Víkurfréttir - 06.03.2003, Síða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Hefur þú ábendingu um
skemmtilegan
mannlífsviðburð sem á
heima á síðum Víkurfrétta?
Er góugleði eða árshátíð
framundan?
Látið okkur vita á
saevar@vf.is eða í símum
869 1926 og 421 0003
Bæjarstjórn Reykjanes-bæjar samþykkti á fundisínum í kvöld að leggja
bann við einkadansi á nektar-
stöðum, líkt og önnur sveitar-
félög hafa gert. Með tillögunni
fylgir greinargerð þar sem
fjallað er um dóm hæstaréttar
og ýmis atriði sem fjalla um
mannsal og vændi. Í lok
greinargerðarinnar segir:
„Í ljósi alls framangreinds teljum
við það skyldu okkar að bregðast
við með sama hætti og önnur
bæjarfélög hafa gert. Með því er
ekki verið að fella neinn dóm
yfir þeirri starfsemi sem hér er í
Reykjanesbæ, heldur viljum við
senda ákveðin siðferðisskilaboð,
ekki síst til æsku Reykjanes-
bæjar, en um leið túlka allan vafa
þeim í hag sem telja að ólögleg
starfsemi tengist þessum stöð-
um.“
Tillagan var samþykkt með 7
atkvæðum, en fjórir sátu hjá.
Annar tveggja heilsugæslu-
lækna í Reykjanesbæ hefur
látið af störfum vegna veikinda
og hinn heilsugæslulæknirinn
er veikur. Það er því aðeins
einn heilsugæslulæknir starf-
andi á heilsugæslu Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja í dag, en
í Grindavík starfar læknir.
Sigríður Snæbjörnsdóttir
forstjóri Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja sagði í samtali við
Víkurfréttir að því miður væri
þetta mikið bakslag í það starf
sem unnið hefði verið á
stofnuninni síðustu mánuði:
„Við erum nú þegar farin að leita
eftir íslenskum læknum sem eru
starfandi erlendis og við erum
einnig að leita eftir lækna-
nemum. Sigurður Árnason yfir-
læknir mun starfa á heilsugæsl-
unni næstu daga.“ Sigríður segir
að síðustu mánuði hafi mikið
uppbyggingarstarf verið unnið á
stofnuninni og það starf væri nú
að skila sér: „Nú um mánaðar-
mótin er barnalæknir að taka til
starfa, sérmenntaður hjúkrun-
arfræðingur og nýr fjármála-
stjóri. Við erum einnig komin
með næringarráðgjafa sem mun í
fyrstunni einbeita sér að sjúkl-
ingum með sykursýki. Það eru
læknar starfandi við stofnunina í
dag og öllum sjúklingum verður
sinnt eða vísað á aðra þjónustu.
Hjúkrunarþjónusta hefur einnig
verið efld,“ sagði Sigríður í
samtali við Víkurfréttir.
Farið er að vinna loðnuhrogn í Helguvík, en fjölveiðiskipið
Hákon landaði þar um eitt þúsund tonnum á mánudag.
Þorsteinn Erlingsson framkvæmdastjóri Saltvers sagði í
samtali við Víkurfréttir að loðnuvinnslan væri bara rétt að
byrja: „Loðnan er nú komin út af Grindavík og þetta eru fyrstu
hrognin sem við fáum. Við unnum á milli 700-800 tonn af
loðnuhrognum í fyrra, en það er ljóst að það verður minna í ár
vegna minni kvóta.“
LÆKNISLAUST
Í KEFLAVÍK Á NÝ
Bæjarstjórn Reykjanes-
bæjar bannar einkadans
Loðnuhrogn í Helguvík
Þorsteinn Erlingsson og Bjarni Þór starfsmaður í
flokkunarstöðinni í Helguvík skoða afurðirnar í Helguvík.
Spjallþræðir
og fleiri
myndir á
endurbættum
vef Víkurfrétta
www.vf.is
„Þó að rekstur fyrirtækis í 40 ár sé kannski ekki langur tími þá
held ég að fá fyrirtæki hafi gengið í gegnum jafn miklar breytingar
í rekstri og Skipaafgreiðslan hefur þurft að
gera. Ég er sammála þeim sem hafa sagt að
lesa megi ýmislegt út úr þessum breyting-
um, m.a. þróun útgerðar og fiskvinnslu á
Suðurnesjum, þróun flutninga til sjós og
lands o.fl.,“ segir Jón Norðfjörð framkvæm-
dastjóri Skipaafgreiðslu Suðurnesja (SAS) í
samtali við Víkurfréttir. Blaðinu í dag fylgir
16 síðna blaðauki um 40 ára afmæli SAS.
„Mér fannst góð sú hugmynd að gera 40 ára
afmæli Skipaafgreiðslunnar góð skil með
útgáfu blaðauka á þessum tímamótum. Það
hafa mjög margir Suðurnesjamenn komið
að fyrirtækinu í gegnum árin, bæði sem
starfsmenn og viðskiptaaðilar.
Ég vona að seinna meir hafi þessi samantekt á sögu fyrirtækisins,
viðtölum o.fl. eitthvað sögulegt gildi en alla vega er þessi saman-
tekt mikils virði og skemmtileg fyrir fyrirtækið,“ segir Jón og
bætir við: „Ég vil þakka öllum sem komu að þessari samantekt á
sögu SAS og ekki hvað síst vil ég þakka öllum sem sendu okkur
afmæliskveðjur sem birtast hér í blaðinu því með því eiga þeir
sinn þátt í að Nesi, íþróttafélagi fatlaðra var færð myndarleg gjöf
af þessu tilefni.“
„Við erum í góðum gír,
Flytjandi alla daga“
Blaðauki með Víkurfréttum:
Skipaafgreiðsla Suðurnesja 40 ára
10. tbl. 2003 3/5/03 18:45 Page 2