Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2003, Side 8

Víkurfréttir - 06.03.2003, Side 8
Fótboltamaraþon 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Grindvíkingar deildameistarar 2003 ::Fyrst og fremst 21. umferð Intersportdeildar í stuttu máli: Breiðablik - Keflavík: 78-93 (31-47) Keflvíkingar áttu ekki í vand- ræðum með slaka Blika og með sigrinum tryggði liðið sér 2. sætið í deildinni. Damon Johnson var bestur sem fyrr með 37 stig og 5 stoðir. Ed Saunders var einnig drjúgur með 16 stig og 14 fráköst. KR - Njarðvík: 80-89 (35-49) Njarðvíkingar eru komnir á beinu brautina. Með nýjan leikmann hafa þeir unnið tvo leiki í röð gegn toppliðum deildarinnar. Gott veganesti í úrslitin! Gregory Harris setti 25 stig í leiknum og gaf 7 stoð- ir og Teitur Örlygsson var heit- ur, setti 21 stig og gaf 7 stoðir. Grindavík - Haukar: 105-80 (44-38) Grindvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á heimavelli, ekki leiðinlegt! Leikurinn var jafn og spenn- andi í fyrri hálfleik en í þeim síðari tóku heimamenn framúr og sigruðu örugglega. Helgi Jónas Guðfinnsson var stiga- hæstur í liði Grindvíkinga með 31 en Guðlaugur Eyjólfsson og Páll Axel Vilbergsson komu næstir með 18 stig. Darrell Lewis lék ekki vegna meiðsla. Fyrir síðustu umferðina eru Grindvíkingar á toppi deildar- innar með 34 stig, Keflavík er í 2. sæti með 32 og Njarðvík er í 5. sæti með 24 stig. Þróttur úr Vogum sigraði í sínum flokki á Tomma&Jenna mótinu um sl. helgi. Þess var ekki getið í VF-sporti í 9. tbl og biðjumst við velvirðingar á því! Um helgina stóð 3. flokkur stúlkna hjá Keflavík fyrir áheitamaraþoni í íþróttahúsi Njarðvíkur, en til- gangurinn var að safna fyrir æfingaferð til Danmerkur í sumar. Stúlkurnar spiluðu fótbolta í hálfan sólarhring og tóku margir foreldrar þátt í spilamennskunni með krökkunum, en þjálfari stelpnanna er Elís Kristjánsson. Stelpurnar vilja þakka öllum þeim fyrirtækjum sem hétu peningaupphæð á þær. Helgi Jónas Guðfinns-son, leikmaður Grind-víkinga, átti stórleik gegn Haukum þrátt fyrir að leika aðeins þrjá leikhluta. Hann var að vonum ánægður með að vera búinn að landa fyrsta titlinum í vetur og sagði í samtali við VF-sport að það hefði verið mjög mikilvægt að klára þetta þar sem liðið hefði haft titilinn í hendi sér í þó nokkurn tíma. „Heimaleikjarétturinn getur spil- að stórt hlutverk í þessari keppni og því er auðvitað mikilvægt að halda honum ef á þarf að halda“, sagði Helgi. Aðspurður um framhaldið sagði Helgi að það hefðu orðið nokkur skakkaföll hjá liðinu eftir sigurleikinn gegn Keflavík en nú væri liðið von- andi á uppleið. Helgi hefur átt við meiðsli að stríða aftan í læri undanfarið og er hann í meðferð vegna þeirra meiðsla. Hann reiknar þó með því að vera orð- inn heill í úrslitakeppninni. Helgi sagði að hann teldi líkur liðsins á því að hampa Íslandsmeistara- titlinum góðar. „Ég tel að við eigum góðan möguleika á því að landa þeim stóra eins og önnur lið í deildinni. Úrslitakeppnin er nýtt mót og öll liðin eiga mögu- leika. Við í Grindavík erum hungraðir í Íslandsmeistaratitil- inn og gerum allt til að landa honum“. Örn Arnarsson sundmaður úr ÍRB setti Íslandsmet í 50 m. flugsundi í sundeinvígi sem fram fór í tengslum við ung- lingamót KR um helgina. Örn bætti eigið met er hann synti á 24,09 sekúndum sem er 31/100 úr sekúndu betri tími en fyrra metið. Logi Gunnarsson var um helgina valinn leikmaður mán- aðarins hjá Ulm fyrir febrúar- mánuð en stuðningsmenn liðs- ins greiddu honum langflest at- kvæði, eða rúmlega 60%. Logi skoraði 14 stig fyrir liðið á laugardag þegar Ulm sigraði Heidelberg, 94:86. Þórarinn Kristjánsson skor- aði tvö mörk og Magnús Þor- steinsson gerði eitt fyrir Kefla- vík þegar liðið sigraði ÍA, 3-2, í deildarbikarnum í knatt- spyrnu um helgina. Keflavík er í 3. - 5. sæti í A-riðli með 3 stig eftir tvo leiki. Alfreð Jóhannsson skoraði fyrsta mark Grindvíkinga í 4-1 sigri á FH í deildarbikarnum eftir aðeins fimm mínútna leik. Óli Stefán Flóventsson og Grétar Hjartarsson skoruðu sitt markið hvor en FH-ingar skor- uðu eitt sjálfsmark. Grindavík er í 2. sæti B-riðils með fullt hús stiga eftir tvo leiki. 10. tbl. 2003 - NOTA!!! 5.3.2003 18:10 Page 8

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.