinn þar mikilvægur og það eru
embættismenn sem eru hinir raun-
verulegu daglegu stjórnendur
landsins, en það er á hinn bóginn
áleitin spurning hversu hollt og
skynsamlegt það er að hafa jafnt
stórt, fyrirferðarmikið og kostnað-
arsamt opinbert bákn og hér er og
þá ekki síður hvers vegna fólkið eigi
að standa undir því að almennings-
þjónar þess hafi betri kjör en aðrir í
landinu njóta eins og sum krafan
stendur til eða kjararáð hefur úr-
skurðað?
Hefur enginn eftirlit
með fyrirbærinu?
Það verður að upplýsa eftir hvaða
stefnu og reglum Kjararáð vinnur,
hvort fyrirbærið sé eftirlitslaust og
hvers vegna úrskurðir þess eigi að
vera að mestu óafturkræfir? Kjar-
aráð þykir margsinnis hafa farið
fram úr sér, hugsanlega vegna þess
að þeir sem ráðið skipa hafa eigin
hagsmuna að gæta? Margir eru því
marki brenndir að þeir verða fyrst
óánægðir með hlutskipti sitt ef að
þeir telja að einhver annar fái meira
en þeir og búa sér þá til einhver við-
miðunarfræði eftir hentugleikum.
Það blasir við að það er nauðsynlegt
að endurskoða strax með festu og
kjarki allt það sem kjararáði við
kemur og stjórnmálamenn axli þá
ábyrgð sem þeir buðu sig fram til að
taka. Annars breytist ekkert og við
hjökkum í sama farinu sem svo mik-
il óánægja er með. Spurningin er
hvort það sé ekki líka skynsamlegt
eða jafnvel lífsspursmál að endur-
skoða vinnulöggjöfina frá grunni og
að koma því m.a. þannig fyrir að all-
ir kjarasamningar allra stétta verði
gerðir á sama tíma? Mun stöð-
ugleiki og friður nokkru sinni nást
án slíks eða erum við ekki löngu bú-
in að fá upp í kok af sérgreindum
meintum réttlætisrökum sem og af
skærum sérhagsmunaseggja?
Hinir veikburða sitja
alltaf eftir
Það er eins og enginn hafi raun-
verulegan vilja til að þess að útrýma
fátækt og forgangsraða þannig að
þeir sem minnst hafa fari a.m.k.
einu sinni alfarið fram fyrir í röðinni
í stað þess að launahækkanir gangi
upp allan skalann og til þeirra efstu
eins og venjulega. Er tillitssemin við
bágstadda einungis í orði kveðnu
nema þá helst að viðkomandi séu út-
lent landleitarfólk, en þá vantar
aldrei neitt að því er best verður
séð? Með því að leggja óraunhæfa
nýja ofurklafa á hagkerfið hærri en
framleiðniaukningin er og ofan á
þær rúmu kauphækkanir á meðalhá
og hærri laun sem verið hafa veittar
á undanförnum misserum fer ekki
öðruvísi en aukin dýrtíð, sem leggst
auðvitað þyngst á bágstadda, en
vonandi bera ríkisstjórn og Alþingi
gæfu til þess að leiðrétta úrskurði
kjararáðs og draga með því úr hvat-
anum til „stormviðris á vinnumark-
aði“. Innlendir sem erlendir ráð-
gjafar hafa einmitt lagt ríka áherslu
á meiri hófstillingu en brandarnir
gefa nú til kynna að sé framundan
og benda einnig á að vinnulaun hér
séu í mörgum tilfellum orðin hærri
en í nágrannlöndunum, sem aug-
ljóslega hefur mikil áhrif á sam-
keppnishæfni þjóðarinnar. Stenst
þetta til lengdar eða vilja menn vís-
vitandi hætta á aðra fjármálaupp-
lausn, að fleiri fyrirtæki flytjist úr
landinu, aukna verðbólgu, ennþá
hærri vexti og aðra óáran? Á að
knýja vilja sinn fram og láta afleið-
ingarnar sem og fátæktina lönd og
leið? Verkalýðsleiðtogarnir eiga
væntanlega vandasamt verk fyrir
höndum vegna ólíkra en stórra
kröfuóskalista þeirra sem hæst láta,
en ábyrgð þeirra er mikil og þeir
eru oft síst barnanna bestir. Þá
þvingar hið opinbera svo alltaf sitt
fram þegar upp er staðið og hagar
sér oft ósæmilega eins og mýmörg
dæmin sanna. Endum við ekki bara
með flotta príslista sem enginn vill
kaupa af og háa kauptaxta sem eng-
inn hefur ráð á að borga og svo hina
þurfandi auðvitað í sínu gamla
horni. Ætla Íslendingar aldrei að
læra?
Ætla Íslendingar að skjóta sig í fótinn eina ferðina enn?
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson
»Endum við ekki bara
með flotta príslista
sem enginn vill kaupa af
og háa kauptaxta sem
enginn hefur ráð á að
borga?
Kjartan Örn
Kjartansson
Höfundur er fyrrv. forstjóri.
Það er ekki af öfund
sem ég sest niður og
set orð á blað, mér er
einfaldlega ofboðið. Á
sama tíma og kjararáð
hrúgar afturvirkum
launahækkunum á
embættismenn og for-
stjóra ríkisstofnana og
skilanefndir klessa fá-
ránlegum
bónusgreiðslum á
stjórnendur eign-
arhaldsfélags LBI, já og sumir fá
tugi milljóna bónusa bara fyrir að
hafa mætt í vinnu, lepur hinn al-
menni örorkulífeyrisþegi dauðann
úr skel. Hvar er sómatilfinning
þeirra sem þiggja endalausar við-
bætur á laun sín sem voru þó fei-
kihá fyrir og þeirra sem útdeila
þeim? Ég gef lítið fyrir ábyrgða-
stöðu þessa fólks, við vitum í dag að
umtöluð ábyrgð er lítil eða engin
þegar á hólminn er komið. Það er
með ólíkindum hvað kjararáð er
taktlaust, eða er þetta í raun stjórn-
laust sjálftaka í skjóli þeirra sem
peningavöldin hafa?
Við erum smáþjóð 340.000
manns, er okkur algjörlega fyrir-
munað að sýna sanngirni, að sam-
félagi okkar sé ekki stýrt þannig að
þeir ríku verða ríkari og þeir fátæk-
ari verði fátækari. Ég var þeirrar
skoðunar einu sinni að við ættum
besta heilbrigðiskerfi í heimi, ég
var veruleikafirrt og mötuð á fag-
urgala stjórnvalda, því heilbrigð-
iskerfi okkar er gloppótt og gluf-
urnar stórar. Þegar
fólk virkilega lendir í
heilsufarsáföllum sem
snúa lífi þess al-
gjörlega á hvolf, þá er
tryggingin lítil.
Örorkustimpillinn
er dýru verði keyptur,
því örorkubætur, sem
stjórnvöld skammta
fólki, eru svo smán-
arlega lágar að ekki er
í raun hægt að lifa af
þeim. Að hafa húsa-
skjól er ekki sjálfgefið
og því miður hafa
margar fjölskyldur og ein-
staklingar í okkar samfélagi ekki
þak yfir höfuðið og biðlistar öryrkja
eftir húsnæði lengjast stöðugt.
Kannski að tími sé til kominn að
sett verði á laggirnar kjararáð sem
úrskurði um og ákveði launakjör
þeirra sem minnst hafa í þessu
samfélagi, öryrkja og ellilífeyr-
isþega, ég get ekki séð að stjórn-
völdum sé treystandi til þeirra
ákvarðana.
Íslenskur ömurleiki
er öryrkjans
veruleiki
Eftir Þuríði Hörpu
Sigurðardóttur
»Kannski að tími sé til
kominn að sett verði
á laggirnar kjararáð
sem úrskurði um og
ákveði launakjör þeirra
sem minnst hafa í þessu
samfélagi.
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
Höfundur er varaformaður
Sjálfsbjargar lsh.
Þegar í ljós kom að
Sjálfstæðisflokkur,
Viðreisn og Björt
framtíð höfðu náð
saman um stjórn-
arsáttmála fögnuðu
margir hægrimenn og
jafnvel frjáls-
hyggjumenn. Nú væri
loksins komin stjórn
sem tækist á við kerf-
ið, einkavæddi í rík-
isrekstrinum, gæfi einkaaðilum auk-
ið svigrúm, drægi saman
reglugerðabókasafnið og eftirlits-
báknið, lækkaði skatta, drægi rík-
isvaldið út úr framleiðslu landbún-
aðarvarnings, borgaði upp skuldir
hins opinbera, setti hömlur á pen-
ingaframleiðslu bankanna og reisti
varnir gegn því að komandi vinstri-
stjórn gæti skuldsett allt upp í rjáf-
ur aftur.
Í stuttu máli má segja að mjög
lítið af þessu hafi gengið eftir og að
biðin eftir hægristjórninni standi
enn yfir.
Blasir hættan af
risavöxnu ríkisvaldi
ekki við? Framundan
er stór fjármálakreppa
á heimsvísu þar sem
ekki bara bankar fara
á hausinn heldur heilu
ríkissjóðirnir. Það er
ekki hægt að skatt-
leggja meira eða
prenta peninga hraðar,
skuldirnar eru gríð-
arlegar og teikn á lofti
um að þær fari smátt
og smátt að lenda á gjalddaga sem
enginn ræður við.
Íslendingar geta mögulega komið
sér í skjól en þeir þurfa að bregðast
við núna. Ríkið má helst ekki skulda
neitt að ráði þegar kreppan skellur
á, og atvinnulífið og einstaklingar
þurfa að fá að halda sem mestu eftir
af tekjum sínum til að setja í vara-
sjóði eða eignir sem fara ekkert,
sama hvað gengur á í fjármálaheim-
inum, og auðvitað greiða niður
skuldir. Ríkið þarf að hætta að gefa
út gjaldmiðil svo fólk geti dreift
áhættunni af pappírspeningum sín-
um sem mest. Fólk á líka að fá að
taka út eignir sínar í lífeyrissjóð-
unum í auknum mæli og þar með
hlutabréfum í fyrirtækjum í
áhætturekstri sem munu mörg fara
illa út úr stórum áföllum í fjár-
málaheiminum. Svo þarf líka að
fækka reglum og leyfisskyldum til
að auka aðlögunarhæfni hagkerf-
isins í breyttu árferði og breyttum
ytri aðstæðum.
Einnig er mikilvægt að minnka
ríkisreksturinn mikið. Lítill rík-
isrekstur í hallarekstri og skuld-
setningu er ódýrari fyrir skattgreið-
endur en stór ríkisrekstur í
hallarekstri og skuldsetningu. Þeg-
ar næsta fjármálakreppa ríður yfir
er hætt við að Íslendingar kjósi aft-
ur yfir sig hreina vinstristjórn og
hún má ekki geta gengið að útþönd-
um ríkisrekstri til að sökkva í
skuldir eins og gerðist seinast. Nei,
ríkið þarf að koma sér úr rekstri –
þar á meðal rekstri spítala og skóla
– og ýmist einkavæða alveg með til-
heyrandi skattalækkunum eða
bjóða út þjónustuna og leyfa einka-
aðilum að sjá um reksturinn. Það
þarf að vera sem minnst eftir sem
stjórnmálamenn geta veðsett til að
fjármagna hallarekstur.
Ekkert af þessu er að fara gerast
með hina svokölluðu hægristjórn
við völd. Sú hægristjórn er á fullu
að sleikja rjómann af núverandi
uppsveiflu og eyða jafnóðum í fjár-
mögnun á óbreyttu fyrirkomulagi
ríkisrekstursins, alveg eins og gerð-
ist fyrir kreppuna 2008. Og við völd-
um tekur svo hrein vinstristjórn,
safnar hundruðum milljarða í skuld-
ir og skilur eftir sig brunarústir.
Ekki er hægt að treysta á að Eyja-
fjallajökull gjósi aftur til að blása
lífi í hagkerfið og hvað er þá til ráða
til að rísa úr rústunum?
Hægristjórnin var til í um eitt
augnablik en hefur síðan aldrei
staðið undir nafni. Hún er hægri-
stjórnin sem aldrei varð.
Hægristjórnin
sem aldrei varð
Eftir Geir
Ágústsson
» Biðin eftir hægri-
stjórninni stendur
enn yfir. Sú sem nú sit-
ur stendur ekki undir
nafni.
Geir Ágústsson
Höfundur er verkfræðingur.
geirag@gmail.com
Atvinna