Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2003, Page 10

Víkurfréttir - 06.03.2003, Page 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! N iðurstöður samræmdraprófa í 4. og 7. bekk hafanú verið sendar út og í framhaldi af því koma um- ræður um nið- urstöður próf- anna, um gæði skóla og skil- virkni þeirra og hvernig má bæta árangur skólanna. Í síðustu grein minni bar ég sam- an íþróttir og nám barna. Foreldr- ar leggja oft gríðarlega áherslu á að barnið nái árangri í íþróttum, hvetja börnin til árangurs. En þegar kemur að námsbókinni fer oft lítið fyrir hvatningunni. Hvað þarf til? Ég er ekki að kenna foreldrum um ef illa gengur en ég er að vekja athygli á þessum þætti for- eldris sem er svo mikilvægur. Ég vil nefna hér nokkra almenna þætti sem eru mikilvægir svo ár- angur náist í skóla: 1. Foreldrar þurfa að sýna já- kvæðan áhuga á námi og starfi barns síns. 2. Nemendur þurfa að sýna áhuga á náminu og leggja rækt við það. 3. Kennarar þurfa að miða kennslu sína við að ná því besta fram hjá hverjum nemanda. 4. Sveitarfélög þurfa að vera já- kvæð gagnvart skólastarfi og það er höfuðskylda þeirra að skapa skilyrði innan skólanna svo starfsfólk og nemendur búi við góð skilyrði í skólunum, tækjakostur þarf að vera góður. 5. Fjölga þarf réttindakennurum í skólum bæjarins. Fræðimaðurinn James Coleman o.fl. gerðu rannsókn á skilvirkni skóla. Í rannsókn Colman´s kom í ljós að mismunur á námsgengi nemenda var fyrst og fremst tengdur félaglegum bakgrunni þeirra, ekki síst hvernig foreldrar standa sig gagnvart börnum sín- um. Gefðu þér tíma með barninu Til eru foreldrar sem gefa sér sjaldan tíma fyrir börnin sín þeg- ar að námi kemur. Þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa.Við verð- um að gera okkur grein fyrir að það er mikil ábyrgð að eignast barn. Um leið og það gerist erum við að taka á okkur skyldur. Okk- ur foreldrum er skylt að kenna börnum okkar mannasiði og framkomu. Það er hluti af upp- eldisskyldu foreldra. Skólinn á ekki að þurfa að kenna börnum almenna mannasiði þeg- ar þau koma í skólann. Því miður þurfa kennarar oft að gera þetta. Við fáum stundum börn í skól- ann sem eru algjörlega óöguð. Þessi börn eyðileggja oft kennslustundir fyrir þeim sem vilja læra. Foreldrar þurfa einnig að fylgjast afar vel með námi barna alveg frá leikskólaaldri. Stundum fáum við börn í skóla sem fá engan stuðning eða athygli vegna náms heima fyrir. Þau byrja að dragast aftur úr frá fyrsta degi vegna þess að það er enginn heima sem hugsar um að aðstoða þau við heimanám og fylgja því eftir. Það er enginn sem hugsar um að hjálpa þeim að raða í töskurnar þeirra. Námið verður auðvitað lítið sem ekkert og þessi börn eiga litla möguleika og dragast aftur úr hvern einasta dag allan sinn skólatíma. Sem betur fer er þetta fámennur hópur barna. Flestir fá aðstoð heima við upphaf skóla. Það þarf hins vegar að fylgja því eftir í gegnum allan skólann. Ég hef löngum sagt að foreldrar og for- ráðamenn nemenda séu lykillinn að góðum árangri barna og ung- linga í skóla. Þar er grunnurinn lagður. Hvað er skilvirkur skóli? Samkvæmt skilgreiningu orðsins er það skóli sem skilar góðu starfi, góðum árangri. Það kann hins vegar vel að vera að við séum ekki öll sammála um hvað átt er við. Skóli sem skilar góðum niður- stöðum á samræmdum prófum er skilvirkur hvað þann þátt varðar. En skilvirkur skóli þarf ekki endilega að vera góður skóli. Það er ekki sanngjarnt að meta skil- virkni skóla eingöngu út frá nið- urstöðum samræmdra prófa eins og margur gerir. Það er óeðlilegt. Það þarf að skoða marga aðra hluti sem hafa áhrif á niðurstöður prófa. Því miður horfa margir fyrst og fremst á niðurstöður samræmdra prófa er þeir meta skilvirkni skóla en það hefur orð- ið til þess að prófin eru farin að stýra innra starfi skólanna æ meir. Ég trúi því að skilvirkur skóli sé sá skóli þar sem starfs- fólki og börnum líður vel. Það er skóli sem börnin vilja vera í. Ekkert hvetur barn meira til að ná árangri en viðurkenning og áhugi allra sem að því koma og auðvitað viljum við öll ná ár- angri á prófum á landsvísu. Það á við um okkur öll! Samvinna allra aðila er afar mik- ilvæg til að svo megi verða. Sam- vinnu við heimilin verður að auka og bæta með markvissu starfi. Við stundum mannrækt í uppeld- isstofnunum okkar, skólum og leikskólum, gleymum því ekki! Góður skóli þarf að leggja áherslu á þessi atriði m.a.: · Skólinn þarf að hafa markvisst skipulag · Markmið séu skýr · Finna sterkar hliðar nemenda og vinna með þær · Allir starfsmenn skóla þurfa að leggjast á eitt sem einn maður, hafi sameiginlega stefnu og sömu reglu í starfi · Gott samstarf og traust milli kennara · Jákvætt starfsfólk með jákvæða sýn. Í skólanum á að vera góður skólaandi, stöðugleiki og festa. · Kennsluaðferðir þurfa að vera fjölbreyttar og í stöðugri endur- skoðun · Nemendur eiga að vera virkir þátttakendur í námi en ekki þiggjendur·. Skólareglur eiga að vera í sam- ræmi við reglur samfélagsins með áherslu á stundvísi, vinnu- semi og virðingu fyrir öðru fólki Ráð handa foreldrum Áslaug Brynjólfsdóttir fyrrv. skólastjóri og námsstjóri skrifaði árið 1998 um samstarf heimilis og skóla. Þar gefur hún foreldr- um ráð og bendir á eftirfarandi þætti sem sé mikilvægt fyrir for- eldra að hafa í huga: 1. Spyrja sig: Hvernig get ég best tekið þátt í menntun barnsins míns? 2. Lesa fyrir börn, hafa margskonar lestrarefni á boðstól- um handa þeim og fara með þau á bókasafn. 3. Hvetja barnið til að sækja skólann og brýna fyrir því að fjarvistir séu óheimilar. 4. Hafa stjórn á því hvenær og hve lengi barnið horfir á sjónvarp. 5. Sjá til þess að barnið hafi frið til að sinna heimaverkefnum sínum og veita því hjálp við heimavinn- una eða líta eftir að hún sé unnin daglega.6. Örva börn til þátttöku í ýmiss konar tómstunda- og fræðandi störfum í lengri skóla- fríum. 7. Hvetja börnin til að leggja að sér við námið. 8. Hjálpa nemendum til að velja viðeigandi námsgreinar, þegar slíkt er í boði. 9. Foreldrar missi ekki áhugann á foreldrasamstarfi þótt börnin séu komin á ung- lingastigið. 10. Vera ætíð í góðu og jákvæðu sambandi við kenn- ara barnsins. 11. Vera tilbúin til að taka þátt í sjálfboðastarfi í skólanum sé eftir því leitað. 12. Taka þátt í tilraunum sem lúta að bættu skólastarfi og taka þátt í ýmsum nefndarstörfum, sem verða til þess að bæta og endur- skipuleggja skólastarfið. 3. febrúar 2003 Gylfi Guðmundsson Pistlar Gylfa birtast á vef Njarðvíkurskóla, www.njardvikurskoli.is LYKILLINN AÐ GÓÐUM NÁMSÁRANGRI ÍGarðinum er merkilegur letursteinn.Steinninn er sléttur og burstalaga. Umhann miðjan eru klappaðar rúnir. Að öllum líkindum er steinninn með merki- legri fornminjum á svæðinu. Hann er skammt vestan undir manngerðum hól norðan nýja íþróttahússins. Umhverfis eru miklar hleðslur. Vestan þeirra liggur gamli kirkjuvegurinn að Útskálakirkju. Sést enn móta fyrir veginum ef vel er að gáð. Áður fyrr var talið að hóllinn væri fornmanna- gröf og steinninn væri grafsteinn forn- manns. Gömul þjóðsaga er til um steininn. Hún segir frá bónda er ætlaði sér að nota hann í nýbyggingu. Þá hvíldi steinninn á þremur öðrum. Átta menn þurfti til að bera steininn heim að bæ. Um nóttina dreymdi bónda slæman draum og hann var ofsóttur af illum öndum. Morguninn eftir lét hann færa steininn aftur á sinn stað og þurfti þá einungis sex menn til. Þá segir einnig einhvers staðar að hugsanlega sé steinninn frá því um 1550 þegar banamenn Jóns Arasonar höfðu verið handteknir á Kirkjubóli og danskir menn voru ofsóttir í framhaldi af því. Steinninn sé þá minningarstein um Danadrápin. Hvað sem sögnum líður hefur þessi steinn og letrið á honum aldrei verið rannsakað sem skyldi. Full þörf er á því, enda staðsetning á fárra vit- orði. Þrisvar sinnum hefur áhugamaður um stein- inn reynt að taka mynd af letrinu en aldrei hafa myndirnar komið fram á filmunni. Trúir því hver sem vill. Ljósmyndari Víkurfrétta reyndi einnig við steininn fyrir helgi. Þrátt fyrir að rúnirnar séu augljósar á steininum og hafi sést greinilega þegar steinninn var mynd- aður þá eru þær illsjáanlegar eftir að myndirn- ar voru afritaðar af stafrænni myndavél inn á tölvukerfi blaðsins. Sannarlega rannsóknar- efni þar á ferð. MENNTAMÁL \\ Pistill Gylfa Guðmundssonar skólastjóra Njarðvíkurskóla: Minningarsteinn um banamenn Jóns Arasonar í Garðinum krefst rannsóknar Steinninn umræddi í Garðinum. Um hann miðjan eru klappaðar rúnir sem sjást mjög auðveldlega með berum augum en nær ómögulegt er að mynda! Alþjóðlegur bænadagur kvenna var fyrst haldinn í Ameríku, en um allan heim eru konur sem hafa þörf fyrir að biðja saman og því er þessi dagur orðinn að alheimssamfélagi. Ár hvert eru konur frá hinum ýmsu löndum beðnar að velja yfirskrift og undirbúa guðs- þjónustu, sams konar dag- skrá fer þá fram á sam- komum hvarvetna í heim- inum. Við gerum okkur stöðugt bet- ur grein fyrir því að kristnir menn um allan heim mynda eina heild. Sú vissa hefur fyrir tilstilli Guðs gert þennan dag að tengilið milli kvenna og gert þeim ljóst að þær til- heyra allar fjölskyldu Guðs. Samverustund vegna bæna- dags kvenna verður haldin í Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. mars kl. 20:00. Verið öll velkomin. Alþjóðlegur bænadagur kvenna í Kefla- víkurkirkju 10. tbl. 2003 3/5/03 17:05 Page 10

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.