Víkurfréttir - 06.03.2003, Síða 4
BEST FYRIR KALLINN að segja sem minnst
um málið og manninn sem má ekki nefna á nafn.
Kallinn hefur það þannig. Það sem lesendur lesa hér
er eins gott að sé aðeins á
milli Kallsins og
viðkomandi og að enginn
annar sé viðstaddur.
KALLINN VAR AÐ heyra
það að stjórnarfundur í
H e i l b r i g ð i s s t o f n u n
Suðurnesja hafi ekki verið
haldinn í 4 mánuði - og það
á meðan það er læknislaust
á Suðurnesjum. Hvað í fj....... er að gerast? Og fyrir
nokkrum mánuðum var ný stjórn skipuð - stjórn
sem hefur aldrei hist. Hvernig í ósköpunum geta
þeir aðilar sem sitja í þessari nýju stjórn setið
aðgerðarlausir í nokkra mánuði? Er þessi stjórn á
launum? Fá þeir greitt fyrir hvern stjórnarfund eða
fyrir hvern mánuð? Kallinn vill fá að vita þessa
hluti. Kallinn óskar líka eftir svörum frá þeim
aðilum sem sitja í stjórninni um það af hverju
stjórnarfundur var ekki boðaður fyrr en að fjórum
mánuðum liðnum. Þið skuluð gjöra svo vel að
standa fyrir máli ykkar því íbúar Suðurnesja krefja
ykkur svara.
OG Á MEÐAN stjórnin sat aðgerðarlaus eru
læknarnir (þessir tveir) farnir. Nú er víst enginn
heilsugæslulæknir að störfum á heilsugæslunni.
Hvað ætla Suðurnesjamenn að láta þetta ganga
lengi yfir sig? Á endalaust að troða á fólkinu hér
með einhverjum fallegum framtíðarsýnum sem
frúin úr Reykjavík talar endalaust um? Fær hún
annars bílastyrk fyrir að keyra til Reykjavíkur?
Þann sama og hinum læknunum var neitað um.
NÚ ER NÓG KOMIÐ og meira en það. Nú eru
liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan læknarnir fóru og
engin heilsugæslulæknir hefur enn verið ráðinn við
stofnunina. Hvað ætlar bæjarstjórnin að gera við
þessu? Ætla bæjarfulltrúarnir sem við, íbúar
Reykjanesbæjar kusum, ekkert að gera eða beita sér
í málinu? Það hefur nánast ekkert heyrst frá þeim.
Hvar eruð þið bæjarfulltrúar? Eruð þið í
jarðsambandi eða í einhverju sambandi við það sem
er að gerast í bænum ykkar?
KALLINUM ER svo heitt í hamsi að hann krefur
alla aðila, fyrir hönd íbúa Suðurnesja, svara við því
hvort þetta eigi að líðast endalaust. Hvað er
framkvæmdastýran að gera í málunum, annað en að
tala um fallega framtíðarsýn? Hvað er stjórn HSS
að gera? Hvað ætlar bæjarstjórinn að gera? Hvað
ætla þingmenn kjördæmisins að gera? Hvað ætla
hinir nýju frambjóðendur að gera? Hvað ætla
sveitarstjórnir á svæðinu að gera? Hvað ætlar
heilbrigðisráðherra að gera? Hvað ætla íbúarnir að
gera? Og hvað ætlar Helga Valdimarsdóttir að gera?
Allir þessir aðilar eru krafðir svara um þessi máli.
KOSNINGAVORIÐ ER að renna upp og það
hlýtur að vera akkur allra þeirra sem koma að
stjórnmálum að þessi deila sé leyst. Nú skulu allir
þeir aðilar sem beitt geta áhrifum sínum í þessum
málum taka höndum saman og gjöra svo vel að
leysa þetta mál. Það er krafa íbúanna!
ÞAÐ ER LJÓST AÐ framboðsfundur verður
haldinn mánudagskvöldið 7. apríl. Nánast allir
frambjóðendur hafa sent Kallinum bréf og tilkynnt
þátttöku. Þó vantar frá Vinstri grænum og
Sjálfstæðisflokknum. Nú er bara að finna stað.
Hver getur hýst slíkan fund? Kallinn smellir fram
hugmynd um að fundurinn verði haldinn á Ránni.
Björn Vífill - ertu til?
EINS OG ALLIR vita er Kallinn ópólitískur og af
þeim sökum styður Kallinn heilshugar óháð
framboð Kristjáns Pálssonar. En bara ein skilaboð
til Kristjáns: Sýndu hvað í þér býr og beittu þér í
málefnum heilsugæslunnar!
OG EF EINHVER er ósáttur við stuðning Kallsins
við Kristján Pálsson, má sá hinn sami henda í
Kallinn 300 milljónum - og þá þegir hann!
Kveðja,
Kallinn@vf.is
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
VÍKUR
FRÉTTIR
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319,
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík
Sími 421 0000 (15 línur)
Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hbb@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, franz@vf.is
Auglýsingar:
Kristín Njálsdóttir,
sími 421 0008 kristin@vf.is,
Jófríður Leifsdóttir,
sími 421 0009 jofridur@vf.is
Blaðamenn:
Jóhannes Kr. Kristjánsson
sími 421 0004 johannes@vf.is
Sævar Sævarsson,
sími 421 0003 saevar@vf.is
Hönnunarstjóri:
Kolbrún Pétursdóttir,
kolla@vf.is
Hönnun/umbrot:
Kolbrún Pétursdóttir,
kolla@vf.is,
Stefan Swales,
stefan@vf.is
Skrifstofa:
Stefanía Jónsdóttir,
Aldís Jónsdóttir
Útlit, umbrot og prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dreifing:
Íslandspóstur
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Aðrir fjölmiðlar
Víkurfrétta ehf. eru:
VF - Vikulega í Firðinum
Tímarit Víkurfrétta,
The White Falcon,
Kapalsjónvarp Víkurfrétta.
MUNDI
Nokkrar krónur handa
mér líka og ég
hætti öllum athugasemdum
menn og málefni...!
Kallinn á kassanum
Athugasemdir vegna
ábendingar sem ,,kallinum“
barst um viðbótarlán sem
hægt er að fá til íbúðarkaupa,
en þar er fullyrt að Reykjanes-
bær ávaxti í eigin þágu millj-
ónum vegna strangra úthlut-
unarreglna. Þetta er alrangt.
Reykjanesbær fékk úthlutað
lánsheimild kr. 300.000.000,- til
veitingar viðbótarlána.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð
samþykkti 13. janúar s.l. að
lánsloforðum til viðbótarlána
verði dreift jafnt á hvern
mánuð eða kr. 25.000.000,- á
mánuði.
Þessi samþykkt er skynsamleg
og sett fram til að viðhalda
stöðugleika að öðrum kosti
myndaðist þensla með þeim
afleiðingum að íbúðarverð
hækkaði , og engan veginn til
hagsbóta fyrir þá sem þurfa á
viðbótarlánum að halda.
Húsnæðisfulltrúi tekur við
umsóknum og sendir Íbúða-
lánasjóði sem greiðir síðan út
lánin til umsækjenda án milli-
göngu bæjarins.
Reykjanesbær fær eingöngu
úthlutað lánsheimild (ekki
peningum) sem veitir þann rétt
að almenningur getur sótt um
viðbótarlán. Vonandi er þetta
nógu skýrt til að eyða mis-
skilningi.
Hjörtur Zakaríasson
Bæjrritari Reykjanesbæjar.
ATHUGASEMD
VEGNA
ÁBENDINGAR
TIL KALLSINS
Aðalstöðin í Reykjanesbæ er
þjónustustöð ársins 2002 hjá
Olíufélaginu ESSO. Þetta var
tilkynnt á árshátíð starfs-
mannafélags Olíufélagsins sl.
laugardagskvöld, 22. febrúar,
þar sem jafnframt var fagnað
fimmtugsafmæli félagsins.
Hjörleifur Jakobsson, for-
stjóri, og Bergþóra Þorkels-
dóttir deildarstjóri rekstrar-
deildar Olíufélagsins, kölluðu
starfsfólk Aðalstöðvarinnar,
með Tryggva R. Guðmunds-
son, stöðvarstjóra, í broddi
fylkingar, á svið Broadway og
afhentu því glæsilega styttu í
viðurkenningarskyni.
Aðalstöðin var um árabil með
umboð fyrir Olíufélagið en 1.
maí 2002 tók félagið við
rekstrinum. Flestir
starfsmennirnir réðu sig til
starfa hjá nýjum eiganda og
hafa skilað miklu og góðu
starfi.
,,Við könnum markvisst
þjónustu ESSO-stöðvanna með
því að senda fulltrúa okkar til
að kaupa þar vöru og þjónustu
án þess að starfsfólk viti að
viðkomandi viðskiptavinur sé í
raun ,,dulbúinn“ sendiboði
Olíufélagsins! Aðalstöðin hefur
alltaf komið áberandi vel út úr
svona þjónustukönnunum og
gjarnan lent í fyrsta sæti eða
mjög nálægt toppnum,“ segir
Bergþóra. ,,Þjónustukönnuðir
okkar gefa Aðalstöðinni þá
einkunn að þangað sé mjög
gott að koma, þægilegt og
kurteist starfsfólk og
heimilislegt andrúmsloft.
Stjórnendur Olíufélagsins telja
auk þess að Aðalstöðvarfólkið
hafi unnið að breytingum í
rekstri með glæsibrag og sýnt
bæði frumkvæði og áræðni.
Það er því vel að
viðurkenningunni komið.“
Olíufélagið ESSO heiðrar starfsmenn
Aðalstöðvarinnar í Reykjanesbæ
Á myndinni eru frá vinstri:
Hjörleifur Jakobsson forstjóri
Olíufélagsins, Auður, Jóhanna,
Hildur, Begga, Hanna Dís, Anna,
Jóhann, Sigurður, Arnar, Ísak og
Bergþóra Þorkelsdóttir,
deildarstjóri rekstrardeildar
Olíufélagsins. Fyrir framan
stendur Tryggvi R.
Guðmundsson, stöðvarstjóri
Aðalstöðvarinnar, með styttuna
góðu sem fylgdi sæmdarheitinu
Þjónustustöð ársins 2002.
Ljósmynd: Hreinn Magnússon
Framkvæmdir við húsnæðið
að Fitjum í Njarðvík þar sem
Hagkaup var áður eru nú í
fullum gangi. Allar innrétt-
ingar hafa verið fjarlægðar og
eru iðnaðarmenn þar að
störfum. Auðunn Pálsson
verkefnisstjóri Bónuss segir að
stefnt sé að því að verslunin
opni þann 5. apríl:
„Framkvæmdir ganga vel og
húsið er tekið í gegn bæði að
utan og innan. Að öllu óbreyttu
opnum við laugardaginn 5.
apríl,“ sagði Auðunn í samtali
við Víkurfréttir.
Bónusverslun
að Fitjum
opnar 5. apríl
Iðnaðarmenn að störfum að
Fitjum þar sem Hagkaup var
áður til húsa.
Kallinn á kassanum er sjálfstæður
pistlahöfundur og skoðanir hans
þurfa ekki að endurspegla
skoðanir ritstjórnar Víkurfrétta.
10. tbl. 2003 3/5/03 16:59 Page 4